flugfréttir

IAG pantar fjórtán A321XLR þotur fyrir Iberia og Aer Lingus

- Iberia mun fá 8 A321XLR þotur og Aer Lingus fær sex þotur

18. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:35

Iberia og Aer Lingus eiga von á að fá fyrstu Airbus A321XLR þoturnar árið 2023

Spænska flugfélagið Iberia og írska félagið Aer Lingus eru nýjustu flugfélögin sem eiga von á því að fá nýju Airbus A321XLR þotuna sem framtíðarflugvél.

Móðurfélag flugfélaganna tveggja, IAG, lagði rétt fyrir hádegi inn pöntun til Airbus í fjórtán Airbus A321XLR þotur en átta þotur munu fara í flota Iberia og sex í flota Aer Lingus.

Með því mun Aer Lingus fá tækifæri á því að fljúga enn lengri flugleiðir til Bandaríkjanna og gott betur en það en flugfélagið írska stefnirá að styrkja enn frekar leiðarkerfi sitt yfir Atlantshafið til Norður-Ameríku.

Með Airbus A321XLR þotunni gæti Aer Lingus flogið í beinu flugi frá Dublin til allra áfangastaða í Suður-Ameríku, Afríku og Asíu og væri í raun og veru Ástralía og suðurhluti Kyrrahafsins einu svæðin í heiminum sem Aer Lingus gæti ekki flogið til með A321XLR frá Dublin.

Aer Lingus ætlar sér að nota Airbus A321XLR þotuna til þess að styrkja enn frekar leiðarkerfi sitt í flugi yfir Atlantshafið til Norður-Ameríku

Iberia og Aer Lingus eiga von á því að fá fyrstu Airbus A321XLR þoturnar afhentar árið 2023 og koma vélarnar með tveimur farþegarýmum með liggjandi sætisbásum á viðskiptafarrými.

Aer Lingus á nú þegar von á því að fá fjórtán Airbus A321LR þotur í flotann en þær fyrst verða afhentar síðar á þessu ári.

Með sex Airbus A321XLR vélum mun langflugsfloti félagsins í flokki minni farþegaþotna því fara upp í 20 langdrægar þotur en þá hefur félagið 12 Airbus A330 breiðþotur í flotanum og von er á fimm nýjum Airbus A350 þotum á næstu árum.  fréttir af handahófi

Tveir nýir framkvæmdarstjórar ráðnir hjá Isavia

10. febrúar 2020

|

Tveir nýir framkvæmdastjórar hafa verið ráðnir til starfa hjá Isavia, þær Anna Björk Bjarnadóttir sem hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra þjónustu- og rekstrarsviðs og Ragnheiður Hauksdóttir se

600.000 færri fara um Gatwick vegna gjaldþrots Thomas Cook

3. desember 2019

|

Talið er að um 600.000 færri farþegar munu fara um Gatwick-flugvöll á þessu ári eftir að Thomas Cook hvarf af sjónarsviðinu vegna gjaldþrots félagsins í lok september.

Samstarf Boeing og Embraer fær grænt ljós frá Brasilíu

28. janúar 2020

|

Stjórnvöld í Brasilíu hafa gefið grænt ljós fyrir miðamiklu samstarfi sem fyrirhugað er milli Boeing og Embraer og eiga þá flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) aðeins eftir að gefa leyfi fyrir samstarfin

  Nýjustu flugfréttirnar

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

Tvær flugvélar rákust saman á flugi í Ástralíu

19. febrúar 2020

|

Fjórir létu lífið í árekstri sem varð á milli tveggja flugvéla í Ástralíu í nótt þegar vélarnar rákust saman á flugi nálægt flugvellinum í bænum Mangalore, skammt norður af Melbourne.

Gleymdi að setja hjólin niður í þjálfun á King Air

19. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) gaf út skýrslu á dögunum varðandi atvik sem átti sér stað er flugmaður gleymdi að setja niður hjólin er hann var í undirbúningi fyrir tegundarpróf

Húsleit gerð hjá Avianca vegna gruns um mútur

19. febrúar 2020

|

Aðilar frá öryggis- og leynisþjónustu á vegum ríkisstjórnar Kólumbíu gerðu húsleit í höfuðstöðvum flugfélagsins Avianca í Bogóta í síðustu viku í tengslum við rannsókn á mútum og spillingu innan her

Air Canada semur um bætur við Boeing vegna MAX-vélanna

18. febrúar 2020

|

Air Canada hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabætur vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum.

Skera niður innanlandflugið í Noregi vegna hárra skatta

18. febrúar 2020

|

Norska flugfélagið Widerøe hefur tilkynnt um umtalsverðan niðurskurð í leiðarkerfi félagsins í innanlandsflugi í Noregi sem gripið verður til strax með vorinu en félagið segir niðurskurðinn óhjákvæmil

Í viðræðum við 700 flugmenn um launalaust leyfi

18. febrúar 2020

|

Flest bendir til þess að útbreiðsla kórónaveirunnar eigi eftir að hafa þónokkur áhrif á rekstur finnska flugfélagsins Finnair sem á nú í viðræðum við flugmenn varðandi launalaust leyfi.

Allar Cirrus Vision SF50 þotur kyrrsettar

18. febrúar 2020

|

Allar Cirrus Vision SF50 þotur í heiminum hafa verið kyrrsettar eftir að bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) gáfu út neyðartilskipun varðandi lofthæfi vélanna eftir atvik þar sem eldur kom upp í stjórnk

Kórónaveiran gæti kostað flugiðnaðinn yfir 600 milljarða

14. febrúar 2020

|

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) spáir því að úrbreiðsla kórónaveirunnar, sem nefnd hefur verið Covid-19, muni kosta flugiðnaðinn um 4-5 milljarða bandaríkjadali á þessum ársfjórðungi eða sem samsvara

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00