flugfréttir

Flugmenn hafa áhyggjur af galla í slökkvikerfi á Boeing 787

- Gallaður rofi myndi ekki loka fyrir eldsneytisflæði inn á hreyfil með eld

16. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:57

Dreamliner-þota Air Canada í flugtaki

Einhverjir flugmenn, sem fljúga Dreamliner-þotum, hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi eldvarnarkerfið í Boeing 787 þotunum en Boeing segir að um smávægilegt vandamál sé að ræða.

Flugmenn hafa tilkynnt um að þeir hafi lent í vandræðum með slökkvikerfið sem hefur í nokkrum tilvikum orðið fyrir bilun en samkvæmt tilkynningu frá Boeing hefur nokkrum sinnum komið upp atvik þar sem búnaðurinn hefur ekki virkað.

Við mikinn hita hefur það gerst að rofi sem fer í gang til að gera slökkvikerfið virkt festist í læstri stöðu og virkar því ekki eins og hann á að gera.

Þegar rofinn virkjast þá á hann að loka fyrir eldsneytisflæði inn á hreyflanna auk þess sem hann lokar fyrir vökvakerfið þar sem eldsneyti og glussi eykur eld í hreyfli við slíkar aðstæður.

GEnx-hreyfill á Dreamliner-þotu

Boeing segir að um lítið vandamál sé að ræða þar sem að innan við 1 prósent af rofunum hafi reynst gallaðir en flugmenn, sem fljúga Boeing 787, segja að ef upp kemur eldur og rofinn er gallaður þá myndi eldsneytiskerfið halda áfram að dæla eldsneyti inn í brunakönnurnar sem fóðrar eldinn enn frekar.

„Ef það kæmi upp eldur í miðju flugi yfir Atlantshafið með gallaðan rofa þá þyrftum við að fljúga með vænginn alelda í allt að 3 klukkustundir áður en við gætum lenti“, segir einn flugmaður hjá bresku flugfélagi.

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið frá sér lofthæfistilskipun þar sem fram kemur að vandamálið gæti verið til staðar einnig í fleiri rofum sem gæti í verstu tilvikum orðið til þess að eldur um borð gæti orðið stjórnlaus.

Samt sem áður segir FAA að vandamálið sé ekki þess eðlis að nauðsynlegt sé til þess að kyrrsetja neinar Dreamliner-þotur en flugfélög eru beðin um að framkvæma prófanir á slökkvikerfinu í það minnsta einu sinni í mánuði.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem upp kemur vandamál með Dreamliner-þoturnar en þær voru kyrrsettar í marga mánuði árið 2013 vegna galla sem reyndist vera í lithium-ion rafhlöðum vélanna sem ofhitnuðu en í þremur tilvikum kom upp eldur vegna þessa.  fréttir af handahófi

Super King Air endaði á flugskýli eftir flugtak í Texas

1. júlí 2019

|

Enginn komst lífs af í flugslysi í Bandaríkjunum er flugvél af gerðinni Super King Air endaði á flugskýli skömmu eftir flugtak frá litlum flugvelli norður af Dallas í gær.

Panta 200 Boeing 737 MAX þotur

18. júní 2019

|

Boeing hefur loksins fengið langþráða risapöntun á flugsýningunni í París eftir dræma byrjun með enga pöntun í gær á fyrsta deginum.

Optical Studio og Mathús hljóta þjónustuverðlaun Keflavíkurflugvallar

24. maí 2019

|

Þjónustuverðlaun Isavia fyrir árið 2018 voru afhent við hátíðlega athöfn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í vikunni en að þessu sinni féllu þjónustuverðlaun verslana í hlut sjóntækjaverslunarinnar Optical

  Nýjustu flugfréttirnar

Tvö ókeypis námskeið hefjast í næstu viku hjá Keili

18. júlí 2019

|

Í næstu viku munu tvö námskeið hefjast á vegum Flugakademíu Keilis, annars vegar grunnnámskeið um einka- og atvinnuflugnám og hinsvegar námskeið fyrir ungt fólk um flugtengd störf en bæði námskeiðin

Fær reikning upp á 13 milljónir vegna dólgsláta um borð

18. júlí 2019

|

Annar flugdólgur hefur nú fengið himinháan reikning í bakið fyrir ósæmilega hegðun um borð í flugvél sem var í þetta skiptið á leið til Tyrklands frá Bretlandi en áhöfn vélarninar neyddist til þess

Aðeins 200 kíló eftir af eldsneyti í tönkunum við lendingu

18. júlí 2019

|

Farþegaþota á Indlandi var aðeins sex mínútum frá því að hafa klárað allt eldsneyti um borð áður en hún náði að lenda á flugvellinum í Delí fyrr í vikunni.

Fimm ár síðan að flug MH17 var skotið niður yfir Úkraínu

17. júlí 2019

|

Fimm ár eru í dag liðin frá því að Boeing 777 farþegaþota, flug MH17, á vegum Malaysia Airlines fórst nálægt bænum Hrabove í Úkraínu eftir að hafa verið skotin niður með flugskeyti á leið sinni frá A

Air Lease fær grænt ljós á að sækja Airbus-þotuna

17. júlí 2019

|

Bandaríska flugvélaleigan Air Lease Corporation hefur fengið grænt ljós á að sækja Airbus A321 þotu í eigu fyrirtækisins sem staðið hefur á Keflavíkurflugvelli frá gjaldþroti WOW air eftir að Héraðsdó

Flugfélag kærir Youtube-stjörnu vegna myndatöku um borð

17. júlí 2019

|

Flugfélagið Garuda hefur kært Youtube-stjörnu í Indónesíu fyrir ærumeiðingar eftir að viðkomandi aðili, sem er þekktur myndbandsbloggari þar í landi, gerði grín að flugfélaginu á samfélagsmiðlum.

Fyrsta P-8A herflugvélin fyrir Bretland flýgur fyrsta flugið

16. júlí 2019

|

Fyrsta Boeing P-8A Poseidon herflugvélin fyrir breska flugherinn flaug sitt fyrsta flug á dögunum frá flugvellinum í Renton nálægt Seattle og markar þetta upphafið af flugprófunum með P-8A flugvélarn

Loka starfsstöðvum vegna seinkana á nýjum MAX-þotum

16. júlí 2019

|

Ryanair hefur sent frá sér tilkynningu þar sem félagið segir að til komi að skera niður starfsemi félagsins með því að loka nokkrum starfsstöðvum í haust sem má rekja til kyrrsetningu á Boeing 737 MA

Fyrsta A320neo þota Atlantic Airways komin til Færeyja

15. júlí 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur tekið við fyrstu Airbus A320neo þotunni sem ber skráninguna OY-RCK og var hún afhent ný til félagsins um helgina.

Fallhlífarstökksflugvél ók á kyrrstæða kennsluvél í Slóvakíu

15. júlí 2019

|

Engann sakaði er tvær flugvélar rákust saman á jörðu niðri í Slóvakíu í gær en önnur vélin, af gerðinni Pilatus PC-6, ók á kyrrstæða Diamond DA40 flugvél sem var mannlaus.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00