flugfréttir

A321XLR ekki alhliða lausn fyrir United Airlines

- Uppfyllir ekki alla þá eiginleika sem Boeing 757 og Boeing 767 búa yfir

17. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 15:48

Gerry Laderman, fjármálastjóri United Airlines

United Airlines segir að flugfélagið sé að skoða þann möguleika á að panta nýju Airbus A321XLR þotuna en Gerry Laderman, fjármálastjóri félagsins, segir að Airbus A321XLR þotan nái hinsvegar ekki að vera fullkomin lausn í stað Boeing 767 breiðþotnanna í flotanum sem eru komnar til ára sinna.

United Airlines þarf að finna nýja flugvél til að leysa af hólmi Boeing 767 breiðþoturnar en Airbus segir að A321XLR sé góður staðgengill fyrir Boeing 757 og 767 og tekið er fram að minni Airbus A330neo þotan, A330-800, eigi að vera hentug lausn í stað Boeing 767.

Hentar sumum flugfélögum en ekki öllum

Þetta gæti hentað mörgum flugfélögum vel en það hefur reynst erfitt fyrir Airbus að selja United Airlines Airbus A321XLR þotuna þar sem félagið hefur ekki lagt inn neina pöntun áður í þotur úr A320neo fjölskyldunni og hefur ekki neinar Airbus A330 breiðþotur heldur.

United Airlines hefur ekki enn fundið hentuga þotu sem gæti komið í stað Boeing 757

Laderman segir að United Airlines hafi gengið í gegnum miklar vangaveltur varðandi pantanir er kemur að meðalstórum farþegaþotum þar sem þurfi að vega og meta eiginlega vélanna og kostnað við innleiðingu á nýrri farþegaþotutegund. Eins og er þá er Boeing 737 MAX og Boeing 787 ekki þær hentugustu fyrir þann markað sem félagið flýgur til með Boeing 757 og Boeing 767.

United Airlines hefur 172 þotur í flotanum af gerðinni Airbus A320 og A319 en félagið hefur engin áform um að skipta þeim út með pöntun í vélar úr A320neo fjölskyldunni.

Laderman segir að flókið rekstarmódel með mörgum mismunandi flugvélategundum sé mjög kostnaðarsamt en eins og er þá er félagið að gera upp á milli valkosta sem er að panta Airbus A321XLR, bíða eftir nýrri þotu frá Boeing sem væri Boeing 797, panta fleiri Boeing 737 MAX þotur og einnig kemur til greina að panta Airbus A330neo.

United hefur allar tegundirnar þrjár af Dreamliner-þotunum í flotanum

Scott Kirby, forstjóri United Airlines, hefur áður tekið fram að flugfélagið þurfi sennilega um 30 til 40 meðalstórar þotur sem kæmu þá í stað Boeing 757 og Boeing 767.

United hefur 77 Boeing 757 þotur í flotanum en fjórðungur af þeim vélum eru af lengri gerðinni, Boeing 757-300, en sú þota tekur 234 farþega á meðan Airbus A321XLR mun taka 200 farþega.

Flugfloti United Airlines telur yfir 780 flugvélar og samanstendur flotinn af flugvélum af gerðinni Airbus A320, A319, Boeing 737, Boeing 737 MAX, Boeing 757, Boeing 767, Boeing 777 og Boeing 787.  fréttir af handahófi

552.000 farþegar flugu með Icelandair í júnímánuði

9. júlí 2019

|

Aldrei hafa eins margir farþegar flogið með Icelandair í júnímánuði líkt og seinast þegar 552.790 farþegar flugu með félaginu sem er í fyrsta sinn sem farþegafjöldinn fer yfir hálfa milljón í júní.

MRJ þotan mun heita Space Jet

5. júní 2019

|

Japanski flugvélaframleiðandinn Mitsubishi Aircraft ætlar að breyta um nafn á MRJ (Mitsubishi Regional Jet) þotunni sem mun fá nafnið Space Jet.

Air France óvisst með hversu lengi A380 verður í flotanum

26. júní 2019

|

Air France hefur bæst við í hóp þeirra flugfélaga sem ýmisst stefna á að hætta með Airbus A380 risaþotuna eða eru að endurskoða framtíð þeirra í flota sínum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Tvö ókeypis námskeið hefjast í næstu viku hjá Keili

18. júlí 2019

|

Í næstu viku munu tvö námskeið hefjast á vegum Flugakademíu Keilis, annars vegar grunnnámskeið um einka- og atvinnuflugnám og hinsvegar námskeið fyrir ungt fólk um flugtengd störf en bæði námskeiðin

Fær reikning upp á 13 milljónir vegna dólgsláta um borð

18. júlí 2019

|

Annar flugdólgur hefur nú fengið himinháan reikning í bakið fyrir ósæmilega hegðun um borð í flugvél sem var í þetta skiptið á leið til Tyrklands frá Bretlandi en áhöfn vélarninar neyddist til þess

Aðeins 200 kíló eftir af eldsneyti í tönkunum við lendingu

18. júlí 2019

|

Farþegaþota á Indlandi var aðeins sex mínútum frá því að hafa klárað allt eldsneyti um borð áður en hún náði að lenda á flugvellinum í Delí fyrr í vikunni.

Fimm ár síðan að flug MH17 var skotið niður yfir Úkraínu

17. júlí 2019

|

Fimm ár eru í dag liðin frá því að Boeing 777 farþegaþota, flug MH17, á vegum Malaysia Airlines fórst nálægt bænum Hrabove í Úkraínu eftir að hafa verið skotin niður með flugskeyti á leið sinni frá A

Air Lease fær grænt ljós á að sækja Airbus-þotuna

17. júlí 2019

|

Bandaríska flugvélaleigan Air Lease Corporation hefur fengið grænt ljós á að sækja Airbus A321 þotu í eigu fyrirtækisins sem staðið hefur á Keflavíkurflugvelli frá gjaldþroti WOW air eftir að Héraðsdó

Flugfélag kærir Youtube-stjörnu vegna myndatöku um borð

17. júlí 2019

|

Flugfélagið Garuda hefur kært Youtube-stjörnu í Indónesíu fyrir ærumeiðingar eftir að viðkomandi aðili, sem er þekktur myndbandsbloggari þar í landi, gerði grín að flugfélaginu á samfélagsmiðlum.

Fyrsta P-8A herflugvélin fyrir Bretland flýgur fyrsta flugið

16. júlí 2019

|

Fyrsta Boeing P-8A Poseidon herflugvélin fyrir breska flugherinn flaug sitt fyrsta flug á dögunum frá flugvellinum í Renton nálægt Seattle og markar þetta upphafið af flugprófunum með P-8A flugvélarn

Loka starfsstöðvum vegna seinkana á nýjum MAX-þotum

16. júlí 2019

|

Ryanair hefur sent frá sér tilkynningu þar sem félagið segir að til komi að skera niður starfsemi félagsins með því að loka nokkrum starfsstöðvum í haust sem má rekja til kyrrsetningu á Boeing 737 MA

Fyrsta A320neo þota Atlantic Airways komin til Færeyja

15. júlí 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur tekið við fyrstu Airbus A320neo þotunni sem ber skráninguna OY-RCK og var hún afhent ný til félagsins um helgina.

Fallhlífarstökksflugvél ók á kyrrstæða kennsluvél í Slóvakíu

15. júlí 2019

|

Engann sakaði er tvær flugvélar rákust saman á jörðu niðri í Slóvakíu í gær en önnur vélin, af gerðinni Pilatus PC-6, ók á kyrrstæða Diamond DA40 flugvél sem var mannlaus.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00