flugfréttir

A321XLR ekki alhliða lausn fyrir United Airlines

- Uppfyllir ekki alla þá eiginleika sem Boeing 757 og Boeing 767 búa yfir

17. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 15:48

Gerry Laderman, fjármálastjóri United Airlines

United Airlines segir að flugfélagið sé að skoða þann möguleika á að panta nýju Airbus A321XLR þotuna en Gerry Laderman, fjármálastjóri félagsins, segir að Airbus A321XLR þotan nái hinsvegar ekki að vera fullkomin lausn í stað Boeing 767 breiðþotnanna í flotanum sem eru komnar til ára sinna.

United Airlines þarf að finna nýja flugvél til að leysa af hólmi Boeing 767 breiðþoturnar en Airbus segir að A321XLR sé góður staðgengill fyrir Boeing 757 og 767 og tekið er fram að minni Airbus A330neo þotan, A330-800, eigi að vera hentug lausn í stað Boeing 767.

Hentar sumum flugfélögum en ekki öllum

Þetta gæti hentað mörgum flugfélögum vel en það hefur reynst erfitt fyrir Airbus að selja United Airlines Airbus A321XLR þotuna þar sem félagið hefur ekki lagt inn neina pöntun áður í þotur úr A320neo fjölskyldunni og hefur ekki neinar Airbus A330 breiðþotur heldur.

United Airlines hefur ekki enn fundið hentuga þotu sem gæti komið í stað Boeing 757

Laderman segir að United Airlines hafi gengið í gegnum miklar vangaveltur varðandi pantanir er kemur að meðalstórum farþegaþotum þar sem þurfi að vega og meta eiginlega vélanna og kostnað við innleiðingu á nýrri farþegaþotutegund. Eins og er þá er Boeing 737 MAX og Boeing 787 ekki þær hentugustu fyrir þann markað sem félagið flýgur til með Boeing 757 og Boeing 767.

United Airlines hefur 172 þotur í flotanum af gerðinni Airbus A320 og A319 en félagið hefur engin áform um að skipta þeim út með pöntun í vélar úr A320neo fjölskyldunni.

Laderman segir að flókið rekstarmódel með mörgum mismunandi flugvélategundum sé mjög kostnaðarsamt en eins og er þá er félagið að gera upp á milli valkosta sem er að panta Airbus A321XLR, bíða eftir nýrri þotu frá Boeing sem væri Boeing 797, panta fleiri Boeing 737 MAX þotur og einnig kemur til greina að panta Airbus A330neo.

United hefur allar tegundirnar þrjár af Dreamliner-þotunum í flotanum

Scott Kirby, forstjóri United Airlines, hefur áður tekið fram að flugfélagið þurfi sennilega um 30 til 40 meðalstórar þotur sem kæmu þá í stað Boeing 757 og Boeing 767.

United hefur 77 Boeing 757 þotur í flotanum en fjórðungur af þeim vélum eru af lengri gerðinni, Boeing 757-300, en sú þota tekur 234 farþega á meðan Airbus A321XLR mun taka 200 farþega.

Flugfloti United Airlines telur yfir 780 flugvélar og samanstendur flotinn af flugvélum af gerðinni Airbus A320, A319, Boeing 737, Boeing 737 MAX, Boeing 757, Boeing 767, Boeing 777 og Boeing 787.  fréttir af handahófi

Helmingi minna fé varið í framleiðslu á SpaceJet-þotunni

13. maí 2020

|

Japanski flugvélaframleiðandinn Mitsubishi Heavy Industries (MH) hefur tilkynnt að helmingi minna fé verði varið til framleiðslu á SpaceJet farþegaþotunni sem upphaflega var kynnt til sögunnar undir

Þremur breiðþotum Icelandair breytt tímabundið í fraktvélar

24. apríl 2020

|

Icelandair hefur náð samkomulagi við þýska fyrirtækið DB Schenker um fraktflug á milli Þýskalands og Kína og verður þremur Boeing 767 breiðþotum félagsins breytt tímabundið í fraktvélar vegna þessa.

Stofnandi easyJet býður verðlaunafé fyrir uppljóstrara

13. maí 2020

|

Stelios Haji-loannou, stofnandi easyJet, hefur ákveðið að bjóða verðlaunafé upp á 5 milljónir Sterlingspunda, sem samsvarar 897 milljónum króna, til þess aðila eða „uppljóstrara“ sem lumar á viðkvæmu

  Nýjustu flugfréttirnar

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

American hætt við að sækja um gjaldþrotavernd

27. maí 2020

|

American Airlines er hætt við áform um að sækja um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en Doug Parker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að eftirspurnin hafi verið að aukast sl. daga.

Bókanir hrúgast inn hjá Ryanair

27. maí 2020

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair segir að gríðarleg fjölgun hafi átt sér stað í bókunum á síðustu dögum eftir að félagið tilkynnti um fyrirhugaða endurkomu og fjölgun flugferða eftir COVID-19 heimsf

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

LATAM sækir um gjaldþrotavernd

26. maí 2020

|

LATAM, eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku, hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en félagið hefur orðið mjög illa fyrir barðinu á COVID-19 heimsfaraldrinum.

Fyrsta tilraun með eldflaug á vegum Virgin mistókst

25. maí 2020

|

Fyrstu tilraun í eldflaugaprófunum á vegum fyrirtækis í eigu Richard Branson, er snúa að Virgin Orbit verkefninu, mistókst í dag.

Fóru of nálægt hvor annarri á flugvellinum í Hong Kong

25. maí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað er tvær flugvélar fóru of nálægt hvor annarri á Chek Lap Kok flugvellinum í Hong Kong fyrir helgi.

Air France hættir með A380

25. maí 2020

|

Air France hefur tilkynnt að flugfélagið franska hafi tekið þá ákvörðun að hætta með allar Airbus A380 risaþoturnar.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00