flugfréttir

Freista þess að láta IAG hætta við Boeing og taka frekar Airbus

- Airbus ætlar að bjóða IAG betri samning Boeing 737 MAX

21. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 13:01

Frá undirritun samningsins hjá International Airlines Group (IAG) og Boeing sl. þriðjudag

Airbus er sagt ætla að reyna að bjóða International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways, betri samning en þann sem flugfélagasamsteypan gerði við Boeing sl. þriðjudag er undirritað var samkomulag um kaup á 200 Boeing 737 MAX þotum.

IAG undirritaði samkomulagið á flugsýningunni í París sl. þriðjudag og kom yfirlýsingin mörgum á óvart í skugga vandamálsins sem Boeing hefur gengið í gegnum með 737 MAX vélarnar en IAG ætlar sér að panta vélarnar fyrir British Airways og spænska lágfargjaldafélagið Vueling.

Fram kemur að Airbus ætli ekki að horfa á eftir þessum samning verða að veruleika og ætlar framleiðandinn að freista þess að koma með betra tilboð fyrir IAG og bjóða þeim Airbus-þotur á betri kjörum.

Airbus segir að IAG hafi aldrei haft samband við þeirra söludeild til að leitast eftir tilboði og ætlar Airbus að reyna að koma þeim af því að staðfesta pöntunina í Boeing 737 MAX og gera þeim gott tilboð en verðmæti pöntunarinnar sem IAG gerði við Boeing hljómar upp á 2.992 milljarða króna.

„Við ætlum okkur að bjóða í þennan samning. IAG er mjög góður viðskiptavinur og öll flugfélögin þeirra hafa Airbus-þotur í flotanum. Okkar markmið er að koma fram með okkar boð“, segir Christian Scherer, sölustjóri Airbus.

Yfirlýsing IAG um að panta 200 Boeing 737 MAX þotur hefur komið sér vel fyrir Boeing þar sem hún endurspeglar það traust sem British Airways hefur á 737 MAX og er talið að það muni laga orðspor þotunnar á ný þegar eins stórt og virt flugfélag og British Airways ákveður að leggja inn pöntun.

Guillaume Faury, forstjóri yfir farþegaþotudeild Airbus, hafði einnig sagt í kjölfar yfirlýsinga um pöntunina að Airbus væri til í að berjast fyrir þessu samningi áður en hann breytist yfir í staðfesta pöntun.  fréttir af handahófi

Sótt um gjaldþrotavernd fyrir Avianca

11. maí 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca Holdings hefur sótt um sameiginlega gjaldþrotameðferð fyrir dótturfélögin og þá hefur starfsemi Avianca í Perú verið stöðvuð.

Qantas frestar öllum afhendingum á nýjum þotum

11. maí 2020

|

Ástralska flugfélagið Qantas ætlar ekki að taka við neinum nýjum farþegaþotum í ár og hefur frestað afhendingum á bæði nýjum Boeing 787 þotum og Airbus A321XLR þotum.

Jet2 frestar öllu flugi til Spánar fram í ágúst

28. júlí 2020

|

Breska sólarlandaflugfélagið Jet2.com hefur ákveðið að fresta öllum flugferðum til meginlands Spánar og til Portúgal frá og með morgundeginum.

  Nýjustu flugfréttirnar

CityJet bjargað frá gjaldþroti

7. ágúst 2020

|

Írska flugfélagið CityJet mun að öllum líkindum sleppa við gjaldþrot þar sem flest bendir til þess að dómstóll á Írlandi ætli að samþykkja aðgerðir til þess að bjarga félaginu.

Nýtt flugfélag stefnir á að leigja yfir 20 Airbus-þotur

7. ágúst 2020

|

Nýtt flugfélag í Bandaríkjunum stefnir á að hefja áætlunarflug innan skamms og er undirbúningur þess í fullum gangi.

Tigerair Australia hættir starfsemi

7. ágúst 2020

|

Ástralska lágfargjaldafélagið Tigerair Australia hefur hætt starfsemi sinni en móðurfélag þess, Virgin Australia, tilkynnti sl. miðvikudag að ákvörðun hafi verið tekin um að binda endi á starfsemi fé

Boeing 747 rakst með þrjá hreyfla ofan í braut í lendingu

7. ágúst 2020

|

Júmbó-fraktþota af gerðinni Boeing 747-400 rakst með þrjá hreyfla ofan í flugbraut í lendingu á Pudong-flugvellinum í Shanghai á dögunum.

Þrjú þúsund milljarðar til bandarískra flugfélaga

6. ágúst 2020

|

Bandaríska þingið ætlar að afgreiða 25 milljarða dala björgunarpakka fyrir flugiðnaðinn í Bandaríkjunum sem þýðir að bandarísk flugfélög eiga von á styrk upp á yfir 3.390 milljarða króna svo hægt sé

Helmingur farþega sótti farangur við neyðarrýmingu

6. ágúst 2020

|

Tafir urðu á því að hægt var að rýma farþegaþotu á Stansted-flugvellinum í London í fyrra er upp kom neyðarástand vegna fjölda farþega sem eyddu tíma í að sækja handfarangur sinn.

Lufthansa Group mun taka yfir 60 flugvélar úr flotanum

6. ágúst 2020

|

Lufthansa Group hefur tilkynnt afkomu sína eftir annan ársfjórðung þessa ársins og kemur fram að taprekstur félagsins nam 2 milljörðum Bandaríkjadala sem samsvarar 271 milljarði króna.

Virgin Atlantic sækir um gjaldþrotavernd

5. ágúst 2020

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic Airways hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðun fyrir dómstóli í New York í Bandaríkjunum en fram kemur að rekstarfé flugfélagsins mun að öðru leyti verða

Yfir 200 flugvirkjanemar hefja nám hjá Lufthansa Technik

4. ágúst 2020

|

Þrátt fyrir að ein mesta krísa sem um getur sé nú að dynja á flugiðnaðinum þá horfir fyrirtækið Lufthansa Technik, viðhaldsfyrirtæki Lufthansa Group, til framtíðar og hefja um 240 ungir flugvirkjane

Ofhlaðin flugvél af fíkniefnum brotlenti í flugtaki

4. ágúst 2020

|

Lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Cessna 402 brotlenti í flugtaki í Papúa Nýju-Gíneu í síðustu viku en í ljós kom að flugvélin var ofhlaðin af fíkniefnum sem reynt var að smygla yfir til Ástr

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00