flugfréttir

Reykjavik Airshow á 100 ára afmæli flugsins á Íslandi

- Ein glæsilegasta flugsýning ársins fer fram á morgun

31. maí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 09:20

Frá flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli árið 2017

Hin árlega flugsýning á Reykjavíkurflugvelli, Reykjavik Airshow, fer fram næstkomandi laugardag, 1. júní, en flugsýningin í ár verður með glæsilegasta móti og fer hún fram á 100 ára afmæli flugsins á Íslandi.

Reykjavik Air Show fer fram á vegum Flugmálafélags Íslands og má búast við því að mjög fjölmennt verði á sýningunni í ár í tengslum við aldarafmæli flugsins en það var árið 1919 sem sá atburður átti sér stað að flugvél hóf sig á loft í fyrsta sinn á Íslandi í Vatnsmýrinni.

Flugsýningin á Reykjavíkurflugvelli hefur skipað stóran sess innan flugsins á Íslandi og hefur sýningin oftast farið fram í júní og sækja margir gestir sýninguna enda kjörir tækifæri fyrir fjölskyldur og flugáhugamenn að gera sér glaðan dag.

Loftbelgur hóf sig á loft í gærkvöldi frá Reykjavíkurflugvelli
í fyrsta sinn í áratugi á Íslandi

„Við hlökkum mikið til laugardagsins. Við erum með nokkur atriði sem ekki hafa sést hérlendis í fjölda ára svo sem flugbátur og loftbelgur“, segir Matthías Sveinbjörnsson, forseti FMÍ.

Á sýningunni verður að vanda fjöldi flugatriða í lofti þar sem gestir geta séð listflug, hægflug, hópflug, þyrluflug, svifflugur, fallhlífastökk og svo mætti áfram telja. Á svæðinu verða einnig alls konar loftför sem gestir geta skoðað, farið um borð og kynnst flugfólki úr flestum sviðum flugsporta á Íslandi.

Loftbelgur og Catalína-flugbátur

Meðal loftfara sem verða til sýnis er Catalina flugbátur sem kom í gær sérstaklega til landsins til að taka þátt í sýningunni en vélin var staðsett á Íslandi á stríðsárunum og kemur nú aftur í fyrsta skipti.

Flugbáturinn er einn af þeim merkilegri í flugsögunni en bátarnir þjónuðu íslenskum flugsamgöngum vel á fyrstu árum farþegaflugs. Að loknum flugatriðum geta gestir skoðað flugbátinn í návígi.

Eitt af því markverðasta í dagskrá sýningarinnar þetta árið er loftbelgur sem mun taka á loft í fyrsta sinn á þessari öld í Reykjavík. Loftbelgjaflug er vinsælt víða um heim en hefur ekki verið stundað hérlendis vegna vinda og nálægðar við stór hafsvæði en Matthías er vongóður um flugið á laugardag.

Catalina-flugbáturinn kom sérstaklega til landsins til þess að taka þátt í Reykjavik Airshow á laugardaginn

„Það er reyndur maður á belgnum og við treystum því að hann meti veðuraðstæður fyrir flugið. Það er hægt að stjórna flugi loftbelgja að ákveðnu marki en vindar eru stærsti þátturinn í stefnu þeirra. Það verður spennandi að fylgjast með.“, segir Matthías.

Loftbelgur yfir Reykjavík er frekar sjaldgæf sjón en það var eitthvað sem margir urðu vitni að í gærkvöldi

Búist er við góðu veðri á laugardag og því kjörið fyrir fjölskyldur að drífa sig á sýninguna að sögn Matthíasar: „Veðurspáin er góð og það er allt klárt hjá okkur með atriðin, veitingar og annað sem þarf til að skapa frábæra fjölskyldustemningu á flugvellinum.“

Hægt er að kynna sér dagskrá sýningarinnar á vefsíðunni Reykjavik Airshow og einnig er allt það nýjasta í tengslum við flugsýninguna á Reykjavik Air Show á Facebook

Sýningin hefst á morgun klukkan 12:00 og stendur yfir til klukkan 16:00. Samkvæmt nýjust veðurspá þá er gert ráð fyrir að það verði léttskýjað og 13 stiga hiti.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga