flugfréttir

Yfir 400 flugmenn á 737 MAX höfða mál gegn Boeing

- Hafa orðið fyrir launamissi þar sem Boeing leyndi hönnunargalla

24. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 12:53

Boeing 737 MAX þoturnar hafa verið kyrrsettar núna í á fjórða mánuð

Yfir 400 flugmenn, sem flugu Boeing 737 MAX þotunni áður en hún var kyrrsett í vor, hafa höfðað mál gegn Boeing þar sem flugvélaframleiðandann er sakaður um að hafa haldið leynd yfir galla í kerfi vélarinnar sem þeir vissu af.

Málsóknin er fyrir hönd flugmanns sem kallast „Pilot X“ en fer einnig fyrir öðrum 400 flugmönnum sem hafa orðið fyrir fjárhagstjóni vegna launamissis þar sem flugfélög sögðu þeim upp störfum í kjölfar kyrrsetningarinnar.

Tvær lögfræðistofur, ein í Chicago (PMT PLLC) og önnur í Ástralíu (International Aerospace Law & Policy Group), lögðu inn málsóknina sl. föstudag sem fer fyrir 400 flugmönnum í Bandaríkjunum og Ástralíu.

Boeing 737 MAX þotan

Fram kemur að Boeing hafi sett hagnað og gróða í fyrsta sætið í stað öryggis farþega sem varð til þess að tvö mannskæð flugslys áttu sér stað, annað í október í fyrra og hið síðara í mars, og var þotan í framhaldinu kyrrsett sem hefur haft áhrif á tekjur þeirra flugmanna sem flugu vélunum.

„Flugmenn, sem flugu þessum flugvélum, voru ekki meðvitaðir um að kerfi vélarinnar var gallað og hönnun þess var hættuleg“, segir í málsókninni.

Margir flugmenn, sem flugu Boeing 737 MAX um allan heim, hafa annað hvort verið sagt upp störfum tímabundið eða ótímabundið eða færðir til í önnur störf með lægri laun.

„Flugmennirnir treystu því að Boeing væri að selja öruggar flugvélar og töldu að það væri ekkert atriði sem þeir gætu ekki ráðið við er kemur að neyðarviðbrögðum en það traust virðist hafa verið byggt á fölskum forsendum“, segir lögfræðingurinn Patrick Jones hjá PMJ PPLC í Chicago.

Málsóknin verður tekin fyrir í dómsal í Chicago í október í haust en fram kemur að verið sé að undirbúa einnig sambærilega málsókn á hendur bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA).  fréttir af handahófi

Wizz Air bannað að fljúga til Grikklands tímabundið

2. ágúst 2020

|

Ungverska flugfélaginu Wizz Air hefur verið bannað að fljúga til Grikklands tímabundið eftir að félagið virti að vettugi kröfu flugmálayfirvalda um að allir farþegar sem fljúga til landsins skulu ver

Þriggja daga flugprófunum með 737 MAX lauk í gær

2. júlí 2020

|

Flugprófunum lauk í gær með Boeing 737 MAX tilraunavél Boeing en prófanirnar eru hornsteinninn af endurútgáfu á flughæfnisvottun vélanna og afléttingu kyrrsetningu á þeim sem hafa varað nú í tæpa 16

Lufthansa sækir um flugrekstrarleyfi fyrir „Ocean“

15. júlí 2020

|

Lufthansa Group vinnur nú að stofnun nýs dótturflugfélags sem fengið hefur vinnuheitið „Ocean“ en nýja flugfélagið mun hefja áætlunarflug árið 2022.

  Nýjustu flugfréttirnar

CityJet bjargað frá gjaldþroti

7. ágúst 2020

|

Írska flugfélagið CityJet mun að öllum líkindum sleppa við gjaldþrot þar sem flest bendir til þess að dómstóll á Írlandi ætli að samþykkja aðgerðir til þess að bjarga félaginu.

Nýtt flugfélag stefnir á að leigja yfir 20 Airbus-þotur

7. ágúst 2020

|

Nýtt flugfélag í Bandaríkjunum stefnir á að hefja áætlunarflug innan skamms og er undirbúningur þess í fullum gangi.

Tigerair Australia hættir starfsemi

7. ágúst 2020

|

Ástralska lágfargjaldafélagið Tigerair Australia hefur hætt starfsemi sinni en móðurfélag þess, Virgin Australia, tilkynnti sl. miðvikudag að ákvörðun hafi verið tekin um að binda endi á starfsemi fé

Boeing 747 rakst með þrjá hreyfla ofan í braut í lendingu

7. ágúst 2020

|

Júmbó-fraktþota af gerðinni Boeing 747-400 rakst með þrjá hreyfla ofan í flugbraut í lendingu á Pudong-flugvellinum í Shanghai á dögunum.

Þrjú þúsund milljarðar til bandarískra flugfélaga

6. ágúst 2020

|

Bandaríska þingið ætlar að afgreiða 25 milljarða dala björgunarpakka fyrir flugiðnaðinn í Bandaríkjunum sem þýðir að bandarísk flugfélög eiga von á styrk upp á yfir 3.390 milljarða króna svo hægt sé

Helmingur farþega sótti farangur við neyðarrýmingu

6. ágúst 2020

|

Tafir urðu á því að hægt var að rýma farþegaþotu á Stansted-flugvellinum í London í fyrra er upp kom neyðarástand vegna fjölda farþega sem eyddu tíma í að sækja handfarangur sinn.

Lufthansa Group mun taka yfir 60 flugvélar úr flotanum

6. ágúst 2020

|

Lufthansa Group hefur tilkynnt afkomu sína eftir annan ársfjórðung þessa ársins og kemur fram að taprekstur félagsins nam 2 milljörðum Bandaríkjadala sem samsvarar 271 milljarði króna.

Virgin Atlantic sækir um gjaldþrotavernd

5. ágúst 2020

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic Airways hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðun fyrir dómstóli í New York í Bandaríkjunum en fram kemur að rekstarfé flugfélagsins mun að öðru leyti verða

Yfir 200 flugvirkjanemar hefja nám hjá Lufthansa Technik

4. ágúst 2020

|

Þrátt fyrir að ein mesta krísa sem um getur sé nú að dynja á flugiðnaðinum þá horfir fyrirtækið Lufthansa Technik, viðhaldsfyrirtæki Lufthansa Group, til framtíðar og hefja um 240 ungir flugvirkjane

Ofhlaðin flugvél af fíkniefnum brotlenti í flugtaki

4. ágúst 2020

|

Lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Cessna 402 brotlenti í flugtaki í Papúa Nýju-Gíneu í síðustu viku en í ljós kom að flugvélin var ofhlaðin af fíkniefnum sem reynt var að smygla yfir til Ástr

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00