flugfréttir

A321XLR ekki alhliða lausn fyrir United Airlines

- Uppfyllir ekki alla þá eiginleika sem Boeing 757 og Boeing 767 búa yfir

17. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 15:48

Gerry Laderman, fjármálastjóri United Airlines

United Airlines segir að flugfélagið sé að skoða þann möguleika á að panta nýju Airbus A321XLR þotuna en Gerry Laderman, fjármálastjóri félagsins, segir að Airbus A321XLR þotan nái hinsvegar ekki að vera fullkomin lausn í stað Boeing 767 breiðþotnanna í flotanum sem eru komnar til ára sinna.

United Airlines þarf að finna nýja flugvél til að leysa af hólmi Boeing 767 breiðþoturnar en Airbus segir að A321XLR sé góður staðgengill fyrir Boeing 757 og 767 og tekið er fram að minni Airbus A330neo þotan, A330-800, eigi að vera hentug lausn í stað Boeing 767.

Hentar sumum flugfélögum en ekki öllum

Þetta gæti hentað mörgum flugfélögum vel en það hefur reynst erfitt fyrir Airbus að selja United Airlines Airbus A321XLR þotuna þar sem félagið hefur ekki lagt inn neina pöntun áður í þotur úr A320neo fjölskyldunni og hefur ekki neinar Airbus A330 breiðþotur heldur.

United Airlines hefur ekki enn fundið hentuga þotu sem gæti komið í stað Boeing 757

Laderman segir að United Airlines hafi gengið í gegnum miklar vangaveltur varðandi pantanir er kemur að meðalstórum farþegaþotum þar sem þurfi að vega og meta eiginlega vélanna og kostnað við innleiðingu á nýrri farþegaþotutegund. Eins og er þá er Boeing 737 MAX og Boeing 787 ekki þær hentugustu fyrir þann markað sem félagið flýgur til með Boeing 757 og Boeing 767.

United Airlines hefur 172 þotur í flotanum af gerðinni Airbus A320 og A319 en félagið hefur engin áform um að skipta þeim út með pöntun í vélar úr A320neo fjölskyldunni.

Laderman segir að flókið rekstarmódel með mörgum mismunandi flugvélategundum sé mjög kostnaðarsamt en eins og er þá er félagið að gera upp á milli valkosta sem er að panta Airbus A321XLR, bíða eftir nýrri þotu frá Boeing sem væri Boeing 797, panta fleiri Boeing 737 MAX þotur og einnig kemur til greina að panta Airbus A330neo.

United hefur allar tegundirnar þrjár af Dreamliner-þotunum í flotanum

Scott Kirby, forstjóri United Airlines, hefur áður tekið fram að flugfélagið þurfi sennilega um 30 til 40 meðalstórar þotur sem kæmu þá í stað Boeing 757 og Boeing 767.

United hefur 77 Boeing 757 þotur í flotanum en fjórðungur af þeim vélum eru af lengri gerðinni, Boeing 757-300, en sú þota tekur 234 farþega á meðan Airbus A321XLR mun taka 200 farþega.

Flugfloti United Airlines telur yfir 780 flugvélar og samanstendur flotinn af flugvélum af gerðinni Airbus A320, A319, Boeing 737, Boeing 737 MAX, Boeing 757, Boeing 767, Boeing 777 og Boeing 787.  fréttir af handahófi

Airbus vinnur að tækni sem gerir tvo flugmenn óþarfa

28. júní 2019

|

Airbus segir að verið sé að þróa tækni sem gæti leyst aðstoðarflugmanninn frá störfum í stjórnklefa á farþegaflugvélum framleiðandans í náinni framtíð.

Sviffluga rakst á flugvél sem var með hana í togi í Kanada

29. júlí 2019

|

Tveir létust er svifflugvél rakst á flugvél sem var að toga hana á loft skammt frá flugklúbbi nálægt bænum Black Diamond í Alberta-ríki í Kanada fyrir helgi.

Flapi losnaði af Boeing 747 í aðflugi og féll til jarðar

9. júlí 2019

|

Rannsókn stendur nú yfir á atviki sem átti sér stað í gær er flapi losnaði af júmbó-fraktþotu af gerðinni Boeing 747-400ERF frá KLM Cargo.

  Nýjustu flugfréttirnar

Indverjar framkvæma sína eigin úttekt á 737 MAX líkt og EASA

20. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi ætla að fara að fordæmi Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) og framkvæma sína eigin úttekt á Boeing 737 MAX þotunum áður en indverskum flugfélögum verður gefið leyfi til þe

Boeing 787 lenti næstum því með hjólin uppi

20. september 2019

|

Litlu munaði að farþegaþota frá Vietnam Airlines hefði lent með hjólabúnaðinn uppi er vélin var í aðflugi að flugvellinum í Melbourne í Ástralíu í gær.

Czech Airlines flýgur frá Keflavík til Köben og áfram til Prag

20. september 2019

|

Fyrir gjaldþrot WOW air voru þrjú flugfélög sem flugu áætlunarflug milli Kaupmannahafnar og Keflavíkurflugvallar en sl. hálfa árið hafa aðeins tvö flugfélög deilt á milli sín fjölförnustu flugleiðinn

Boeing 737 hóf flugtaksbrun á akbraut á Schiphol

19. september 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Hollandi hefur greint frá atviki sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði er farþegaþota frá Transavia af gerðinni Boeing 737-800 hóf flugtak á akbraut („taxiway“) á Schiph

Láðist að tilkynna í tvígang um vandamál í hreyfli

18. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi hafa meinað þremur flugmönnum að fljúga tímabundið og einnig svipt tveimur flugvirkjum réttindum sínum fyrir að hafa ekki tilkynnt um víbring sem kom upp í hreyfli á Airb

Twin Otter með fjóra um borð saknað í Indónesíu

18. september 2019

|

Leit stendur nú yfir að Twin Otter farþegaflugvél af gerðinni Havilland DHC-5-6-400 í Indónesíu sem saknað er en vélin var í innanlandsflugi í nótt og fór í loftið frá flugvellinum í Timiki áleiðis t

Japan Airlines mögulegur kaupandi að Malaysia Airlines

17. september 2019

|

Möguleiki er á því að Japan Airlines muni kaupa stóran hlut í Malaysia Airlines sem gæti bjargað rekstri félagsins og komið honum á réttan kjöl en félagið hefur verið rekið með tapi frá því í febrúar

Flugmaðurinn týndi vegabréfinu fyrir brottför

17. september 2019

|

Ellefu klukkutíma seinkun varð á flugi hjá suður-kóreska lágfargjaldarfélaginu Tway Air eftir að annar flugmaðurinn uppgötvaði á flugvellinum að hann hefði týnt vegabréfinu sínu.

Draco-flugvél Mike Patey ónýt eftir flugtaksóhapp

17. september 2019

|

Engan sakaði er Draco, flugvél í eigu bandaríska flugmannsins Mike Patey, eyðilagðist er henni hlekktist á í flugtaki á flugvellinum í Reno í Nevada í Bandaríkjunum í gær.

Bannað að sitja í aftustu sætaröð í A320neo þotum Lufthansa

16. september 2019

|

Lufthansa hefur ákveðið að hindra aðgang farþega að síðustu sætaröðinni um borð í Airbus A320neo þotum félagsins sem eru ekki í boði eins og stendur þegar bókað er flug.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00