flugfréttir

Hafði ekki leyfi til að lenda í Bandaríkjunum og var snúið við

- Skiptu um Airbus A330 þotu rétt fyrir flugið til Washington

24. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 12:01

Airbus A330-300 þota í litum Eurowings

Farþegaþota af gerðinni Airbus A330 frá Brussels Airlines þurfti um helgina að snúa við aftur til Belgíu er hún var yfir Atlantshafinu þar sem í ljós kom að flugvélin hafði ekki leyfi til þess að lenda í Bandaríkjunum.

Breiðþotan var á leið frá Brussel til Washington og stóð til að flugið skyldi flogið með þotu sem hefur skráninguna OO-SFZ en á síðustu stundu var skipt um flugvél og flugvél með skráninguna OO-SFL var undirbúin fyrir flugið.

OO-SFL var nýlega færð úr flota Lufthansa og máluð í litum Eurowings en í ljós kom að þessi breyting, rétt fyrir flugið til Washington, átti eftir að hafa afleiðingar í för með sér.

Vegna breytingarinnar á flugvélunum kom í ljós að skortur var á upplýsingum í pappírsvinnu vegna flugsins og kom það vandamál í ljós þegar flugvélin var nýfarin fram hjá Írlandi og var byrjuð að fljúga inn á Atlantshafið í 38.000 fetum.

Flugvélin á Flightradar24.com á leið aftur til Brussel

Skömmu síðar mátti sjá að vélin var komin aftur inn á Flightradar24.com en þá á austurleið aftur til baka til Belgíu í 41.000 fetum.

Flugvélin sem notuð var, OO-SFL, reyndist ekki hafa leyfi frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) er kemur að verklagsreglum um loftför og kröfur sem þau þurfa að uppfylla til þess að lenda á bandarískum flugvöllum en sú þota, sem til stóð að nota, hafði slíkt leyfi.

Ef flugvélin hefði haldið fluginu áfram og lent í Washington þá hefði Brussels Airlines þurft að greiða háa sekt en yfirmaður á vakt í flugrekstrardeild vildi ekki taka áhættuna á því og fyrirskipaði flugmönnum vélarinnar að snúa við.

Farþegum var úthlutað máltíð og gisting á hóteli í Brussel og þeir endurbókaðir með öðru flugi til Washington.  fréttir af handahófi

Ryanair vill fá Airbus-þotur úr flota Thomas Cook

3. október 2019

|

Ryanair er nú á höttunum eftir þeim Airbus-þotum sem voru í flota flugfélagsins Thomas Cook sem varð gjaldþrota í seinustu viku.

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

Ballarin átti fund með Flugfélaginu Erni

30. september 2019

|

Michelle Ballarin, bandaríska kaupsýslukonan, sem stefnir á að endurreisa WOW air, átti fund með forsvarsmönnum flugfélagsins Ernis, þar sem hún ræddi hugmynd sína um að kaupa flugfélagið íslenska.

  Nýjustu flugfréttirnar

Qantas velur A350-1000 fyrir Sólarupprásarverkefnið

13. desember 2019

|

Ástralska flugfélagið Qantas hefur valið Airbus A350-1000 þotuna sem þann flugvélakost sem verður fyrir valinu fyrir „Sólarupprásarverkefnið“ (Project Sunrise) sem miðar af því að bjóða farþegum upp

Southwest og Boeing semja um skaðabætur vegna 737 MAX

12. desember 2019

|

Southwest Airlines hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabótagreiðslu vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningarinnar á Boeing 737 MAX þotunum.

Wizz Air stofnar lágfargjaldafélag í Abu Dhabi

12. desember 2019

|

Wizz Air ætlar sér að stofna sérstakt lágfargjaldaflugfélag í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í samstarfi við stjórnvöld þar í landi en félagið verður annað tveggja flugfélaga sem eru að líta dagsin

Svartsýnn á að Ryanair geti flogið 737 MAX næsta sumar

11. desember 2019

|

Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

El Al stefnir á tilraunir með beint flug til Ástralíu

10. desember 2019

|

Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

Herflugvél með 38 um borð hvarf af ratsjá yfir Suður-Íshafi

10. desember 2019

|

Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

SAS aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum

9. desember 2019

|

SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

SAS mun hætta að fljúga á Narita-flugvöll í Tókýó

9. desember 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

Fréttaþyrla í árekstri við dróna

9. desember 2019

|

Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

Lokaskýrsla vegna flugslyss sunnan Hafnafjarðar árið 2015

8. desember 2019

|

Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í