flugfréttir

Mun færri pantanir á fyrsta degi samanborið við síðustu ár

- Boeing fékk enga pöntun samanborið við pantanir í 240 þotur árið 2017

17. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 20:58

Aðeins bárust þrjár pantanir í 153 nýjar farþegaþotur á fyrsta degi flugsýningarinnar Paris Air Show sem hófst í dag

Töluvert færri pantanir í nýjar farþegaþotur voru gerðar í dag á fyrsta degi flugsýningarinnar í París en þess má geta að engin pöntun barst til Boeing sem hefur ekki gerst í mörg ár.

Á sama tíma á síðustu flugsýningu í París, sem fram fór í júní árið 2017, stal Boeing 737 MAX senunni og fékk framleiðandinn þá pantanir í 240 nýjar þotur frá 10 viðskiptavinum samanborið við pantanir í 0 flugvélar í dag.

Þann dag fékk Airbus aðeins eina pöntun en þó risapöntun frá GECAS flugvélaleigunni sem pantaði 100 eintök af Airbus A320neo þotunni.

Þá fékk ATR flugvélaframleiðandinn tvær pantanir í 13 nýjar flugvélar á fyrsta degi árið 2017 en enga pöntun í ár og Bombardier fékk eina pöntun í sjö Bombardier Dash 8 Q400 flugvélar en enga pöntun í dag.

Kynntu Boeing 737 MAX 10 og A380plus árið 2017

Boeing kynnti á fyrsta degi sýningarinnar fyrir 2 árum síðan Boeing 737 MAX 10 til leiks sem er lengsta útgáfan sem til stendur að framleiða af Boeing 737 MAX og á fyrsta deginum fyrir 2 árum kynnti Airbus A380plus sem átti að vera uppfærsla af risaþotunni A380 sem framleiðandinn ákvað í fyrra að hætta að framleiða.

Airbus kynnti strax við upphaf sýningarinnar í dag Airbus A321XLR sem verður langdrægasta farþegaþota heims í flokki „mjóþotna“ sem koma með einum gangi og hefur flugvélaleigan Air Lease pantað 27 eintök af A321XLR og þá hefur Middle East Airlines pantað 4 slíkar þotur.

Á súluritunu má sjá þróunina í fjölda pantaðra flugvéla á sl. flugsýningum í París en toppnum var náð árið 2013

Þrátt fyrir að metföldi fyrirtækja séu á flugsýningunni í París í ár þá fer sýningin fjórum sinnum hægari af stað samanborið við 2017 ef litið er til fjölda pantanna á fyrsta degi.

Í dag komu inn pantanir í 153 nýjar flugvélar frá þremur viðskiptavinum sem Airbus og Embraer skipta á milli sín en árið 2017 voru gerðar pantanir í 413 flugvélar á fyrsta sýningardegi.

Er fjöldi pantanna í nýjar flugvélar í dag aðeins 37% af þeim pöntunum sem áttu sér stað á fyrsta sýningardegi árið 2017 og aðeins 26% af þeim fjölda flugvéla sem pantaðar voru árið 2013 á fyrstra degi.

Flestar pantanirnar á fyrsta degi á Paris Air Show áttu sér stað árið 2013 er flugfélögin pöntuðu 578 flugvélar en á fyrsta degi á sýningunni árið 2015 voru pantaðar 453 flugvélar.  fréttir af handahófi

Nánast allt flug hjá SAS liggur niðri vegna verkfalls

26. apríl 2019

|

Nánast allt flug hjá SAS (Scandinavian) liggur nú niðri vegna verkfallsaðgerða meðal flugmanna hjá félaginu sem felldu niður störf sín víðsvegar um Skandinavíu eftir að kjaraviðræður fóru út um þúfu

Ryanair frestar afhendingum á 737 MAX fram í nóvember

20. maí 2019

|

Ryanair hefur ákveðið að fresta afhendingum á þeim Boeing 737 MAX þotum sem pantaðar voru á sínum tíma en lágfargjaldafélagið írska átti að taka við fyrstu þotunum á næstu dögum.

Qatar Airways pantar átján einkaþotur frá Gulfstream

15. júlí 2019

|

Qatar Airways hefur lagt inn pöntun til Gulfstream Aerospace í 18 einkaþotur en tilkynnt var um pöntunina við athöfn sem fram fór í Hvíta Húsinu fyrir helgi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Tvö ókeypis námskeið hefjast í næstu viku hjá Keili

18. júlí 2019

|

Í næstu viku munu tvö námskeið hefjast á vegum Flugakademíu Keilis, annars vegar grunnnámskeið um einka- og atvinnuflugnám og hinsvegar námskeið fyrir ungt fólk um flugtengd störf en bæði námskeiðin

Fær reikning upp á 13 milljónir vegna dólgsláta um borð

18. júlí 2019

|

Annar flugdólgur hefur nú fengið himinháan reikning í bakið fyrir ósæmilega hegðun um borð í flugvél sem var í þetta skiptið á leið til Tyrklands frá Bretlandi en áhöfn vélarninar neyddist til þess

Aðeins 200 kíló eftir af eldsneyti í tönkunum við lendingu

18. júlí 2019

|

Farþegaþota á Indlandi var aðeins sex mínútum frá því að hafa klárað allt eldsneyti um borð áður en hún náði að lenda á flugvellinum í Delí fyrr í vikunni.

Fimm ár síðan að flug MH17 var skotið niður yfir Úkraínu

17. júlí 2019

|

Fimm ár eru í dag liðin frá því að Boeing 777 farþegaþota, flug MH17, á vegum Malaysia Airlines fórst nálægt bænum Hrabove í Úkraínu eftir að hafa verið skotin niður með flugskeyti á leið sinni frá A

Air Lease fær grænt ljós á að sækja Airbus-þotuna

17. júlí 2019

|

Bandaríska flugvélaleigan Air Lease Corporation hefur fengið grænt ljós á að sækja Airbus A321 þotu í eigu fyrirtækisins sem staðið hefur á Keflavíkurflugvelli frá gjaldþroti WOW air eftir að Héraðsdó

Flugfélag kærir Youtube-stjörnu vegna myndatöku um borð

17. júlí 2019

|

Flugfélagið Garuda hefur kært Youtube-stjörnu í Indónesíu fyrir ærumeiðingar eftir að viðkomandi aðili, sem er þekktur myndbandsbloggari þar í landi, gerði grín að flugfélaginu á samfélagsmiðlum.

Fyrsta P-8A herflugvélin fyrir Bretland flýgur fyrsta flugið

16. júlí 2019

|

Fyrsta Boeing P-8A Poseidon herflugvélin fyrir breska flugherinn flaug sitt fyrsta flug á dögunum frá flugvellinum í Renton nálægt Seattle og markar þetta upphafið af flugprófunum með P-8A flugvélarn

Loka starfsstöðvum vegna seinkana á nýjum MAX-þotum

16. júlí 2019

|

Ryanair hefur sent frá sér tilkynningu þar sem félagið segir að til komi að skera niður starfsemi félagsins með því að loka nokkrum starfsstöðvum í haust sem má rekja til kyrrsetningu á Boeing 737 MA

Fyrsta A320neo þota Atlantic Airways komin til Færeyja

15. júlí 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur tekið við fyrstu Airbus A320neo þotunni sem ber skráninguna OY-RCK og var hún afhent ný til félagsins um helgina.

Fallhlífarstökksflugvél ók á kyrrstæða kennsluvél í Slóvakíu

15. júlí 2019

|

Engann sakaði er tvær flugvélar rákust saman á jörðu niðri í Slóvakíu í gær en önnur vélin, af gerðinni Pilatus PC-6, ók á kyrrstæða Diamond DA40 flugvél sem var mannlaus.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00