flugfréttir

Flugmenn hafa áhyggjur af galla í slökkvikerfi á Boeing 787

- Gallaður rofi myndi ekki loka fyrir eldsneytisflæði inn á hreyfil með eld

16. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:57

Dreamliner-þota Air Canada í flugtaki

Einhverjir flugmenn, sem fljúga Dreamliner-þotum, hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi eldvarnarkerfið í Boeing 787 þotunum en Boeing segir að um smávægilegt vandamál sé að ræða.

Flugmenn hafa tilkynnt um að þeir hafi lent í vandræðum með slökkvikerfið sem hefur í nokkrum tilvikum orðið fyrir bilun en samkvæmt tilkynningu frá Boeing hefur nokkrum sinnum komið upp atvik þar sem búnaðurinn hefur ekki virkað.

Við mikinn hita hefur það gerst að rofi sem fer í gang til að gera slökkvikerfið virkt festist í læstri stöðu og virkar því ekki eins og hann á að gera.

Þegar rofinn virkjast þá á hann að loka fyrir eldsneytisflæði inn á hreyflanna auk þess sem hann lokar fyrir vökvakerfið þar sem eldsneyti og glussi eykur eld í hreyfli við slíkar aðstæður.

GEnx-hreyfill á Dreamliner-þotu

Boeing segir að um lítið vandamál sé að ræða þar sem að innan við 1 prósent af rofunum hafi reynst gallaðir en flugmenn, sem fljúga Boeing 787, segja að ef upp kemur eldur og rofinn er gallaður þá myndi eldsneytiskerfið halda áfram að dæla eldsneyti inn í brunakönnurnar sem fóðrar eldinn enn frekar.

„Ef það kæmi upp eldur í miðju flugi yfir Atlantshafið með gallaðan rofa þá þyrftum við að fljúga með vænginn alelda í allt að 3 klukkustundir áður en við gætum lenti“, segir einn flugmaður hjá bresku flugfélagi.

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið frá sér lofthæfistilskipun þar sem fram kemur að vandamálið gæti verið til staðar einnig í fleiri rofum sem gæti í verstu tilvikum orðið til þess að eldur um borð gæti orðið stjórnlaus.

Samt sem áður segir FAA að vandamálið sé ekki þess eðlis að nauðsynlegt sé til þess að kyrrsetja neinar Dreamliner-þotur en flugfélög eru beðin um að framkvæma prófanir á slökkvikerfinu í það minnsta einu sinni í mánuði.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem upp kemur vandamál með Dreamliner-þoturnar en þær voru kyrrsettar í marga mánuði árið 2013 vegna galla sem reyndist vera í lithium-ion rafhlöðum vélanna sem ofhitnuðu en í þremur tilvikum kom upp eldur vegna þessa.  fréttir af handahófi

Þotan sem nauðlenti á akri verður rifin í sundur og fjarlægð

23. ágúst 2019

|

Airbus A321 þotan frá Ural Airlines, sem nauðlenti á akri eftir að hún fékk fugla í báða hreyflana í flugtaki frá Moskvu í síðustu viku, verður rifin í sundur á staðnum og flutt í brotajárn.

Bombardier selur CRJ-framleiðsluna til Mitsubishi

25. júní 2019

|

Kanadíski flugvélaframleiðandinn hefur selt framleiðsluna á CRJ þotunum yfir til japanska flugvélaframleiðandans Mitsubishu Heavy Industries sem framleiðir m.a. nýju MRJ þotuna sem fengið hefur nafn

Japan Airlines mögulegur kaupandi að Malaysia Airlines

17. september 2019

|

Möguleiki er á því að Japan Airlines muni kaupa stóran hlut í Malaysia Airlines sem gæti bjargað rekstri félagsins og komið honum á réttan kjöl en félagið hefur verið rekið með tapi frá því í febrúar

  Nýjustu flugfréttirnar

Indverjar framkvæma sína eigin úttekt á 737 MAX líkt og EASA

20. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi ætla að fara að fordæmi Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) og framkvæma sína eigin úttekt á Boeing 737 MAX þotunum áður en indverskum flugfélögum verður gefið leyfi til þe

Boeing 787 lenti næstum því með hjólin uppi

20. september 2019

|

Litlu munaði að farþegaþota frá Vietnam Airlines hefði lent með hjólabúnaðinn uppi er vélin var í aðflugi að flugvellinum í Melbourne í Ástralíu í gær.

Czech Airlines flýgur frá Keflavík til Köben og áfram til Prag

20. september 2019

|

Fyrir gjaldþrot WOW air voru þrjú flugfélög sem flugu áætlunarflug milli Kaupmannahafnar og Keflavíkurflugvallar en sl. hálfa árið hafa aðeins tvö flugfélög deilt á milli sín fjölförnustu flugleiðinn

Boeing 737 hóf flugtaksbrun á akbraut á Schiphol

19. september 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Hollandi hefur greint frá atviki sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði er farþegaþota frá Transavia af gerðinni Boeing 737-800 hóf flugtak á akbraut („taxiway“) á Schiph

Láðist að tilkynna í tvígang um vandamál í hreyfli

18. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi hafa meinað þremur flugmönnum að fljúga tímabundið og einnig svipt tveimur flugvirkjum réttindum sínum fyrir að hafa ekki tilkynnt um víbring sem kom upp í hreyfli á Airb

Twin Otter með fjóra um borð saknað í Indónesíu

18. september 2019

|

Leit stendur nú yfir að Twin Otter farþegaflugvél af gerðinni Havilland DHC-5-6-400 í Indónesíu sem saknað er en vélin var í innanlandsflugi í nótt og fór í loftið frá flugvellinum í Timiki áleiðis t

Japan Airlines mögulegur kaupandi að Malaysia Airlines

17. september 2019

|

Möguleiki er á því að Japan Airlines muni kaupa stóran hlut í Malaysia Airlines sem gæti bjargað rekstri félagsins og komið honum á réttan kjöl en félagið hefur verið rekið með tapi frá því í febrúar

Flugmaðurinn týndi vegabréfinu fyrir brottför

17. september 2019

|

Ellefu klukkutíma seinkun varð á flugi hjá suður-kóreska lágfargjaldarfélaginu Tway Air eftir að annar flugmaðurinn uppgötvaði á flugvellinum að hann hefði týnt vegabréfinu sínu.

Draco-flugvél Mike Patey ónýt eftir flugtaksóhapp

17. september 2019

|

Engan sakaði er Draco, flugvél í eigu bandaríska flugmannsins Mike Patey, eyðilagðist er henni hlekktist á í flugtaki á flugvellinum í Reno í Nevada í Bandaríkjunum í gær.

Bannað að sitja í aftustu sætaröð í A320neo þotum Lufthansa

16. september 2019

|

Lufthansa hefur ákveðið að hindra aðgang farþega að síðustu sætaröðinni um borð í Airbus A320neo þotum félagsins sem eru ekki í boði eins og stendur þegar bókað er flug.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00