flugfréttir

Freista þess að láta IAG hætta við Boeing og taka frekar Airbus

- Airbus ætlar að bjóða IAG betri samning Boeing 737 MAX

21. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 13:01

Frá undirritun samningsins hjá International Airlines Group (IAG) og Boeing sl. þriðjudag

Airbus er sagt ætla að reyna að bjóða International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways, betri samning en þann sem flugfélagasamsteypan gerði við Boeing sl. þriðjudag er undirritað var samkomulag um kaup á 200 Boeing 737 MAX þotum.

IAG undirritaði samkomulagið á flugsýningunni í París sl. þriðjudag og kom yfirlýsingin mörgum á óvart í skugga vandamálsins sem Boeing hefur gengið í gegnum með 737 MAX vélarnar en IAG ætlar sér að panta vélarnar fyrir British Airways og spænska lágfargjaldafélagið Vueling.

Fram kemur að Airbus ætli ekki að horfa á eftir þessum samning verða að veruleika og ætlar framleiðandinn að freista þess að koma með betra tilboð fyrir IAG og bjóða þeim Airbus-þotur á betri kjörum.

Airbus segir að IAG hafi aldrei haft samband við þeirra söludeild til að leitast eftir tilboði og ætlar Airbus að reyna að koma þeim af því að staðfesta pöntunina í Boeing 737 MAX og gera þeim gott tilboð en verðmæti pöntunarinnar sem IAG gerði við Boeing hljómar upp á 2.992 milljarða króna.

„Við ætlum okkur að bjóða í þennan samning. IAG er mjög góður viðskiptavinur og öll flugfélögin þeirra hafa Airbus-þotur í flotanum. Okkar markmið er að koma fram með okkar boð“, segir Christian Scherer, sölustjóri Airbus.

Yfirlýsing IAG um að panta 200 Boeing 737 MAX þotur hefur komið sér vel fyrir Boeing þar sem hún endurspeglar það traust sem British Airways hefur á 737 MAX og er talið að það muni laga orðspor þotunnar á ný þegar eins stórt og virt flugfélag og British Airways ákveður að leggja inn pöntun.

Guillaume Faury, forstjóri yfir farþegaþotudeild Airbus, hafði einnig sagt í kjölfar yfirlýsinga um pöntunina að Airbus væri til í að berjast fyrir þessu samningi áður en hann breytist yfir í staðfesta pöntun.  fréttir af handahófi

Southwest sker niður sautján flugleiðir í leiðarkerfinu

20. ágúst 2019

|

Southwest Airlines hefur tilkynnt að félagið ætlar sér að fella niður 17 leiðir í leiðarkerfi félagsins um áramótin til þess að hagræða flugáætlun sinni en niðurskurðinn má rekja til kyrrsetningu Boe

EASA setur strangar kröfur áður en 737 MAX flýgur á ný í Evrópu

5. september 2019

|

Evrópsk flugmálayfirvöld (EASA) hafa lýst því yfir að farið verði fram á strangar kröfur sem þarf að uppfylla áður en Boeing 737 MAX þotan fær að fljúga á ný í Evrópu og í lofthelginni sem tilheyrir

Framkvæmdarstjóri Thai Airways yfirgefur félagið

4. nóvember 2019

|

Ekniti Nitithanprapas, framkvæmdarstjóri tælenska flugfélagsins Thai Airways, hefur sagt starfi sínu lausu og yfirgefið forstjórastól félagsins.

  Nýjustu flugfréttirnar

CAE og easyJet semja um þjálfun á 1.000 cadet-flugnemum

15. nóvember 2019

|

Fyrirtækið CAE hefur gert langtímasamning við breska flugfélagið easyJet um þjálfun á allt að 1.000 nýjum flugnemum í cadet-flugnámi.

Flaug 19 tíma beint flug frá London Heathrow til Sydney

15. nóvember 2019

|

Ástralska flugfélagið Qantas flaug lauk í nótt beinu flugi milli London Heathrow og Sydney í Ástralíu en um annað tilraunaflug félagsins af þremur er að ræða þar sem félagið prófar grundvöll fyrir mj

Flugmaður tók óvart köttinn með í 14 tíma flug til Ástralíu

15. nóvember 2019

|

Flugmaður einn hjá Etihad Airways lenti í því á dögunum að hann tók óvart köttinn sinn með sér í vinnuna og flaug með hann í 14 tíma til suðurhvels jarðar á meðan hann taldi kisa vera heima að passa h

Lækka verð á notaðri Boeing 757 þotu um helming

14. nóvember 2019

|

Nepal Airlines hefur ákveðið að slá af verðinu um helming á seinni Boeing 757 þotunni sem félagið reynir nú að selja en tvisvar frá því í sumar hefur félagið reynt að selja vélina en án árangurs.

Hvetja Þjóðverja til þess að hætta að fljúga

13. nóvember 2019

|

Hundruðir tóku þátt í friðsamlegum mótmælum á flugvellinum í Frankfurt sl. mánudag þar sem flugsamgöngum var mótmælt með loftslags- og umhverfismarkmið að leiðarljósi.

BelugaXL fær vottun frá EASA

13. nóvember 2019

|

BelugaXL, nýja flutningaflugvél Airbus, hefur fengið flughæfnisvottun frá evrópskum flugmálayfirvöldum (EASA) en 16 mánuðir eru frá því að fyrsta BelugaXL þotan flaug sitt fyrsta flug.

Mooney hættir starfsemi og segir upp öllu starfsfólki

13. nóvember 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Mooney Aircraft Company hefur hætt starfsemi sinni eftir 90 ára rekstur og hefur næstum öllu starfsfólki verið sagt upp.

Lufthansa nær sáttum við flugfreyjur og flugþjóna

13. nóvember 2019

|

Engar frekari verkfallsaðgerðir eru framundan eftir að Lufthansa náði samkomulagi við þýska verkalýðsfélagið UFO sem fer fyrir flugfreyjum og flugþjónum félagsins.

MD-11 þota fékk gæsir í alla þrjá hreyflana

12. nóvember 2019

|

Fraktþota af gerðinni McDonnell Douglas MD-11 frá UPS (United Parcel Service) þurfti að snúa við skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Kansas City í seinustu viku eftir að vélin flaug í gegnum hóp

Meðvindur og slæm bremsa orsök þess að þota rann út af

12. nóvember 2019

|

Flest bendir til þess að meðvindur í lendingu og slæm bremsuskilyrði hafi verið orsök þess að farþegaþota af gerðinni Embraer ERJ-145 frá American Eagle rann út af braut skömmu eftir lendingu á O´Har

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00