flugfréttir

Mun færri pantanir á fyrsta degi samanborið við síðustu ár

- Boeing fékk enga pöntun samanborið við pantanir í 240 þotur árið 2017

17. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 20:58

Aðeins bárust þrjár pantanir í 153 nýjar farþegaþotur á fyrsta degi flugsýningarinnar Paris Air Show sem hófst í dag

Töluvert færri pantanir í nýjar farþegaþotur voru gerðar í dag á fyrsta degi flugsýningarinnar í París en þess má geta að engin pöntun barst til Boeing sem hefur ekki gerst í mörg ár.

Á sama tíma á síðustu flugsýningu í París, sem fram fór í júní árið 2017, stal Boeing 737 MAX senunni og fékk framleiðandinn þá pantanir í 240 nýjar þotur frá 10 viðskiptavinum samanborið við pantanir í 0 flugvélar í dag.

Þann dag fékk Airbus aðeins eina pöntun en þó risapöntun frá GECAS flugvélaleigunni sem pantaði 100 eintök af Airbus A320neo þotunni.

Þá fékk ATR flugvélaframleiðandinn tvær pantanir í 13 nýjar flugvélar á fyrsta degi árið 2017 en enga pöntun í ár og Bombardier fékk eina pöntun í sjö Bombardier Dash 8 Q400 flugvélar en enga pöntun í dag.

Kynntu Boeing 737 MAX 10 og A380plus árið 2017

Boeing kynnti á fyrsta degi sýningarinnar fyrir 2 árum síðan Boeing 737 MAX 10 til leiks sem er lengsta útgáfan sem til stendur að framleiða af Boeing 737 MAX og á fyrsta deginum fyrir 2 árum kynnti Airbus A380plus sem átti að vera uppfærsla af risaþotunni A380 sem framleiðandinn ákvað í fyrra að hætta að framleiða.

Airbus kynnti strax við upphaf sýningarinnar í dag Airbus A321XLR sem verður langdrægasta farþegaþota heims í flokki „mjóþotna“ sem koma með einum gangi og hefur flugvélaleigan Air Lease pantað 27 eintök af A321XLR og þá hefur Middle East Airlines pantað 4 slíkar þotur.

Á súluritunu má sjá þróunina í fjölda pantaðra flugvéla á sl. flugsýningum í París en toppnum var náð árið 2013

Þrátt fyrir að metföldi fyrirtækja séu á flugsýningunni í París í ár þá fer sýningin fjórum sinnum hægari af stað samanborið við 2017 ef litið er til fjölda pantanna á fyrsta degi.

Í dag komu inn pantanir í 153 nýjar flugvélar frá þremur viðskiptavinum sem Airbus og Embraer skipta á milli sín en árið 2017 voru gerðar pantanir í 413 flugvélar á fyrsta sýningardegi.

Er fjöldi pantanna í nýjar flugvélar í dag aðeins 37% af þeim pöntunum sem áttu sér stað á fyrsta sýningardegi árið 2017 og aðeins 26% af þeim fjölda flugvéla sem pantaðar voru árið 2013 á fyrstra degi.

Flestar pantanirnar á fyrsta degi á Paris Air Show áttu sér stað árið 2013 er flugfélögin pöntuðu 578 flugvélar en á fyrsta degi á sýningunni árið 2015 voru pantaðar 453 flugvélar.  fréttir af handahófi

Rússar hafa áhuga á fjartengdri flugumferðarstjórnun

2. september 2019

|

Stjórnvöld í Rússlandi hafa lýst yfir áhuga fyrir því að koma upp fjartengdri flugumferðarstjórnun á nokkrum flugvöllum í landinu þar sem flugumferðinni væri þá stjórnað úr flugturni sem staðsettur e

Flugdólgur dæmdur til að greiða 21 milljón króna sekt

8. júlí 2019

|

Ölvaður farþegi, sem var valdur að því að Airbus A330 breiðþota frá Hawaiian Airlines þurfti að snúa við til Honolulu vegna hegðunar hans, hefur verið gert að greiða 21.6 milljón króna í sekt.

Disney stefnir á stofnun flugfélags

21. júlí 2019

|

Orðrómur er í gangi um að Walt Disney fyrirtækið ætli að stofna sitt eigið flugfélag en samkvæmt vefsíðunni Justdisney.com þá segir að Disney ætli að festa kaup á nokkrum litlum farþegaflugvélum á n

  Nýjustu flugfréttirnar

Indverjar framkvæma sína eigin úttekt á 737 MAX líkt og EASA

20. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi ætla að fara að fordæmi Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) og framkvæma sína eigin úttekt á Boeing 737 MAX þotunum áður en indverskum flugfélögum verður gefið leyfi til þe

Boeing 787 lenti næstum því með hjólin uppi

20. september 2019

|

Litlu munaði að farþegaþota frá Vietnam Airlines hefði lent með hjólabúnaðinn uppi er vélin var í aðflugi að flugvellinum í Melbourne í Ástralíu í gær.

Czech Airlines flýgur frá Keflavík til Köben og áfram til Prag

20. september 2019

|

Fyrir gjaldþrot WOW air voru þrjú flugfélög sem flugu áætlunarflug milli Kaupmannahafnar og Keflavíkurflugvallar en sl. hálfa árið hafa aðeins tvö flugfélög deilt á milli sín fjölförnustu flugleiðinn

Boeing 737 hóf flugtaksbrun á akbraut á Schiphol

19. september 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Hollandi hefur greint frá atviki sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði er farþegaþota frá Transavia af gerðinni Boeing 737-800 hóf flugtak á akbraut („taxiway“) á Schiph

Láðist að tilkynna í tvígang um vandamál í hreyfli

18. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi hafa meinað þremur flugmönnum að fljúga tímabundið og einnig svipt tveimur flugvirkjum réttindum sínum fyrir að hafa ekki tilkynnt um víbring sem kom upp í hreyfli á Airb

Twin Otter með fjóra um borð saknað í Indónesíu

18. september 2019

|

Leit stendur nú yfir að Twin Otter farþegaflugvél af gerðinni Havilland DHC-5-6-400 í Indónesíu sem saknað er en vélin var í innanlandsflugi í nótt og fór í loftið frá flugvellinum í Timiki áleiðis t

Japan Airlines mögulegur kaupandi að Malaysia Airlines

17. september 2019

|

Möguleiki er á því að Japan Airlines muni kaupa stóran hlut í Malaysia Airlines sem gæti bjargað rekstri félagsins og komið honum á réttan kjöl en félagið hefur verið rekið með tapi frá því í febrúar

Flugmaðurinn týndi vegabréfinu fyrir brottför

17. september 2019

|

Ellefu klukkutíma seinkun varð á flugi hjá suður-kóreska lágfargjaldarfélaginu Tway Air eftir að annar flugmaðurinn uppgötvaði á flugvellinum að hann hefði týnt vegabréfinu sínu.

Draco-flugvél Mike Patey ónýt eftir flugtaksóhapp

17. september 2019

|

Engan sakaði er Draco, flugvél í eigu bandaríska flugmannsins Mike Patey, eyðilagðist er henni hlekktist á í flugtaki á flugvellinum í Reno í Nevada í Bandaríkjunum í gær.

Bannað að sitja í aftustu sætaröð í A320neo þotum Lufthansa

16. september 2019

|

Lufthansa hefur ákveðið að hindra aðgang farþega að síðustu sætaröðinni um borð í Airbus A320neo þotum félagsins sem eru ekki í boði eins og stendur þegar bókað er flug.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00