flugfréttir

Panta 200 Boeing 737 MAX þotur

- Boeing 737 MAX fer í flota British Airways, Vueling og LEVEL

18. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 15:57

Frá undirritun samningsins á flugsýningunni í París í dag

Boeing hefur loksins fengið langþráða risapöntun á flugsýningunni í París eftir dræma byrjun með enga pöntun í gær á fyrsta deginum.

Það er breska flugfélagasamsteypan International Airlines Group (IAG) sem hefur gert samkomulag um kaup á allt að 200 þotum af gerðinni Boeing 737 MAX en pöntunin samastendur af þotum af gerðinni Boeing 737 MAX 8 og Boeing 737 MAX 10.

„Ég hef mikla trú á Boeing og á MAX-vélinni. Þetta verður kærkomin viðbót í flotann. Samningaviðræðurnar hafa verið langar og strangar“, segir Willie Walsh, framkvæmdarstjóri IAG, sem á meðal annars og rekur British Airways, Iberia, Aer Lingus, Vueling og nýja lágfargjaldafélagið LEVEL.

Walsh segir að tilhugsunin til þeirra tveggja flugslysa sem hafa átt sér stað með Boeing 737 MAX hafi verið honum ofarlega í huga en tekur fram að það verði að hugsa til framtíðar og þeirrar staðreyndar að um mjög góða flugvél sé að ræða.

Þetta er fyrsta pöntunin í Boeing 737 MAX frá því að flugslysin tvö áttu sér stað í mars og í október í fyrra

IAG fær fyrstu Boeing 737 MAX þotuna afhenta árið 2023 og munu afhendingar standa yfir til ársins 2027 en pöntunin er metin á 24 milljarða bandaríkjadali sem samsvarar 3 þúsund og tuttugu og fimm milljörðum króna.

Boeing 737 MAX þoturnar munu fara í flota þriggja flugfélaga sem eru British Airways, Vueling og LEVEL en British Airways hefur enga Boeing 737 þotu í flotanum í dag.

Þakkar IAG traustið sem þeir hafa á Boeing 737 MAX

Félagið þekkir hinsvegar vel til Boeing 737 þar sem British Airways hafði Boeing 737-200, -300, -400 og Boeing 737-500 þotur í flota sínum í heil 32 ár eða frá árinu 1977 til ársins 2009.

Vueling hefur hinsvegar eingöngu haft Airbus-þotur í flota sínum frá stofnun félagsins árið 2004.

„Þetta er mjög sérstakur dagur og við getum ekki þakkað ykkur nóg fyrir það traust sem þið sýnið Boeing 737 MAX með þessari pöntun“, sagði Kevin McAllister, forstjóri og framkvæmdarstjóri yfir farþegaþotudeild Boeing, er tilkynnt var um pöntunina eftir hádegi í dag.

Þetta er fyrsta pöntunin sem Boeing fær í Boeing 737 MAX eftir flugslysin tvö en seinna slysið átti sér stað í Eþíópíu er Boeing 737 MAX 8 þota Ethiopian Airlines fórst skömmu eftir flugtak.  fréttir af handahófi

Öllum flugvélum hjá Ernest hefur verið flogið í geymslu

10. janúar 2020

|

Svo virðist vera sem að rekstur ítalska flugfélagsins Ernest Airlines sé að liðast í sundur eftir að flugmálayfirvöld á Ítalíu tilkynntu að félagið muni missa flugrekstarleyfið þann 13. janúar ef fél

Framleiðsla á Boeing 737-800 líður undir lok

19. desember 2019

|

Boeing afhenti í gær síðasta eintakið sem smíðað hefur verið af Boeing 737-800 og hefur framleiðslan því runnið sitt skeið en síðasta Boeing 737-800 þotan var afhent í flota hollenska flugfélagsins KL

Hætt við áform um stofnun nýs flugfélags fyrir Slóveníu

19. desember 2019

|

Ríkisstjórnin í Slóveníu segist hafa gefist upp á því að reyna að koma á fót nýju flugfélagi til að fylla það skarð sem Adria Airways skildi eftir sig.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

Gleymdi að setja hjólin niður í þjálfun á King Air

19. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) gaf út skýrslu á dögunum varðandi atvik sem átti sér stað er flugmaður gleymdi að setja niður hjólin er hann var í undirbúningi fyrir tegundarpróf

Húsleit gerð hjá Avianca vegna gruns um mútur

19. febrúar 2020

|

Aðilar frá öryggis- og leynisþjónustu á vegum ríkisstjórnar Kólumbíu gerðu húsleit í höfuðstöðvum flugfélagsins Avianca í Bogóta í síðustu viku í tengslum við rannsókn á mútum og spillingu innan her

Air Canada semur um bætur við Boeing vegna MAX-vélanna

18. febrúar 2020

|

Air Canada hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabætur vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum.

Skera niður innanlandflugið í Noregi vegna hárra skatta

18. febrúar 2020

|

Norska flugfélagið Widerøe hefur tilkynnt um umtalsverðan niðurskurð í leiðarkerfi félagsins í innanlandsflugi í Noregi sem gripið verður til strax með vorinu en félagið segir niðurskurðinn óhjákvæmil

Í viðræðum við 700 flugmenn um launalaust leyfi

18. febrúar 2020

|

Flest bendir til þess að útbreiðsla kórónaveirunnar eigi eftir að hafa þónokkur áhrif á rekstur finnska flugfélagsins Finnair sem á nú í viðræðum við flugmenn varðandi launalaust leyfi.

Allar Cirrus Vision SF50 þotur kyrrsettar

18. febrúar 2020

|

Allar Cirrus Vision SF50 þotur í heiminum hafa verið kyrrsettar eftir að bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) gáfu út neyðartilskipun varðandi lofthæfi vélanna eftir atvik þar sem eldur kom upp í stjórnk

Kórónaveiran gæti kostað flugiðnaðinn yfir 600 milljarða

14. febrúar 2020

|

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) spáir því að úrbreiðsla kórónaveirunnar, sem nefnd hefur verið Covid-19, muni kosta flugiðnaðinn um 4-5 milljarða bandaríkjadali á þessum ársfjórðungi eða sem samsvara

Höfða mál gegn Boeing vegna kaupa á 737 MAX einkaþotum

14. febrúar 2020

|

Tvö fyrirtæki sem pöntuðu einkaþotuútgáfur af Boeing 737 MAX þotunum (Boeing Business Jet) á sínum tíma hafa höfðað mál gegn Boeing sem verður tekið fyrir á næstunni í hæstaréttinum í King County sýs

Spá miklum skorti á flugmönnum til að fljúga einkaþotum

13. febrúar 2020

|

Fyrirtækið Honeywell Aerospace sér fram á mikinn skort á einkaþotuflugmönnum og telur að töluverð eftirspurn verði eftir flugmönnum til þess að fljúga ríka og fræga fólkinu á milli staða næsta áratug

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00