flugfréttir
Hætta að fljúga frá Cork og Shannon til Bandaríkjanna

Boeing 737 MAX þota Norwegian
Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Bandaríkjanna frá Cork og Shannon á Írlandi og mun félagið því aðeins fljúga til Norður-Ameríuku frá eyjunni grænu frá Dublin.
Norwegian flaug frá Cork til Providence í Rhode Island og frá Shannon til Providence
og Newburgh í New York.
Félagið segir að ástæðan fyrir því að félagið sé hætt að fljúga þessar flugleiðir sé
vegna kyrrsetningu Boeing 737 MAX vélanna.
Félagið flaug aðeins yfir sumartímann frá Cork til Providence en til stóð að fljúga allt árið
um kring frá Shannon til Bandaríkjanna en hætt var við þau áform sl. haust.
Fljótlega í kjölfar kyrrsetningarinnar á Boeing 737 MAX ákvað félagið að fresta
því að hefja flug á ný frá Cork og Shannon til Bandaríkjanna fram til 31. júlí en nú
hefur félagið ákveðið að fella niður allt flug á þessum leiðum.
Norwegian Air International flýgur í dag frá Dublin til Halifax, Newburgh og Providence
og notar félagið Boeing 737-800 og Airbus A330-300 þotur til flugsins.


10. nóvember 2019
|
Tveimur var bjargað eftir að sviffluga endaði flug sitt upp í tré á Englandi í dag.

25. október 2019
|
Sagt er að Norwegian eigi í viðræðum við rússneska flugvélaframleiðandann Sukhoi um möguleg flugvélakaup.

16. október 2019
|
Frakthurð var opin á Boeing 737-800 þotu frá flugfélaginu Royal Air Marco eftir lendingu á flugvellinum í Lagos í Nígeríu sl. föstudag.

13. desember 2019
|
Ástralska flugfélagið Qantas hefur valið Airbus A350-1000 þotuna sem þann flugvélakost sem verður fyrir valinu fyrir „Sólarupprásarverkefnið“ (Project Sunrise) sem miðar af því að bjóða farþegum upp

12. desember 2019
|
Southwest Airlines hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabótagreiðslu vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningarinnar á Boeing 737 MAX þotunum.

12. desember 2019
|
Wizz Air ætlar sér að stofna sérstakt lágfargjaldaflugfélag í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í samstarfi við stjórnvöld þar í landi en félagið verður annað tveggja flugfélaga sem eru að líta dagsin

11. desember 2019
|
Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

10. desember 2019
|
Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

10. desember 2019
|
Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

9. desember 2019
|
SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

9. desember 2019
|
SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.