flugfréttir

Nýja vandamálið með Boeing 737 MAX varðar örgjörva

- Uppgötvuðu vandamál í örgjörva sem gæti hamlað snögg neyðarviðbrögð

27. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:01

Það voru flugmenn hjá FAA sem uppgötvuðu nýja vandamálið þegar þeir voru að prófa uppfærslur Boeing á MCAS-kerfinu

Nýtt vandamál, sem uppgötvaðist varðandi Boeing 737 MAX þoturnar sem greint var frá í gær, virðist vera mögulegur galli eða vanvirkni í örgjörva sem einnig getur framkallað tilhneigingu í stjórnbúnaði þotunnar til að beina nefi hennar niður á við líkt og talið er að hafi gerst í tveimur flugslysum sem varð til þess að 737 MAX var kyrrsett í mars.

Fram kom í fjölmiðlum í gær að bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hefðu komið auga á nýtt vandamál við prófanir í Boeing 737 MAX flughermi en ekki var tilgreint hvers eðlis vandamálið væri.

Samkvæmt heimildarmanni, sem er kunnugur málinu, þá voru flugmenn á vegum hiðs opinbera, sem eru starfsmenn bandarískra flugmálayfirvalda, að framkvæma prófanir á nýju uppfærslunni á MCAS-kerfinu, sem Boeing hefur unnið að í kjölfar flugslysanna tveggja, þegar þeir uppgötvuðu bilun í virkni í örgjörva sem gæti orðið til þess að lágréttur stélflötur þotunnar fer að beina nefi þotunnar niður á við í átt að jörðu, á sama hátt og vandamálið hefur snúist um hingað til.

Boeing 737 MAX í samsetningu í Renton

Ekki er vitað hvort að örgjörvinn hafi spilað hlutverk í flugslysunum tveimur þar sem rannsókn á þeim slysum er í fullum gangi.

„Þegar verið var að prófa virkni örgjörvans í flughermi í síðustu viku þá reyndist erfitt fyrir flugmennina hjá FAA að bregðast fljótt við tilteknu neyðarviðbragði og ef ekki er hægt að bregðast við á örfáum sekúndum þá er það mjög varasamt“, segir einn aðili.

Boeing hefur varið um 8 mánuðum í að finna lausn á vandamáli í hugbúnaði á Boeing 737 MAX þotunum á kerfi sem kallast MCAS sem er ætlað að koma í veg fyrir ofris í viðkvæmum hluta flugsins sem er þá aðallega flugtakið.

Talið er að er kemur að flugslysunum tveimur hjá Lion Air og Ethiopian Airlines að þá hafi mögulegur galli í skynjurum sent fölsk boð um ofris og látið MCAS kerfið bregðast við með því að beina nefi vélarinnar niður á við þegar þess var ekki þörf. Ekki hefur komið enn í ljós hvort að flugmennirnir í þeim tveimur flugslysum hafi brugðist rétt við er kemur að því að aftengja MCAS-kerfið við slíkar aðstæður og er það meðal þess sem verið er að rannsaka.

Boeing 737 MAX þoturnar hafa verið kyrrsettar frá því um miðjan mars

Ekki er vitað hvort að örgjörvinn eigi hlut að máli í slysunum tveimur en aðilar, sem eru kunnugir málinu, segja að verkfræðingar hjá Boeing séu að reyna að átta sig á vandamálinu með örgjörvana og ætla að endurforrita þá en einnig gæti komið til þess að skipta þarf um örgjörvana á öllum Boeing 737 MAX þotunum.

Þá hefur ekki komið í ljós hvort að þessi nýju atriði sem flugmenn hjá FAA uppgötvuðu í seinustu viku eigi eftir að seinka því að kyrrsetningu Boeing 737 MAX verði aflétt en engin dagsetning er komin varðandi það hvenær vélarnar geta farið að fljúga á ný.  fréttir af handahófi

Airbus á von á pöntun í yfir 100 þotur frá Air France

21. júlí 2019

|

Airbus er sagt vera á lokasprettinum með að ná samningi við Air France um stóra pöntun í allt að sjötíu Airbus A220 þotur (CSeries) auk tugi þotna af gerðinni Airbus A320neo.

Tvær Cessna Caravan fóru mjög nálægt í aðflugi

25. september 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi hefur greint frá mjög alvarlegu atviki sem átti sér stað á Englandi þegar tvær Cessna 208 Caravan flugvélar fóru mjög nálægt hvor annarri en vélarnar voru báðar

Adria Airways á barmi gjaldþrots: Öllu flugi aflýst

24. september 2019

|

Flugfélagið Adria Airways í Slóveníu hefur aflýst öllu áætlunarflugi í dag og á morgun og hætt rekstri tímabundið á meðan stjórn félagsins leitar að fjárfestum í von um að hægt sé að setja meira fé

  Nýjustu flugfréttirnar

Fjarlægði klossa frá nefhjólinu og fékk skrúfuna í sig

14. október 2019

|

Kona í Bandaríkjunum slasaðist er hún varð fyrir loftskrúfu á lítilli flugvél af gerðinni Cessna C172 Skyhawk á flugvellinum í bænum Key West, syðst á Flórída-skaga, sl. laugardagskvöld.

Boða aðgerðir gegn gjaldþroti meðal flugfélaga

14. október 2019

|

Ríkisstjórn Bretlands ætlar að fara að stað með aðgerðir er kemur að gjaldþrotum meðal flugfélaga og stendur til að kynna nýja löggjöf sem mun auðvelda gjaldþrotaferli og aðgerðir er snúa að því að k

El Al hættir með júmbó-þotuna í nóvember

14. október 2019

|

El Al Israel Airlines mun hætta með júmbó-þotuna um næstu mánaðarmót og hefur flugfélagið ákveðið dagsetningu fyrir síðasta áætlunarflugið með Boeing 747.

Cabo Verde Airlines mun hefja flug til Nígeríu

14. október 2019

|

Cabo Verde Airlines hefur tilkynnt að félagið mun hefja beint áætlunarflug frá Grænhöfðaeyjum til Lagos í Nígeríu.

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

Einn af gömlu íslensku Fokker 50 eyðilagðist í óhappi í Kenýa

11. október 2019

|

Ein af þeim fjórum Fokker 50 flugvélum, sem Flugfélag Íslands hafði í flota sínum til margra ára, eyðilagðist í dag er hún fór út af braut í flugtaki í Kenýa er hún var í innanlandsflugi fyrir kenýsk

Aukin eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook

11. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Jet2.com hefur fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook og sér félagið því fram á að rekstarafkoma félagsins eigi eftir að koma út í ha

Airbus hefur afhent 1.000 þotur úr A320neo fjölskyldunni

10. október 2019

|

Airbus hefur náð þeim áfanga að hafa afhent 1.000 flugvélar úr Airbus A320neo fjölskyldunni en sú þúsundasta var afhent frá verksmiðjum Airbus í Hamborg á dögunum.

Klifraði ofan á Embraer-þotu British Airways

10. október 2019

|

British Airways þurfti að hætta við áætlunarflug sitt í dag frá London City flugvellinum til Amsterdam eftir að maður klifraði ofan á eina af Embraer-þotum félagsins rétt fyrir brottför.

Ein ný þota í flotann á tveggja vikna fresti næstu 10 árin

8. október 2019

|

Lufthansa mun taka við nýrri þotu beint úr verksmiðju á tveggja vikna fresti næstu 10 árin eða til ársins 2029.