flugfréttir

Gjaldþrot sagt blasa við hjá Adria Airways

- Forsætisráðherra Slóveníu segir að einkavæðing félagsins hafi mistekist

14. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 13:18

Airbus A319 þota Adria Airways á flugvellinum í Munchen

Sagt er að gjaldþrot sé yfirvofandi hjá flugfélaginu Adria Airways en félagið er þjóðarflugfélag Slóveníu og stærsta flugfélag landsins.

Adria Airways var einkavætt fyrir þremur árum síðan en félagið hefur hætt við þær pantanir sem félagið hafði lagt inn í nýjar farþegaþotur, skorið niður leiðarkerfið og hafa yfirmenn félagsins átt í viðræðum við forsætisráðherra landsins vegna slæmrar stöðu flugfélagsins.

Fjárhagsstaða Adria Airways er mjög slæm en taprekstur félagsins árið 2017 nam sex milljónum evra sem samsvarar tapi upp á 846 milljónir króna.

Miklar seinkanir er daglegt brauð hjá Adria Airways sem þarf einnig reglulega að aflýsta flugferðum og vegna þessa hefur orðstýr félagsins orðið fyrir varanlegum skaða.

Á sama tíma eru erlend flugfélög að herja á markaðinn í Slóveníu með auknum umsvifum á flugvellinum í Ljubljana en easyJet er næststærsta flugfélagið sem flýgur til höfuðborgarinnar og þá hefur Air Serbia og Wizz Air verið að sækja í sig veðrið.

Adria Airways var einkavætt árið 2016

Adria Airways hefur í mörg ár þjónað því hlutverki að koma farþegum til áfangastaða þeirra flugfélaga sem tilheyra Lufthansa Group með daglegu flugi frá Ljubljana til Brussel, Frankfurt, Zurich, Vín og Munchen en félagið hefur flogið farþegum þaðan áfram til Tirana í Albaníu, til Pristina í Kosovo auk annarra áfangastaða í austurhluta Evrópu.

Árið 2018 var eitt erfiðasta árið í rekstri Adria Airways sem fór mjög illa út úr fjárfestingu í tengslum við að setja upp bækistöð í Paderborn í Þýskalandi en þaðan flaug félagið til Zurich og til Vínar fyrir hönd Lufthansa Group.

Sú starfsemi auk vandamála við að fá Saab-skrúfuflugvélar frá Darwin Airline í Ástralíu, sem varð gjaldþrota árið 2017, reyndist félaginu þungur baggi og þá sérstaklega eftir að Adria Airways keypti rekstur Darwin Airline frá móðurfélaginu Etihad Airways.

Adria Airways hafði pantað fimmtán Sukhoi Superjet 100 þotur frá Rússlandi og áttu þær fyrstu að afhendast frá og með apríl í vor en Sukhoi lagði til að félagið myndi hætta við pöntunina eftir að framleiðandinn sá betur hversu slæm fjárhagsstaða félagsins var orðin.

Adria Airways hefur að undanförnu flogið 25 dagleg flug frá Ljubljana en þó aflýsir félagið flugferðum daglega. Til að fækka aflýstum ferðum þá ákvað stjórn félagsins að taka á leigu tvær Fokker 100 þotur til að fylla í skarðið þegar flugvélar voru ekki tiltækar.

Marjan Šarec, forsætisráðherra Slóveníu, segist ekki viss um að Adria Aiways muni fljúga mikið lengur og segir hann að um mjög gott dæmi sé að ræða um „slæma einkavæðingu“.  fréttir af handahófi

Airbus vinnur að tækni sem gerir tvo flugmenn óþarfa

28. júní 2019

|

Airbus segir að verið sé að þróa tækni sem gæti leyst aðstoðarflugmanninn frá störfum í stjórnklefa á farþegaflugvélum framleiðandans í náinni framtíð.

„Fljúgandi vængur“ brotlenti á fangelsislóð

23. apríl 2019

|

Eina eintakið sem til var af hinni sögufrægu Northrop N-9M flugvél, sem oft var kölluð „Vængurinn fljúgandi“, brotlenti í gær í Kaliforníu með þeim afleiðingum að flugmaður vélarinnar lét lífið.

43 atvinnuflugnemar útskrifast frá Flugakademíu Keilis

21. júní 2019

|

Flugakademía Keilis útskrifaði 43 atvinnuflugnema þann 14. júní sl. við athöfn sem fram fór í Andrews Theater í Ásbrú í Reykjanesbæ.

  Nýjustu flugfréttirnar

Tvö ókeypis námskeið hefjast í næstu viku hjá Keili

18. júlí 2019

|

Í næstu viku munu tvö námskeið hefjast á vegum Flugakademíu Keilis, annars vegar grunnnámskeið um einka- og atvinnuflugnám og hinsvegar námskeið fyrir ungt fólk um flugtengd störf en bæði námskeiðin

Fær reikning upp á 13 milljónir vegna dólgsláta um borð

18. júlí 2019

|

Annar flugdólgur hefur nú fengið himinháan reikning í bakið fyrir ósæmilega hegðun um borð í flugvél sem var í þetta skiptið á leið til Tyrklands frá Bretlandi en áhöfn vélarninar neyddist til þess

Aðeins 200 kíló eftir af eldsneyti í tönkunum við lendingu

18. júlí 2019

|

Farþegaþota á Indlandi var aðeins sex mínútum frá því að hafa klárað allt eldsneyti um borð áður en hún náði að lenda á flugvellinum í Delí fyrr í vikunni.

Fimm ár síðan að flug MH17 var skotið niður yfir Úkraínu

17. júlí 2019

|

Fimm ár eru í dag liðin frá því að Boeing 777 farþegaþota, flug MH17, á vegum Malaysia Airlines fórst nálægt bænum Hrabove í Úkraínu eftir að hafa verið skotin niður með flugskeyti á leið sinni frá A

Air Lease fær grænt ljós á að sækja Airbus-þotuna

17. júlí 2019

|

Bandaríska flugvélaleigan Air Lease Corporation hefur fengið grænt ljós á að sækja Airbus A321 þotu í eigu fyrirtækisins sem staðið hefur á Keflavíkurflugvelli frá gjaldþroti WOW air eftir að Héraðsdó

Flugfélag kærir Youtube-stjörnu vegna myndatöku um borð

17. júlí 2019

|

Flugfélagið Garuda hefur kært Youtube-stjörnu í Indónesíu fyrir ærumeiðingar eftir að viðkomandi aðili, sem er þekktur myndbandsbloggari þar í landi, gerði grín að flugfélaginu á samfélagsmiðlum.

Fyrsta P-8A herflugvélin fyrir Bretland flýgur fyrsta flugið

16. júlí 2019

|

Fyrsta Boeing P-8A Poseidon herflugvélin fyrir breska flugherinn flaug sitt fyrsta flug á dögunum frá flugvellinum í Renton nálægt Seattle og markar þetta upphafið af flugprófunum með P-8A flugvélarn

Loka starfsstöðvum vegna seinkana á nýjum MAX-þotum

16. júlí 2019

|

Ryanair hefur sent frá sér tilkynningu þar sem félagið segir að til komi að skera niður starfsemi félagsins með því að loka nokkrum starfsstöðvum í haust sem má rekja til kyrrsetningu á Boeing 737 MA

Fyrsta A320neo þota Atlantic Airways komin til Færeyja

15. júlí 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur tekið við fyrstu Airbus A320neo þotunni sem ber skráninguna OY-RCK og var hún afhent ný til félagsins um helgina.

Fallhlífarstökksflugvél ók á kyrrstæða kennsluvél í Slóvakíu

15. júlí 2019

|

Engann sakaði er tvær flugvélar rákust saman á jörðu niðri í Slóvakíu í gær en önnur vélin, af gerðinni Pilatus PC-6, ók á kyrrstæða Diamond DA40 flugvél sem var mannlaus.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00