flugfréttir

A321XLR ekki alhliða lausn fyrir United Airlines

- Uppfyllir ekki alla þá eiginleika sem Boeing 757 og Boeing 767 búa yfir

17. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 15:48

Gerry Laderman, fjármálastjóri United Airlines

United Airlines segir að flugfélagið sé að skoða þann möguleika á að panta nýju Airbus A321XLR þotuna en Gerry Laderman, fjármálastjóri félagsins, segir að Airbus A321XLR þotan nái hinsvegar ekki að vera fullkomin lausn í stað Boeing 767 breiðþotnanna í flotanum sem eru komnar til ára sinna.

United Airlines þarf að finna nýja flugvél til að leysa af hólmi Boeing 767 breiðþoturnar en Airbus segir að A321XLR sé góður staðgengill fyrir Boeing 757 og 767 og tekið er fram að minni Airbus A330neo þotan, A330-800, eigi að vera hentug lausn í stað Boeing 767.

Hentar sumum flugfélögum en ekki öllum

Þetta gæti hentað mörgum flugfélögum vel en það hefur reynst erfitt fyrir Airbus að selja United Airlines Airbus A321XLR þotuna þar sem félagið hefur ekki lagt inn neina pöntun áður í þotur úr A320neo fjölskyldunni og hefur ekki neinar Airbus A330 breiðþotur heldur.

United Airlines hefur ekki enn fundið hentuga þotu sem gæti komið í stað Boeing 757

Laderman segir að United Airlines hafi gengið í gegnum miklar vangaveltur varðandi pantanir er kemur að meðalstórum farþegaþotum þar sem þurfi að vega og meta eiginlega vélanna og kostnað við innleiðingu á nýrri farþegaþotutegund. Eins og er þá er Boeing 737 MAX og Boeing 787 ekki þær hentugustu fyrir þann markað sem félagið flýgur til með Boeing 757 og Boeing 767.

United Airlines hefur 172 þotur í flotanum af gerðinni Airbus A320 og A319 en félagið hefur engin áform um að skipta þeim út með pöntun í vélar úr A320neo fjölskyldunni.

Laderman segir að flókið rekstarmódel með mörgum mismunandi flugvélategundum sé mjög kostnaðarsamt en eins og er þá er félagið að gera upp á milli valkosta sem er að panta Airbus A321XLR, bíða eftir nýrri þotu frá Boeing sem væri Boeing 797, panta fleiri Boeing 737 MAX þotur og einnig kemur til greina að panta Airbus A330neo.

United hefur allar tegundirnar þrjár af Dreamliner-þotunum í flotanum

Scott Kirby, forstjóri United Airlines, hefur áður tekið fram að flugfélagið þurfi sennilega um 30 til 40 meðalstórar þotur sem kæmu þá í stað Boeing 757 og Boeing 767.

United hefur 77 Boeing 757 þotur í flotanum en fjórðungur af þeim vélum eru af lengri gerðinni, Boeing 757-300, en sú þota tekur 234 farþega á meðan Airbus A321XLR mun taka 200 farþega.

Flugfloti United Airlines telur yfir 780 flugvélar og samanstendur flotinn af flugvélum af gerðinni Airbus A320, A319, Boeing 737, Boeing 737 MAX, Boeing 757, Boeing 767, Boeing 777 og Boeing 787.  fréttir af handahófi

753 milljarða króna tap hjá Delta

14. október 2020

|

Delta Air Lines hefur tilkynnt að yfir 753 milljarða króna tap varð á rekstri félagsins á þriðja ársfjórðungi ársins sem lauk í september.

Leggja öllum Boeing 777 þotunum í eitt ár

22. september 2020

|

Air New Zealand ætlar að leggja öllum Boeing 777 breiðþotunum í að minnsta kosti í eitt ár eða fram í september árið 2021.

Syðri flugbrautin tekin í notkun á Brandenburg-flugvelli

4. nóvember 2020

|

Brandenburg-flugvöllurinn í Berlín hefur tekið í notkun syðri flugbrautina á flugvellinum og var Airbus A350-900 breiðþota frá Qatar Airways fyrsta flugvélin til þess að lenda á þeirri braut í morgun.

  Nýjustu flugfréttirnar

Kína fyrirskipar skoðun á hjólastelli á 737 Classic þotum

29. nóvember 2020

|

Flugmálayfirvöld í Kína hafa gefið frá sér tilmæli til þeirra kínverskra flugrekenda sem hafa Boeing 737 Classic þotur í flota sínum þar sem þeim er ráðlagt að framkvæma skoðun á hjólabúnaði eftir að

Þingmenn vilja stöðva útrás Wizz Air í Noregi

27. nóvember 2020

|

Nokkrir stjórnmálamenn á norska þinginu eru ekki sáttir við innréið ungverska lágfargjaldafélagsins á innanlandsmarkaðinn í Noregi en nokkrir þingmenn ætla að leita til samkeppnisyfirvalda til þess a

Bandaríkin íhuga að afnema ferðatakmarkanir til Evrópu

26. nóvember 2020

|

Sagt er að ríkisstjórn Bandaríkjanna muni á næstunni aflétta ferðatakmörkunum á milli Bandaríkjanna og Evrópu en takmarkanirnar hafa haldið mest allri flugumferðinni yfir Atlantshafinu í algjöru lág

Ingibjörg Arnarsdóttir ráðin til Isavia

26. nóvember 2020

|

Ingibjörg Arnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra á nýju sameinuðu sviði fjármála og mannauðs hjá Isavia en Ingibjörg hefur mikla stjórnunarreynslu á vettvangi fjármála og mannauðs.

Þakkargjörðarfarþegar fylla flugvelli þrátt fyrir viðvaranir

26. nóvember 2020

|

Flugvellir vestanhafs hafa verið troðfullir af flugfarþegum sem hafa verið á faraldsfæti vegna Þakkargjörðarhátíðarinnar og hafa um 5 milljónir farþega farið um bandaríska flugvelli á hálfri viku þrát

Volga-Dnepr kyrrsetur allar Antonov An-124 þoturnar

26. nóvember 2020

|

Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr hefur kyrrsett allar Antonov An-124 fraktflugvélarnar í kjölfar atviks sem átti sér stað þann 13. nóvember sl. er flugvél af þeirri gerð fór út af flugbraut í Rússlan

Brasilía afléttir flugbanni vegna 737 MAX

25. nóvember 2020

|

Brasilísk flugmálayfirvöld hafa aflétt flugbanni yfir Boeing 737 MAX þotunum og er Brasilía því annað landið til að gefa aftur út flughæfnisvottun fyrir MAX þotunum á eftir Bandaríkjunum sem afléttu f

Ætla að fljúga öllum risaþotunum árið 2022

25. nóvember 2020

|

Emirates sér fram á að allar Airbus A380 risaþoturnar í flotanum verði komnar aftur í notkun fyrir árið 2022.

Rannsókn sýnir fram á að heilinn í flugmönnum virkar öðruvísi

24. nóvember 2020

|

Því hefur stundum verið haldið fram að flugmenn geta verið soldið frábrugðnir öðru fólki og sér á parti enda ekki öllum sem dettur í hug að stíga upp í farartæki og stjórna því í háloftunum.

Nafn Air Iceland Connect gæti tekið breytingum

24. nóvember 2020

|

Svo gæti farið að nafn flugfélagsins Air Iceland Connect verði breytt á næstunni eftir að hafa verið í notkun í 3 ár eða frá því að félagið hætti að nota nafnið Flugfélag Íslands árið 2017.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00