flugfréttir

Dótturfélag Air France leggur árar í bát

- Joon flaug sitt fyrsta flug fyrir 18 mánuðum síðan

26. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 18:54

Airbus A321 þota flugfélagsins Joon

Franska lágfargjaldafélagið Joon mun ljúka starfsemi sinni í kvöld eftir aðeins 18 mánaða rekstur en síðustu áætlunarflug félagsins lenda í kvöld á Charles de Gaulle flugvellinum París eftir flug frá Róm og Prag.

Joon er sennilega yngsta flugfélag Frakklands sem hefur lagt árar í bát en félagið náði ekki tveggja ára aldri og er talið að breiðþoturekstur hafi orðið félaginu að falli.

Joon var dótturfélag Air France og flaug félagið sitt fyrsta flug þann 1. desember árið 2017. Markaðsetning félagsins átti að beinast að yngri kynslóðinni og var markhópurinn fólk á aldrinum 18 til 35 ára sem notast við stafræna miðla en nafn félagsins er dregið af franska orðinu „jeune“ sem þýðir „ungur“.

Frá fyrsta flugi félagsins til Seychelles-eyja í desember í fyrra

Félagið byrjaði með ódýr flug með Airbus A320 þotum frá París til Barcelona, Berlínar, Lissabon og Porto sem voru fyrstu áfangastaðir félagsins.

Joon hafði sextán þotur í flota sínum; ellefu af gerðinni Airbus A320 og Airbus A321 og þá var fimm Airbus A340 breiðþotum bætt í flota félagsins sem hafa flogið langflug frá París til St. Maarten, Höfðaborgar, Bombay og til Seychelles-eyja í Indlandshafi.

Airbus A340 breiðþota Joon í lendingu á flugvellinum í St. Maarten

Félagið náði sér aldrei almennilega á strik m.a.v. þær væntingar sem Air France gerði til nýja lágfargjaldafélagsins sem átti að etja kappi við stóru lágfargjaldafélögin í Evrópu og þá sérstaklega eftir að félagið hóf að fljúga breiðþotum til fjarlægra áfangastaða en upphaflega stóð til að etja kappi við félög á borð við easyJet, Ryanair og Transavia.

Hugmyndir félagsins um að ná til unga fólksins náðu ekki fram að ganga og strax í janúar á þessu ári var farið að gera áform um að hætta rekstrinum og sameina félagið aftur inn í Air France ásamt þeim 600 starfsmönnum sem störfuðu fyrir Joon.

Farþegarýmið í flugvélum Joon var hannað til að höfða til ungs fólks  fréttir af handahófi

Ná sáttum um 12/30 brautina í Köben sem fær að vera áfram

26. nóvember 2019

|

Allt bendir til þess að áralangar deilur milli flugfélaganna SAS, Norwegian og Danish Air Transport (DAT) og flugvallarins í Kaupmannahöfn varðandi lokun flugbrautarinnar 12/30 sé á lokið.

Condor tekur í notkun gamla merkið með fuglinum

4. desember 2019

|

Þýska flugfélagið Condor hefur tekið aftur upp sitt upprunalega merki sem félagið notaði í gamla daga en merki þess má rekja aftur til sjöunda áratugarins.

Flugþjónn féll frá borði á þotu hjá Finnair

20. janúar 2020

|

Flugþjónn hjá flugfélaginu Finnair slasaðist er hann féll frá borði á farþegaþotu á flugvellinum í Helsinki á dögunum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

Gleymdi að setja hjólin niður í þjálfun á King Air

19. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) gaf út skýrslu á dögunum varðandi atvik sem átti sér stað er flugmaður gleymdi að setja niður hjólin er hann var í undirbúningi fyrir tegundarpróf

Húsleit gerð hjá Avianca vegna gruns um mútur

19. febrúar 2020

|

Aðilar frá öryggis- og leynisþjónustu á vegum ríkisstjórnar Kólumbíu gerðu húsleit í höfuðstöðvum flugfélagsins Avianca í Bogóta í síðustu viku í tengslum við rannsókn á mútum og spillingu innan her

Air Canada semur um bætur við Boeing vegna MAX-vélanna

18. febrúar 2020

|

Air Canada hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabætur vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum.

Skera niður innanlandflugið í Noregi vegna hárra skatta

18. febrúar 2020

|

Norska flugfélagið Widerøe hefur tilkynnt um umtalsverðan niðurskurð í leiðarkerfi félagsins í innanlandsflugi í Noregi sem gripið verður til strax með vorinu en félagið segir niðurskurðinn óhjákvæmil

Í viðræðum við 700 flugmenn um launalaust leyfi

18. febrúar 2020

|

Flest bendir til þess að útbreiðsla kórónaveirunnar eigi eftir að hafa þónokkur áhrif á rekstur finnska flugfélagsins Finnair sem á nú í viðræðum við flugmenn varðandi launalaust leyfi.

Allar Cirrus Vision SF50 þotur kyrrsettar

18. febrúar 2020

|

Allar Cirrus Vision SF50 þotur í heiminum hafa verið kyrrsettar eftir að bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) gáfu út neyðartilskipun varðandi lofthæfi vélanna eftir atvik þar sem eldur kom upp í stjórnk

Kórónaveiran gæti kostað flugiðnaðinn yfir 600 milljarða

14. febrúar 2020

|

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) spáir því að úrbreiðsla kórónaveirunnar, sem nefnd hefur verið Covid-19, muni kosta flugiðnaðinn um 4-5 milljarða bandaríkjadali á þessum ársfjórðungi eða sem samsvara

Höfða mál gegn Boeing vegna kaupa á 737 MAX einkaþotum

14. febrúar 2020

|

Tvö fyrirtæki sem pöntuðu einkaþotuútgáfur af Boeing 737 MAX þotunum (Boeing Business Jet) á sínum tíma hafa höfðað mál gegn Boeing sem verður tekið fyrir á næstunni í hæstaréttinum í King County sýs

Spá miklum skorti á flugmönnum til að fljúga einkaþotum

13. febrúar 2020

|

Fyrirtækið Honeywell Aerospace sér fram á mikinn skort á einkaþotuflugmönnum og telur að töluverð eftirspurn verði eftir flugmönnum til þess að fljúga ríka og fræga fólkinu á milli staða næsta áratug

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00