flugfréttir

Yfir 400 flugmenn á 737 MAX höfða mál gegn Boeing

- Hafa orðið fyrir launamissi þar sem Boeing leyndi hönnunargalla

24. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 12:53

Boeing 737 MAX þoturnar hafa verið kyrrsettar núna í á fjórða mánuð

Yfir 400 flugmenn, sem flugu Boeing 737 MAX þotunni áður en hún var kyrrsett í vor, hafa höfðað mál gegn Boeing þar sem flugvélaframleiðandann er sakaður um að hafa haldið leynd yfir galla í kerfi vélarinnar sem þeir vissu af.

Málsóknin er fyrir hönd flugmanns sem kallast „Pilot X“ en fer einnig fyrir öðrum 400 flugmönnum sem hafa orðið fyrir fjárhagstjóni vegna launamissis þar sem flugfélög sögðu þeim upp störfum í kjölfar kyrrsetningarinnar.

Tvær lögfræðistofur, ein í Chicago (PMT PLLC) og önnur í Ástralíu (International Aerospace Law & Policy Group), lögðu inn málsóknina sl. föstudag sem fer fyrir 400 flugmönnum í Bandaríkjunum og Ástralíu.

Boeing 737 MAX þotan

Fram kemur að Boeing hafi sett hagnað og gróða í fyrsta sætið í stað öryggis farþega sem varð til þess að tvö mannskæð flugslys áttu sér stað, annað í október í fyrra og hið síðara í mars, og var þotan í framhaldinu kyrrsett sem hefur haft áhrif á tekjur þeirra flugmanna sem flugu vélunum.

„Flugmenn, sem flugu þessum flugvélum, voru ekki meðvitaðir um að kerfi vélarinnar var gallað og hönnun þess var hættuleg“, segir í málsókninni.

Margir flugmenn, sem flugu Boeing 737 MAX um allan heim, hafa annað hvort verið sagt upp störfum tímabundið eða ótímabundið eða færðir til í önnur störf með lægri laun.

„Flugmennirnir treystu því að Boeing væri að selja öruggar flugvélar og töldu að það væri ekkert atriði sem þeir gætu ekki ráðið við er kemur að neyðarviðbrögðum en það traust virðist hafa verið byggt á fölskum forsendum“, segir lögfræðingurinn Patrick Jones hjá PMJ PPLC í Chicago.

Málsóknin verður tekin fyrir í dómsal í Chicago í október í haust en fram kemur að verið sé að undirbúa einnig sambærilega málsókn á hendur bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA).  fréttir af handahófi

Fyrrum tækniflugmaður sækir um verndarrétt í MAX-málinu

9. september 2019

|

Fyrrverandi starfsmaður Boeing, sem gengdi lykilstöðu í þróun á Boeing 737 MAX þotunni, hefur neitað að afhenda gögn og upplýsingar til saksóknara sem rannsaka tvö flugslys er varðar þotuna sem áttu

Óhapp við A-skoðun á risaþotu Emirates

26. ágúst 2019

|

Ein af Airbus A380 risaþotum Emirates er töluvert skemmd eftir óhapp sem átti sér stað er þotan var að gangast undir reglubundna skoðun í flugskýli félagsins á flugvellinum í Dubai þar sem félagið he

Airbus hættir að birta listaverð á nýjum þotum

2. júlí 2019

|

Airbus ætlar að hætta að birta formlegan verðlista fyrir þær flugvélar sem framleiðandinn smíðar eins og gert hefur verið í mörg ár.

  Nýjustu flugfréttirnar

Indverjar framkvæma sína eigin úttekt á 737 MAX líkt og EASA

20. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi ætla að fara að fordæmi Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) og framkvæma sína eigin úttekt á Boeing 737 MAX þotunum áður en indverskum flugfélögum verður gefið leyfi til þe

Boeing 787 lenti næstum því með hjólin uppi

20. september 2019

|

Litlu munaði að farþegaþota frá Vietnam Airlines hefði lent með hjólabúnaðinn uppi er vélin var í aðflugi að flugvellinum í Melbourne í Ástralíu í gær.

Czech Airlines flýgur frá Keflavík til Köben og áfram til Prag

20. september 2019

|

Fyrir gjaldþrot WOW air voru þrjú flugfélög sem flugu áætlunarflug milli Kaupmannahafnar og Keflavíkurflugvallar en sl. hálfa árið hafa aðeins tvö flugfélög deilt á milli sín fjölförnustu flugleiðinn

Boeing 737 hóf flugtaksbrun á akbraut á Schiphol

19. september 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Hollandi hefur greint frá atviki sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði er farþegaþota frá Transavia af gerðinni Boeing 737-800 hóf flugtak á akbraut („taxiway“) á Schiph

Láðist að tilkynna í tvígang um vandamál í hreyfli

18. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi hafa meinað þremur flugmönnum að fljúga tímabundið og einnig svipt tveimur flugvirkjum réttindum sínum fyrir að hafa ekki tilkynnt um víbring sem kom upp í hreyfli á Airb

Twin Otter með fjóra um borð saknað í Indónesíu

18. september 2019

|

Leit stendur nú yfir að Twin Otter farþegaflugvél af gerðinni Havilland DHC-5-6-400 í Indónesíu sem saknað er en vélin var í innanlandsflugi í nótt og fór í loftið frá flugvellinum í Timiki áleiðis t

Japan Airlines mögulegur kaupandi að Malaysia Airlines

17. september 2019

|

Möguleiki er á því að Japan Airlines muni kaupa stóran hlut í Malaysia Airlines sem gæti bjargað rekstri félagsins og komið honum á réttan kjöl en félagið hefur verið rekið með tapi frá því í febrúar

Flugmaðurinn týndi vegabréfinu fyrir brottför

17. september 2019

|

Ellefu klukkutíma seinkun varð á flugi hjá suður-kóreska lágfargjaldarfélaginu Tway Air eftir að annar flugmaðurinn uppgötvaði á flugvellinum að hann hefði týnt vegabréfinu sínu.

Draco-flugvél Mike Patey ónýt eftir flugtaksóhapp

17. september 2019

|

Engan sakaði er Draco, flugvél í eigu bandaríska flugmannsins Mike Patey, eyðilagðist er henni hlekktist á í flugtaki á flugvellinum í Reno í Nevada í Bandaríkjunum í gær.

Bannað að sitja í aftustu sætaröð í A320neo þotum Lufthansa

16. september 2019

|

Lufthansa hefur ákveðið að hindra aðgang farþega að síðustu sætaröðinni um borð í Airbus A320neo þotum félagsins sem eru ekki í boði eins og stendur þegar bókað er flug.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00