flugfréttir
SAS mun fljúga fyrsta flugið með Airbus A350 í janúar 2020
- Jómfrúarflugið verður frá Köben til Chicago

SAS mun fá fyrstu Airbus A350 þotuna afhenta í desember
SAS (Scandinavian Airlines) segir að félagið muni hefja áætlunarflug með Airbus A350 þotunni í janúar á næsta ári.
Félagið segir að fyrsta flugið með Airbus A350 sé skráð þann 28. janúar og verður jómfrúarflugið
frá Kaupmannahöfn til Chicago en SAS segir að það sé ein vinsælasta flugleiðin í leiðarkerfi félagsins.
SAS mun einnig nota Airbus A350 þotuna í flugi til Peking, New York, Tókýó, Shanghai, Hong Kong
og til San Francisco.
SAS á von á því að fá átta þotur afhentar af gerðinni Airbus A350-900 sem koma með Trent XWB hreyflum
frá Rolls Royce.
Félagið mun byrja að þjálfa flugmenn A350 þoturnar í desember og mun félagið fá fyrstu þotuna
afhenta fyrir lok þessa árs.
Fyrsta Airbus A350 þotan kemur með skráningunni SE-RSA og fær hún nafnið „Ingegerd Viking“.
Langflugsfloti SAS samanstendur í dag af átta Airbus A330 breiðþotum og átta Airbus A340 breiðþotum.


18. september 2019
|
Leit stendur nú yfir að Twin Otter farþegaflugvél af gerðinni Havilland DHC-5-6-400 í Indónesíu sem saknað er en vélin var í innanlandsflugi í nótt og fór í loftið frá flugvellinum í Timiki áleiðis t

16. september 2019
|
Lufthansa hefur ákveðið að hindra aðgang farþega að síðustu sætaröðinni um borð í Airbus A320neo þotum félagsins sem eru ekki í boði eins og stendur þegar bókað er flug.

2. desember 2019
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) rannsaka nú atvik sem átti sér stað sl. sunnudagsmorgun eftir að neyðarrennibraut losnaði úr hólfi og féll til jarðar frá Boeing 767 breiðþotu hjá Delta Air Lines sem

11. desember 2019
|
Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

10. desember 2019
|
Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

10. desember 2019
|
Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

9. desember 2019
|
SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

9. desember 2019
|
SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

9. desember 2019
|
Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

8. desember 2019
|
Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

6. desember 2019
|
Fjórir ölvaðir flugmenn hjá indverska flugfélaginu SpiceJet hafa verið stöðvaðir á sl. fimm dögum þar sem þeir féllu á áfengisprófi er þeir mættu til vinnu í stjórnklefann á leið í áætlunarflug.