flugfréttir

Sofnaði í flugi og vaknaði ein í myrkri í tómri flugvél

- Opnaði útganginn og blikkaði vasaljósi sem hún fann í stjórnklefanum

23. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 17:18

Air Canada hefur beðið konuna afsökunar og segir að verið sé að rannsaka hvernig stóð á því að hún hafi verið skilin eftir í flugvélinni eftir lendingu

Kvenmaður, sem var farþegi í innanlandsflugi í Kanada, lenti í þeirri sérstöku lífreynslu að hún sofnaði um borð í flugi en komst að því er hún vaknaði að flugvélin var löngu lent og allir farnir frá borði og var hún ein í myrki í tómri Airbus A320 þotu.

Farþeginn, sem heitir Tiffani Adams, var að fljúga frá Quebec City til Toronto þann
9. júní sl, og var flugtíminn um ein og hálf klukkustund en þegar flugið var hálfnað var Tiffani orðin syfjuð eftir að hafa lesið bók og sofnaði hún í kjölfarið.

Þegar hún vaknar sér hún varla neitt þar sem það er svartamyrkur, flugvélin ekki lengur á flugi og er hún enn í sætisbeltinu og enginn annar í flugvélinni.

Tiffani náði að lýsa upp farþegarýmið með því að kveikja á símanum sínum sem var alveg að verða batterílaus en skyndilega deyr síminn.

Því næst reyndi hún að tengja símann við USB tengið í sætisbakinu til að hlaða hann en komst að því að það var ekkert rafmagn þar sem búið var að slökkva á flugvélinni.

Tiffani stóð upp og þræddi sig eftir sætisbökunum fram í vélina og alveg að flugstjórnarklefanum og fór hún inn í klefann þar sem henni tókst að finna vasaljósið.

Í Fésbókarfærslu, sem Deanna Noel-Dale, vinkona Tiffani, skrifar til Air Canada, kemur fram að vinkonu hennar hafi tekist að opna útgang vélarinnar og reyndi hún að slökkva og kveikja vasaljósið til skiptis í von um að einhverjir starfsmenn á flugvellinum myndu taka eftir henni en fram kemur að það hafi verið sennilega 10 metrar niður á planið að hennar sögn.

Konan var að fljúga frá Quebec City til Toronto þann 9. júní sl.

Fram kemur að erfitt hafi verið að ná athygli frá einhverjum þar sem flugvélin var lögð á stæði langt frá flugstöðinni þar sem allar hinar flugvélarnar voru.

Loksins sér Tiffani ökutæki aka framhjá með ferðatöskuvagna og kemur starfsmaðurinn auga á hana þar sem hún blikkar vasaljósinu í opnum neyðarútgang.

Starfsmaðurinn kemur henni niður úr flugvélinni með stiga og skömmu síðar birtist annar bíl merktur Air Canada sem ekur henni að flugstöðinni.

Starfsmenn Air Canada ræða við konuna og bjóða henni limmósínu og hótelgistingu en Tiffani svarar: „Eruði að grínast? - Mig langar bara að komast heim. Ég þarf að mæta til vinnu eftir nokkrar klukkustundir“.

Air Canada hafði samband við farþegann bæði á mánudeginu og þriðjudeginum eftir atvikið til að biðjast afsökunar og einnig vildu þeir fá að heyra frásögn hennar í smáatriðum.

Flugfélagið segir að verið sé að rannsaka atvikið og hvernig það kom til að hún hafi gleymst um borð sofandi í vélinni.  fréttir af handahófi

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

600.000 færri fara um Gatwick vegna gjaldþrots Thomas Cook

3. desember 2019

|

Talið er að um 600.000 færri farþegar munu fara um Gatwick-flugvöll á þessu ári eftir að Thomas Cook hvarf af sjónarsviðinu vegna gjaldþrots félagsins í lok september.

Gera ekki ráð fyrir 737 MAX fyrr en í fyrsta lagi í mars

24. október 2019

|

Icelandair hefur uppfært flugáætlun sína er varðar Boeing 737 MAX þoturnar og gerir félagið ekki ráð fyrir þeim í leiðarkerfinu fyrr en í fyrsta lagi í mars.

  Nýjustu flugfréttirnar

Qantas velur A350-1000 fyrir Sólarupprásarverkefnið

13. desember 2019

|

Ástralska flugfélagið Qantas hefur valið Airbus A350-1000 þotuna sem þann flugvélakost sem verður fyrir valinu fyrir „Sólarupprásarverkefnið“ (Project Sunrise) sem miðar af því að bjóða farþegum upp

Southwest og Boeing semja um skaðabætur vegna 737 MAX

12. desember 2019

|

Southwest Airlines hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabótagreiðslu vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningarinnar á Boeing 737 MAX þotunum.

Wizz Air stofnar lágfargjaldafélag í Abu Dhabi

12. desember 2019

|

Wizz Air ætlar sér að stofna sérstakt lágfargjaldaflugfélag í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í samstarfi við stjórnvöld þar í landi en félagið verður annað tveggja flugfélaga sem eru að líta dagsin

Svartsýnn á að Ryanair geti flogið 737 MAX næsta sumar

11. desember 2019

|

Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

El Al stefnir á tilraunir með beint flug til Ástralíu

10. desember 2019

|

Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

Herflugvél með 38 um borð hvarf af ratsjá yfir Suður-Íshafi

10. desember 2019

|

Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

SAS aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum

9. desember 2019

|

SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

SAS mun hætta að fljúga á Narita-flugvöll í Tókýó

9. desember 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

Fréttaþyrla í árekstri við dróna

9. desember 2019

|

Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

Lokaskýrsla vegna flugslyss sunnan Hafnafjarðar árið 2015

8. desember 2019

|

Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í