flugfréttir

Gjaldþrot sagt blasa við hjá Adria Airways

- Forsætisráðherra Slóveníu segir að einkavæðing félagsins hafi mistekist

14. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 13:18

Airbus A319 þota Adria Airways á flugvellinum í Munchen

Sagt er að gjaldþrot sé yfirvofandi hjá flugfélaginu Adria Airways en félagið er þjóðarflugfélag Slóveníu og stærsta flugfélag landsins.

Adria Airways var einkavætt fyrir þremur árum síðan en félagið hefur hætt við þær pantanir sem félagið hafði lagt inn í nýjar farþegaþotur, skorið niður leiðarkerfið og hafa yfirmenn félagsins átt í viðræðum við forsætisráðherra landsins vegna slæmrar stöðu flugfélagsins.

Fjárhagsstaða Adria Airways er mjög slæm en taprekstur félagsins árið 2017 nam sex milljónum evra sem samsvarar tapi upp á 846 milljónir króna.

Miklar seinkanir er daglegt brauð hjá Adria Airways sem þarf einnig reglulega að aflýsta flugferðum og vegna þessa hefur orðstýr félagsins orðið fyrir varanlegum skaða.

Á sama tíma eru erlend flugfélög að herja á markaðinn í Slóveníu með auknum umsvifum á flugvellinum í Ljubljana en easyJet er næststærsta flugfélagið sem flýgur til höfuðborgarinnar og þá hefur Air Serbia og Wizz Air verið að sækja í sig veðrið.

Adria Airways var einkavætt árið 2016

Adria Airways hefur í mörg ár þjónað því hlutverki að koma farþegum til áfangastaða þeirra flugfélaga sem tilheyra Lufthansa Group með daglegu flugi frá Ljubljana til Brussel, Frankfurt, Zurich, Vín og Munchen en félagið hefur flogið farþegum þaðan áfram til Tirana í Albaníu, til Pristina í Kosovo auk annarra áfangastaða í austurhluta Evrópu.

Árið 2018 var eitt erfiðasta árið í rekstri Adria Airways sem fór mjög illa út úr fjárfestingu í tengslum við að setja upp bækistöð í Paderborn í Þýskalandi en þaðan flaug félagið til Zurich og til Vínar fyrir hönd Lufthansa Group.

Sú starfsemi auk vandamála við að fá Saab-skrúfuflugvélar frá Darwin Airline í Ástralíu, sem varð gjaldþrota árið 2017, reyndist félaginu þungur baggi og þá sérstaklega eftir að Adria Airways keypti rekstur Darwin Airline frá móðurfélaginu Etihad Airways.

Adria Airways hafði pantað fimmtán Sukhoi Superjet 100 þotur frá Rússlandi og áttu þær fyrstu að afhendast frá og með apríl í vor en Sukhoi lagði til að félagið myndi hætta við pöntunina eftir að framleiðandinn sá betur hversu slæm fjárhagsstaða félagsins var orðin.

Adria Airways hefur að undanförnu flogið 25 dagleg flug frá Ljubljana en þó aflýsir félagið flugferðum daglega. Til að fækka aflýstum ferðum þá ákvað stjórn félagsins að taka á leigu tvær Fokker 100 þotur til að fylla í skarðið þegar flugvélar voru ekki tiltækar.

Marjan Šarec, forsætisráðherra Slóveníu, segist ekki viss um að Adria Aiways muni fljúga mikið lengur og segir hann að um mjög gott dæmi sé að ræða um „slæma einkavæðingu“.  fréttir af handahófi

Sagði að Avianca væri gott sem gjaldþrota

30. ágúst 2019

|

Hlutabréf í kólumbíska flugfélaginu Avianca hríðféllu í vikunni eftir að myndbandsupptöku var lekið á Netið þar sem heyra má Roberto Kriete, framkvæmdarstjóra félagsins, segja að flugfélagið sé gott

Gera ekki ráð fyrir 737 MAX fyrr en eftir áramót

17. ágúst 2019

|

Icelandair hefur nú uppfært flugáætlun sína til ársloka. Félagið gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX vélum í rekstri fyrir þann tíma og hefur aðlagað flugáætlun sína í samræmi við það og aðra þróun á

Laumufarþegi féll til jarðar í aðflugi að Heathrow

2. júlí 2019

|

Lík laumufarþega féll til jarðar frá farþegaþotu frá Kenya Airways er þotan var í aðflugi að Heathrow-flugvellinum í London sl. sunnudag.

  Nýjustu flugfréttirnar

Indverjar framkvæma sína eigin úttekt á 737 MAX líkt og EASA

20. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi ætla að fara að fordæmi Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) og framkvæma sína eigin úttekt á Boeing 737 MAX þotunum áður en indverskum flugfélögum verður gefið leyfi til þe

Boeing 787 lenti næstum því með hjólin uppi

20. september 2019

|

Litlu munaði að farþegaþota frá Vietnam Airlines hefði lent með hjólabúnaðinn uppi er vélin var í aðflugi að flugvellinum í Melbourne í Ástralíu í gær.

Czech Airlines flýgur frá Keflavík til Köben og áfram til Prag

20. september 2019

|

Fyrir gjaldþrot WOW air voru þrjú flugfélög sem flugu áætlunarflug milli Kaupmannahafnar og Keflavíkurflugvallar en sl. hálfa árið hafa aðeins tvö flugfélög deilt á milli sín fjölförnustu flugleiðinn

Boeing 737 hóf flugtaksbrun á akbraut á Schiphol

19. september 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Hollandi hefur greint frá atviki sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði er farþegaþota frá Transavia af gerðinni Boeing 737-800 hóf flugtak á akbraut („taxiway“) á Schiph

Láðist að tilkynna í tvígang um vandamál í hreyfli

18. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi hafa meinað þremur flugmönnum að fljúga tímabundið og einnig svipt tveimur flugvirkjum réttindum sínum fyrir að hafa ekki tilkynnt um víbring sem kom upp í hreyfli á Airb

Twin Otter með fjóra um borð saknað í Indónesíu

18. september 2019

|

Leit stendur nú yfir að Twin Otter farþegaflugvél af gerðinni Havilland DHC-5-6-400 í Indónesíu sem saknað er en vélin var í innanlandsflugi í nótt og fór í loftið frá flugvellinum í Timiki áleiðis t

Japan Airlines mögulegur kaupandi að Malaysia Airlines

17. september 2019

|

Möguleiki er á því að Japan Airlines muni kaupa stóran hlut í Malaysia Airlines sem gæti bjargað rekstri félagsins og komið honum á réttan kjöl en félagið hefur verið rekið með tapi frá því í febrúar

Flugmaðurinn týndi vegabréfinu fyrir brottför

17. september 2019

|

Ellefu klukkutíma seinkun varð á flugi hjá suður-kóreska lágfargjaldarfélaginu Tway Air eftir að annar flugmaðurinn uppgötvaði á flugvellinum að hann hefði týnt vegabréfinu sínu.

Draco-flugvél Mike Patey ónýt eftir flugtaksóhapp

17. september 2019

|

Engan sakaði er Draco, flugvél í eigu bandaríska flugmannsins Mike Patey, eyðilagðist er henni hlekktist á í flugtaki á flugvellinum í Reno í Nevada í Bandaríkjunum í gær.

Bannað að sitja í aftustu sætaröð í A320neo þotum Lufthansa

16. september 2019

|

Lufthansa hefur ákveðið að hindra aðgang farþega að síðustu sætaröðinni um borð í Airbus A320neo þotum félagsins sem eru ekki í boði eins og stendur þegar bókað er flug.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00