flugfréttir

Flugsýningin í París hófst í morgun: Airbus kynnir A321XLR

- Flugvélaleigan Aer Lease fyrst til að panta langdrægustu mjóþotu heims

17. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 13:10

Þetta er í fimmtugasta og þriðja sinn sem Paris Air Show fer fram en fram kemur að sýningin hafi aldrei verið eins stór og að þessu sinni

Flugsýningin í París hófst formlega í morgun og er þetta í 53. sinn sem flugsýningin fer fram og hefur hún aldrei verið stærri.

Uppselt var á sýninguna á aðeins örfáum vikum eftir að miðasala hófst á Paris Air Show og hafa sýningaraðilar aldrei verið fleiri en alls eru um 2.450 fyrirtæki sem kynna vöru sína og þjónustu á sýningunni.

Sýningin hófst með stórri tilkynningu frá Airbus sem hefur formlega ákveðið að hefja framleiðslu á Airbus A321XLR sem verður enn langdrægari útgáfa af Airbus A321LR þotunni og ætlar bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation að panta 27 eintök af þeirri þotu.

Air Lease lagði inn pöntun í morgun í 100 þotur frá Airbus en fyrir utan pöntunina í Airbus A321XLR þoturnar þá ætlar flugvélaleigan einnig að panta 23 Airbus A321neo þotur og fimmtíu Airbus A220 þotur (CSeries).

Frá því sýningin hófst í morgun hafa komið þrjár pantanir í nýjar farþegaþotur en hinar tvær pantanirnar, fyrir utan pöntun Air Lease Corporation, koma frá Virgin Atlantic Airways og United Airlines.

Airbus kynnti formlega til leiks nýju Airbus A321XLR þotuna með pöntun frá flugvélaleigunni Aer Lease Corporation

Virgin hefur lagt inn pöntun í átta Airbus A330-900neo breiðþotur með kauprétti á sex þotum til viðbótar og þá hefur United Airlines pantað tuttugu Embraer 175 farþegaþotur með kauprétti á 19 til viðbótar.

Airbus er því komið með pöntun í 114 flugvélar, Embraer með 20 og er því heildarfjöldi pantanna á Paris Air Show komin í 134 flugvélar núna klukkan 13:10.

Boeing og aðrir flugvélaframleiðendur hafa ekki enn fengið neinar pantanir en Paris Air Show stendur yfir fram til sunnudagsins 23. júní.  fréttir af handahófi

Fékk kvíðakast í aðflugi og yfirgaf stjórnklefann

15. september 2019

|

Flugmaður hjá easyJet yfirgaf flugstjórnarklefa á farþegaþotu eftir að hann fékk kvíðakast þegar vélin var að nálgast lokastefnu inn til lendingar á flugvellinum í Glasgow.

„Væri rekið með tapi þótt við myndum fljúga í sjálfboðavinnu“

10. september 2019

|

Flugmenn hjá Kenya Airways hafa gagnrýnt stjórn félagsins fyrir að saka flugmenn um það hvernig er komið fyrir félaginu en stjórn félagsins telu flugmenn vera orsök þess að félagið sé búið að vera re

Missti kaffibollann og hellti kaffi yfir fjarskiptabúnað

12. september 2019

|

Rannsóknaraðilar í Bretlandi hafa komist að því að flugstjóri einn á Airbus A330 breiðþotu frá flugfélaginu Condor notaði ekki glasahaldara fyrir kaffibollann sinn sem varð til þess að hann hellti óv

  Nýjustu flugfréttirnar

Fjarlægði klossa frá nefhjólinu og fékk skrúfuna í sig

14. október 2019

|

Kona í Bandaríkjunum slasaðist er hún varð fyrir loftskrúfu á lítilli flugvél af gerðinni Cessna C172 Skyhawk á flugvellinum í bænum Key West, syðst á Flórída-skaga, sl. laugardagskvöld.

Boða aðgerðir gegn gjaldþroti meðal flugfélaga

14. október 2019

|

Ríkisstjórn Bretlands ætlar að fara að stað með aðgerðir er kemur að gjaldþrotum meðal flugfélaga og stendur til að kynna nýja löggjöf sem mun auðvelda gjaldþrotaferli og aðgerðir er snúa að því að k

El Al hættir með júmbó-þotuna í nóvember

14. október 2019

|

El Al Israel Airlines mun hætta með júmbó-þotuna um næstu mánaðarmót og hefur flugfélagið ákveðið dagsetningu fyrir síðasta áætlunarflugið með Boeing 747.

Cabo Verde Airlines mun hefja flug til Nígeríu

14. október 2019

|

Cabo Verde Airlines hefur tilkynnt að félagið mun hefja beint áætlunarflug frá Grænhöfðaeyjum til Lagos í Nígeríu.

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

Einn af gömlu íslensku Fokker 50 eyðilagðist í óhappi í Kenýa

11. október 2019

|

Ein af þeim fjórum Fokker 50 flugvélum, sem Flugfélag Íslands hafði í flota sínum til margra ára, eyðilagðist í dag er hún fór út af braut í flugtaki í Kenýa er hún var í innanlandsflugi fyrir kenýsk

Aukin eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook

11. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Jet2.com hefur fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook og sér félagið því fram á að rekstarafkoma félagsins eigi eftir að koma út í ha

Airbus hefur afhent 1.000 þotur úr A320neo fjölskyldunni

10. október 2019

|

Airbus hefur náð þeim áfanga að hafa afhent 1.000 flugvélar úr Airbus A320neo fjölskyldunni en sú þúsundasta var afhent frá verksmiðjum Airbus í Hamborg á dögunum.

Klifraði ofan á Embraer-þotu British Airways

10. október 2019

|

British Airways þurfti að hætta við áætlunarflug sitt í dag frá London City flugvellinum til Amsterdam eftir að maður klifraði ofan á eina af Embraer-þotum félagsins rétt fyrir brottför.

Ein ný þota í flotann á tveggja vikna fresti næstu 10 árin

8. október 2019

|

Lufthansa mun taka við nýrri þotu beint úr verksmiðju á tveggja vikna fresti næstu 10 árin eða til ársins 2029.