flugfréttir

Gjaldþrot sagt blasa við hjá Adria Airways

- Forsætisráðherra Slóveníu segir að einkavæðing félagsins hafi mistekist

14. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 13:18

Airbus A319 þota Adria Airways á flugvellinum í Munchen

Sagt er að gjaldþrot sé yfirvofandi hjá flugfélaginu Adria Airways en félagið er þjóðarflugfélag Slóveníu og stærsta flugfélag landsins.

Adria Airways var einkavætt fyrir þremur árum síðan en félagið hefur hætt við þær pantanir sem félagið hafði lagt inn í nýjar farþegaþotur, skorið niður leiðarkerfið og hafa yfirmenn félagsins átt í viðræðum við forsætisráðherra landsins vegna slæmrar stöðu flugfélagsins.

Fjárhagsstaða Adria Airways er mjög slæm en taprekstur félagsins árið 2017 nam sex milljónum evra sem samsvarar tapi upp á 846 milljónir króna.

Miklar seinkanir er daglegt brauð hjá Adria Airways sem þarf einnig reglulega að aflýsta flugferðum og vegna þessa hefur orðstýr félagsins orðið fyrir varanlegum skaða.

Á sama tíma eru erlend flugfélög að herja á markaðinn í Slóveníu með auknum umsvifum á flugvellinum í Ljubljana en easyJet er næststærsta flugfélagið sem flýgur til höfuðborgarinnar og þá hefur Air Serbia og Wizz Air verið að sækja í sig veðrið.

Adria Airways var einkavætt árið 2016

Adria Airways hefur í mörg ár þjónað því hlutverki að koma farþegum til áfangastaða þeirra flugfélaga sem tilheyra Lufthansa Group með daglegu flugi frá Ljubljana til Brussel, Frankfurt, Zurich, Vín og Munchen en félagið hefur flogið farþegum þaðan áfram til Tirana í Albaníu, til Pristina í Kosovo auk annarra áfangastaða í austurhluta Evrópu.

Árið 2018 var eitt erfiðasta árið í rekstri Adria Airways sem fór mjög illa út úr fjárfestingu í tengslum við að setja upp bækistöð í Paderborn í Þýskalandi en þaðan flaug félagið til Zurich og til Vínar fyrir hönd Lufthansa Group.

Sú starfsemi auk vandamála við að fá Saab-skrúfuflugvélar frá Darwin Airline í Ástralíu, sem varð gjaldþrota árið 2017, reyndist félaginu þungur baggi og þá sérstaklega eftir að Adria Airways keypti rekstur Darwin Airline frá móðurfélaginu Etihad Airways.

Adria Airways hafði pantað fimmtán Sukhoi Superjet 100 þotur frá Rússlandi og áttu þær fyrstu að afhendast frá og með apríl í vor en Sukhoi lagði til að félagið myndi hætta við pöntunina eftir að framleiðandinn sá betur hversu slæm fjárhagsstaða félagsins var orðin.

Adria Airways hefur að undanförnu flogið 25 dagleg flug frá Ljubljana en þó aflýsir félagið flugferðum daglega. Til að fækka aflýstum ferðum þá ákvað stjórn félagsins að taka á leigu tvær Fokker 100 þotur til að fylla í skarðið þegar flugvélar voru ekki tiltækar.

Marjan Šarec, forsætisráðherra Slóveníu, segist ekki viss um að Adria Aiways muni fljúga mikið lengur og segir hann að um mjög gott dæmi sé að ræða um „slæma einkavæðingu“.  fréttir af handahófi

Qantas flýgur síðasta júmbó-þotuflugið til Bandaríkjanna

6. desember 2019

|

Qantas flaug sl. miðvikudag síðasta júmbó-þotuflugið sitt til Bandaríkjanna sem var áætlunarflug frá San Francisco til Sydney en héðan í frá verður það flug flogið með Dreamliner-þotum.

CFM eykur samstarfið við Airbus vegna óvissu með 737 MAX

6. janúar 2020

|

Hreyflaframleiðandinn General Electric og fyrirtækið Safran munu á næstunni auka samstarfið við Airbus til muna þar sem Boeing mun í þessum mánuði hætta framleiðslu tímabundið á Boeing 737 MAX þotunu

Lægri skattar í innanlandsflugi til umræðu til þess að bjarga Flybe

14. janúar 2020

|

Breska ríkisstjórnin íhugar nú að lækka farþegaskatta af öllu innanlandsflugi í Bretlandi í þeim tilgangi að létta undir rekstur Flybe sem heyjar nú lífróður en breskir fjölmiðlar hafa greint frá því

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

Gleymdi að setja hjólin niður í þjálfun á King Air

19. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) gaf út skýrslu á dögunum varðandi atvik sem átti sér stað er flugmaður gleymdi að setja niður hjólin er hann var í undirbúningi fyrir tegundarpróf

Húsleit gerð hjá Avianca vegna gruns um mútur

19. febrúar 2020

|

Aðilar frá öryggis- og leynisþjónustu á vegum ríkisstjórnar Kólumbíu gerðu húsleit í höfuðstöðvum flugfélagsins Avianca í Bogóta í síðustu viku í tengslum við rannsókn á mútum og spillingu innan her

Air Canada semur um bætur við Boeing vegna MAX-vélanna

18. febrúar 2020

|

Air Canada hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabætur vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum.

Skera niður innanlandflugið í Noregi vegna hárra skatta

18. febrúar 2020

|

Norska flugfélagið Widerøe hefur tilkynnt um umtalsverðan niðurskurð í leiðarkerfi félagsins í innanlandsflugi í Noregi sem gripið verður til strax með vorinu en félagið segir niðurskurðinn óhjákvæmil

Í viðræðum við 700 flugmenn um launalaust leyfi

18. febrúar 2020

|

Flest bendir til þess að útbreiðsla kórónaveirunnar eigi eftir að hafa þónokkur áhrif á rekstur finnska flugfélagsins Finnair sem á nú í viðræðum við flugmenn varðandi launalaust leyfi.

Allar Cirrus Vision SF50 þotur kyrrsettar

18. febrúar 2020

|

Allar Cirrus Vision SF50 þotur í heiminum hafa verið kyrrsettar eftir að bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) gáfu út neyðartilskipun varðandi lofthæfi vélanna eftir atvik þar sem eldur kom upp í stjórnk

Kórónaveiran gæti kostað flugiðnaðinn yfir 600 milljarða

14. febrúar 2020

|

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) spáir því að úrbreiðsla kórónaveirunnar, sem nefnd hefur verið Covid-19, muni kosta flugiðnaðinn um 4-5 milljarða bandaríkjadali á þessum ársfjórðungi eða sem samsvara

Höfða mál gegn Boeing vegna kaupa á 737 MAX einkaþotum

14. febrúar 2020

|

Tvö fyrirtæki sem pöntuðu einkaþotuútgáfur af Boeing 737 MAX þotunum (Boeing Business Jet) á sínum tíma hafa höfðað mál gegn Boeing sem verður tekið fyrir á næstunni í hæstaréttinum í King County sýs

Spá miklum skorti á flugmönnum til að fljúga einkaþotum

13. febrúar 2020

|

Fyrirtækið Honeywell Aerospace sér fram á mikinn skort á einkaþotuflugmönnum og telur að töluverð eftirspurn verði eftir flugmönnum til þess að fljúga ríka og fræga fólkinu á milli staða næsta áratug

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00