flugfréttir

Einn af stofnendum Airbus og faðir A300 þotunnar látinn

- Roger Béteille látinn 97 ára að aldri

26. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 10:54

Roger Béteille lést þann 14. júní síðastliðinn, 97 ára að aldri

Roger Béteille, einn af stofnendum Airbus og faðir Airbus A300 þotunnar, sem var fyrsta flugvélin sem Airbus þróaði og kom með á markaðinn, er látinn, 97 ára að aldri.

Roger Béteille var franskur flugvélaverkfræðingur og viðskiptamaður, fæddur í bænum Aveyron í Frakklandi árið 1921. Béteille fékk flugskírteini árið 1945 og hóf störf hjá flugvélaframleiðandanum Sud-Aviation árið 1952 þar sem hann starfaði meðal annars sem yfirmaður yfir flugprófunum og var hann einn af tilraunaflugmönnunum er Caravelle-flugvélin flaug sitt fyrsta flug árið 1955.

Frá árinu 1957 til 1967 starfaði hann í eldflauga- og gervihnattardeild fyrirtækisins en í júlí árið 1967 fékk Béteille hugmynd að hönnun á farþegaþotu sem gæti tekið allt að 300 farþega.

Roger Béteille árið 1974 og Airbus A300 breiðþotan

Sud Aviation leist vel á þá hugmynd og var Béteille gerður að yfirmanni yfir deild sem var ætlað að hefja hönnun og þróun á þeirri flugvél sem fékk vinnsluheitið A300 sem var formlega ýtt út vör árið 1969.

Viðræður hófust við Air France og Lufthansa sem urðu fyrstu flugfélögin til þess að panta þessa flugvél en í ljós kom að þau vildu hafa flugvélina aðeins smærri og var nafn vélarinnar breytt í Airbus A300B og stefnt á að hún myndi taka 250 farþega.

Roger Béteille náði samningum við mörg bandarísk flugfélög á áttunda áratugnum

Airbus gerði Béteille og Felix Kracht að fyrstu yfirmönnum yfir framleiðsludeild fyrirtækisins og var Béteille falið það verkefni að skipa í stöður og velja þau lönd sem komu að framleiðslunni sem endurspeglar ennþá Airbus eins og við þekkjum fyrirtækið í dag.

Frakkarnir þróuðu stjórnklefann á A300 þotunni, stjórnkerfi og hluti af skrokknum. Béteille valdi Hawker Siddeley til þess að sjá um að hanna vængina, Vestur-Þjóðverðar fengu það hlutverk að hanna fremri hluta búksins og stélhlutann, Hollendingar þróuðu flapakerfi og Spánverjar stélvængina.

Airbus A300 í sínu fyrsta flugi árið 1972

Béteille varði miklum tíma í að ræða við yfirmenn flugfélaga og hlusta á þeirra þarfir og var tekið mið af því í hönnun flugvéla og heimsótti hann meðal annars bandarísk flugfélög á borð við United, TWA og American Airlines. Einnig vann hann töluvert mikið með Air France og Lufthansa.

Stór hluti af velgengni Airbus á upphafsárum fyrirtæksins mátti þakka Béteille sem var oft kallaður Herra Airbus.

Béteille árið 1985

Einn af þeim sem ákvað að koma með Airbus A320 á markaðinn

Béteille var einnig einn af þeim sem tók þá lykilákvörðun að koma Airbus A320 í framleiðslu, þota sem átti síðar eftir að verða ein vinsælasta farþegaþota heims, en Airbus gerði sér fljótt grein fyrir því á sínum tíma að fyrirtækið þyrfti að koma með þotu á markaðinn til þess að keppa við Boeing og McDonnell Douglas í samkeppninni um minni farþegaþotur með einum gangi.

„Kannski vorum við of djarfir - Það var bara ekkert annað í stöðunni. Annað hvort þurfum við að verða með þeim fyrstu til að koma með nýja tækni á markaðinn eða velja um að vera ekki með á markaðnum“, sagði Béteille í viðtali við tímaritið Flight árið 1977 en A320 kom á markaðinn 10 árum síðar.

Í mörg ár starfaði Béteille sem rekstarstjóri Airbus og var álitinn sem faðir Airbus-fyrirtæksins ásamt Henri Ziegler og Felix Kracht og þess má geta að verksmiðjubyggingin, þar sem Airbus A350 er sett saman í Toulouse, er nefnd í höfuðið á Béteille.

Béteille hlaut Ludwig Prandtl Ring verlaunin árið 1986 sem er æðsta viðurkenning á vegum Deutsche Gesellschaft fur Luft- und Raunfahrt, sem eru samtök fyrirtækja í flugiðnaði í Þýskalandi.

Béteille var giftur óperusöngkonunni Josette Jasmin og bjuggu þau bæði í Cannes í Frakklandi og le Midi í suðurhluta Frakklands.

Béteille lést þann 14. júní síðastliðinn.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga