flugfréttir

Flugáætlun Icelandair með Q400 og Airbus A319

- Q400 notuð fyrir flug til Dublin og Manchester

24. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 13:56

Bombardier Q400 flugvél Air Iceland Connect (TF-FXB) á flugvellinum í Manchester þann 21. maí sl.

Icelandair hefur áform um að nota Bombardier Dash 8 Q400 áfram í millilandaflugi á einstaka flugleiðum til Bretlandseyja í sumar og fram í september.

Q400 vélarnar eru vélar Air Iceland Connect og kemur fram að vélarnar verða notaðar tvisvar í viku í flugi til Dublin og Manchester en ástæða þess er hagræðing í leiðarkerfi á meðan Boeing 737 MAX vélarnar eru kyrrsettar.

Til Dublin mun Icelandair nota Q400 vélarnar frá 18. júlí næstkomandi fram til 14. september og til Manchester frá 15. júlí fram til 11. september.

Airbus A319 notuð til 7 áfangastaða í Evrópu

Icelandair hafði áður notað Bombardier Q400 vélar Air Iceland Connect í maí þegar nokkrar flugferðir voru farnar til Bergen með vélunum.

Þá hefur Icelandair einnig tekið í notkun Airbus-þotu af gerðinni A319 sem tekin er á leigu með áhöfn frá fyrirtækinu GetJet.

Sú þota verður notuð í áætlunarflugi Icelandair í sumar til Billund, Brussel, Genf, Hamborg, Manchester, Osló og til Parísar.

Ítarleg flugáætlun með Airbus A319 er svohljóðandi:

Keflavík - Billund - 1. júlí - 30. júlí (1 til 3 í viku)
Keflavík - Brussel - 20. júlí og 27. júlí (aðeins þessa daga)
Keflavík - Genf - 3. júlí (aðeins þennan dag)
Keflavík - Hamborg - 3. júlí og svo 3 skipti í viku frá 17. - 29. júlí
Keflavík - Manchester - 30. júní - 30. júlí (2-3 í viku)
Keflavík - Osló - 11. júlí - 28. júlí (2 til 3 í viku)
Keflavík - París - 29. júní - 3. ágúst (1 til 3 í viku)


Airbus A319 leiguþotan ber skráninguna LY-KEA / Ljósmynd: Brynjar Hauksson  fréttir af handahófi

Sofnaði í flugi og vaknaði ein í myrkri í tómri flugvél

23. júní 2019

|

Kvenmaður, sem var farþegi í innanlandsflugi í Kanada, lenti í þeirri sérstöku lífreynslu að hún sofnaði um borð í flugi en komst að því er hún vaknaði að flugvélin var löngu lent og allir farnir frá

Aldrei eins margir farþegar með Icelandair í einum mánuði

7. ágúst 2019

|

Icelandair sló farþegamet í seinasta mánuði þegar 564.000 farþegar flugu með félaginu og hefur farþegar aldrei verið eins margir í einum mánuði í sögu félagsins.

Sagt að Airbus kynni A321XLR til leiks í næstu viku

13. júní 2019

|

Sagt er að Airbus ætli sér að kynna Airbus A321XLR formlega til leiks á flugsýningunni Paris Air Show sem hefst í næstu viku.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vélmenni flaug mannlausri Cessnu í 2 klukkustundir

19. ágúst 2019

|

Lítil Cessna-einkaflugvél tók á loft á dögunum í Bandaríkjunum mannlaus með engan um borð en flugvélinni var flogið af vélmenni sem flaug vélinni í tvær klukkustundir.

Selja allan hlut sinn í Bank Norwegian

19. ágúst 2019

|

Norwegian tilkynnti í morgun að flugfélagið norska hafi ákveðið að selja allan hlut sinn í fyrirtækinu Norwegian Finans Holdings, sem á dótturfélagið Bank Norwegian, sem Norwegian stofnaði á sínum tí

Farþegaþota lendir í fyrsta sinn á nýja Gagarin-flugvellinum

19. ágúst 2019

|

Farþegaþota lenti í fyrsta sinn í gær á Gagarin-flugvellinum, sem er nýjasti alþjóðaflugvöllur Rússlands, staðsettur í borginni Saratov, tveimur dögum áður en hann verður formlega tekinn í notkun á

Gera ekki ráð fyrir 737 MAX fyrr en eftir áramót

17. ágúst 2019

|

Icelandair hefur nú uppfært flugáætlun sína til ársloka. Félagið gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX vélum í rekstri fyrir þann tíma og hefur aðlagað flugáætlun sína í samræmi við það og aðra þróun á

Vilja að hæstiréttur komi í veg fyrir boðað verkfall flugmanna

16. ágúst 2019

|

Ryanair hefur biðlað til hæstaréttar Írlands um að grípa í taumana og koma í veg fyrir fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna sem stefna á að leggja niður störf sín í næstu viku.

Flugvél hlekktist á í Svefneyjum á Breiðafirði

15. ágúst 2019

|

Lítilli flugvél hlekktist á í lendingu á Svefneyjum á Breiðafirði seinnipartinn í dag.

Cabo Verde Airlines tekur í notkun Boeing 737-300 þotu

15. ágúst 2019

|

Cabo Verde Airlines, flugfélagið á Grænhöfðaeyjum, hefur tekið í notkun Boeing 737-300 þotu sem félagið mun nota til þess að fljúga áætlunarflug frá Nelson Mandela flugvellinum við bæinn Praia til Li

Brotlenti er flugmaðurinn teygði sig í hurð sem hafði opnast

15. ágúst 2019

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) telja að orsök flugslyss, er lítil flugvél af gerðinni Cessna 170 brotlenti í Bandaríkjunum árið 2017, megi rekja til þess að flugmaður gerði tilr

Tvær þotur frá Qantas of nálægt hvor annarri í Sydney

14. ágúst 2019

|

Atvik átti sér stað á flugvellinum í Sydney á dögunum er tvær farþegaþotur frá Qantas fóru of nálægt hvor annarri.

Taka á leigu Boeing 737-200 til að fylla í skarð 737 MAX

13. ágúst 2019

|

Mikil eftirspurn er núna eftir gömlum Boeing 737 þotum vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX þotunum en þetta er haft eftir flugvélaleigum sem leigja út flugvélar til flugfélaga.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00