flugfréttir

IAG pantar fjórtán A321XLR þotur fyrir Iberia og Aer Lingus

- Iberia mun fá 8 A321XLR þotur og Aer Lingus fær sex þotur

18. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:35

Iberia og Aer Lingus eiga von á að fá fyrstu Airbus A321XLR þoturnar árið 2023

Spænska flugfélagið Iberia og írska félagið Aer Lingus eru nýjustu flugfélögin sem eiga von á því að fá nýju Airbus A321XLR þotuna sem framtíðarflugvél.

Móðurfélag flugfélaganna tveggja, IAG, lagði rétt fyrir hádegi inn pöntun til Airbus í fjórtán Airbus A321XLR þotur en átta þotur munu fara í flota Iberia og sex í flota Aer Lingus.

Með því mun Aer Lingus fá tækifæri á því að fljúga enn lengri flugleiðir til Bandaríkjanna og gott betur en það en flugfélagið írska stefnirá að styrkja enn frekar leiðarkerfi sitt yfir Atlantshafið til Norður-Ameríku.

Með Airbus A321XLR þotunni gæti Aer Lingus flogið í beinu flugi frá Dublin til allra áfangastaða í Suður-Ameríku, Afríku og Asíu og væri í raun og veru Ástralía og suðurhluti Kyrrahafsins einu svæðin í heiminum sem Aer Lingus gæti ekki flogið til með A321XLR frá Dublin.

Aer Lingus ætlar sér að nota Airbus A321XLR þotuna til þess að styrkja enn frekar leiðarkerfi sitt í flugi yfir Atlantshafið til Norður-Ameríku

Iberia og Aer Lingus eiga von á því að fá fyrstu Airbus A321XLR þoturnar afhentar árið 2023 og koma vélarnar með tveimur farþegarýmum með liggjandi sætisbásum á viðskiptafarrými.

Aer Lingus á nú þegar von á því að fá fjórtán Airbus A321LR þotur í flotann en þær fyrst verða afhentar síðar á þessu ári.

Með sex Airbus A321XLR vélum mun langflugsfloti félagsins í flokki minni farþegaþotna því fara upp í 20 langdrægar þotur en þá hefur félagið 12 Airbus A330 breiðþotur í flotanum og von er á fimm nýjum Airbus A350 þotum á næstu árum.  fréttir af handahófi

Farþegi fór um borð í vitlausa flugvél hjá Ryanair

25. maí 2019

|

Reiður Ítali missti stjórn á skapi sínu eftir að hann komst að því að hann hafði farið upp í ranga flugvél hjá Ryanair á flugvellinum í Pisa á Ítalíu og flogið óvart til allt annarar borgar en hann æt

Boeing 797 verður ekki kynnt á flugsýningunni í París

17. júní 2019

|

Boeing hefur tilkynnt að framleiðandinn muni ekki kynna nýja farþegaþotu til leiks á flugsýningunni í París sem kennd hefur verið við Boeing 797.

Freista þess að láta IAG hætta við Boeing og taka frekar Airbus

21. júní 2019

|

Airbus er sagt ætla að reyna að bjóða International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways, betri samning en þann sem flugfélagasamsteypan gerði við Boeing sl. þriðjudag er undirritað var

  Nýjustu flugfréttirnar

Tvö ókeypis námskeið hefjast í næstu viku hjá Keili

18. júlí 2019

|

Í næstu viku munu tvö námskeið hefjast á vegum Flugakademíu Keilis, annars vegar grunnnámskeið um einka- og atvinnuflugnám og hinsvegar námskeið fyrir ungt fólk um flugtengd störf en bæði námskeiðin

Fær reikning upp á 13 milljónir vegna dólgsláta um borð

18. júlí 2019

|

Annar flugdólgur hefur nú fengið himinháan reikning í bakið fyrir ósæmilega hegðun um borð í flugvél sem var í þetta skiptið á leið til Tyrklands frá Bretlandi en áhöfn vélarninar neyddist til þess

Aðeins 200 kíló eftir af eldsneyti í tönkunum við lendingu

18. júlí 2019

|

Farþegaþota á Indlandi var aðeins sex mínútum frá því að hafa klárað allt eldsneyti um borð áður en hún náði að lenda á flugvellinum í Delí fyrr í vikunni.

Fimm ár síðan að flug MH17 var skotið niður yfir Úkraínu

17. júlí 2019

|

Fimm ár eru í dag liðin frá því að Boeing 777 farþegaþota, flug MH17, á vegum Malaysia Airlines fórst nálægt bænum Hrabove í Úkraínu eftir að hafa verið skotin niður með flugskeyti á leið sinni frá A

Air Lease fær grænt ljós á að sækja Airbus-þotuna

17. júlí 2019

|

Bandaríska flugvélaleigan Air Lease Corporation hefur fengið grænt ljós á að sækja Airbus A321 þotu í eigu fyrirtækisins sem staðið hefur á Keflavíkurflugvelli frá gjaldþroti WOW air eftir að Héraðsdó

Flugfélag kærir Youtube-stjörnu vegna myndatöku um borð

17. júlí 2019

|

Flugfélagið Garuda hefur kært Youtube-stjörnu í Indónesíu fyrir ærumeiðingar eftir að viðkomandi aðili, sem er þekktur myndbandsbloggari þar í landi, gerði grín að flugfélaginu á samfélagsmiðlum.

Fyrsta P-8A herflugvélin fyrir Bretland flýgur fyrsta flugið

16. júlí 2019

|

Fyrsta Boeing P-8A Poseidon herflugvélin fyrir breska flugherinn flaug sitt fyrsta flug á dögunum frá flugvellinum í Renton nálægt Seattle og markar þetta upphafið af flugprófunum með P-8A flugvélarn

Loka starfsstöðvum vegna seinkana á nýjum MAX-þotum

16. júlí 2019

|

Ryanair hefur sent frá sér tilkynningu þar sem félagið segir að til komi að skera niður starfsemi félagsins með því að loka nokkrum starfsstöðvum í haust sem má rekja til kyrrsetningu á Boeing 737 MA

Fyrsta A320neo þota Atlantic Airways komin til Færeyja

15. júlí 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur tekið við fyrstu Airbus A320neo þotunni sem ber skráninguna OY-RCK og var hún afhent ný til félagsins um helgina.

Fallhlífarstökksflugvél ók á kyrrstæða kennsluvél í Slóvakíu

15. júlí 2019

|

Engann sakaði er tvær flugvélar rákust saman á jörðu niðri í Slóvakíu í gær en önnur vélin, af gerðinni Pilatus PC-6, ók á kyrrstæða Diamond DA40 flugvél sem var mannlaus.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00