flugfréttir

Panta 200 Boeing 737 MAX þotur

- Boeing 737 MAX fer í flota British Airways, Vueling og LEVEL

18. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 15:57

Frá undirritun samningsins á flugsýningunni í París í dag

Boeing hefur loksins fengið langþráða risapöntun á flugsýningunni í París eftir dræma byrjun með enga pöntun í gær á fyrsta deginum.

Það er breska flugfélagasamsteypan International Airlines Group (IAG) sem hefur gert samkomulag um kaup á allt að 200 þotum af gerðinni Boeing 737 MAX en pöntunin samastendur af þotum af gerðinni Boeing 737 MAX 8 og Boeing 737 MAX 10.

„Ég hef mikla trú á Boeing og á MAX-vélinni. Þetta verður kærkomin viðbót í flotann. Samningaviðræðurnar hafa verið langar og strangar“, segir Willie Walsh, framkvæmdarstjóri IAG, sem á meðal annars og rekur British Airways, Iberia, Aer Lingus, Vueling og nýja lágfargjaldafélagið LEVEL.

Walsh segir að tilhugsunin til þeirra tveggja flugslysa sem hafa átt sér stað með Boeing 737 MAX hafi verið honum ofarlega í huga en tekur fram að það verði að hugsa til framtíðar og þeirrar staðreyndar að um mjög góða flugvél sé að ræða.

Þetta er fyrsta pöntunin í Boeing 737 MAX frá því að flugslysin tvö áttu sér stað í mars og í október í fyrra

IAG fær fyrstu Boeing 737 MAX þotuna afhenta árið 2023 og munu afhendingar standa yfir til ársins 2027 en pöntunin er metin á 24 milljarða bandaríkjadali sem samsvarar 3 þúsund og tuttugu og fimm milljörðum króna.

Boeing 737 MAX þoturnar munu fara í flota þriggja flugfélaga sem eru British Airways, Vueling og LEVEL en British Airways hefur enga Boeing 737 þotu í flotanum í dag.

Þakkar IAG traustið sem þeir hafa á Boeing 737 MAX

Félagið þekkir hinsvegar vel til Boeing 737 þar sem British Airways hafði Boeing 737-200, -300, -400 og Boeing 737-500 þotur í flota sínum í heil 32 ár eða frá árinu 1977 til ársins 2009.

Vueling hefur hinsvegar eingöngu haft Airbus-þotur í flota sínum frá stofnun félagsins árið 2004.

„Þetta er mjög sérstakur dagur og við getum ekki þakkað ykkur nóg fyrir það traust sem þið sýnið Boeing 737 MAX með þessari pöntun“, sagði Kevin McAllister, forstjóri og framkvæmdarstjóri yfir farþegaþotudeild Boeing, er tilkynnt var um pöntunina eftir hádegi í dag.

Þetta er fyrsta pöntunin sem Boeing fær í Boeing 737 MAX eftir flugslysin tvö en seinna slysið átti sér stað í Eþíópíu er Boeing 737 MAX 8 þota Ethiopian Airlines fórst skömmu eftir flugtak.  fréttir af handahófi

EASA setur strangar kröfur áður en 737 MAX flýgur á ný í Evrópu

5. september 2019

|

Evrópsk flugmálayfirvöld (EASA) hafa lýst því yfir að farið verði fram á strangar kröfur sem þarf að uppfylla áður en Boeing 737 MAX þotan fær að fljúga á ný í Evrópu og í lofthelginni sem tilheyrir

Þjálfunarflugstjóri veiktist í aðflugi að Leipzig

8. ágúst 2019

|

Þjálfunarflugstjóri veiktist um borð í stjórnklefa á Airbus A300-600 fraktþotu er verið var að þjálfa nýjan flugmann á vélina í fraktflugi frá Stokkhólmi til Leipzig.

Vinna að lausn á nýja gallanum á Boeing 737 MAX

4. júlí 2019

|

Boeing hefur komið með yfirlýsingu varðandi nýja gallann á Boeing 737 MAX sem starfsmenn hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) komu auga á þegar verið var að gera prófanir á nýrri uppfærslu á MCAS

  Nýjustu flugfréttirnar

Indverjar framkvæma sína eigin úttekt á 737 MAX líkt og EASA

20. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi ætla að fara að fordæmi Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) og framkvæma sína eigin úttekt á Boeing 737 MAX þotunum áður en indverskum flugfélögum verður gefið leyfi til þe

Boeing 787 lenti næstum því með hjólin uppi

20. september 2019

|

Litlu munaði að farþegaþota frá Vietnam Airlines hefði lent með hjólabúnaðinn uppi er vélin var í aðflugi að flugvellinum í Melbourne í Ástralíu í gær.

Czech Airlines flýgur frá Keflavík til Köben og áfram til Prag

20. september 2019

|

Fyrir gjaldþrot WOW air voru þrjú flugfélög sem flugu áætlunarflug milli Kaupmannahafnar og Keflavíkurflugvallar en sl. hálfa árið hafa aðeins tvö flugfélög deilt á milli sín fjölförnustu flugleiðinn

Boeing 737 hóf flugtaksbrun á akbraut á Schiphol

19. september 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Hollandi hefur greint frá atviki sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði er farþegaþota frá Transavia af gerðinni Boeing 737-800 hóf flugtak á akbraut („taxiway“) á Schiph

Láðist að tilkynna í tvígang um vandamál í hreyfli

18. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi hafa meinað þremur flugmönnum að fljúga tímabundið og einnig svipt tveimur flugvirkjum réttindum sínum fyrir að hafa ekki tilkynnt um víbring sem kom upp í hreyfli á Airb

Twin Otter með fjóra um borð saknað í Indónesíu

18. september 2019

|

Leit stendur nú yfir að Twin Otter farþegaflugvél af gerðinni Havilland DHC-5-6-400 í Indónesíu sem saknað er en vélin var í innanlandsflugi í nótt og fór í loftið frá flugvellinum í Timiki áleiðis t

Japan Airlines mögulegur kaupandi að Malaysia Airlines

17. september 2019

|

Möguleiki er á því að Japan Airlines muni kaupa stóran hlut í Malaysia Airlines sem gæti bjargað rekstri félagsins og komið honum á réttan kjöl en félagið hefur verið rekið með tapi frá því í febrúar

Flugmaðurinn týndi vegabréfinu fyrir brottför

17. september 2019

|

Ellefu klukkutíma seinkun varð á flugi hjá suður-kóreska lágfargjaldarfélaginu Tway Air eftir að annar flugmaðurinn uppgötvaði á flugvellinum að hann hefði týnt vegabréfinu sínu.

Draco-flugvél Mike Patey ónýt eftir flugtaksóhapp

17. september 2019

|

Engan sakaði er Draco, flugvél í eigu bandaríska flugmannsins Mike Patey, eyðilagðist er henni hlekktist á í flugtaki á flugvellinum í Reno í Nevada í Bandaríkjunum í gær.

Bannað að sitja í aftustu sætaröð í A320neo þotum Lufthansa

16. september 2019

|

Lufthansa hefur ákveðið að hindra aðgang farþega að síðustu sætaröðinni um borð í Airbus A320neo þotum félagsins sem eru ekki í boði eins og stendur þegar bókað er flug.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00