flugfréttir

Flugáætlun Icelandair með Q400 og Airbus A319

- Q400 notuð fyrir flug til Dublin og Manchester

24. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 13:56

Bombardier Q400 flugvél Air Iceland Connect (TF-FXB) á flugvellinum í Manchester þann 21. maí sl.

Icelandair hefur áform um að nota Bombardier Dash 8 Q400 áfram í millilandaflugi á einstaka flugleiðum til Bretlandseyja í sumar og fram í september.

Q400 vélarnar eru vélar Air Iceland Connect og kemur fram að vélarnar verða notaðar tvisvar í viku í flugi til Dublin og Manchester en ástæða þess er hagræðing í leiðarkerfi á meðan Boeing 737 MAX vélarnar eru kyrrsettar.

Til Dublin mun Icelandair nota Q400 vélarnar frá 18. júlí næstkomandi fram til 14. september og til Manchester frá 15. júlí fram til 11. september.

Airbus A319 notuð til 7 áfangastaða í Evrópu

Icelandair hafði áður notað Bombardier Q400 vélar Air Iceland Connect í maí þegar nokkrar flugferðir voru farnar til Bergen með vélunum.

Þá hefur Icelandair einnig tekið í notkun Airbus-þotu af gerðinni A319 sem tekin er á leigu með áhöfn frá fyrirtækinu GetJet.

Sú þota verður notuð í áætlunarflugi Icelandair í sumar til Billund, Brussel, Genf, Hamborg, Manchester, Osló og til Parísar.

Ítarleg flugáætlun með Airbus A319 er svohljóðandi:

Keflavík - Billund - 1. júlí - 30. júlí (1 til 3 í viku)
Keflavík - Brussel - 20. júlí og 27. júlí (aðeins þessa daga)
Keflavík - Genf - 3. júlí (aðeins þennan dag)
Keflavík - Hamborg - 3. júlí og svo 3 skipti í viku frá 17. - 29. júlí
Keflavík - Manchester - 30. júní - 30. júlí (2-3 í viku)
Keflavík - Osló - 11. júlí - 28. júlí (2 til 3 í viku)
Keflavík - París - 29. júní - 3. ágúst (1 til 3 í viku)


Airbus A319 leiguþotan ber skráninguna LY-KEA / Ljósmynd: Brynjar Hauksson  fréttir af handahófi

Flugmaðurinn týndi vegabréfinu fyrir brottför

17. september 2019

|

Ellefu klukkutíma seinkun varð á flugi hjá suður-kóreska lágfargjaldarfélaginu Tway Air eftir að annar flugmaðurinn uppgötvaði á flugvellinum að hann hefði týnt vegabréfinu sínu.

Síðasta flug Travolta með 707 til Ástralíu tefst vegna viðhalds

16. september 2019

|

Allt bendir til þess að ekki verði hægt að ferjufljúga Boeing 707 þotu John Travolta sem hugðist fljúga þotunni frá Bandaríkjunm til Ástralíu í nóvember og það í síðasta sinn.

Fyrsta P-8A herflugvélin fyrir Bretland flýgur fyrsta flugið

16. júlí 2019

|

Fyrsta Boeing P-8A Poseidon herflugvélin fyrir breska flugherinn flaug sitt fyrsta flug á dögunum frá flugvellinum í Renton nálægt Seattle og markar þetta upphafið af flugprófunum með P-8A flugvélarn

  Nýjustu flugfréttirnar

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

Einn af gömlu íslensku Fokker 50 eyðilagðist í óhappi í Kenýa

11. október 2019

|

Ein af þeim fjórum Fokker 50 flugvélum, sem Flugfélag Íslands hafði í flota sínum til margra ára, eyðilagðist í dag er hún fór út af braut í flugtaki í Kenýa er hún var í innanlandsflugi fyrir kenýsk

Aukin eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook

11. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Jet2.com hefur fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook og sér félagið því fram á að rekstarafkoma félagsins eigi eftir að koma út í ha

Airbus hefur afhent 1.000 þotur úr A320neo fjölskyldunni

10. október 2019

|

Airbus hefur náð þeim áfanga að hafa afhent 1.000 flugvélar úr Airbus A320neo fjölskyldunni en sú þúsundasta var afhent frá verksmiðjum Airbus í Hamborg á dögunum.

Klifraði ofan á Embraer-þotu British Airways

10. október 2019

|

British Airways þurfti að hætta við áætlunarflug sitt í dag frá London City flugvellinum til Amsterdam eftir að maður klifraði ofan á eina af Embraer-þotum félagsins rétt fyrir brottför.

Ein ný þota í flotann á tveggja vikna fresti næstu 10 árin

8. október 2019

|

Lufthansa mun taka við nýrri þotu beint úr verksmiðju á tveggja vikna fresti næstu 10 árin eða til ársins 2029.

Tvö flugfélög draga saman pantanir í nýjar A320neo þotur

8. október 2019

|

Tvö flugfélög hafa nýlega skorið niður pantanir sínar í nýjar Airbus A320neo þotur um níu eintök til samans.

FAA telur að færni flugmanna til að fljúga sjálfir fari minnkandi

7 október 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa áhyggjur af því að færni flugmanna til þess að handfljúga flugvélum í farþegaflugi sé á undanhaldi.

Fóru 46 flugferðir með enga farþega um borð

6. október 2019

|

Pakistan International Airlines (PIA) flaug árið 2016 og 2017 alls 46 flugferðir með tómar vélar þar sem engir farþegar voru um borð.

Bandaríkin setja 10 prósent tolla á evrópskar flugvélar

5. október 2019

|

Um miðjan mánuðinn mun ríkisstjórn Bandaríkjanna byrja að innheimta tolla á allar þær flugvélar sem framleiddar eru í Evrópu sem keyptar eru af bandarískum flugfélögum og flugrekstraraðilum.