flugfréttir

Freista þess að láta IAG hætta við Boeing og taka frekar Airbus

- Airbus ætlar að bjóða IAG betri samning Boeing 737 MAX

21. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 13:01

Frá undirritun samningsins hjá International Airlines Group (IAG) og Boeing sl. þriðjudag

Airbus er sagt ætla að reyna að bjóða International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways, betri samning en þann sem flugfélagasamsteypan gerði við Boeing sl. þriðjudag er undirritað var samkomulag um kaup á 200 Boeing 737 MAX þotum.

IAG undirritaði samkomulagið á flugsýningunni í París sl. þriðjudag og kom yfirlýsingin mörgum á óvart í skugga vandamálsins sem Boeing hefur gengið í gegnum með 737 MAX vélarnar en IAG ætlar sér að panta vélarnar fyrir British Airways og spænska lágfargjaldafélagið Vueling.

Fram kemur að Airbus ætli ekki að horfa á eftir þessum samning verða að veruleika og ætlar framleiðandinn að freista þess að koma með betra tilboð fyrir IAG og bjóða þeim Airbus-þotur á betri kjörum.

Airbus segir að IAG hafi aldrei haft samband við þeirra söludeild til að leitast eftir tilboði og ætlar Airbus að reyna að koma þeim af því að staðfesta pöntunina í Boeing 737 MAX og gera þeim gott tilboð en verðmæti pöntunarinnar sem IAG gerði við Boeing hljómar upp á 2.992 milljarða króna.

„Við ætlum okkur að bjóða í þennan samning. IAG er mjög góður viðskiptavinur og öll flugfélögin þeirra hafa Airbus-þotur í flotanum. Okkar markmið er að koma fram með okkar boð“, segir Christian Scherer, sölustjóri Airbus.

Yfirlýsing IAG um að panta 200 Boeing 737 MAX þotur hefur komið sér vel fyrir Boeing þar sem hún endurspeglar það traust sem British Airways hefur á 737 MAX og er talið að það muni laga orðspor þotunnar á ný þegar eins stórt og virt flugfélag og British Airways ákveður að leggja inn pöntun.

Guillaume Faury, forstjóri yfir farþegaþotudeild Airbus, hafði einnig sagt í kjölfar yfirlýsinga um pöntunina að Airbus væri til í að berjast fyrir þessu samningi áður en hann breytist yfir í staðfesta pöntun.  fréttir af handahófi

111 flugmenn færðir í 50 prósent starf í vetur

30. ágúst 2019

|

Alls verða 111 flugmenn hjá Icelandair færðir niður í 50 prósent starfshlutfall í vetur auk þess sem 30 flugstjórar verða færðir til tímabundið í stöðu flugmanns yfir hávetrartímann frá 1. desember t

Óska eftir hugmyndum að sparnaði frá farþegum

21. ágúst 2019

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways stefnir á glæða nýju lífi í flugfélagið með því markmiði að hagræða rekstrinum og yngja upp ímynd félagsins.

Flugfélag kærir Youtube-stjörnu vegna myndatöku um borð

17. júlí 2019

|

Flugfélagið Garuda hefur kært Youtube-stjörnu í Indónesíu fyrir ærumeiðingar eftir að viðkomandi aðili, sem er þekktur myndbandsbloggari þar í landi, gerði grín að flugfélaginu á samfélagsmiðlum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Indverjar framkvæma sína eigin úttekt á 737 MAX líkt og EASA

20. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi ætla að fara að fordæmi Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) og framkvæma sína eigin úttekt á Boeing 737 MAX þotunum áður en indverskum flugfélögum verður gefið leyfi til þe

Boeing 787 lenti næstum því með hjólin uppi

20. september 2019

|

Litlu munaði að farþegaþota frá Vietnam Airlines hefði lent með hjólabúnaðinn uppi er vélin var í aðflugi að flugvellinum í Melbourne í Ástralíu í gær.

Czech Airlines flýgur frá Keflavík til Köben og áfram til Prag

20. september 2019

|

Fyrir gjaldþrot WOW air voru þrjú flugfélög sem flugu áætlunarflug milli Kaupmannahafnar og Keflavíkurflugvallar en sl. hálfa árið hafa aðeins tvö flugfélög deilt á milli sín fjölförnustu flugleiðinn

Boeing 737 hóf flugtaksbrun á akbraut á Schiphol

19. september 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Hollandi hefur greint frá atviki sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði er farþegaþota frá Transavia af gerðinni Boeing 737-800 hóf flugtak á akbraut („taxiway“) á Schiph

Láðist að tilkynna í tvígang um vandamál í hreyfli

18. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi hafa meinað þremur flugmönnum að fljúga tímabundið og einnig svipt tveimur flugvirkjum réttindum sínum fyrir að hafa ekki tilkynnt um víbring sem kom upp í hreyfli á Airb

Twin Otter með fjóra um borð saknað í Indónesíu

18. september 2019

|

Leit stendur nú yfir að Twin Otter farþegaflugvél af gerðinni Havilland DHC-5-6-400 í Indónesíu sem saknað er en vélin var í innanlandsflugi í nótt og fór í loftið frá flugvellinum í Timiki áleiðis t

Japan Airlines mögulegur kaupandi að Malaysia Airlines

17. september 2019

|

Möguleiki er á því að Japan Airlines muni kaupa stóran hlut í Malaysia Airlines sem gæti bjargað rekstri félagsins og komið honum á réttan kjöl en félagið hefur verið rekið með tapi frá því í febrúar

Flugmaðurinn týndi vegabréfinu fyrir brottför

17. september 2019

|

Ellefu klukkutíma seinkun varð á flugi hjá suður-kóreska lágfargjaldarfélaginu Tway Air eftir að annar flugmaðurinn uppgötvaði á flugvellinum að hann hefði týnt vegabréfinu sínu.

Draco-flugvél Mike Patey ónýt eftir flugtaksóhapp

17. september 2019

|

Engan sakaði er Draco, flugvél í eigu bandaríska flugmannsins Mike Patey, eyðilagðist er henni hlekktist á í flugtaki á flugvellinum í Reno í Nevada í Bandaríkjunum í gær.

Bannað að sitja í aftustu sætaröð í A320neo þotum Lufthansa

16. september 2019

|

Lufthansa hefur ákveðið að hindra aðgang farþega að síðustu sætaröðinni um borð í Airbus A320neo þotum félagsins sem eru ekki í boði eins og stendur þegar bókað er flug.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00