flugfréttir

Flugáætlun Icelandair með Q400 og Airbus A319

- Q400 notuð fyrir flug til Dublin og Manchester

24. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 13:56

Bombardier Q400 flugvél Air Iceland Connect (TF-FXB) á flugvellinum í Manchester þann 21. maí sl.

Icelandair hefur áform um að nota Bombardier Dash 8 Q400 áfram í millilandaflugi á einstaka flugleiðum til Bretlandseyja í sumar og fram í september.

Q400 vélarnar eru vélar Air Iceland Connect og kemur fram að vélarnar verða notaðar tvisvar í viku í flugi til Dublin og Manchester en ástæða þess er hagræðing í leiðarkerfi á meðan Boeing 737 MAX vélarnar eru kyrrsettar.

Til Dublin mun Icelandair nota Q400 vélarnar frá 18. júlí næstkomandi fram til 14. september og til Manchester frá 15. júlí fram til 11. september.

Airbus A319 notuð til 7 áfangastaða í Evrópu

Icelandair hafði áður notað Bombardier Q400 vélar Air Iceland Connect í maí þegar nokkrar flugferðir voru farnar til Bergen með vélunum.

Þá hefur Icelandair einnig tekið í notkun Airbus-þotu af gerðinni A319 sem tekin er á leigu með áhöfn frá fyrirtækinu GetJet.

Sú þota verður notuð í áætlunarflugi Icelandair í sumar til Billund, Brussel, Genf, Hamborg, Manchester, Osló og til Parísar.

Ítarleg flugáætlun með Airbus A319 er svohljóðandi:

Keflavík - Billund - 1. júlí - 30. júlí (1 til 3 í viku)
Keflavík - Brussel - 20. júlí og 27. júlí (aðeins þessa daga)
Keflavík - Genf - 3. júlí (aðeins þennan dag)
Keflavík - Hamborg - 3. júlí og svo 3 skipti í viku frá 17. - 29. júlí
Keflavík - Manchester - 30. júní - 30. júlí (2-3 í viku)
Keflavík - Osló - 11. júlí - 28. júlí (2 til 3 í viku)
Keflavík - París - 29. júní - 3. ágúst (1 til 3 í viku)


Airbus A319 leiguþotan ber skráninguna LY-KEA / Ljósmynd: Brynjar Hauksson  fréttir af handahófi

Skera niður innanlandflugið í Noregi vegna hárra skatta

18. febrúar 2020

|

Norska flugfélagið Widerøe hefur tilkynnt um umtalsverðan niðurskurð í leiðarkerfi félagsins í innanlandsflugi í Noregi sem gripið verður til strax með vorinu en félagið segir niðurskurðinn óhjákvæmil

Boeing mælir með þjálfun í hermi fyrir endurkomu 737 MAX

8. janúar 2020

|

Boeing hefur skipt um skoðun varðandi kröfur sem farið er fram á áður en flugmenn byrja að fljúga aftur Boeing 737 MAX þotunum þegar kyrrsetningu vélanna verður aflétt.

Höfða mál gegn Boeing vegna kaupa á 737 MAX einkaþotum

14. febrúar 2020

|

Tvö fyrirtæki sem pöntuðu einkaþotuútgáfur af Boeing 737 MAX þotunum (Boeing Business Jet) á sínum tíma hafa höfðað mál gegn Boeing sem verður tekið fyrir á næstunni í hæstaréttinum í King County sýs

  Nýjustu flugfréttirnar

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

Tvær flugvélar rákust saman á flugi í Ástralíu

19. febrúar 2020

|

Fjórir létu lífið í árekstri sem varð á milli tveggja flugvéla í Ástralíu í nótt þegar vélarnar rákust saman á flugi nálægt flugvellinum í bænum Mangalore, skammt norður af Melbourne.

Gleymdi að setja hjólin niður í þjálfun á King Air

19. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) gaf út skýrslu á dögunum varðandi atvik sem átti sér stað er flugmaður gleymdi að setja niður hjólin er hann var í undirbúningi fyrir tegundarpróf

Húsleit gerð hjá Avianca vegna gruns um mútur

19. febrúar 2020

|

Aðilar frá öryggis- og leynisþjónustu á vegum ríkisstjórnar Kólumbíu gerðu húsleit í höfuðstöðvum flugfélagsins Avianca í Bogóta í síðustu viku í tengslum við rannsókn á mútum og spillingu innan her

Air Canada semur um bætur við Boeing vegna MAX-vélanna

18. febrúar 2020

|

Air Canada hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabætur vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum.

Skera niður innanlandflugið í Noregi vegna hárra skatta

18. febrúar 2020

|

Norska flugfélagið Widerøe hefur tilkynnt um umtalsverðan niðurskurð í leiðarkerfi félagsins í innanlandsflugi í Noregi sem gripið verður til strax með vorinu en félagið segir niðurskurðinn óhjákvæmil

Í viðræðum við 700 flugmenn um launalaust leyfi

18. febrúar 2020

|

Flest bendir til þess að útbreiðsla kórónaveirunnar eigi eftir að hafa þónokkur áhrif á rekstur finnska flugfélagsins Finnair sem á nú í viðræðum við flugmenn varðandi launalaust leyfi.

Allar Cirrus Vision SF50 þotur kyrrsettar

18. febrúar 2020

|

Allar Cirrus Vision SF50 þotur í heiminum hafa verið kyrrsettar eftir að bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) gáfu út neyðartilskipun varðandi lofthæfi vélanna eftir atvik þar sem eldur kom upp í stjórnk

Kórónaveiran gæti kostað flugiðnaðinn yfir 600 milljarða

14. febrúar 2020

|

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) spáir því að úrbreiðsla kórónaveirunnar, sem nefnd hefur verið Covid-19, muni kosta flugiðnaðinn um 4-5 milljarða bandaríkjadali á þessum ársfjórðungi eða sem samsvara

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00