flugfréttir

Hafði ekki leyfi til að lenda í Bandaríkjunum og var snúið við

- Skiptu um Airbus A330 þotu rétt fyrir flugið til Washington

24. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 12:01

Airbus A330-300 þota í litum Eurowings

Farþegaþota af gerðinni Airbus A330 frá Brussels Airlines þurfti um helgina að snúa við aftur til Belgíu er hún var yfir Atlantshafinu þar sem í ljós kom að flugvélin hafði ekki leyfi til þess að lenda í Bandaríkjunum.

Breiðþotan var á leið frá Brussel til Washington og stóð til að flugið skyldi flogið með þotu sem hefur skráninguna OO-SFZ en á síðustu stundu var skipt um flugvél og flugvél með skráninguna OO-SFL var undirbúin fyrir flugið.

OO-SFL var nýlega færð úr flota Lufthansa og máluð í litum Eurowings en í ljós kom að þessi breyting, rétt fyrir flugið til Washington, átti eftir að hafa afleiðingar í för með sér.

Vegna breytingarinnar á flugvélunum kom í ljós að skortur var á upplýsingum í pappírsvinnu vegna flugsins og kom það vandamál í ljós þegar flugvélin var nýfarin fram hjá Írlandi og var byrjuð að fljúga inn á Atlantshafið í 38.000 fetum.

Flugvélin á Flightradar24.com á leið aftur til Brussel

Skömmu síðar mátti sjá að vélin var komin aftur inn á Flightradar24.com en þá á austurleið aftur til baka til Belgíu í 41.000 fetum.

Flugvélin sem notuð var, OO-SFL, reyndist ekki hafa leyfi frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) er kemur að verklagsreglum um loftför og kröfur sem þau þurfa að uppfylla til þess að lenda á bandarískum flugvöllum en sú þota, sem til stóð að nota, hafði slíkt leyfi.

Ef flugvélin hefði haldið fluginu áfram og lent í Washington þá hefði Brussels Airlines þurft að greiða háa sekt en yfirmaður á vakt í flugrekstrardeild vildi ekki taka áhættuna á því og fyrirskipaði flugmönnum vélarinnar að snúa við.

Farþegum var úthlutað máltíð og gisting á hóteli í Brussel og þeir endurbókaðir með öðru flugi til Washington.  fréttir af handahófi

Ryanair í mál við fráfarandi rekstrarstjóra félagsins

12. ágúst 2019

|

Ryanair hefur höfðað mál gegn Peter Bellew, fráfarandi rekstrarstjóra félagsins, sem er á förum yfir til easyJet sem er aðal samkeppnisaðili Ryanair.

Vængendahvirflar talin möguleg orsök flugslyss í Dubai

28. maí 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi telja að orsök flugslyss, er lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Diamond DA62 sem fórst í aðflugi að flugvellinum í Dubai þann 16. maí sl., megi sennilega

„737-8200“ ekki nýtt nafn á Boeing 737 MAX

15. júlí 2019

|

Ljósmynd af nýrri Boeing 737 MAX þotu fyrir Ryanair hefur verið dreift á samfélagsmiðlum undanfarinn sólarhring með áletrunina 737-8200 framan á nefi vélarinnar.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vélmenni flaug mannlausri Cessnu í 2 klukkustundir

19. ágúst 2019

|

Lítil Cessna-einkaflugvél tók á loft á dögunum í Bandaríkjunum mannlaus með engan um borð en flugvélinni var flogið af vélmenni sem flaug vélinni í tvær klukkustundir.

Selja allan hlut sinn í Bank Norwegian

19. ágúst 2019

|

Norwegian tilkynnti í morgun að flugfélagið norska hafi ákveðið að selja allan hlut sinn í fyrirtækinu Norwegian Finans Holdings, sem á dótturfélagið Bank Norwegian, sem Norwegian stofnaði á sínum tí

Farþegaþota lendir í fyrsta sinn á nýja Gagarin-flugvellinum

19. ágúst 2019

|

Farþegaþota lenti í fyrsta sinn í gær á Gagarin-flugvellinum, sem er nýjasti alþjóðaflugvöllur Rússlands, staðsettur í borginni Saratov, tveimur dögum áður en hann verður formlega tekinn í notkun á

Gera ekki ráð fyrir 737 MAX fyrr en eftir áramót

17. ágúst 2019

|

Icelandair hefur nú uppfært flugáætlun sína til ársloka. Félagið gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX vélum í rekstri fyrir þann tíma og hefur aðlagað flugáætlun sína í samræmi við það og aðra þróun á

Vilja að hæstiréttur komi í veg fyrir boðað verkfall flugmanna

16. ágúst 2019

|

Ryanair hefur biðlað til hæstaréttar Írlands um að grípa í taumana og koma í veg fyrir fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna sem stefna á að leggja niður störf sín í næstu viku.

Flugvél hlekktist á í Svefneyjum á Breiðafirði

15. ágúst 2019

|

Lítilli flugvél hlekktist á í lendingu á Svefneyjum á Breiðafirði seinnipartinn í dag.

Cabo Verde Airlines tekur í notkun Boeing 737-300 þotu

15. ágúst 2019

|

Cabo Verde Airlines, flugfélagið á Grænhöfðaeyjum, hefur tekið í notkun Boeing 737-300 þotu sem félagið mun nota til þess að fljúga áætlunarflug frá Nelson Mandela flugvellinum við bæinn Praia til Li

Brotlenti er flugmaðurinn teygði sig í hurð sem hafði opnast

15. ágúst 2019

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) telja að orsök flugslyss, er lítil flugvél af gerðinni Cessna 170 brotlenti í Bandaríkjunum árið 2017, megi rekja til þess að flugmaður gerði tilr

Tvær þotur frá Qantas of nálægt hvor annarri í Sydney

14. ágúst 2019

|

Atvik átti sér stað á flugvellinum í Sydney á dögunum er tvær farþegaþotur frá Qantas fóru of nálægt hvor annarri.

Taka á leigu Boeing 737-200 til að fylla í skarð 737 MAX

13. ágúst 2019

|

Mikil eftirspurn er núna eftir gömlum Boeing 737 þotum vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX þotunum en þetta er haft eftir flugvélaleigum sem leigja út flugvélar til flugfélaga.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00