flugfréttir

Mun færri pantanir á fyrsta degi samanborið við síðustu ár

- Boeing fékk enga pöntun samanborið við pantanir í 240 þotur árið 2017

17. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 20:58

Aðeins bárust þrjár pantanir í 153 nýjar farþegaþotur á fyrsta degi flugsýningarinnar Paris Air Show sem hófst í dag

Töluvert færri pantanir í nýjar farþegaþotur voru gerðar í dag á fyrsta degi flugsýningarinnar í París en þess má geta að engin pöntun barst til Boeing sem hefur ekki gerst í mörg ár.

Á sama tíma á síðustu flugsýningu í París, sem fram fór í júní árið 2017, stal Boeing 737 MAX senunni og fékk framleiðandinn þá pantanir í 240 nýjar þotur frá 10 viðskiptavinum samanborið við pantanir í 0 flugvélar í dag.

Þann dag fékk Airbus aðeins eina pöntun en þó risapöntun frá GECAS flugvélaleigunni sem pantaði 100 eintök af Airbus A320neo þotunni.

Þá fékk ATR flugvélaframleiðandinn tvær pantanir í 13 nýjar flugvélar á fyrsta degi árið 2017 en enga pöntun í ár og Bombardier fékk eina pöntun í sjö Bombardier Dash 8 Q400 flugvélar en enga pöntun í dag.

Kynntu Boeing 737 MAX 10 og A380plus árið 2017

Boeing kynnti á fyrsta degi sýningarinnar fyrir 2 árum síðan Boeing 737 MAX 10 til leiks sem er lengsta útgáfan sem til stendur að framleiða af Boeing 737 MAX og á fyrsta deginum fyrir 2 árum kynnti Airbus A380plus sem átti að vera uppfærsla af risaþotunni A380 sem framleiðandinn ákvað í fyrra að hætta að framleiða.

Airbus kynnti strax við upphaf sýningarinnar í dag Airbus A321XLR sem verður langdrægasta farþegaþota heims í flokki „mjóþotna“ sem koma með einum gangi og hefur flugvélaleigan Air Lease pantað 27 eintök af A321XLR og þá hefur Middle East Airlines pantað 4 slíkar þotur.

Á súluritunu má sjá þróunina í fjölda pantaðra flugvéla á sl. flugsýningum í París en toppnum var náð árið 2013

Þrátt fyrir að metföldi fyrirtækja séu á flugsýningunni í París í ár þá fer sýningin fjórum sinnum hægari af stað samanborið við 2017 ef litið er til fjölda pantanna á fyrsta degi.

Í dag komu inn pantanir í 153 nýjar flugvélar frá þremur viðskiptavinum sem Airbus og Embraer skipta á milli sín en árið 2017 voru gerðar pantanir í 413 flugvélar á fyrsta sýningardegi.

Er fjöldi pantanna í nýjar flugvélar í dag aðeins 37% af þeim pöntunum sem áttu sér stað á fyrsta sýningardegi árið 2017 og aðeins 26% af þeim fjölda flugvéla sem pantaðar voru árið 2013 á fyrstra degi.

Flestar pantanirnar á fyrsta degi á Paris Air Show áttu sér stað árið 2013 er flugfélögin pöntuðu 578 flugvélar en á fyrsta degi á sýningunni árið 2015 voru pantaðar 453 flugvélar.  fréttir af handahófi

Virgin mun hætta á Gatwick

5. maí 2020

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic hefur ákveðið að hætta allri starfsemi á Gatwick-flugvellinum í London og segja upp 3.150 starfsmönnum í kjölfarið.

British Airways mun hætta með júmbó-þoturnar

5. apríl 2020

|

Flugfélagasamsteypan International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways auk fleiri flugfélaga, hefur ákveðið að Boeing 747 júmbó-þoturnar í flota British Airways skuli fara úr flotanum á

737 MAX í framleiðslu á ný í maí

26. mars 2020

|

Boeing stefnir á að hefja framleiðslu á Boeing 737 MAX á ný í maí en hlé var gert á framleiðslunni í janúar.

  Nýjustu flugfréttirnar

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

American hætt við að sækja um gjaldþrotavernd

27. maí 2020

|

American Airlines er hætt við áform um að sækja um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en Doug Parker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að eftirspurnin hafi verið að aukast sl. daga.

Bókanir hrúgast inn hjá Ryanair

27. maí 2020

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair segir að gríðarleg fjölgun hafi átt sér stað í bókunum á síðustu dögum eftir að félagið tilkynnti um fyrirhugaða endurkomu og fjölgun flugferða eftir COVID-19 heimsf

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

LATAM sækir um gjaldþrotavernd

26. maí 2020

|

LATAM, eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku, hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en félagið hefur orðið mjög illa fyrir barðinu á COVID-19 heimsfaraldrinum.

Fyrsta tilraun með eldflaug á vegum Virgin mistókst

25. maí 2020

|

Fyrstu tilraun í eldflaugaprófunum á vegum fyrirtækis í eigu Richard Branson, er snúa að Virgin Orbit verkefninu, mistókst í dag.

Fóru of nálægt hvor annarri á flugvellinum í Hong Kong

25. maí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað er tvær flugvélar fóru of nálægt hvor annarri á Chek Lap Kok flugvellinum í Hong Kong fyrir helgi.

Air France hættir með A380

25. maí 2020

|

Air France hefur tilkynnt að flugfélagið franska hafi tekið þá ákvörðun að hætta með allar Airbus A380 risaþoturnar.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00