flugfréttir

Panta 200 Boeing 737 MAX þotur

- Boeing 737 MAX fer í flota British Airways, Vueling og LEVEL

18. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 15:57

Frá undirritun samningsins á flugsýningunni í París í dag

Boeing hefur loksins fengið langþráða risapöntun á flugsýningunni í París eftir dræma byrjun með enga pöntun í gær á fyrsta deginum.

Það er breska flugfélagasamsteypan International Airlines Group (IAG) sem hefur gert samkomulag um kaup á allt að 200 þotum af gerðinni Boeing 737 MAX en pöntunin samastendur af þotum af gerðinni Boeing 737 MAX 8 og Boeing 737 MAX 10.

„Ég hef mikla trú á Boeing og á MAX-vélinni. Þetta verður kærkomin viðbót í flotann. Samningaviðræðurnar hafa verið langar og strangar“, segir Willie Walsh, framkvæmdarstjóri IAG, sem á meðal annars og rekur British Airways, Iberia, Aer Lingus, Vueling og nýja lágfargjaldafélagið LEVEL.

Walsh segir að tilhugsunin til þeirra tveggja flugslysa sem hafa átt sér stað með Boeing 737 MAX hafi verið honum ofarlega í huga en tekur fram að það verði að hugsa til framtíðar og þeirrar staðreyndar að um mjög góða flugvél sé að ræða.

Þetta er fyrsta pöntunin í Boeing 737 MAX frá því að flugslysin tvö áttu sér stað í mars og í október í fyrra

IAG fær fyrstu Boeing 737 MAX þotuna afhenta árið 2023 og munu afhendingar standa yfir til ársins 2027 en pöntunin er metin á 24 milljarða bandaríkjadali sem samsvarar 3 þúsund og tuttugu og fimm milljörðum króna.

Boeing 737 MAX þoturnar munu fara í flota þriggja flugfélaga sem eru British Airways, Vueling og LEVEL en British Airways hefur enga Boeing 737 þotu í flotanum í dag.

Þakkar IAG traustið sem þeir hafa á Boeing 737 MAX

Félagið þekkir hinsvegar vel til Boeing 737 þar sem British Airways hafði Boeing 737-200, -300, -400 og Boeing 737-500 þotur í flota sínum í heil 32 ár eða frá árinu 1977 til ársins 2009.

Vueling hefur hinsvegar eingöngu haft Airbus-þotur í flota sínum frá stofnun félagsins árið 2004.

„Þetta er mjög sérstakur dagur og við getum ekki þakkað ykkur nóg fyrir það traust sem þið sýnið Boeing 737 MAX með þessari pöntun“, sagði Kevin McAllister, forstjóri og framkvæmdarstjóri yfir farþegaþotudeild Boeing, er tilkynnt var um pöntunina eftir hádegi í dag.

Þetta er fyrsta pöntunin sem Boeing fær í Boeing 737 MAX eftir flugslysin tvö en seinna slysið átti sér stað í Eþíópíu er Boeing 737 MAX 8 þota Ethiopian Airlines fórst skömmu eftir flugtak.  fréttir af handahófi

Air Lease fær grænt ljós á að sækja Airbus-þotuna

17. júlí 2019

|

Bandaríska flugvélaleigan Air Lease Corporation hefur fengið grænt ljós á að sækja Airbus A321 þotu í eigu fyrirtækisins sem staðið hefur á Keflavíkurflugvelli frá gjaldþroti WOW air eftir að Héraðsdó

Icelandair segir upp 45 flugmönnum á Boeing 737 MAX

31. maí 2019

|

Icelandair hefur sagt upp 45 flugmönnum sem flugu Boeing 737 MAX þotunum sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars í vor.

Flugfélag í Sádí-Arabíu hættir við pöntun í Boeing 737 MAX

8. júlí 2019

|

Boeing hefur misst stóra pöntun frá sádí-arabíska lágfargjaldafélaginu Flyadeal sem hefur ákveðið að hætta við pöntun sína í allar þær þrjátíu Boeing 737 MAX þotur sem félagið hafði pantað en félagið

  Nýjustu flugfréttirnar

Tvö ókeypis námskeið hefjast í næstu viku hjá Keili

18. júlí 2019

|

Í næstu viku munu tvö námskeið hefjast á vegum Flugakademíu Keilis, annars vegar grunnnámskeið um einka- og atvinnuflugnám og hinsvegar námskeið fyrir ungt fólk um flugtengd störf en bæði námskeiðin

Fær reikning upp á 13 milljónir vegna dólgsláta um borð

18. júlí 2019

|

Annar flugdólgur hefur nú fengið himinháan reikning í bakið fyrir ósæmilega hegðun um borð í flugvél sem var í þetta skiptið á leið til Tyrklands frá Bretlandi en áhöfn vélarninar neyddist til þess

Aðeins 200 kíló eftir af eldsneyti í tönkunum við lendingu

18. júlí 2019

|

Farþegaþota á Indlandi var aðeins sex mínútum frá því að hafa klárað allt eldsneyti um borð áður en hún náði að lenda á flugvellinum í Delí fyrr í vikunni.

Fimm ár síðan að flug MH17 var skotið niður yfir Úkraínu

17. júlí 2019

|

Fimm ár eru í dag liðin frá því að Boeing 777 farþegaþota, flug MH17, á vegum Malaysia Airlines fórst nálægt bænum Hrabove í Úkraínu eftir að hafa verið skotin niður með flugskeyti á leið sinni frá A

Air Lease fær grænt ljós á að sækja Airbus-þotuna

17. júlí 2019

|

Bandaríska flugvélaleigan Air Lease Corporation hefur fengið grænt ljós á að sækja Airbus A321 þotu í eigu fyrirtækisins sem staðið hefur á Keflavíkurflugvelli frá gjaldþroti WOW air eftir að Héraðsdó

Flugfélag kærir Youtube-stjörnu vegna myndatöku um borð

17. júlí 2019

|

Flugfélagið Garuda hefur kært Youtube-stjörnu í Indónesíu fyrir ærumeiðingar eftir að viðkomandi aðili, sem er þekktur myndbandsbloggari þar í landi, gerði grín að flugfélaginu á samfélagsmiðlum.

Fyrsta P-8A herflugvélin fyrir Bretland flýgur fyrsta flugið

16. júlí 2019

|

Fyrsta Boeing P-8A Poseidon herflugvélin fyrir breska flugherinn flaug sitt fyrsta flug á dögunum frá flugvellinum í Renton nálægt Seattle og markar þetta upphafið af flugprófunum með P-8A flugvélarn

Loka starfsstöðvum vegna seinkana á nýjum MAX-þotum

16. júlí 2019

|

Ryanair hefur sent frá sér tilkynningu þar sem félagið segir að til komi að skera niður starfsemi félagsins með því að loka nokkrum starfsstöðvum í haust sem má rekja til kyrrsetningu á Boeing 737 MA

Fyrsta A320neo þota Atlantic Airways komin til Færeyja

15. júlí 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur tekið við fyrstu Airbus A320neo þotunni sem ber skráninguna OY-RCK og var hún afhent ný til félagsins um helgina.

Fallhlífarstökksflugvél ók á kyrrstæða kennsluvél í Slóvakíu

15. júlí 2019

|

Engann sakaði er tvær flugvélar rákust saman á jörðu niðri í Slóvakíu í gær en önnur vélin, af gerðinni Pilatus PC-6, ók á kyrrstæða Diamond DA40 flugvél sem var mannlaus.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00