flugfréttir

Ákváðu að sleppa MAX-nafninu í yfirlýsingu um pöntun

- Móðurfélag BA tilkynnti að til stæði að panta Boeing 737-8 og 737-10

20. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 16:26

IAG undirritaði samning í vikunni um kaup á allt að 200 Boeing 737 MAX þotum

Svo virðist sem að British Airways hafi komið af stað umræðum varðandi framtíð MAX vörumerkisins eftir að flugfélagið breska tilkynnti um fyrirhugaða pöntun í 200 Boeing 737 MAX þotur í vikunni en British Airways sleppti að nefna MAX og sagði að til stæði að panta vélar af gerðinni Boeing 737-8 og 737-10.

Tilkynnt var um pöntunina sl. þriðjudag og kemur pöntunin sér vel fyrir Boeing sem hefur verið í miklum erfiðleikum með að greiða úr vandamálinu með Boeing 737 MAX þoturnar sem hafa verið kyrrsettar í meira en 3 mánuði.

Á dögunum kom fram að Boeing hefði ráðið ráðgjafa varðandi ímynd Boeing 737 MAX og hefur framleiðandinn ekki tjáð sig um hvort til standi að breyta um nafn og hætta með MAX-nafnið þar sem margir tengja það við þau tvö flugslys sem hafa átt sér stað með vélarnar.

„Viðskiptavinir okkar ráða með hvaða hætti þeir kalla flugvélarnar“

Ihssane Mounir, varaformaður yfir sölu- og markaðsdeild Boeing, segist ekki geta svarað spurningunni hversvegna International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, ákvað að sleppa MAX-nafninu í yfirlýsingu sinni varðandi pöntunina sem gerð var á flugsýningunni í París.

Í yfirlýsingu International Airlines Group (IAG) má sjá að fyrirtækið kýs ekki að nota orðið „MAX“

„Þú ert með Boeing 787. Sumir kalla hana Dreamliner, aðrir segja Boeing 787-8 eða -9. Aðrir segja bara 787. Viðskiptavinir okkar ráða hvernig þeir kynna nafn vélanna eins og þeir vilja við styðjum það alveg“, segir Mounir.

Misjafnt getur verið hvernig nafn á flugvélategund er tilgreint og fer það oft eftir notkun og aðstæðum en til að mynda þá breytist nafnið á nýju Boeing 777X þotunni þegar farið er að ræða undirtegundir sem skiptist niður í Boeing 777-8 og 777-9 en oftast er „X“ notað fyrir nafn á flugvélategund sem hefur enn vinnsluheiti.

Boeing 737 MAX hefur þó yfirleitt haldið MAX-hlutanum í nafninu en þó mátti sjá oft á bókunarsíðum að þotan var nefnd B7378M eða 737M sem er ein stytting á tegundinni og þá mátti einnig sjá á Flightradar24.com að hún var t.a.m. nefnd sem B38M.

Í flestum tilvikum hefur mesta styttingin á Boeing 737 MAX skilið eftir bókstafinn „M“ en í flestum tilvikum þegar flugfélög tilkynna um nýja pöntun hefur fullt nafn á flugvélategundinni verið notað á sama veg og framleiðandinn notar í kynningu.  fréttir af handahófi

Fyrsta P-8A herflugvélin fyrir Bretland flýgur fyrsta flugið

16. júlí 2019

|

Fyrsta Boeing P-8A Poseidon herflugvélin fyrir breska flugherinn flaug sitt fyrsta flug á dögunum frá flugvellinum í Renton nálægt Seattle og markar þetta upphafið af flugprófunum með P-8A flugvélarn

Tveir flugmenn hjá Cathay Pacific hlutu sjóntruflanir í flugi

24. apríl 2019

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong rannsaka nú tvö atvik sem áttu sér stað fyrr á þessu ári þar sem tveir flugmenn hjá Cathay Pacific, í sitthvoru fluginu, hlutu sjóntruflanir í miðju flugi með mánaðar mil

Fyrsta A320neo þota Atlantic Airways komin til Færeyja

15. júlí 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur tekið við fyrstu Airbus A320neo þotunni sem ber skráninguna OY-RCK og var hún afhent ný til félagsins um helgina.

  Nýjustu flugfréttirnar

Tvö ókeypis námskeið hefjast í næstu viku hjá Keili

18. júlí 2019

|

Í næstu viku munu tvö námskeið hefjast á vegum Flugakademíu Keilis, annars vegar grunnnámskeið um einka- og atvinnuflugnám og hinsvegar námskeið fyrir ungt fólk um flugtengd störf en bæði námskeiðin

Fær reikning upp á 13 milljónir vegna dólgsláta um borð

18. júlí 2019

|

Annar flugdólgur hefur nú fengið himinháan reikning í bakið fyrir ósæmilega hegðun um borð í flugvél sem var í þetta skiptið á leið til Tyrklands frá Bretlandi en áhöfn vélarninar neyddist til þess

Aðeins 200 kíló eftir af eldsneyti í tönkunum við lendingu

18. júlí 2019

|

Farþegaþota á Indlandi var aðeins sex mínútum frá því að hafa klárað allt eldsneyti um borð áður en hún náði að lenda á flugvellinum í Delí fyrr í vikunni.

Fimm ár síðan að flug MH17 var skotið niður yfir Úkraínu

17. júlí 2019

|

Fimm ár eru í dag liðin frá því að Boeing 777 farþegaþota, flug MH17, á vegum Malaysia Airlines fórst nálægt bænum Hrabove í Úkraínu eftir að hafa verið skotin niður með flugskeyti á leið sinni frá A

Air Lease fær grænt ljós á að sækja Airbus-þotuna

17. júlí 2019

|

Bandaríska flugvélaleigan Air Lease Corporation hefur fengið grænt ljós á að sækja Airbus A321 þotu í eigu fyrirtækisins sem staðið hefur á Keflavíkurflugvelli frá gjaldþroti WOW air eftir að Héraðsdó

Flugfélag kærir Youtube-stjörnu vegna myndatöku um borð

17. júlí 2019

|

Flugfélagið Garuda hefur kært Youtube-stjörnu í Indónesíu fyrir ærumeiðingar eftir að viðkomandi aðili, sem er þekktur myndbandsbloggari þar í landi, gerði grín að flugfélaginu á samfélagsmiðlum.

Fyrsta P-8A herflugvélin fyrir Bretland flýgur fyrsta flugið

16. júlí 2019

|

Fyrsta Boeing P-8A Poseidon herflugvélin fyrir breska flugherinn flaug sitt fyrsta flug á dögunum frá flugvellinum í Renton nálægt Seattle og markar þetta upphafið af flugprófunum með P-8A flugvélarn

Loka starfsstöðvum vegna seinkana á nýjum MAX-þotum

16. júlí 2019

|

Ryanair hefur sent frá sér tilkynningu þar sem félagið segir að til komi að skera niður starfsemi félagsins með því að loka nokkrum starfsstöðvum í haust sem má rekja til kyrrsetningu á Boeing 737 MA

Fyrsta A320neo þota Atlantic Airways komin til Færeyja

15. júlí 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur tekið við fyrstu Airbus A320neo þotunni sem ber skráninguna OY-RCK og var hún afhent ný til félagsins um helgina.

Fallhlífarstökksflugvél ók á kyrrstæða kennsluvél í Slóvakíu

15. júlí 2019

|

Engann sakaði er tvær flugvélar rákust saman á jörðu niðri í Slóvakíu í gær en önnur vélin, af gerðinni Pilatus PC-6, ók á kyrrstæða Diamond DA40 flugvél sem var mannlaus.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00