flugfréttir

Nýja vandamálið með Boeing 737 MAX varðar örgjörva

- Uppgötvuðu vandamál í örgjörva sem gæti hamlað snögg neyðarviðbrögð

27. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:01

Það voru flugmenn hjá FAA sem uppgötvuðu nýja vandamálið þegar þeir voru að prófa uppfærslur Boeing á MCAS-kerfinu

Nýtt vandamál, sem uppgötvaðist varðandi Boeing 737 MAX þoturnar sem greint var frá í gær, virðist vera mögulegur galli eða vanvirkni í örgjörva sem einnig getur framkallað tilhneigingu í stjórnbúnaði þotunnar til að beina nefi hennar niður á við líkt og talið er að hafi gerst í tveimur flugslysum sem varð til þess að 737 MAX var kyrrsett í mars.

Fram kom í fjölmiðlum í gær að bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hefðu komið auga á nýtt vandamál við prófanir í Boeing 737 MAX flughermi en ekki var tilgreint hvers eðlis vandamálið væri.

Samkvæmt heimildarmanni, sem er kunnugur málinu, þá voru flugmenn á vegum hiðs opinbera, sem eru starfsmenn bandarískra flugmálayfirvalda, að framkvæma prófanir á nýju uppfærslunni á MCAS-kerfinu, sem Boeing hefur unnið að í kjölfar flugslysanna tveggja, þegar þeir uppgötvuðu bilun í virkni í örgjörva sem gæti orðið til þess að lágréttur stélflötur þotunnar fer að beina nefi þotunnar niður á við í átt að jörðu, á sama hátt og vandamálið hefur snúist um hingað til.

Boeing 737 MAX í samsetningu í Renton

Ekki er vitað hvort að örgjörvinn hafi spilað hlutverk í flugslysunum tveimur þar sem rannsókn á þeim slysum er í fullum gangi.

„Þegar verið var að prófa virkni örgjörvans í flughermi í síðustu viku þá reyndist erfitt fyrir flugmennina hjá FAA að bregðast fljótt við tilteknu neyðarviðbragði og ef ekki er hægt að bregðast við á örfáum sekúndum þá er það mjög varasamt“, segir einn aðili.

Boeing hefur varið um 8 mánuðum í að finna lausn á vandamáli í hugbúnaði á Boeing 737 MAX þotunum á kerfi sem kallast MCAS sem er ætlað að koma í veg fyrir ofris í viðkvæmum hluta flugsins sem er þá aðallega flugtakið.

Talið er að er kemur að flugslysunum tveimur hjá Lion Air og Ethiopian Airlines að þá hafi mögulegur galli í skynjurum sent fölsk boð um ofris og látið MCAS kerfið bregðast við með því að beina nefi vélarinnar niður á við þegar þess var ekki þörf. Ekki hefur komið enn í ljós hvort að flugmennirnir í þeim tveimur flugslysum hafi brugðist rétt við er kemur að því að aftengja MCAS-kerfið við slíkar aðstæður og er það meðal þess sem verið er að rannsaka.

Boeing 737 MAX þoturnar hafa verið kyrrsettar frá því um miðjan mars

Ekki er vitað hvort að örgjörvinn eigi hlut að máli í slysunum tveimur en aðilar, sem eru kunnugir málinu, segja að verkfræðingar hjá Boeing séu að reyna að átta sig á vandamálinu með örgjörvana og ætla að endurforrita þá en einnig gæti komið til þess að skipta þarf um örgjörvana á öllum Boeing 737 MAX þotunum.

Þá hefur ekki komið í ljós hvort að þessi nýju atriði sem flugmenn hjá FAA uppgötvuðu í seinustu viku eigi eftir að seinka því að kyrrsetningu Boeing 737 MAX verði aflétt en engin dagsetning er komin varðandi það hvenær vélarnar geta farið að fljúga á ný.  fréttir af handahófi

Air France óvisst með hversu lengi A380 verður í flotanum

26. júní 2019

|

Air France hefur bæst við í hóp þeirra flugfélaga sem ýmisst stefna á að hætta með Airbus A380 risaþotuna eða eru að endurskoða framtíð þeirra í flota sínum.

Rússar og Tékkar í deilum um lofthelgi

2. júlí 2019

|

Aeroflot og tvö önnur rússnesk flugfélög hafa þurft að fella niður flug til Tékklands í dag eftir að tékkneska samgönguráðuneytið dró til baka leyfi flugfélaganna þriggja fyrir áætlunarflugi til land

Tvær júmbó-þotur snúa aftur í flota Air India

21. maí 2019

|

Air India ætlar að fjölga júmbó-þotum í flota sínum á ný með því að koma tveimur Boeing 747 þotum aftur í umferð í farþegaflugi sem teknar voru úr umferð árið 2008.

  Nýjustu flugfréttirnar

Tvö ókeypis námskeið hefjast í næstu viku hjá Keili

18. júlí 2019

|

Í næstu viku munu tvö námskeið hefjast á vegum Flugakademíu Keilis, annars vegar grunnnámskeið um einka- og atvinnuflugnám og hinsvegar námskeið fyrir ungt fólk um flugtengd störf en bæði námskeiðin

Fær reikning upp á 13 milljónir vegna dólgsláta um borð

18. júlí 2019

|

Annar flugdólgur hefur nú fengið himinháan reikning í bakið fyrir ósæmilega hegðun um borð í flugvél sem var í þetta skiptið á leið til Tyrklands frá Bretlandi en áhöfn vélarninar neyddist til þess

Aðeins 200 kíló eftir af eldsneyti í tönkunum við lendingu

18. júlí 2019

|

Farþegaþota á Indlandi var aðeins sex mínútum frá því að hafa klárað allt eldsneyti um borð áður en hún náði að lenda á flugvellinum í Delí fyrr í vikunni.

Fimm ár síðan að flug MH17 var skotið niður yfir Úkraínu

17. júlí 2019

|

Fimm ár eru í dag liðin frá því að Boeing 777 farþegaþota, flug MH17, á vegum Malaysia Airlines fórst nálægt bænum Hrabove í Úkraínu eftir að hafa verið skotin niður með flugskeyti á leið sinni frá A

Air Lease fær grænt ljós á að sækja Airbus-þotuna

17. júlí 2019

|

Bandaríska flugvélaleigan Air Lease Corporation hefur fengið grænt ljós á að sækja Airbus A321 þotu í eigu fyrirtækisins sem staðið hefur á Keflavíkurflugvelli frá gjaldþroti WOW air eftir að Héraðsdó

Flugfélag kærir Youtube-stjörnu vegna myndatöku um borð

17. júlí 2019

|

Flugfélagið Garuda hefur kært Youtube-stjörnu í Indónesíu fyrir ærumeiðingar eftir að viðkomandi aðili, sem er þekktur myndbandsbloggari þar í landi, gerði grín að flugfélaginu á samfélagsmiðlum.

Fyrsta P-8A herflugvélin fyrir Bretland flýgur fyrsta flugið

16. júlí 2019

|

Fyrsta Boeing P-8A Poseidon herflugvélin fyrir breska flugherinn flaug sitt fyrsta flug á dögunum frá flugvellinum í Renton nálægt Seattle og markar þetta upphafið af flugprófunum með P-8A flugvélarn

Loka starfsstöðvum vegna seinkana á nýjum MAX-þotum

16. júlí 2019

|

Ryanair hefur sent frá sér tilkynningu þar sem félagið segir að til komi að skera niður starfsemi félagsins með því að loka nokkrum starfsstöðvum í haust sem má rekja til kyrrsetningu á Boeing 737 MA

Fyrsta A320neo þota Atlantic Airways komin til Færeyja

15. júlí 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur tekið við fyrstu Airbus A320neo þotunni sem ber skráninguna OY-RCK og var hún afhent ný til félagsins um helgina.

Fallhlífarstökksflugvél ók á kyrrstæða kennsluvél í Slóvakíu

15. júlí 2019

|

Engann sakaði er tvær flugvélar rákust saman á jörðu niðri í Slóvakíu í gær en önnur vélin, af gerðinni Pilatus PC-6, ók á kyrrstæða Diamond DA40 flugvél sem var mannlaus.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00