flugfréttir

Dótturfélag Air France leggur árar í bát

- Joon flaug sitt fyrsta flug fyrir 18 mánuðum síðan

26. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 18:54

Airbus A321 þota flugfélagsins Joon

Franska lágfargjaldafélagið Joon mun ljúka starfsemi sinni í kvöld eftir aðeins 18 mánaða rekstur en síðustu áætlunarflug félagsins lenda í kvöld á Charles de Gaulle flugvellinum París eftir flug frá Róm og Prag.

Joon er sennilega yngsta flugfélag Frakklands sem hefur lagt árar í bát en félagið náði ekki tveggja ára aldri og er talið að breiðþoturekstur hafi orðið félaginu að falli.

Joon var dótturfélag Air France og flaug félagið sitt fyrsta flug þann 1. desember árið 2017. Markaðsetning félagsins átti að beinast að yngri kynslóðinni og var markhópurinn fólk á aldrinum 18 til 35 ára sem notast við stafræna miðla en nafn félagsins er dregið af franska orðinu „jeune“ sem þýðir „ungur“.

Frá fyrsta flugi félagsins til Seychelles-eyja í desember í fyrra

Félagið byrjaði með ódýr flug með Airbus A320 þotum frá París til Barcelona, Berlínar, Lissabon og Porto sem voru fyrstu áfangastaðir félagsins.

Joon hafði sextán þotur í flota sínum; ellefu af gerðinni Airbus A320 og Airbus A321 og þá var fimm Airbus A340 breiðþotum bætt í flota félagsins sem hafa flogið langflug frá París til St. Maarten, Höfðaborgar, Bombay og til Seychelles-eyja í Indlandshafi.

Airbus A340 breiðþota Joon í lendingu á flugvellinum í St. Maarten

Félagið náði sér aldrei almennilega á strik m.a.v. þær væntingar sem Air France gerði til nýja lágfargjaldafélagsins sem átti að etja kappi við stóru lágfargjaldafélögin í Evrópu og þá sérstaklega eftir að félagið hóf að fljúga breiðþotum til fjarlægra áfangastaða en upphaflega stóð til að etja kappi við félög á borð við easyJet, Ryanair og Transavia.

Hugmyndir félagsins um að ná til unga fólksins náðu ekki fram að ganga og strax í janúar á þessu ári var farið að gera áform um að hætta rekstrinum og sameina félagið aftur inn í Air France ásamt þeim 600 starfsmönnum sem störfuðu fyrir Joon.

Farþegarýmið í flugvélum Joon var hannað til að höfða til ungs fólks  fréttir af handahófi

Air France óvisst með hversu lengi A380 verður í flotanum

26. júní 2019

|

Air France hefur bæst við í hóp þeirra flugfélaga sem ýmisst stefna á að hætta með Airbus A380 risaþotuna eða eru að endurskoða framtíð þeirra í flota sínum.

Berjaya kaupir Icelandair Hotels og tengdar fasteignir

15. júlí 2019

|

Stjórn Icelandair Group hf. hefur skrifað undir kaupsamning við Berjaya Property Ireland Limited („Berjaya“), dótturfélag Berjaya Land Berhad um að Berjaya eignist meirihluta í Icelandair Hotels („fél

Flugdólgur dæmdur til að greiða 21 milljón króna sekt

8. júlí 2019

|

Ölvaður farþegi, sem var valdur að því að Airbus A330 breiðþota frá Hawaiian Airlines þurfti að snúa við til Honolulu vegna hegðunar hans, hefur verið gert að greiða 21.6 milljón króna í sekt.

  Nýjustu flugfréttirnar

Indverjar framkvæma sína eigin úttekt á 737 MAX líkt og EASA

20. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi ætla að fara að fordæmi Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) og framkvæma sína eigin úttekt á Boeing 737 MAX þotunum áður en indverskum flugfélögum verður gefið leyfi til þe

Boeing 787 lenti næstum því með hjólin uppi

20. september 2019

|

Litlu munaði að farþegaþota frá Vietnam Airlines hefði lent með hjólabúnaðinn uppi er vélin var í aðflugi að flugvellinum í Melbourne í Ástralíu í gær.

Czech Airlines flýgur frá Keflavík til Köben og áfram til Prag

20. september 2019

|

Fyrir gjaldþrot WOW air voru þrjú flugfélög sem flugu áætlunarflug milli Kaupmannahafnar og Keflavíkurflugvallar en sl. hálfa árið hafa aðeins tvö flugfélög deilt á milli sín fjölförnustu flugleiðinn

Boeing 737 hóf flugtaksbrun á akbraut á Schiphol

19. september 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Hollandi hefur greint frá atviki sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði er farþegaþota frá Transavia af gerðinni Boeing 737-800 hóf flugtak á akbraut („taxiway“) á Schiph

Láðist að tilkynna í tvígang um vandamál í hreyfli

18. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi hafa meinað þremur flugmönnum að fljúga tímabundið og einnig svipt tveimur flugvirkjum réttindum sínum fyrir að hafa ekki tilkynnt um víbring sem kom upp í hreyfli á Airb

Twin Otter með fjóra um borð saknað í Indónesíu

18. september 2019

|

Leit stendur nú yfir að Twin Otter farþegaflugvél af gerðinni Havilland DHC-5-6-400 í Indónesíu sem saknað er en vélin var í innanlandsflugi í nótt og fór í loftið frá flugvellinum í Timiki áleiðis t

Japan Airlines mögulegur kaupandi að Malaysia Airlines

17. september 2019

|

Möguleiki er á því að Japan Airlines muni kaupa stóran hlut í Malaysia Airlines sem gæti bjargað rekstri félagsins og komið honum á réttan kjöl en félagið hefur verið rekið með tapi frá því í febrúar

Flugmaðurinn týndi vegabréfinu fyrir brottför

17. september 2019

|

Ellefu klukkutíma seinkun varð á flugi hjá suður-kóreska lágfargjaldarfélaginu Tway Air eftir að annar flugmaðurinn uppgötvaði á flugvellinum að hann hefði týnt vegabréfinu sínu.

Draco-flugvél Mike Patey ónýt eftir flugtaksóhapp

17. september 2019

|

Engan sakaði er Draco, flugvél í eigu bandaríska flugmannsins Mike Patey, eyðilagðist er henni hlekktist á í flugtaki á flugvellinum í Reno í Nevada í Bandaríkjunum í gær.

Bannað að sitja í aftustu sætaröð í A320neo þotum Lufthansa

16. september 2019

|

Lufthansa hefur ákveðið að hindra aðgang farþega að síðustu sætaröðinni um borð í Airbus A320neo þotum félagsins sem eru ekki í boði eins og stendur þegar bókað er flug.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00