flugfréttir

Freista þess að láta IAG hætta við Boeing og taka frekar Airbus

- Airbus ætlar að bjóða IAG betri samning Boeing 737 MAX

21. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 13:01

Frá undirritun samningsins hjá International Airlines Group (IAG) og Boeing sl. þriðjudag

Airbus er sagt ætla að reyna að bjóða International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways, betri samning en þann sem flugfélagasamsteypan gerði við Boeing sl. þriðjudag er undirritað var samkomulag um kaup á 200 Boeing 737 MAX þotum.

IAG undirritaði samkomulagið á flugsýningunni í París sl. þriðjudag og kom yfirlýsingin mörgum á óvart í skugga vandamálsins sem Boeing hefur gengið í gegnum með 737 MAX vélarnar en IAG ætlar sér að panta vélarnar fyrir British Airways og spænska lágfargjaldafélagið Vueling.

Fram kemur að Airbus ætli ekki að horfa á eftir þessum samning verða að veruleika og ætlar framleiðandinn að freista þess að koma með betra tilboð fyrir IAG og bjóða þeim Airbus-þotur á betri kjörum.

Airbus segir að IAG hafi aldrei haft samband við þeirra söludeild til að leitast eftir tilboði og ætlar Airbus að reyna að koma þeim af því að staðfesta pöntunina í Boeing 737 MAX og gera þeim gott tilboð en verðmæti pöntunarinnar sem IAG gerði við Boeing hljómar upp á 2.992 milljarða króna.

„Við ætlum okkur að bjóða í þennan samning. IAG er mjög góður viðskiptavinur og öll flugfélögin þeirra hafa Airbus-þotur í flotanum. Okkar markmið er að koma fram með okkar boð“, segir Christian Scherer, sölustjóri Airbus.

Yfirlýsing IAG um að panta 200 Boeing 737 MAX þotur hefur komið sér vel fyrir Boeing þar sem hún endurspeglar það traust sem British Airways hefur á 737 MAX og er talið að það muni laga orðspor þotunnar á ný þegar eins stórt og virt flugfélag og British Airways ákveður að leggja inn pöntun.

Guillaume Faury, forstjóri yfir farþegaþotudeild Airbus, hafði einnig sagt í kjölfar yfirlýsinga um pöntunina að Airbus væri til í að berjast fyrir þessu samningi áður en hann breytist yfir í staðfesta pöntun.  fréttir af handahófi

Panta 200 Boeing 737 MAX þotur

18. júní 2019

|

Boeing hefur loksins fengið langþráða risapöntun á flugsýningunni í París eftir dræma byrjun með enga pöntun í gær á fyrsta deginum.

Dótturfélag Air France leggur árar í bát

26. júní 2019

|

Franska lágfargjaldafélagið Joon mun ljúka starfsemi sinni í kvöld eftir aðeins 18 mánaða rekstur en síðustu áætlunarflug félagsins lenda í kvöld á Charles de Gaulle flugvellinum París eftir flug frá

FAA kemur auga á nýtt atriði sem þarf að laga á 737 MAX

26. júní 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa komið auga á nýtt atriði varðandi Boeing 737 MAX þoturnar sem þarf að lagfæra áður en hægt er að aflétta kyrrsetningu vélanna.

  Nýjustu flugfréttirnar

Tvö ókeypis námskeið hefjast í næstu viku hjá Keili

18. júlí 2019

|

Í næstu viku munu tvö námskeið hefjast á vegum Flugakademíu Keilis, annars vegar grunnnámskeið um einka- og atvinnuflugnám og hinsvegar námskeið fyrir ungt fólk um flugtengd störf en bæði námskeiðin

Fær reikning upp á 13 milljónir vegna dólgsláta um borð

18. júlí 2019

|

Annar flugdólgur hefur nú fengið himinháan reikning í bakið fyrir ósæmilega hegðun um borð í flugvél sem var í þetta skiptið á leið til Tyrklands frá Bretlandi en áhöfn vélarninar neyddist til þess

Aðeins 200 kíló eftir af eldsneyti í tönkunum við lendingu

18. júlí 2019

|

Farþegaþota á Indlandi var aðeins sex mínútum frá því að hafa klárað allt eldsneyti um borð áður en hún náði að lenda á flugvellinum í Delí fyrr í vikunni.

Fimm ár síðan að flug MH17 var skotið niður yfir Úkraínu

17. júlí 2019

|

Fimm ár eru í dag liðin frá því að Boeing 777 farþegaþota, flug MH17, á vegum Malaysia Airlines fórst nálægt bænum Hrabove í Úkraínu eftir að hafa verið skotin niður með flugskeyti á leið sinni frá A

Air Lease fær grænt ljós á að sækja Airbus-þotuna

17. júlí 2019

|

Bandaríska flugvélaleigan Air Lease Corporation hefur fengið grænt ljós á að sækja Airbus A321 þotu í eigu fyrirtækisins sem staðið hefur á Keflavíkurflugvelli frá gjaldþroti WOW air eftir að Héraðsdó

Flugfélag kærir Youtube-stjörnu vegna myndatöku um borð

17. júlí 2019

|

Flugfélagið Garuda hefur kært Youtube-stjörnu í Indónesíu fyrir ærumeiðingar eftir að viðkomandi aðili, sem er þekktur myndbandsbloggari þar í landi, gerði grín að flugfélaginu á samfélagsmiðlum.

Fyrsta P-8A herflugvélin fyrir Bretland flýgur fyrsta flugið

16. júlí 2019

|

Fyrsta Boeing P-8A Poseidon herflugvélin fyrir breska flugherinn flaug sitt fyrsta flug á dögunum frá flugvellinum í Renton nálægt Seattle og markar þetta upphafið af flugprófunum með P-8A flugvélarn

Loka starfsstöðvum vegna seinkana á nýjum MAX-þotum

16. júlí 2019

|

Ryanair hefur sent frá sér tilkynningu þar sem félagið segir að til komi að skera niður starfsemi félagsins með því að loka nokkrum starfsstöðvum í haust sem má rekja til kyrrsetningu á Boeing 737 MA

Fyrsta A320neo þota Atlantic Airways komin til Færeyja

15. júlí 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur tekið við fyrstu Airbus A320neo þotunni sem ber skráninguna OY-RCK og var hún afhent ný til félagsins um helgina.

Fallhlífarstökksflugvél ók á kyrrstæða kennsluvél í Slóvakíu

15. júlí 2019

|

Engann sakaði er tvær flugvélar rákust saman á jörðu niðri í Slóvakíu í gær en önnur vélin, af gerðinni Pilatus PC-6, ók á kyrrstæða Diamond DA40 flugvél sem var mannlaus.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00