flugfréttir

IAG pantar fjórtán A321XLR þotur fyrir Iberia og Aer Lingus

- Iberia mun fá 8 A321XLR þotur og Aer Lingus fær sex þotur

18. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:35

Iberia og Aer Lingus eiga von á að fá fyrstu Airbus A321XLR þoturnar árið 2023

Spænska flugfélagið Iberia og írska félagið Aer Lingus eru nýjustu flugfélögin sem eiga von á því að fá nýju Airbus A321XLR þotuna sem framtíðarflugvél.

Móðurfélag flugfélaganna tveggja, IAG, lagði rétt fyrir hádegi inn pöntun til Airbus í fjórtán Airbus A321XLR þotur en átta þotur munu fara í flota Iberia og sex í flota Aer Lingus.

Með því mun Aer Lingus fá tækifæri á því að fljúga enn lengri flugleiðir til Bandaríkjanna og gott betur en það en flugfélagið írska stefnirá að styrkja enn frekar leiðarkerfi sitt yfir Atlantshafið til Norður-Ameríku.

Með Airbus A321XLR þotunni gæti Aer Lingus flogið í beinu flugi frá Dublin til allra áfangastaða í Suður-Ameríku, Afríku og Asíu og væri í raun og veru Ástralía og suðurhluti Kyrrahafsins einu svæðin í heiminum sem Aer Lingus gæti ekki flogið til með A321XLR frá Dublin.

Aer Lingus ætlar sér að nota Airbus A321XLR þotuna til þess að styrkja enn frekar leiðarkerfi sitt í flugi yfir Atlantshafið til Norður-Ameríku

Iberia og Aer Lingus eiga von á því að fá fyrstu Airbus A321XLR þoturnar afhentar árið 2023 og koma vélarnar með tveimur farþegarýmum með liggjandi sætisbásum á viðskiptafarrými.

Aer Lingus á nú þegar von á því að fá fjórtán Airbus A321LR þotur í flotann en þær fyrst verða afhentar síðar á þessu ári.

Með sex Airbus A321XLR vélum mun langflugsfloti félagsins í flokki minni farþegaþotna því fara upp í 20 langdrægar þotur en þá hefur félagið 12 Airbus A330 breiðþotur í flotanum og von er á fimm nýjum Airbus A350 þotum á næstu árum.  fréttir af handahófi

Röng flapastilling talin orsök flugslyss í Connecticut

7. ágúst 2019

|

Röng stilling á flöpum er talin vera orsök flugslyss sem átti sér stað í Connecticut í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum er kennsluflugvél af gerðinni Cessna C172 brotlenti skömmu eftir flugtak á gras

Fékk kvíðakast í aðflugi og yfirgaf stjórnklefann

15. september 2019

|

Flugmaður hjá easyJet yfirgaf flugstjórnarklefa á farþegaþotu eftir að hann fékk kvíðakast þegar vélin var að nálgast lokastefnu inn til lendingar á flugvellinum í Glasgow.

Keflavíkurflugvöllur án kolefnislosunar fyrir árið 2050

26. júní 2019

|

Á 29. ársþingi ACI EUROPE, evrópudeildar Alþjóðasamtaka flugvalla, á Kýpur í morgun skrifaði Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, undir skuldbindingu um að Keflavíkurflugvöllur muni hætta allri ko

  Nýjustu flugfréttirnar

Indverjar framkvæma sína eigin úttekt á 737 MAX líkt og EASA

20. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi ætla að fara að fordæmi Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) og framkvæma sína eigin úttekt á Boeing 737 MAX þotunum áður en indverskum flugfélögum verður gefið leyfi til þe

Boeing 787 lenti næstum því með hjólin uppi

20. september 2019

|

Litlu munaði að farþegaþota frá Vietnam Airlines hefði lent með hjólabúnaðinn uppi er vélin var í aðflugi að flugvellinum í Melbourne í Ástralíu í gær.

Czech Airlines flýgur frá Keflavík til Köben og áfram til Prag

20. september 2019

|

Fyrir gjaldþrot WOW air voru þrjú flugfélög sem flugu áætlunarflug milli Kaupmannahafnar og Keflavíkurflugvallar en sl. hálfa árið hafa aðeins tvö flugfélög deilt á milli sín fjölförnustu flugleiðinn

Boeing 737 hóf flugtaksbrun á akbraut á Schiphol

19. september 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Hollandi hefur greint frá atviki sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði er farþegaþota frá Transavia af gerðinni Boeing 737-800 hóf flugtak á akbraut („taxiway“) á Schiph

Láðist að tilkynna í tvígang um vandamál í hreyfli

18. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi hafa meinað þremur flugmönnum að fljúga tímabundið og einnig svipt tveimur flugvirkjum réttindum sínum fyrir að hafa ekki tilkynnt um víbring sem kom upp í hreyfli á Airb

Twin Otter með fjóra um borð saknað í Indónesíu

18. september 2019

|

Leit stendur nú yfir að Twin Otter farþegaflugvél af gerðinni Havilland DHC-5-6-400 í Indónesíu sem saknað er en vélin var í innanlandsflugi í nótt og fór í loftið frá flugvellinum í Timiki áleiðis t

Japan Airlines mögulegur kaupandi að Malaysia Airlines

17. september 2019

|

Möguleiki er á því að Japan Airlines muni kaupa stóran hlut í Malaysia Airlines sem gæti bjargað rekstri félagsins og komið honum á réttan kjöl en félagið hefur verið rekið með tapi frá því í febrúar

Flugmaðurinn týndi vegabréfinu fyrir brottför

17. september 2019

|

Ellefu klukkutíma seinkun varð á flugi hjá suður-kóreska lágfargjaldarfélaginu Tway Air eftir að annar flugmaðurinn uppgötvaði á flugvellinum að hann hefði týnt vegabréfinu sínu.

Draco-flugvél Mike Patey ónýt eftir flugtaksóhapp

17. september 2019

|

Engan sakaði er Draco, flugvél í eigu bandaríska flugmannsins Mike Patey, eyðilagðist er henni hlekktist á í flugtaki á flugvellinum í Reno í Nevada í Bandaríkjunum í gær.

Bannað að sitja í aftustu sætaröð í A320neo þotum Lufthansa

16. september 2019

|

Lufthansa hefur ákveðið að hindra aðgang farþega að síðustu sætaröðinni um borð í Airbus A320neo þotum félagsins sem eru ekki í boði eins og stendur þegar bókað er flug.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00