flugfréttir

Flugmenn hafa áhyggjur af galla í slökkvikerfi á Boeing 787

- Gallaður rofi myndi ekki loka fyrir eldsneytisflæði inn á hreyfil með eld

16. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:57

Dreamliner-þota Air Canada í flugtaki

Einhverjir flugmenn, sem fljúga Dreamliner-þotum, hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi eldvarnarkerfið í Boeing 787 þotunum en Boeing segir að um smávægilegt vandamál sé að ræða.

Flugmenn hafa tilkynnt um að þeir hafi lent í vandræðum með slökkvikerfið sem hefur í nokkrum tilvikum orðið fyrir bilun en samkvæmt tilkynningu frá Boeing hefur nokkrum sinnum komið upp atvik þar sem búnaðurinn hefur ekki virkað.

Við mikinn hita hefur það gerst að rofi sem fer í gang til að gera slökkvikerfið virkt festist í læstri stöðu og virkar því ekki eins og hann á að gera.

Þegar rofinn virkjast þá á hann að loka fyrir eldsneytisflæði inn á hreyflanna auk þess sem hann lokar fyrir vökvakerfið þar sem eldsneyti og glussi eykur eld í hreyfli við slíkar aðstæður.

GEnx-hreyfill á Dreamliner-þotu

Boeing segir að um lítið vandamál sé að ræða þar sem að innan við 1 prósent af rofunum hafi reynst gallaðir en flugmenn, sem fljúga Boeing 787, segja að ef upp kemur eldur og rofinn er gallaður þá myndi eldsneytiskerfið halda áfram að dæla eldsneyti inn í brunakönnurnar sem fóðrar eldinn enn frekar.

„Ef það kæmi upp eldur í miðju flugi yfir Atlantshafið með gallaðan rofa þá þyrftum við að fljúga með vænginn alelda í allt að 3 klukkustundir áður en við gætum lenti“, segir einn flugmaður hjá bresku flugfélagi.

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið frá sér lofthæfistilskipun þar sem fram kemur að vandamálið gæti verið til staðar einnig í fleiri rofum sem gæti í verstu tilvikum orðið til þess að eldur um borð gæti orðið stjórnlaus.

Samt sem áður segir FAA að vandamálið sé ekki þess eðlis að nauðsynlegt sé til þess að kyrrsetja neinar Dreamliner-þotur en flugfélög eru beðin um að framkvæma prófanir á slökkvikerfinu í það minnsta einu sinni í mánuði.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem upp kemur vandamál með Dreamliner-þoturnar en þær voru kyrrsettar í marga mánuði árið 2013 vegna galla sem reyndist vera í lithium-ion rafhlöðum vélanna sem ofhitnuðu en í þremur tilvikum kom upp eldur vegna þessa.  fréttir af handahófi

Brandenburg-flugvöllurinn í Berlín opnar 31. október 2020

2. desember 2019

|

Ný dagsetning hefur verið tilkynnt varðandi langþráða opnun Brandenburg-flugvallarins í Berlín og stendur til að flugvölluinn opni loksins 31. október á næsta ári.

Etihad selur 38 breiðþotur úr flotanum

4. febrúar 2020

|

Etihad Airways hefur náð samningi um sölu á 38 breiðþotum af gerðinni Boeing 777 og Airbus A330 sem félagið ætlar að selja frá sér til tveggja fyrirtækja sem munu kaupa vélarnar af félaginu.

Sjúkraflugvél fór í sjóinn í Alaska

18. janúar 2020

|

Allir komust lífs af er sjúkraflugvél af gerðinni Beechcraft B200 King Air fór í sjóinn við Aleutianyjarnar í Alaska sl. fimmtudag.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

Gleymdi að setja hjólin niður í þjálfun á King Air

19. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) gaf út skýrslu á dögunum varðandi atvik sem átti sér stað er flugmaður gleymdi að setja niður hjólin er hann var í undirbúningi fyrir tegundarpróf

Húsleit gerð hjá Avianca vegna gruns um mútur

19. febrúar 2020

|

Aðilar frá öryggis- og leynisþjónustu á vegum ríkisstjórnar Kólumbíu gerðu húsleit í höfuðstöðvum flugfélagsins Avianca í Bogóta í síðustu viku í tengslum við rannsókn á mútum og spillingu innan her

Air Canada semur um bætur við Boeing vegna MAX-vélanna

18. febrúar 2020

|

Air Canada hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabætur vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum.

Skera niður innanlandflugið í Noregi vegna hárra skatta

18. febrúar 2020

|

Norska flugfélagið Widerøe hefur tilkynnt um umtalsverðan niðurskurð í leiðarkerfi félagsins í innanlandsflugi í Noregi sem gripið verður til strax með vorinu en félagið segir niðurskurðinn óhjákvæmil

Í viðræðum við 700 flugmenn um launalaust leyfi

18. febrúar 2020

|

Flest bendir til þess að útbreiðsla kórónaveirunnar eigi eftir að hafa þónokkur áhrif á rekstur finnska flugfélagsins Finnair sem á nú í viðræðum við flugmenn varðandi launalaust leyfi.

Allar Cirrus Vision SF50 þotur kyrrsettar

18. febrúar 2020

|

Allar Cirrus Vision SF50 þotur í heiminum hafa verið kyrrsettar eftir að bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) gáfu út neyðartilskipun varðandi lofthæfi vélanna eftir atvik þar sem eldur kom upp í stjórnk

Kórónaveiran gæti kostað flugiðnaðinn yfir 600 milljarða

14. febrúar 2020

|

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) spáir því að úrbreiðsla kórónaveirunnar, sem nefnd hefur verið Covid-19, muni kosta flugiðnaðinn um 4-5 milljarða bandaríkjadali á þessum ársfjórðungi eða sem samsvara

Höfða mál gegn Boeing vegna kaupa á 737 MAX einkaþotum

14. febrúar 2020

|

Tvö fyrirtæki sem pöntuðu einkaþotuútgáfur af Boeing 737 MAX þotunum (Boeing Business Jet) á sínum tíma hafa höfðað mál gegn Boeing sem verður tekið fyrir á næstunni í hæstaréttinum í King County sýs

Spá miklum skorti á flugmönnum til að fljúga einkaþotum

13. febrúar 2020

|

Fyrirtækið Honeywell Aerospace sér fram á mikinn skort á einkaþotuflugmönnum og telur að töluverð eftirspurn verði eftir flugmönnum til þess að fljúga ríka og fræga fólkinu á milli staða næsta áratug

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00