flugfréttir

Sagt að Airbus kynni A321XLR til leiks í næstu viku

- Hefur flugdrægi upp á yfir 9.000 kílómetra

13. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 13:15

Airbus A321LR þotan flaug jómfrúarflugið í janúar árið 2018

Sagt er að Airbus ætli sér að kynna Airbus A321XLR formlega til leiks á flugsýningunni Paris Air Show sem hefst í næstu viku.

Með því er Airbus að koma með á markaðinn langdrægustu flugvél í flokki meðalstórra farþegaþotna sem völ er á sem mun gefa flugfélögum tækifæri á að fljúga flugleiðir sem eru allt að 5.000 mílna (9.300 kílómetra) langar.

Það jafngildir því að þotan gæti flogið frá Keflavíkurflugvelli í beinu flugi til Perú í Suður-Ameríku, til Dar es Salaam í Tanzaníu og til Asíu gæti hún drifið til Hong Kong og Tokýó.

Samkvæmt fjórum aðilum, sem eru kunnugir málinu, þá hefur Airbus átt í viðræðum við þá viðskiptavini sem koma til greina sem mögulegir kaupendur áður en framleiðandinn tilkynnir formlega um A321XLR sem verður enn langdrægari útgáfa af Airbus A321LR.

Airbus hefur ekki enn tiltekið nákvæmar tölur varðandi getu og eiginleika þotunnar en talið er að allavega eitt bandarískt flugfélag sé að fara tilkynna pöntun í Airbus A321XLR.

Airbus kynnti A321XLR fyrir Air Transat í Kanada og fyrir flugvélaleigunni AerCap í október í fyrra sem hentuga lausn til þess að fljúga með minni farþegaþotum yfir Atlantshafið til Evrópu og það innarlega inn til meginlandsins til áfangataða á borð við Split í Króatíu frá Montréal og Toronto.

Bæði American Airlines og United Airlines hafa sagt að félögin myndu alvarlega skoða þann möguleika á að panta Airbus A321XLR og þá hefur United sagt að félagið væri til í að panta þoturnar til að leysa af hólmi Boeing 757 þoturnar.  fréttir af handahófi

Air Mauritius gjaldþrota

22. apríl 2020

|

Flugfélagið Air Mauritius hefur lýst yfir gjaldþroti og hefur félagið hætt allri starfsemi frá og með deginum í dag.

1.2 milljörðum færri farþegar í sumar vegna COVID-19

23. apríl 2020

|

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) spáir því að flugfarþegar verði 1.2 milljörðum færri í sumar fram í september miðað við upphaflega spá sem gerð var fyrir árið 2020 vegna COVID-19.

Flugvöllur í Nashville rústir einar eftir skýstróka

3. mars 2020

|

Skýstrókar lögðu heilan flugvöll í rúst í Nashville í Bandaríkjunum í nótt. Að minnsta kosti fjögur flugskýli eru í tætlum og eru tugi flugvéla ýmist stórskemmdar eða gjörónýtar eftir að hvirfilbylur

  Nýjustu flugfréttirnar

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

American hætt við að sækja um gjaldþrotavernd

27. maí 2020

|

American Airlines er hætt við áform um að sækja um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en Doug Parker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að eftirspurnin hafi verið að aukast sl. daga.

Bókanir hrúgast inn hjá Ryanair

27. maí 2020

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair segir að gríðarleg fjölgun hafi átt sér stað í bókunum á síðustu dögum eftir að félagið tilkynnti um fyrirhugaða endurkomu og fjölgun flugferða eftir COVID-19 heimsf

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

LATAM sækir um gjaldþrotavernd

26. maí 2020

|

LATAM, eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku, hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en félagið hefur orðið mjög illa fyrir barðinu á COVID-19 heimsfaraldrinum.

Fyrsta tilraun með eldflaug á vegum Virgin mistókst

25. maí 2020

|

Fyrstu tilraun í eldflaugaprófunum á vegum fyrirtækis í eigu Richard Branson, er snúa að Virgin Orbit verkefninu, mistókst í dag.

Fóru of nálægt hvor annarri á flugvellinum í Hong Kong

25. maí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað er tvær flugvélar fóru of nálægt hvor annarri á Chek Lap Kok flugvellinum í Hong Kong fyrir helgi.

Air France hættir með A380

25. maí 2020

|

Air France hefur tilkynnt að flugfélagið franska hafi tekið þá ákvörðun að hætta með allar Airbus A380 risaþoturnar.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00