flugfréttir

Ákváðu að sleppa MAX-nafninu í yfirlýsingu um pöntun

- Móðurfélag BA tilkynnti að til stæði að panta Boeing 737-8 og 737-10

20. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 16:26

IAG undirritaði samning í vikunni um kaup á allt að 200 Boeing 737 MAX þotum

Svo virðist sem að British Airways hafi komið af stað umræðum varðandi framtíð MAX vörumerkisins eftir að flugfélagið breska tilkynnti um fyrirhugaða pöntun í 200 Boeing 737 MAX þotur í vikunni en British Airways sleppti að nefna MAX og sagði að til stæði að panta vélar af gerðinni Boeing 737-8 og 737-10.

Tilkynnt var um pöntunina sl. þriðjudag og kemur pöntunin sér vel fyrir Boeing sem hefur verið í miklum erfiðleikum með að greiða úr vandamálinu með Boeing 737 MAX þoturnar sem hafa verið kyrrsettar í meira en 3 mánuði.

Á dögunum kom fram að Boeing hefði ráðið ráðgjafa varðandi ímynd Boeing 737 MAX og hefur framleiðandinn ekki tjáð sig um hvort til standi að breyta um nafn og hætta með MAX-nafnið þar sem margir tengja það við þau tvö flugslys sem hafa átt sér stað með vélarnar.

„Viðskiptavinir okkar ráða með hvaða hætti þeir kalla flugvélarnar“

Ihssane Mounir, varaformaður yfir sölu- og markaðsdeild Boeing, segist ekki geta svarað spurningunni hversvegna International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, ákvað að sleppa MAX-nafninu í yfirlýsingu sinni varðandi pöntunina sem gerð var á flugsýningunni í París.

Í yfirlýsingu International Airlines Group (IAG) má sjá að fyrirtækið kýs ekki að nota orðið „MAX“

„Þú ert með Boeing 787. Sumir kalla hana Dreamliner, aðrir segja Boeing 787-8 eða -9. Aðrir segja bara 787. Viðskiptavinir okkar ráða hvernig þeir kynna nafn vélanna eins og þeir vilja við styðjum það alveg“, segir Mounir.

Misjafnt getur verið hvernig nafn á flugvélategund er tilgreint og fer það oft eftir notkun og aðstæðum en til að mynda þá breytist nafnið á nýju Boeing 777X þotunni þegar farið er að ræða undirtegundir sem skiptist niður í Boeing 777-8 og 777-9 en oftast er „X“ notað fyrir nafn á flugvélategund sem hefur enn vinnsluheiti.

Boeing 737 MAX hefur þó yfirleitt haldið MAX-hlutanum í nafninu en þó mátti sjá oft á bókunarsíðum að þotan var nefnd B7378M eða 737M sem er ein stytting á tegundinni og þá mátti einnig sjá á Flightradar24.com að hún var t.a.m. nefnd sem B38M.

Í flestum tilvikum hefur mesta styttingin á Boeing 737 MAX skilið eftir bókstafinn „M“ en í flestum tilvikum þegar flugfélög tilkynna um nýja pöntun hefur fullt nafn á flugvélategundinni verið notað á sama veg og framleiðandinn notar í kynningu.  fréttir af handahófi

Þrír yfirmenn Air Namibia reknir í kjölfar rannsóknar

5. mars 2020

|

Þrír stjórnendur hjá Air Namibia hafa verið reknir frá félaginu í tengslum við rannsókn sem fram fer á rekstri félagsins.

Bjóða heilbrigðisstarfsfólki 100.000 fría flugmiða

11. maí 2020

|

Flugfélagið Qatar Airways hefur ákveðið að láta gott af sér leiða og ætlar félagið að gefa 100.000 fría flugmiða til heilbrigðisstarfsmanna um allan heim sem hafa starfað í víglínunni vegna COVID-19

SUN ’n FUN - „Stærsta flugsýningin sem fór aldrei fram“

14. apríl 2020

|

Þegar ljóst var að aflýsa þurfti SUN ’n FUN flughátíðinni í Flórída í ár vegna útbreiðslu kórónuveirunnar stóð fyrirtækið PilotMall frammi fyrir þeim vandræðum að sitja uppi með yfir 9.000 stuttermab

  Nýjustu flugfréttirnar

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

American hætt við að sækja um gjaldþrotavernd

27. maí 2020

|

American Airlines er hætt við áform um að sækja um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en Doug Parker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að eftirspurnin hafi verið að aukast sl. daga.

Bókanir hrúgast inn hjá Ryanair

27. maí 2020

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair segir að gríðarleg fjölgun hafi átt sér stað í bókunum á síðustu dögum eftir að félagið tilkynnti um fyrirhugaða endurkomu og fjölgun flugferða eftir COVID-19 heimsf

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

LATAM sækir um gjaldþrotavernd

26. maí 2020

|

LATAM, eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku, hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en félagið hefur orðið mjög illa fyrir barðinu á COVID-19 heimsfaraldrinum.

Fyrsta tilraun með eldflaug á vegum Virgin mistókst

25. maí 2020

|

Fyrstu tilraun í eldflaugaprófunum á vegum fyrirtækis í eigu Richard Branson, er snúa að Virgin Orbit verkefninu, mistókst í dag.

Fóru of nálægt hvor annarri á flugvellinum í Hong Kong

25. maí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað er tvær flugvélar fóru of nálægt hvor annarri á Chek Lap Kok flugvellinum í Hong Kong fyrir helgi.

Air France hættir með A380

25. maí 2020

|

Air France hefur tilkynnt að flugfélagið franska hafi tekið þá ákvörðun að hætta með allar Airbus A380 risaþoturnar.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00