flugfréttir

Virgin vill fá 150 pláss eftir stækkun Heathrow árið 2026

- Segja ekki hollt að flugfélög IAG séu með 55% hlutdeild á Heathrow

25. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 11:17

Flugvélar Virgin Atlantic á Heathrow-flugvelli

Shai Weiss, framkvæmdarstjóri Virgin Atlantic, segir að flugfélagið breska ætli að fara fram á að fá 150 afgreiðslupláss á Heathrow-flugvelli þegar þriðja flugbrautin verður tilbúin til notkunar árið 2026.

Þriðja flugbrautin, sem hefur verið mikið hitamál á breska þinginu, verður til þess að afkastageta Heathrow-flugvallarins mun aukast um 60%.

Með því mun flugtaks- og lendingarplássum fjölga um 350 pláss en framkvæmdarstjórinn vill að Virgin fá yfir 40% af þeim plássum þar sem félagið er annað stærsta flugfélag Bretlands.

Virgin hefur lengi kvartað yfir því hversu yfirgnæfandi hlutdeild British Airways hefur á Heathrow-flugvelli en dótturfélög IAG, sem eru British Airways, Aer Lingus, Vueling, LEVEL og Iberia, hafa í dag 55 prósenta hlutdeild á Heathrow af þeim 90 flugfélögum sem fljúga um völlinn.

Þess má geta að Virgin Atlantic, ásamt samstarfsflugfélögum á borð við Delta Air Lines og Air France-KLM, hafa minna en 10% hlutdeild á Heathrow.

Weiss segir að með þessu þá sé verið að stuðla að einokun International Airlines Group (IAG) á Heathrow-flugvelli og á sama tíma er ekkert flugfélag sem nær að hafa meira en 5% hlutdeild í mesta lagi og því sé flugvöllurinn ekki samkeppnishæfur og það bitnar á farþegum sem borga meira.

Talsmaður IAG segir að stækkun Heathrow-flugvallar með þriðju flugbrautinni gefi fleiri flugfélögum kost á því að fljúga til vallarins og fagni IAG þeirri samkeppni og sé það í höndum Alþjóðasamtaka flugfélaganna (IATA) að sjá um að úthluta afgreiðsluplássum.  fréttir af handahófi

United pantar fimmtíu A321XLR þotur frá Airbus

4. desember 2019

|

United Airlines hefur langt inn stóra pöntun í 50 farþegaþotur frá Airbus af gerðinni Airbus A321XLR að andvirði 7 milljarða bandaríkjadala sem jafngildir 853 milljörðum króna.

Lufthansa pantar tvær Boeing 777F til viðbótar

8. nóvember 2019

|

Lufthansa Cargo hefur lagt inn pöntun til Boeing í tvær nýjar Boeing 777F fraktþotur og ætlar félagið með því að reyna losa sig fyrr við McDonnell Douglas MD-11 þoturnar.

Nýtt íslenskt flugfélag heitir Play

5. nóvember 2019

|

Forsvarsmenn nýs íslensks flugfélags kynntu rétt fyrir hádegi í dag fyrirhugaða starfsemi á félaginu sem hefur fengið nafnið „Play“ og er um að ræða nýtt íslenskt lágfargjaldaflugfélag.

  Nýjustu flugfréttirnar

Qantas velur A350-1000 fyrir Sólarupprásarverkefnið

13. desember 2019

|

Ástralska flugfélagið Qantas hefur valið Airbus A350-1000 þotuna sem þann flugvélakost sem verður fyrir valinu fyrir „Sólarupprásarverkefnið“ (Project Sunrise) sem miðar af því að bjóða farþegum upp

Southwest og Boeing semja um skaðabætur vegna 737 MAX

12. desember 2019

|

Southwest Airlines hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabótagreiðslu vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningarinnar á Boeing 737 MAX þotunum.

Wizz Air stofnar lágfargjaldafélag í Abu Dhabi

12. desember 2019

|

Wizz Air ætlar sér að stofna sérstakt lágfargjaldaflugfélag í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í samstarfi við stjórnvöld þar í landi en félagið verður annað tveggja flugfélaga sem eru að líta dagsin

Svartsýnn á að Ryanair geti flogið 737 MAX næsta sumar

11. desember 2019

|

Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

El Al stefnir á tilraunir með beint flug til Ástralíu

10. desember 2019

|

Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

Herflugvél með 38 um borð hvarf af ratsjá yfir Suður-Íshafi

10. desember 2019

|

Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

SAS aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum

9. desember 2019

|

SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

SAS mun hætta að fljúga á Narita-flugvöll í Tókýó

9. desember 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

Fréttaþyrla í árekstri við dróna

9. desember 2019

|

Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

Lokaskýrsla vegna flugslyss sunnan Hafnafjarðar árið 2015

8. desember 2019

|

Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í