flugfréttir

Ákváðu að sleppa MAX-nafninu í yfirlýsingu um pöntun

- Móðurfélag BA tilkynnti að til stæði að panta Boeing 737-8 og 737-10

20. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 16:26

IAG undirritaði samning í vikunni um kaup á allt að 200 Boeing 737 MAX þotum

Svo virðist sem að British Airways hafi komið af stað umræðum varðandi framtíð MAX vörumerkisins eftir að flugfélagið breska tilkynnti um fyrirhugaða pöntun í 200 Boeing 737 MAX þotur í vikunni en British Airways sleppti að nefna MAX og sagði að til stæði að panta vélar af gerðinni Boeing 737-8 og 737-10.

Tilkynnt var um pöntunina sl. þriðjudag og kemur pöntunin sér vel fyrir Boeing sem hefur verið í miklum erfiðleikum með að greiða úr vandamálinu með Boeing 737 MAX þoturnar sem hafa verið kyrrsettar í meira en 3 mánuði.

Á dögunum kom fram að Boeing hefði ráðið ráðgjafa varðandi ímynd Boeing 737 MAX og hefur framleiðandinn ekki tjáð sig um hvort til standi að breyta um nafn og hætta með MAX-nafnið þar sem margir tengja það við þau tvö flugslys sem hafa átt sér stað með vélarnar.

„Viðskiptavinir okkar ráða með hvaða hætti þeir kalla flugvélarnar“

Ihssane Mounir, varaformaður yfir sölu- og markaðsdeild Boeing, segist ekki geta svarað spurningunni hversvegna International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, ákvað að sleppa MAX-nafninu í yfirlýsingu sinni varðandi pöntunina sem gerð var á flugsýningunni í París.

Í yfirlýsingu International Airlines Group (IAG) má sjá að fyrirtækið kýs ekki að nota orðið „MAX“

„Þú ert með Boeing 787. Sumir kalla hana Dreamliner, aðrir segja Boeing 787-8 eða -9. Aðrir segja bara 787. Viðskiptavinir okkar ráða hvernig þeir kynna nafn vélanna eins og þeir vilja við styðjum það alveg“, segir Mounir.

Misjafnt getur verið hvernig nafn á flugvélategund er tilgreint og fer það oft eftir notkun og aðstæðum en til að mynda þá breytist nafnið á nýju Boeing 777X þotunni þegar farið er að ræða undirtegundir sem skiptist niður í Boeing 777-8 og 777-9 en oftast er „X“ notað fyrir nafn á flugvélategund sem hefur enn vinnsluheiti.

Boeing 737 MAX hefur þó yfirleitt haldið MAX-hlutanum í nafninu en þó mátti sjá oft á bókunarsíðum að þotan var nefnd B7378M eða 737M sem er ein stytting á tegundinni og þá mátti einnig sjá á Flightradar24.com að hún var t.a.m. nefnd sem B38M.

Í flestum tilvikum hefur mesta styttingin á Boeing 737 MAX skilið eftir bókstafinn „M“ en í flestum tilvikum þegar flugfélög tilkynna um nýja pöntun hefur fullt nafn á flugvélategundinni verið notað á sama veg og framleiðandinn notar í kynningu.  fréttir af handahófi

Gulfstream G600 einkaþotan fær vottun frá FAA

1. júlí 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Gulfstream Aerospace hefur fengið lofthæfisvottun frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) fyrir Gulfstream 600 einkaþotunni.

„737-8200“ ekki nýtt nafn á Boeing 737 MAX

15. júlí 2019

|

Ljósmynd af nýrri Boeing 737 MAX þotu fyrir Ryanair hefur verið dreift á samfélagsmiðlum undanfarinn sólarhring með áletrunina 737-8200 framan á nefi vélarinnar.

Nýtt app með spurningaleik úr flugslysagagnagrunni NTSB

6. ágúst 2019

|

Ný útgáfa er komin út af flugöryggissmáforritinu Fight Chain App sem kemur með spurningaleik þar sem notendur geta meðal annars spreytt sig á því að geta sér til um orsök flugslysa sem byggir á flugs

  Nýjustu flugfréttirnar

Indverjar framkvæma sína eigin úttekt á 737 MAX líkt og EASA

20. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi ætla að fara að fordæmi Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) og framkvæma sína eigin úttekt á Boeing 737 MAX þotunum áður en indverskum flugfélögum verður gefið leyfi til þe

Boeing 787 lenti næstum því með hjólin uppi

20. september 2019

|

Litlu munaði að farþegaþota frá Vietnam Airlines hefði lent með hjólabúnaðinn uppi er vélin var í aðflugi að flugvellinum í Melbourne í Ástralíu í gær.

Czech Airlines flýgur frá Keflavík til Köben og áfram til Prag

20. september 2019

|

Fyrir gjaldþrot WOW air voru þrjú flugfélög sem flugu áætlunarflug milli Kaupmannahafnar og Keflavíkurflugvallar en sl. hálfa árið hafa aðeins tvö flugfélög deilt á milli sín fjölförnustu flugleiðinn

Boeing 737 hóf flugtaksbrun á akbraut á Schiphol

19. september 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Hollandi hefur greint frá atviki sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði er farþegaþota frá Transavia af gerðinni Boeing 737-800 hóf flugtak á akbraut („taxiway“) á Schiph

Láðist að tilkynna í tvígang um vandamál í hreyfli

18. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi hafa meinað þremur flugmönnum að fljúga tímabundið og einnig svipt tveimur flugvirkjum réttindum sínum fyrir að hafa ekki tilkynnt um víbring sem kom upp í hreyfli á Airb

Twin Otter með fjóra um borð saknað í Indónesíu

18. september 2019

|

Leit stendur nú yfir að Twin Otter farþegaflugvél af gerðinni Havilland DHC-5-6-400 í Indónesíu sem saknað er en vélin var í innanlandsflugi í nótt og fór í loftið frá flugvellinum í Timiki áleiðis t

Japan Airlines mögulegur kaupandi að Malaysia Airlines

17. september 2019

|

Möguleiki er á því að Japan Airlines muni kaupa stóran hlut í Malaysia Airlines sem gæti bjargað rekstri félagsins og komið honum á réttan kjöl en félagið hefur verið rekið með tapi frá því í febrúar

Flugmaðurinn týndi vegabréfinu fyrir brottför

17. september 2019

|

Ellefu klukkutíma seinkun varð á flugi hjá suður-kóreska lágfargjaldarfélaginu Tway Air eftir að annar flugmaðurinn uppgötvaði á flugvellinum að hann hefði týnt vegabréfinu sínu.

Draco-flugvél Mike Patey ónýt eftir flugtaksóhapp

17. september 2019

|

Engan sakaði er Draco, flugvél í eigu bandaríska flugmannsins Mike Patey, eyðilagðist er henni hlekktist á í flugtaki á flugvellinum í Reno í Nevada í Bandaríkjunum í gær.

Bannað að sitja í aftustu sætaröð í A320neo þotum Lufthansa

16. september 2019

|

Lufthansa hefur ákveðið að hindra aðgang farþega að síðustu sætaröðinni um borð í Airbus A320neo þotum félagsins sem eru ekki í boði eins og stendur þegar bókað er flug.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00