flugfréttir

Módelflugmenn vilja ekki vera flokkaðir sem drónaflugmenn

- Tilaga að reglugerð setur flugvélamódel og dróna undir sama hatt

7. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 13:10

Fjarstýrðar flugvélar er stórt áhugamál í Bretlandi líkt og í öðrum löndum Evrópu

Módelflugmenn í Bretlandi eru ævareiðir yfir því að vera flokkaðir sem drónaflugmenn samkvæmt tillögu að nýrri reglugerð og segjast mjög ósáttir við að þeir séu settir undir sama hatt og þeir sem fljúga drónum.

Bresk flugumferðaryfirvöld hafa kynnt tillögu að reglugerð sem gæti orðið að lögum í nóvember í haust til að setja skorður á drónaflugmenn en yfirvöld hafa í kjölfarið fengið 6 þúsund skilaboð frá þeim sem fljúga fjarstýrðum flugvélum sem lýsa yfir óánægju sinni með þessa ákvörðun.

Ef tillagan verður að lögum þá þurfa allir þeir sem fljúga fjarstýrðum og ómönnuðum loftförum að skrá flygildið og greiða fyrir leyfi auk þess sem þeir þurfa að taka færnispróf á þriggja ára fresti.

Þetta á einnig við þá flugmenn sem fljúga fjarstýrðum flugvélamódelum sem er áhugamál sem á sér mun lengri sögu en drónar sem er tiltölulega nýtt fyrirbæri.

Félagsmenn BMFA eru alls ekki sáttir við reglugerðina sem gæti orðið að lögum í nóvember

„Við eigum mjög góða öryggissögu að baki og sögu fjarstýrðra flugvéla má rekja marga áratugi aftur í tímann“, segir David Phipps, framkvæmdarstjóri Félags breskra módelflugmanna (BMFA), en samtökin áttu fund á dögunum með breskum flugmálayfirvöldum.

Þurfa að greiða skráningargjald og taka færnispróf á þriggja ára fresti

Phipps tekur fram að módelflug sé viðurkennt af flugmálayfirvöldum í EASA sem aðskilur módelflug frá drónum en tekur fram að Bretland hafi ákveðið að setja þetta undir sama hatt.

EASA aðskilur reglugerðir drónaflugmanna frá þeim sem fljúga fjarstýrðum flugvélum

Þrátt fyrir að skráningargjald og leyfi fyrir módelflugi eigi að vera aðeins 16 Sterlingspund (2.500 krónur) samkvæmt reglugerðinni þá eigi það eftir að hindra að ungt fólk sækist í módelflugið sem er stundum fyrsta skrefið hjá þeim inn í heim flugsins.

Phipps telur einnig að margir módelflugmenn eigi eftir að hunsa nýju reglurnar og muni þess í stað fljúga „undir radar“.

Bretar hafa ákveðið að herða eftirlit með drónum og setja ný lög varðandi notkun þeirra í kjölfar atviks sem átti sér stað í desember 2018 er dróna var flogið yfir Gatwick-flugvöll með þeim afleiðingum að flugumferð lamaðist um flugvöllinn í nokkra daga með gríðarlegri röskun fyrir farþega í kjölfarið.

Cliff Evans er meðal þeirra sem er mjög ósáttur við tillöguna

Cliff Evans er einn þeirra sem hefur flogið fjarstýrðum flugvölum í mörg ár og segist hann einnig mjög ósáttur við að áhugamálið hans sé flokkað með drónum.

„Það er alltaf orðið augljósara að við módelflugmenn eigum undir högg að sækja vegna loftrýmisins og það góða samstarf sem við höfum átt við bresk flugmálayfirvöld er farið að breytast“, segir Evans.

Charlotte Sarah Emily Vere, barónessan af Norbiton, sem starfar sem flugmálaráðherra Bretlands, segir að á meðan flestir módelflugmenn fljúgi fjarstýrðum flugvélum af mikilli ábyrgð þá mun skylduskráning verða öllum til góðs og auka líkurnar á að fleiri muni sína ábyrð er kemur að ómönnuðum flygildum af öllu tagi.

„Allar ómannaðar flugvélar, hvort sem þær hafa vængi eins og flugvélamódel eða drónar, hafa þá eiginleika að þeir geta verið ógn gagnvart flugöryggi. Reglugerðin með skráningu þeirra auk skráningargjalds er bara í samræmi við önnur áhugamál eins og stangveiði“, segir Vere.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga