flugfréttir

Dótturfélag Air France leggur árar í bát

- Joon flaug sitt fyrsta flug fyrir 18 mánuðum síðan

26. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 18:54

Airbus A321 þota flugfélagsins Joon

Franska lágfargjaldafélagið Joon mun ljúka starfsemi sinni í kvöld eftir aðeins 18 mánaða rekstur en síðustu áætlunarflug félagsins lenda í kvöld á Charles de Gaulle flugvellinum París eftir flug frá Róm og Prag.

Joon er sennilega yngsta flugfélag Frakklands sem hefur lagt árar í bát en félagið náði ekki tveggja ára aldri og er talið að breiðþoturekstur hafi orðið félaginu að falli.

Joon var dótturfélag Air France og flaug félagið sitt fyrsta flug þann 1. desember árið 2017. Markaðsetning félagsins átti að beinast að yngri kynslóðinni og var markhópurinn fólk á aldrinum 18 til 35 ára sem notast við stafræna miðla en nafn félagsins er dregið af franska orðinu „jeune“ sem þýðir „ungur“.

Frá fyrsta flugi félagsins til Seychelles-eyja í desember í fyrra

Félagið byrjaði með ódýr flug með Airbus A320 þotum frá París til Barcelona, Berlínar, Lissabon og Porto sem voru fyrstu áfangastaðir félagsins.

Joon hafði sextán þotur í flota sínum; ellefu af gerðinni Airbus A320 og Airbus A321 og þá var fimm Airbus A340 breiðþotum bætt í flota félagsins sem hafa flogið langflug frá París til St. Maarten, Höfðaborgar, Bombay og til Seychelles-eyja í Indlandshafi.

Airbus A340 breiðþota Joon í lendingu á flugvellinum í St. Maarten

Félagið náði sér aldrei almennilega á strik m.a.v. þær væntingar sem Air France gerði til nýja lágfargjaldafélagsins sem átti að etja kappi við stóru lágfargjaldafélögin í Evrópu og þá sérstaklega eftir að félagið hóf að fljúga breiðþotum til fjarlægra áfangastaða en upphaflega stóð til að etja kappi við félög á borð við easyJet, Ryanair og Transavia.

Hugmyndir félagsins um að ná til unga fólksins náðu ekki fram að ganga og strax í janúar á þessu ári var farið að gera áform um að hætta rekstrinum og sameina félagið aftur inn í Air France ásamt þeim 600 starfsmönnum sem störfuðu fyrir Joon.

Farþegarýmið í flugvélum Joon var hannað til að höfða til ungs fólks  fréttir af handahófi

Gulfstream G600 einkaþotan fær vottun frá FAA

1. júlí 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Gulfstream Aerospace hefur fengið lofthæfisvottun frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) fyrir Gulfstream 600 einkaþotunni.

Fundu brak á Grænlandsjökli sem losnaði úr hreyfli af A380

1. júlí 2019

|

Tekist hefur að bjarga hlutum úr hreyfli á Grænlandsjökli sem losnuðu úr hreyfli á Airbus A380 risaþotu frá Air France er hún var á flugi yfir Grænlandi á leið frá París til Los Angeles í september á

Vængendahvirflar talin möguleg orsök flugslyss í Dubai

28. maí 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi telja að orsök flugslyss, er lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Diamond DA62 sem fórst í aðflugi að flugvellinum í Dubai þann 16. maí sl., megi sennilega

  Nýjustu flugfréttirnar

Tvö ókeypis námskeið hefjast í næstu viku hjá Keili

18. júlí 2019

|

Í næstu viku munu tvö námskeið hefjast á vegum Flugakademíu Keilis, annars vegar grunnnámskeið um einka- og atvinnuflugnám og hinsvegar námskeið fyrir ungt fólk um flugtengd störf en bæði námskeiðin

Fær reikning upp á 13 milljónir vegna dólgsláta um borð

18. júlí 2019

|

Annar flugdólgur hefur nú fengið himinháan reikning í bakið fyrir ósæmilega hegðun um borð í flugvél sem var í þetta skiptið á leið til Tyrklands frá Bretlandi en áhöfn vélarninar neyddist til þess

Aðeins 200 kíló eftir af eldsneyti í tönkunum við lendingu

18. júlí 2019

|

Farþegaþota á Indlandi var aðeins sex mínútum frá því að hafa klárað allt eldsneyti um borð áður en hún náði að lenda á flugvellinum í Delí fyrr í vikunni.

Fimm ár síðan að flug MH17 var skotið niður yfir Úkraínu

17. júlí 2019

|

Fimm ár eru í dag liðin frá því að Boeing 777 farþegaþota, flug MH17, á vegum Malaysia Airlines fórst nálægt bænum Hrabove í Úkraínu eftir að hafa verið skotin niður með flugskeyti á leið sinni frá A

Air Lease fær grænt ljós á að sækja Airbus-þotuna

17. júlí 2019

|

Bandaríska flugvélaleigan Air Lease Corporation hefur fengið grænt ljós á að sækja Airbus A321 þotu í eigu fyrirtækisins sem staðið hefur á Keflavíkurflugvelli frá gjaldþroti WOW air eftir að Héraðsdó

Flugfélag kærir Youtube-stjörnu vegna myndatöku um borð

17. júlí 2019

|

Flugfélagið Garuda hefur kært Youtube-stjörnu í Indónesíu fyrir ærumeiðingar eftir að viðkomandi aðili, sem er þekktur myndbandsbloggari þar í landi, gerði grín að flugfélaginu á samfélagsmiðlum.

Fyrsta P-8A herflugvélin fyrir Bretland flýgur fyrsta flugið

16. júlí 2019

|

Fyrsta Boeing P-8A Poseidon herflugvélin fyrir breska flugherinn flaug sitt fyrsta flug á dögunum frá flugvellinum í Renton nálægt Seattle og markar þetta upphafið af flugprófunum með P-8A flugvélarn

Loka starfsstöðvum vegna seinkana á nýjum MAX-þotum

16. júlí 2019

|

Ryanair hefur sent frá sér tilkynningu þar sem félagið segir að til komi að skera niður starfsemi félagsins með því að loka nokkrum starfsstöðvum í haust sem má rekja til kyrrsetningu á Boeing 737 MA

Fyrsta A320neo þota Atlantic Airways komin til Færeyja

15. júlí 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur tekið við fyrstu Airbus A320neo þotunni sem ber skráninguna OY-RCK og var hún afhent ný til félagsins um helgina.

Fallhlífarstökksflugvél ók á kyrrstæða kennsluvél í Slóvakíu

15. júlí 2019

|

Engann sakaði er tvær flugvélar rákust saman á jörðu niðri í Slóvakíu í gær en önnur vélin, af gerðinni Pilatus PC-6, ók á kyrrstæða Diamond DA40 flugvél sem var mannlaus.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00