flugfréttir

Sofnaði í flugi og vaknaði ein í myrkri í tómri flugvél

- Opnaði útganginn og blikkaði vasaljósi sem hún fann í stjórnklefanum

23. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 17:18

Air Canada hefur beðið konuna afsökunar og segir að verið sé að rannsaka hvernig stóð á því að hún hafi verið skilin eftir í flugvélinni eftir lendingu

Kvenmaður, sem var farþegi í innanlandsflugi í Kanada, lenti í þeirri sérstöku lífreynslu að hún sofnaði um borð í flugi en komst að því er hún vaknaði að flugvélin var löngu lent og allir farnir frá borði og var hún ein í myrki í tómri Airbus A320 þotu.

Farþeginn, sem heitir Tiffani Adams, var að fljúga frá Quebec City til Toronto þann
9. júní sl, og var flugtíminn um ein og hálf klukkustund en þegar flugið var hálfnað var Tiffani orðin syfjuð eftir að hafa lesið bók og sofnaði hún í kjölfarið.

Þegar hún vaknar sér hún varla neitt þar sem það er svartamyrkur, flugvélin ekki lengur á flugi og er hún enn í sætisbeltinu og enginn annar í flugvélinni.

Tiffani náði að lýsa upp farþegarýmið með því að kveikja á símanum sínum sem var alveg að verða batterílaus en skyndilega deyr síminn.

Því næst reyndi hún að tengja símann við USB tengið í sætisbakinu til að hlaða hann en komst að því að það var ekkert rafmagn þar sem búið var að slökkva á flugvélinni.

Tiffani stóð upp og þræddi sig eftir sætisbökunum fram í vélina og alveg að flugstjórnarklefanum og fór hún inn í klefann þar sem henni tókst að finna vasaljósið.

Í Fésbókarfærslu, sem Deanna Noel-Dale, vinkona Tiffani, skrifar til Air Canada, kemur fram að vinkonu hennar hafi tekist að opna útgang vélarinnar og reyndi hún að slökkva og kveikja vasaljósið til skiptis í von um að einhverjir starfsmenn á flugvellinum myndu taka eftir henni en fram kemur að það hafi verið sennilega 10 metrar niður á planið að hennar sögn.

Konan var að fljúga frá Quebec City til Toronto þann 9. júní sl.

Fram kemur að erfitt hafi verið að ná athygli frá einhverjum þar sem flugvélin var lögð á stæði langt frá flugstöðinni þar sem allar hinar flugvélarnar voru.

Loksins sér Tiffani ökutæki aka framhjá með ferðatöskuvagna og kemur starfsmaðurinn auga á hana þar sem hún blikkar vasaljósinu í opnum neyðarútgang.

Starfsmaðurinn kemur henni niður úr flugvélinni með stiga og skömmu síðar birtist annar bíl merktur Air Canada sem ekur henni að flugstöðinni.

Starfsmenn Air Canada ræða við konuna og bjóða henni limmósínu og hótelgistingu en Tiffani svarar: „Eruði að grínast? - Mig langar bara að komast heim. Ég þarf að mæta til vinnu eftir nokkrar klukkustundir“.

Air Canada hafði samband við farþegann bæði á mánudeginu og þriðjudeginum eftir atvikið til að biðjast afsökunar og einnig vildu þeir fá að heyra frásögn hennar í smáatriðum.

Flugfélagið segir að verið sé að rannsaka atvikið og hvernig það kom til að hún hafi gleymst um borð sofandi í vélinni.  fréttir af handahófi

Ryanair gæti þurft að segja upp yfir 500 flugmönnum

31. júlí 2019

|

Ryanair varar við umfangsmiklum niðurskurði á næstu vikum í formi uppsagna sem hefjast í haust en lágfargjaldafélagið írska segir að félagið hafi of marga flugmenn og gæti þurft að segja upp yfir 500

Hvetur farþega til að hafa traust á öryggismálum í fluginu

7. júní 2019

|

Yfirmaður Samtaka flugfélaga í Asíu og á Kyrrahafssvæðinu (AAPA) hvetur farþega til að láta ekki umfjöllun fjölmiðla og umræður á samfélagsmiðlum gangvart Boeing 737 MAX hafa áhrif á traust þeirra á

Airbus vinnur að tækni sem gerir tvo flugmenn óþarfa

28. júní 2019

|

Airbus segir að verið sé að þróa tækni sem gæti leyst aðstoðarflugmanninn frá störfum í stjórnklefa á farþegaflugvélum framleiðandans í náinni framtíð.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vélmenni flaug mannlausri Cessnu í 2 klukkustundir

19. ágúst 2019

|

Lítil Cessna-einkaflugvél tók á loft á dögunum í Bandaríkjunum mannlaus með engan um borð en flugvélinni var flogið af vélmenni sem flaug vélinni í tvær klukkustundir.

Selja allan hlut sinn í Bank Norwegian

19. ágúst 2019

|

Norwegian tilkynnti í morgun að flugfélagið norska hafi ákveðið að selja allan hlut sinn í fyrirtækinu Norwegian Finans Holdings, sem á dótturfélagið Bank Norwegian, sem Norwegian stofnaði á sínum tí

Farþegaþota lendir í fyrsta sinn á nýja Gagarin-flugvellinum

19. ágúst 2019

|

Farþegaþota lenti í fyrsta sinn í gær á Gagarin-flugvellinum, sem er nýjasti alþjóðaflugvöllur Rússlands, staðsettur í borginni Saratov, tveimur dögum áður en hann verður formlega tekinn í notkun á

Gera ekki ráð fyrir 737 MAX fyrr en eftir áramót

17. ágúst 2019

|

Icelandair hefur nú uppfært flugáætlun sína til ársloka. Félagið gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX vélum í rekstri fyrir þann tíma og hefur aðlagað flugáætlun sína í samræmi við það og aðra þróun á

Vilja að hæstiréttur komi í veg fyrir boðað verkfall flugmanna

16. ágúst 2019

|

Ryanair hefur biðlað til hæstaréttar Írlands um að grípa í taumana og koma í veg fyrir fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna sem stefna á að leggja niður störf sín í næstu viku.

Flugvél hlekktist á í Svefneyjum á Breiðafirði

15. ágúst 2019

|

Lítilli flugvél hlekktist á í lendingu á Svefneyjum á Breiðafirði seinnipartinn í dag.

Cabo Verde Airlines tekur í notkun Boeing 737-300 þotu

15. ágúst 2019

|

Cabo Verde Airlines, flugfélagið á Grænhöfðaeyjum, hefur tekið í notkun Boeing 737-300 þotu sem félagið mun nota til þess að fljúga áætlunarflug frá Nelson Mandela flugvellinum við bæinn Praia til Li

Brotlenti er flugmaðurinn teygði sig í hurð sem hafði opnast

15. ágúst 2019

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) telja að orsök flugslyss, er lítil flugvél af gerðinni Cessna 170 brotlenti í Bandaríkjunum árið 2017, megi rekja til þess að flugmaður gerði tilr

Tvær þotur frá Qantas of nálægt hvor annarri í Sydney

14. ágúst 2019

|

Atvik átti sér stað á flugvellinum í Sydney á dögunum er tvær farþegaþotur frá Qantas fóru of nálægt hvor annarri.

Taka á leigu Boeing 737-200 til að fylla í skarð 737 MAX

13. ágúst 2019

|

Mikil eftirspurn er núna eftir gömlum Boeing 737 þotum vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX þotunum en þetta er haft eftir flugvélaleigum sem leigja út flugvélar til flugfélaga.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00