flugfréttir

Sagt að Airbus kynni A321XLR til leiks í næstu viku

- Hefur flugdrægi upp á yfir 9.000 kílómetra

13. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 13:15

Airbus A321LR þotan flaug jómfrúarflugið í janúar árið 2018

Sagt er að Airbus ætli sér að kynna Airbus A321XLR formlega til leiks á flugsýningunni Paris Air Show sem hefst í næstu viku.

Með því er Airbus að koma með á markaðinn langdrægustu flugvél í flokki meðalstórra farþegaþotna sem völ er á sem mun gefa flugfélögum tækifæri á að fljúga flugleiðir sem eru allt að 5.000 mílna (9.300 kílómetra) langar.

Það jafngildir því að þotan gæti flogið frá Keflavíkurflugvelli í beinu flugi til Perú í Suður-Ameríku, til Dar es Salaam í Tanzaníu og til Asíu gæti hún drifið til Hong Kong og Tokýó.

Samkvæmt fjórum aðilum, sem eru kunnugir málinu, þá hefur Airbus átt í viðræðum við þá viðskiptavini sem koma til greina sem mögulegir kaupendur áður en framleiðandinn tilkynnir formlega um A321XLR sem verður enn langdrægari útgáfa af Airbus A321LR.

Airbus hefur ekki enn tiltekið nákvæmar tölur varðandi getu og eiginleika þotunnar en talið er að allavega eitt bandarískt flugfélag sé að fara tilkynna pöntun í Airbus A321XLR.

Airbus kynnti A321XLR fyrir Air Transat í Kanada og fyrir flugvélaleigunni AerCap í október í fyrra sem hentuga lausn til þess að fljúga með minni farþegaþotum yfir Atlantshafið til Evrópu og það innarlega inn til meginlandsins til áfangataða á borð við Split í Króatíu frá Montréal og Toronto.

Bæði American Airlines og United Airlines hafa sagt að félögin myndu alvarlega skoða þann möguleika á að panta Airbus A321XLR og þá hefur United sagt að félagið væri til í að panta þoturnar til að leysa af hólmi Boeing 757 þoturnar.  fréttir af handahófi

Reykjavik Airshow á 100 ára afmæli flugsins á Íslandi

31. maí 2019

|

Hin árlega flugsýning á Reykjavíkurflugvelli, Reykjavik Airshow, fer fram næstkomandi laugardag, 1. júní, en flugsýningin í ár verður með glæsilegasta móti og fer hún fram á 100 ára afmæli flugsins á

Nýja vandamálið með Boeing 737 MAX varðar örgjörva

27. júní 2019

|

Nýtt vandamál, sem uppgötvaðist varðandi Boeing 737 MAX þoturnar sem greint var frá í gær, virðist vera mögulegur galli eða vanvirkni í örgjörva sem einnig getur framkallað tilhneigingu í stjórnbúnað

„737-8200“ ekki nýtt nafn á Boeing 737 MAX

15. júlí 2019

|

Ljósmynd af nýrri Boeing 737 MAX þotu fyrir Ryanair hefur verið dreift á samfélagsmiðlum undanfarinn sólarhring með áletrunina 737-8200 framan á nefi vélarinnar.

  Nýjustu flugfréttirnar

Tvö ókeypis námskeið hefjast í næstu viku hjá Keili

18. júlí 2019

|

Í næstu viku munu tvö námskeið hefjast á vegum Flugakademíu Keilis, annars vegar grunnnámskeið um einka- og atvinnuflugnám og hinsvegar námskeið fyrir ungt fólk um flugtengd störf en bæði námskeiðin

Fær reikning upp á 13 milljónir vegna dólgsláta um borð

18. júlí 2019

|

Annar flugdólgur hefur nú fengið himinháan reikning í bakið fyrir ósæmilega hegðun um borð í flugvél sem var í þetta skiptið á leið til Tyrklands frá Bretlandi en áhöfn vélarninar neyddist til þess

Aðeins 200 kíló eftir af eldsneyti í tönkunum við lendingu

18. júlí 2019

|

Farþegaþota á Indlandi var aðeins sex mínútum frá því að hafa klárað allt eldsneyti um borð áður en hún náði að lenda á flugvellinum í Delí fyrr í vikunni.

Fimm ár síðan að flug MH17 var skotið niður yfir Úkraínu

17. júlí 2019

|

Fimm ár eru í dag liðin frá því að Boeing 777 farþegaþota, flug MH17, á vegum Malaysia Airlines fórst nálægt bænum Hrabove í Úkraínu eftir að hafa verið skotin niður með flugskeyti á leið sinni frá A

Air Lease fær grænt ljós á að sækja Airbus-þotuna

17. júlí 2019

|

Bandaríska flugvélaleigan Air Lease Corporation hefur fengið grænt ljós á að sækja Airbus A321 þotu í eigu fyrirtækisins sem staðið hefur á Keflavíkurflugvelli frá gjaldþroti WOW air eftir að Héraðsdó

Flugfélag kærir Youtube-stjörnu vegna myndatöku um borð

17. júlí 2019

|

Flugfélagið Garuda hefur kært Youtube-stjörnu í Indónesíu fyrir ærumeiðingar eftir að viðkomandi aðili, sem er þekktur myndbandsbloggari þar í landi, gerði grín að flugfélaginu á samfélagsmiðlum.

Fyrsta P-8A herflugvélin fyrir Bretland flýgur fyrsta flugið

16. júlí 2019

|

Fyrsta Boeing P-8A Poseidon herflugvélin fyrir breska flugherinn flaug sitt fyrsta flug á dögunum frá flugvellinum í Renton nálægt Seattle og markar þetta upphafið af flugprófunum með P-8A flugvélarn

Loka starfsstöðvum vegna seinkana á nýjum MAX-þotum

16. júlí 2019

|

Ryanair hefur sent frá sér tilkynningu þar sem félagið segir að til komi að skera niður starfsemi félagsins með því að loka nokkrum starfsstöðvum í haust sem má rekja til kyrrsetningu á Boeing 737 MA

Fyrsta A320neo þota Atlantic Airways komin til Færeyja

15. júlí 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur tekið við fyrstu Airbus A320neo þotunni sem ber skráninguna OY-RCK og var hún afhent ný til félagsins um helgina.

Fallhlífarstökksflugvél ók á kyrrstæða kennsluvél í Slóvakíu

15. júlí 2019

|

Engann sakaði er tvær flugvélar rákust saman á jörðu niðri í Slóvakíu í gær en önnur vélin, af gerðinni Pilatus PC-6, ók á kyrrstæða Diamond DA40 flugvél sem var mannlaus.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00