flugfréttir

Sofnaði í flugi og vaknaði ein í myrkri í tómri flugvél

- Opnaði útganginn og blikkaði vasaljósi sem hún fann í stjórnklefanum

23. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 17:18

Air Canada hefur beðið konuna afsökunar og segir að verið sé að rannsaka hvernig stóð á því að hún hafi verið skilin eftir í flugvélinni eftir lendingu

Kvenmaður, sem var farþegi í innanlandsflugi í Kanada, lenti í þeirri sérstöku lífreynslu að hún sofnaði um borð í flugi en komst að því er hún vaknaði að flugvélin var löngu lent og allir farnir frá borði og var hún ein í myrki í tómri Airbus A320 þotu.

Farþeginn, sem heitir Tiffani Adams, var að fljúga frá Quebec City til Toronto þann
9. júní sl, og var flugtíminn um ein og hálf klukkustund en þegar flugið var hálfnað var Tiffani orðin syfjuð eftir að hafa lesið bók og sofnaði hún í kjölfarið.

Þegar hún vaknar sér hún varla neitt þar sem það er svartamyrkur, flugvélin ekki lengur á flugi og er hún enn í sætisbeltinu og enginn annar í flugvélinni.

Tiffani náði að lýsa upp farþegarýmið með því að kveikja á símanum sínum sem var alveg að verða batterílaus en skyndilega deyr síminn.

Því næst reyndi hún að tengja símann við USB tengið í sætisbakinu til að hlaða hann en komst að því að það var ekkert rafmagn þar sem búið var að slökkva á flugvélinni.

Tiffani stóð upp og þræddi sig eftir sætisbökunum fram í vélina og alveg að flugstjórnarklefanum og fór hún inn í klefann þar sem henni tókst að finna vasaljósið.

Í Fésbókarfærslu, sem Deanna Noel-Dale, vinkona Tiffani, skrifar til Air Canada, kemur fram að vinkonu hennar hafi tekist að opna útgang vélarinnar og reyndi hún að slökkva og kveikja vasaljósið til skiptis í von um að einhverjir starfsmenn á flugvellinum myndu taka eftir henni en fram kemur að það hafi verið sennilega 10 metrar niður á planið að hennar sögn.

Konan var að fljúga frá Quebec City til Toronto þann 9. júní sl.

Fram kemur að erfitt hafi verið að ná athygli frá einhverjum þar sem flugvélin var lögð á stæði langt frá flugstöðinni þar sem allar hinar flugvélarnar voru.

Loksins sér Tiffani ökutæki aka framhjá með ferðatöskuvagna og kemur starfsmaðurinn auga á hana þar sem hún blikkar vasaljósinu í opnum neyðarútgang.

Starfsmaðurinn kemur henni niður úr flugvélinni með stiga og skömmu síðar birtist annar bíl merktur Air Canada sem ekur henni að flugstöðinni.

Starfsmenn Air Canada ræða við konuna og bjóða henni limmósínu og hótelgistingu en Tiffani svarar: „Eruði að grínast? - Mig langar bara að komast heim. Ég þarf að mæta til vinnu eftir nokkrar klukkustundir“.

Air Canada hafði samband við farþegann bæði á mánudeginu og þriðjudeginum eftir atvikið til að biðjast afsökunar og einnig vildu þeir fá að heyra frásögn hennar í smáatriðum.

Flugfélagið segir að verið sé að rannsaka atvikið og hvernig það kom til að hún hafi gleymst um borð sofandi í vélinni.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga