flugfréttir

Flugsýningin í París hófst í morgun: Airbus kynnir A321XLR

- Flugvélaleigan Aer Lease fyrst til að panta langdrægustu mjóþotu heims

17. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 13:10

Þetta er í fimmtugasta og þriðja sinn sem Paris Air Show fer fram en fram kemur að sýningin hafi aldrei verið eins stór og að þessu sinni

Flugsýningin í París hófst formlega í morgun og er þetta í 53. sinn sem flugsýningin fer fram og hefur hún aldrei verið stærri.

Uppselt var á sýninguna á aðeins örfáum vikum eftir að miðasala hófst á Paris Air Show og hafa sýningaraðilar aldrei verið fleiri en alls eru um 2.450 fyrirtæki sem kynna vöru sína og þjónustu á sýningunni.

Sýningin hófst með stórri tilkynningu frá Airbus sem hefur formlega ákveðið að hefja framleiðslu á Airbus A321XLR sem verður enn langdrægari útgáfa af Airbus A321LR þotunni og ætlar bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation að panta 27 eintök af þeirri þotu.

Air Lease lagði inn pöntun í morgun í 100 þotur frá Airbus en fyrir utan pöntunina í Airbus A321XLR þoturnar þá ætlar flugvélaleigan einnig að panta 23 Airbus A321neo þotur og fimmtíu Airbus A220 þotur (CSeries).

Frá því sýningin hófst í morgun hafa komið þrjár pantanir í nýjar farþegaþotur en hinar tvær pantanirnar, fyrir utan pöntun Air Lease Corporation, koma frá Virgin Atlantic Airways og United Airlines.

Airbus kynnti formlega til leiks nýju Airbus A321XLR þotuna með pöntun frá flugvélaleigunni Aer Lease Corporation

Virgin hefur lagt inn pöntun í átta Airbus A330-900neo breiðþotur með kauprétti á sex þotum til viðbótar og þá hefur United Airlines pantað tuttugu Embraer 175 farþegaþotur með kauprétti á 19 til viðbótar.

Airbus er því komið með pöntun í 114 flugvélar, Embraer með 20 og er því heildarfjöldi pantanna á Paris Air Show komin í 134 flugvélar núna klukkan 13:10.

Boeing og aðrir flugvélaframleiðendur hafa ekki enn fengið neinar pantanir en Paris Air Show stendur yfir fram til sunnudagsins 23. júní.







  fréttir af handahófi

United Airlines kynnir nýtt útlit

24. apríl 2019

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines kynnti í dag nýtt útlit og var fyrsta flugvélin, sem máluð hefur verið í nýjum búningi, frumsýnd við hátíðlega athöfn á flugvellinum í Chicago.

Vængendahvirflar talin möguleg orsök flugslyss í Dubai

28. maí 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi telja að orsök flugslyss, er lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Diamond DA62 sem fórst í aðflugi að flugvellinum í Dubai þann 16. maí sl., megi sennilega

Yfir 400 flugmenn á 737 MAX höfða mál gegn Boeing

24. júní 2019

|

Yfir 400 flugmenn, sem flugu Boeing 737 MAX þotunni áður en hún var kyrrsett í vor, hafa höfðað mál gegn Boeing þar sem flugvélaframleiðandann er sakaður um að hafa haldið leynd yfir galla í kerfi v

  Nýjustu flugfréttirnar

Tvö ókeypis námskeið hefjast í næstu viku hjá Keili

18. júlí 2019

|

Í næstu viku munu tvö námskeið hefjast á vegum Flugakademíu Keilis, annars vegar grunnnámskeið um einka- og atvinnuflugnám og hinsvegar námskeið fyrir ungt fólk um flugtengd störf en bæði námskeiðin

Fær reikning upp á 13 milljónir vegna dólgsláta um borð

18. júlí 2019

|

Annar flugdólgur hefur nú fengið himinháan reikning í bakið fyrir ósæmilega hegðun um borð í flugvél sem var í þetta skiptið á leið til Tyrklands frá Bretlandi en áhöfn vélarninar neyddist til þess

Aðeins 200 kíló eftir af eldsneyti í tönkunum við lendingu

18. júlí 2019

|

Farþegaþota á Indlandi var aðeins sex mínútum frá því að hafa klárað allt eldsneyti um borð áður en hún náði að lenda á flugvellinum í Delí fyrr í vikunni.

Fimm ár síðan að flug MH17 var skotið niður yfir Úkraínu

17. júlí 2019

|

Fimm ár eru í dag liðin frá því að Boeing 777 farþegaþota, flug MH17, á vegum Malaysia Airlines fórst nálægt bænum Hrabove í Úkraínu eftir að hafa verið skotin niður með flugskeyti á leið sinni frá A

Air Lease fær grænt ljós á að sækja Airbus-þotuna

17. júlí 2019

|

Bandaríska flugvélaleigan Air Lease Corporation hefur fengið grænt ljós á að sækja Airbus A321 þotu í eigu fyrirtækisins sem staðið hefur á Keflavíkurflugvelli frá gjaldþroti WOW air eftir að Héraðsdó

Flugfélag kærir Youtube-stjörnu vegna myndatöku um borð

17. júlí 2019

|

Flugfélagið Garuda hefur kært Youtube-stjörnu í Indónesíu fyrir ærumeiðingar eftir að viðkomandi aðili, sem er þekktur myndbandsbloggari þar í landi, gerði grín að flugfélaginu á samfélagsmiðlum.

Fyrsta P-8A herflugvélin fyrir Bretland flýgur fyrsta flugið

16. júlí 2019

|

Fyrsta Boeing P-8A Poseidon herflugvélin fyrir breska flugherinn flaug sitt fyrsta flug á dögunum frá flugvellinum í Renton nálægt Seattle og markar þetta upphafið af flugprófunum með P-8A flugvélarn

Loka starfsstöðvum vegna seinkana á nýjum MAX-þotum

16. júlí 2019

|

Ryanair hefur sent frá sér tilkynningu þar sem félagið segir að til komi að skera niður starfsemi félagsins með því að loka nokkrum starfsstöðvum í haust sem má rekja til kyrrsetningu á Boeing 737 MA

Fyrsta A320neo þota Atlantic Airways komin til Færeyja

15. júlí 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur tekið við fyrstu Airbus A320neo þotunni sem ber skráninguna OY-RCK og var hún afhent ný til félagsins um helgina.

Fallhlífarstökksflugvél ók á kyrrstæða kennsluvél í Slóvakíu

15. júlí 2019

|

Engann sakaði er tvær flugvélar rákust saman á jörðu niðri í Slóvakíu í gær en önnur vélin, af gerðinni Pilatus PC-6, ók á kyrrstæða Diamond DA40 flugvél sem var mannlaus.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00