flugfréttir

Yfir 400 flugmenn á 737 MAX höfða mál gegn Boeing

- Hafa orðið fyrir launamissi þar sem Boeing leyndi hönnunargalla

24. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 12:53

Boeing 737 MAX þoturnar hafa verið kyrrsettar núna í á fjórða mánuð

Yfir 400 flugmenn, sem flugu Boeing 737 MAX þotunni áður en hún var kyrrsett í vor, hafa höfðað mál gegn Boeing þar sem flugvélaframleiðandann er sakaður um að hafa haldið leynd yfir galla í kerfi vélarinnar sem þeir vissu af.

Málsóknin er fyrir hönd flugmanns sem kallast „Pilot X“ en fer einnig fyrir öðrum 400 flugmönnum sem hafa orðið fyrir fjárhagstjóni vegna launamissis þar sem flugfélög sögðu þeim upp störfum í kjölfar kyrrsetningarinnar.

Tvær lögfræðistofur, ein í Chicago (PMT PLLC) og önnur í Ástralíu (International Aerospace Law & Policy Group), lögðu inn málsóknina sl. föstudag sem fer fyrir 400 flugmönnum í Bandaríkjunum og Ástralíu.

Boeing 737 MAX þotan

Fram kemur að Boeing hafi sett hagnað og gróða í fyrsta sætið í stað öryggis farþega sem varð til þess að tvö mannskæð flugslys áttu sér stað, annað í október í fyrra og hið síðara í mars, og var þotan í framhaldinu kyrrsett sem hefur haft áhrif á tekjur þeirra flugmanna sem flugu vélunum.

„Flugmenn, sem flugu þessum flugvélum, voru ekki meðvitaðir um að kerfi vélarinnar var gallað og hönnun þess var hættuleg“, segir í málsókninni.

Margir flugmenn, sem flugu Boeing 737 MAX um allan heim, hafa annað hvort verið sagt upp störfum tímabundið eða ótímabundið eða færðir til í önnur störf með lægri laun.

„Flugmennirnir treystu því að Boeing væri að selja öruggar flugvélar og töldu að það væri ekkert atriði sem þeir gætu ekki ráðið við er kemur að neyðarviðbrögðum en það traust virðist hafa verið byggt á fölskum forsendum“, segir lögfræðingurinn Patrick Jones hjá PMJ PPLC í Chicago.

Málsóknin verður tekin fyrir í dómsal í Chicago í október í haust en fram kemur að verið sé að undirbúa einnig sambærilega málsókn á hendur bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA).  fréttir af handahófi

Boeing fékk engar pantanir í nýjar flugvélar í apríl

17. maí 2019

|

Boeing fékk enga pöntun í nýjar farþegaþotur í apríl, fyrsta mánuðinn eftir að Boeing 737 MAX þotan var kyrrsett, en á sama tíma missti framleiðandinn pöntun í 171 eintak af Boeing 737 MAX þotunni v

Hafði ekki leyfi til að lenda í Bandaríkjunum og var snúið við

24. júní 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A330 frá Brussels Airlines þurfti um helgina að snúa við aftur til Belgíu er hún var yfir Atlantshafinu þar sem í ljós kom að flugvélin hafði ekki leyfi til þess að le

Hætta við að panta fleiri Sukhoi-þotur í kjölfar flugslyss

6. maí 2019

|

Eitt rússneskt flugfélag hefur hætt við áform um að panta tíu Sukhoi Superjet 100 þotur til viðbótar en félagið tilkynnti um þetta í morgun, daginn eftir flugslys sem átti sér stað í gær er þota söm

  Nýjustu flugfréttirnar

Tvö ókeypis námskeið hefjast í næstu viku hjá Keili

18. júlí 2019

|

Í næstu viku munu tvö námskeið hefjast á vegum Flugakademíu Keilis, annars vegar grunnnámskeið um einka- og atvinnuflugnám og hinsvegar námskeið fyrir ungt fólk um flugtengd störf en bæði námskeiðin

Fær reikning upp á 13 milljónir vegna dólgsláta um borð

18. júlí 2019

|

Annar flugdólgur hefur nú fengið himinháan reikning í bakið fyrir ósæmilega hegðun um borð í flugvél sem var í þetta skiptið á leið til Tyrklands frá Bretlandi en áhöfn vélarninar neyddist til þess

Aðeins 200 kíló eftir af eldsneyti í tönkunum við lendingu

18. júlí 2019

|

Farþegaþota á Indlandi var aðeins sex mínútum frá því að hafa klárað allt eldsneyti um borð áður en hún náði að lenda á flugvellinum í Delí fyrr í vikunni.

Fimm ár síðan að flug MH17 var skotið niður yfir Úkraínu

17. júlí 2019

|

Fimm ár eru í dag liðin frá því að Boeing 777 farþegaþota, flug MH17, á vegum Malaysia Airlines fórst nálægt bænum Hrabove í Úkraínu eftir að hafa verið skotin niður með flugskeyti á leið sinni frá A

Air Lease fær grænt ljós á að sækja Airbus-þotuna

17. júlí 2019

|

Bandaríska flugvélaleigan Air Lease Corporation hefur fengið grænt ljós á að sækja Airbus A321 þotu í eigu fyrirtækisins sem staðið hefur á Keflavíkurflugvelli frá gjaldþroti WOW air eftir að Héraðsdó

Flugfélag kærir Youtube-stjörnu vegna myndatöku um borð

17. júlí 2019

|

Flugfélagið Garuda hefur kært Youtube-stjörnu í Indónesíu fyrir ærumeiðingar eftir að viðkomandi aðili, sem er þekktur myndbandsbloggari þar í landi, gerði grín að flugfélaginu á samfélagsmiðlum.

Fyrsta P-8A herflugvélin fyrir Bretland flýgur fyrsta flugið

16. júlí 2019

|

Fyrsta Boeing P-8A Poseidon herflugvélin fyrir breska flugherinn flaug sitt fyrsta flug á dögunum frá flugvellinum í Renton nálægt Seattle og markar þetta upphafið af flugprófunum með P-8A flugvélarn

Loka starfsstöðvum vegna seinkana á nýjum MAX-þotum

16. júlí 2019

|

Ryanair hefur sent frá sér tilkynningu þar sem félagið segir að til komi að skera niður starfsemi félagsins með því að loka nokkrum starfsstöðvum í haust sem má rekja til kyrrsetningu á Boeing 737 MA

Fyrsta A320neo þota Atlantic Airways komin til Færeyja

15. júlí 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur tekið við fyrstu Airbus A320neo þotunni sem ber skráninguna OY-RCK og var hún afhent ný til félagsins um helgina.

Fallhlífarstökksflugvél ók á kyrrstæða kennsluvél í Slóvakíu

15. júlí 2019

|

Engann sakaði er tvær flugvélar rákust saman á jörðu niðri í Slóvakíu í gær en önnur vélin, af gerðinni Pilatus PC-6, ók á kyrrstæða Diamond DA40 flugvél sem var mannlaus.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00