flugfréttir

Sagt að Airbus kynni A321XLR til leiks í næstu viku

- Hefur flugdrægi upp á yfir 9.000 kílómetra

13. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 13:15

Airbus A321LR þotan flaug jómfrúarflugið í janúar árið 2018

Sagt er að Airbus ætli sér að kynna Airbus A321XLR formlega til leiks á flugsýningunni Paris Air Show sem hefst í næstu viku.

Með því er Airbus að koma með á markaðinn langdrægustu flugvél í flokki meðalstórra farþegaþotna sem völ er á sem mun gefa flugfélögum tækifæri á að fljúga flugleiðir sem eru allt að 5.000 mílna (9.300 kílómetra) langar.

Það jafngildir því að þotan gæti flogið frá Keflavíkurflugvelli í beinu flugi til Perú í Suður-Ameríku, til Dar es Salaam í Tanzaníu og til Asíu gæti hún drifið til Hong Kong og Tokýó.

Samkvæmt fjórum aðilum, sem eru kunnugir málinu, þá hefur Airbus átt í viðræðum við þá viðskiptavini sem koma til greina sem mögulegir kaupendur áður en framleiðandinn tilkynnir formlega um A321XLR sem verður enn langdrægari útgáfa af Airbus A321LR.

Airbus hefur ekki enn tiltekið nákvæmar tölur varðandi getu og eiginleika þotunnar en talið er að allavega eitt bandarískt flugfélag sé að fara tilkynna pöntun í Airbus A321XLR.

Airbus kynnti A321XLR fyrir Air Transat í Kanada og fyrir flugvélaleigunni AerCap í október í fyrra sem hentuga lausn til þess að fljúga með minni farþegaþotum yfir Atlantshafið til Evrópu og það innarlega inn til meginlandsins til áfangataða á borð við Split í Króatíu frá Montréal og Toronto.

Bæði American Airlines og United Airlines hafa sagt að félögin myndu alvarlega skoða þann möguleika á að panta Airbus A321XLR og þá hefur United sagt að félagið væri til í að panta þoturnar til að leysa af hólmi Boeing 757 þoturnar.  fréttir af handahófi

Taka á leigu Boeing 737-200 til að fylla í skarð 737 MAX

13. ágúst 2019

|

Mikil eftirspurn er núna eftir gömlum Boeing 737 þotum vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX þotunum en þetta er haft eftir flugvélaleigum sem leigja út flugvélar til flugfélaga.

Vottunarflug 737 MAX gæti átt sér stað snemma í október

26. ágúst 2019

|

Vottunarflug Boeing 737 MAX gæti átt sér stað strax í byrjun október ef marka má heimildir aðila sem starfar innan Boeing en um er að ræða það flug sem á að færa þotunum lofthæfisvottun að nýju og gæ

United setur pressu á Boeing varðandi nýju 797 þotuna

19. júlí 2019

|

United Airlines hefur sett pressu á Boeing varðandi nýju farþegaþotuna sem til stendur að komi á markaðinn sem talið er að muni heita Boeing 797 en flugfélagið bandaríska er samt sem áður til í að gef

  Nýjustu flugfréttirnar

Indverjar framkvæma sína eigin úttekt á 737 MAX líkt og EASA

20. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi ætla að fara að fordæmi Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) og framkvæma sína eigin úttekt á Boeing 737 MAX þotunum áður en indverskum flugfélögum verður gefið leyfi til þe

Boeing 787 lenti næstum því með hjólin uppi

20. september 2019

|

Litlu munaði að farþegaþota frá Vietnam Airlines hefði lent með hjólabúnaðinn uppi er vélin var í aðflugi að flugvellinum í Melbourne í Ástralíu í gær.

Czech Airlines flýgur frá Keflavík til Köben og áfram til Prag

20. september 2019

|

Fyrir gjaldþrot WOW air voru þrjú flugfélög sem flugu áætlunarflug milli Kaupmannahafnar og Keflavíkurflugvallar en sl. hálfa árið hafa aðeins tvö flugfélög deilt á milli sín fjölförnustu flugleiðinn

Boeing 737 hóf flugtaksbrun á akbraut á Schiphol

19. september 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Hollandi hefur greint frá atviki sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði er farþegaþota frá Transavia af gerðinni Boeing 737-800 hóf flugtak á akbraut („taxiway“) á Schiph

Láðist að tilkynna í tvígang um vandamál í hreyfli

18. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi hafa meinað þremur flugmönnum að fljúga tímabundið og einnig svipt tveimur flugvirkjum réttindum sínum fyrir að hafa ekki tilkynnt um víbring sem kom upp í hreyfli á Airb

Twin Otter með fjóra um borð saknað í Indónesíu

18. september 2019

|

Leit stendur nú yfir að Twin Otter farþegaflugvél af gerðinni Havilland DHC-5-6-400 í Indónesíu sem saknað er en vélin var í innanlandsflugi í nótt og fór í loftið frá flugvellinum í Timiki áleiðis t

Japan Airlines mögulegur kaupandi að Malaysia Airlines

17. september 2019

|

Möguleiki er á því að Japan Airlines muni kaupa stóran hlut í Malaysia Airlines sem gæti bjargað rekstri félagsins og komið honum á réttan kjöl en félagið hefur verið rekið með tapi frá því í febrúar

Flugmaðurinn týndi vegabréfinu fyrir brottför

17. september 2019

|

Ellefu klukkutíma seinkun varð á flugi hjá suður-kóreska lágfargjaldarfélaginu Tway Air eftir að annar flugmaðurinn uppgötvaði á flugvellinum að hann hefði týnt vegabréfinu sínu.

Draco-flugvél Mike Patey ónýt eftir flugtaksóhapp

17. september 2019

|

Engan sakaði er Draco, flugvél í eigu bandaríska flugmannsins Mike Patey, eyðilagðist er henni hlekktist á í flugtaki á flugvellinum í Reno í Nevada í Bandaríkjunum í gær.

Bannað að sitja í aftustu sætaröð í A320neo þotum Lufthansa

16. september 2019

|

Lufthansa hefur ákveðið að hindra aðgang farþega að síðustu sætaröðinni um borð í Airbus A320neo þotum félagsins sem eru ekki í boði eins og stendur þegar bókað er flug.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00