flugfréttir

Yfir 400 flugmenn á 737 MAX höfða mál gegn Boeing

- Hafa orðið fyrir launamissi þar sem Boeing leyndi hönnunargalla

24. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 12:53

Boeing 737 MAX þoturnar hafa verið kyrrsettar núna í á fjórða mánuð

Yfir 400 flugmenn, sem flugu Boeing 737 MAX þotunni áður en hún var kyrrsett í vor, hafa höfðað mál gegn Boeing þar sem flugvélaframleiðandann er sakaður um að hafa haldið leynd yfir galla í kerfi vélarinnar sem þeir vissu af.

Málsóknin er fyrir hönd flugmanns sem kallast „Pilot X“ en fer einnig fyrir öðrum 400 flugmönnum sem hafa orðið fyrir fjárhagstjóni vegna launamissis þar sem flugfélög sögðu þeim upp störfum í kjölfar kyrrsetningarinnar.

Tvær lögfræðistofur, ein í Chicago (PMT PLLC) og önnur í Ástralíu (International Aerospace Law & Policy Group), lögðu inn málsóknina sl. föstudag sem fer fyrir 400 flugmönnum í Bandaríkjunum og Ástralíu.

Boeing 737 MAX þotan

Fram kemur að Boeing hafi sett hagnað og gróða í fyrsta sætið í stað öryggis farþega sem varð til þess að tvö mannskæð flugslys áttu sér stað, annað í október í fyrra og hið síðara í mars, og var þotan í framhaldinu kyrrsett sem hefur haft áhrif á tekjur þeirra flugmanna sem flugu vélunum.

„Flugmenn, sem flugu þessum flugvélum, voru ekki meðvitaðir um að kerfi vélarinnar var gallað og hönnun þess var hættuleg“, segir í málsókninni.

Margir flugmenn, sem flugu Boeing 737 MAX um allan heim, hafa annað hvort verið sagt upp störfum tímabundið eða ótímabundið eða færðir til í önnur störf með lægri laun.

„Flugmennirnir treystu því að Boeing væri að selja öruggar flugvélar og töldu að það væri ekkert atriði sem þeir gætu ekki ráðið við er kemur að neyðarviðbrögðum en það traust virðist hafa verið byggt á fölskum forsendum“, segir lögfræðingurinn Patrick Jones hjá PMJ PPLC í Chicago.

Málsóknin verður tekin fyrir í dómsal í Chicago í október í haust en fram kemur að verið sé að undirbúa einnig sambærilega málsókn á hendur bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA).  fréttir af handahófi

Kínverjar kaupa fjórðungshlut í Thomas Cook

28. ágúst 2019

|

Kínverska fyrirtækið Fosun Tourism Group mun eignast fjórðungshlut í flugfélaginu Thomas Cook.

TF-MYA skemmd eftir að hafa orðið fyrir gæsahópi í flugtaki

26. ágúst 2019

|

TF-MYA, Super King Air sjúkraflugvél Mýflugs, varð fyrir skemmdum í dag er flugvélin varð fyrir hópi gæsa sem flugu í veg fyrir vélina er hún var í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli í dag.

Airbus hefur afhent 1.000 þotur úr A320neo fjölskyldunni

10. október 2019

|

Airbus hefur náð þeim áfanga að hafa afhent 1.000 flugvélar úr Airbus A320neo fjölskyldunni en sú þúsundasta var afhent frá verksmiðjum Airbus í Hamborg á dögunum.

  Nýjustu flugfréttirnar

CAE og easyJet semja um þjálfun á 1.000 cadet-flugnemum

15. nóvember 2019

|

Fyrirtækið CAE hefur gert langtímasamning við breska flugfélagið easyJet um þjálfun á allt að 1.000 nýjum flugnemum í cadet-flugnámi.

Flaug 19 tíma beint flug frá London Heathrow til Sydney

15. nóvember 2019

|

Ástralska flugfélagið Qantas flaug lauk í nótt beinu flugi milli London Heathrow og Sydney í Ástralíu en um annað tilraunaflug félagsins af þremur er að ræða þar sem félagið prófar grundvöll fyrir mj

Flugmaður tók óvart köttinn með í 14 tíma flug til Ástralíu

15. nóvember 2019

|

Flugmaður einn hjá Etihad Airways lenti í því á dögunum að hann tók óvart köttinn sinn með sér í vinnuna og flaug með hann í 14 tíma til suðurhvels jarðar á meðan hann taldi kisa vera heima að passa h

Lækka verð á notaðri Boeing 757 þotu um helming

14. nóvember 2019

|

Nepal Airlines hefur ákveðið að slá af verðinu um helming á seinni Boeing 757 þotunni sem félagið reynir nú að selja en tvisvar frá því í sumar hefur félagið reynt að selja vélina en án árangurs.

Hvetja Þjóðverja til þess að hætta að fljúga

13. nóvember 2019

|

Hundruðir tóku þátt í friðsamlegum mótmælum á flugvellinum í Frankfurt sl. mánudag þar sem flugsamgöngum var mótmælt með loftslags- og umhverfismarkmið að leiðarljósi.

BelugaXL fær vottun frá EASA

13. nóvember 2019

|

BelugaXL, nýja flutningaflugvél Airbus, hefur fengið flughæfnisvottun frá evrópskum flugmálayfirvöldum (EASA) en 16 mánuðir eru frá því að fyrsta BelugaXL þotan flaug sitt fyrsta flug.

Mooney hættir starfsemi og segir upp öllu starfsfólki

13. nóvember 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Mooney Aircraft Company hefur hætt starfsemi sinni eftir 90 ára rekstur og hefur næstum öllu starfsfólki verið sagt upp.

Lufthansa nær sáttum við flugfreyjur og flugþjóna

13. nóvember 2019

|

Engar frekari verkfallsaðgerðir eru framundan eftir að Lufthansa náði samkomulagi við þýska verkalýðsfélagið UFO sem fer fyrir flugfreyjum og flugþjónum félagsins.

MD-11 þota fékk gæsir í alla þrjá hreyflana

12. nóvember 2019

|

Fraktþota af gerðinni McDonnell Douglas MD-11 frá UPS (United Parcel Service) þurfti að snúa við skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Kansas City í seinustu viku eftir að vélin flaug í gegnum hóp

Meðvindur og slæm bremsa orsök þess að þota rann út af

12. nóvember 2019

|

Flest bendir til þess að meðvindur í lendingu og slæm bremsuskilyrði hafi verið orsök þess að farþegaþota af gerðinni Embraer ERJ-145 frá American Eagle rann út af braut skömmu eftir lendingu á O´Har

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00