flugfréttir

Nýja vandamálið með Boeing 737 MAX varðar örgjörva

- Uppgötvuðu vandamál í örgjörva sem gæti hamlað snögg neyðarviðbrögð

27. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:01

Það voru flugmenn hjá FAA sem uppgötvuðu nýja vandamálið þegar þeir voru að prófa uppfærslur Boeing á MCAS-kerfinu

Nýtt vandamál, sem uppgötvaðist varðandi Boeing 737 MAX þoturnar sem greint var frá í gær, virðist vera mögulegur galli eða vanvirkni í örgjörva sem einnig getur framkallað tilhneigingu í stjórnbúnaði þotunnar til að beina nefi hennar niður á við líkt og talið er að hafi gerst í tveimur flugslysum sem varð til þess að 737 MAX var kyrrsett í mars.

Fram kom í fjölmiðlum í gær að bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hefðu komið auga á nýtt vandamál við prófanir í Boeing 737 MAX flughermi en ekki var tilgreint hvers eðlis vandamálið væri.

Samkvæmt heimildarmanni, sem er kunnugur málinu, þá voru flugmenn á vegum hiðs opinbera, sem eru starfsmenn bandarískra flugmálayfirvalda, að framkvæma prófanir á nýju uppfærslunni á MCAS-kerfinu, sem Boeing hefur unnið að í kjölfar flugslysanna tveggja, þegar þeir uppgötvuðu bilun í virkni í örgjörva sem gæti orðið til þess að lágréttur stélflötur þotunnar fer að beina nefi þotunnar niður á við í átt að jörðu, á sama hátt og vandamálið hefur snúist um hingað til.

Boeing 737 MAX í samsetningu í Renton

Ekki er vitað hvort að örgjörvinn hafi spilað hlutverk í flugslysunum tveimur þar sem rannsókn á þeim slysum er í fullum gangi.

„Þegar verið var að prófa virkni örgjörvans í flughermi í síðustu viku þá reyndist erfitt fyrir flugmennina hjá FAA að bregðast fljótt við tilteknu neyðarviðbragði og ef ekki er hægt að bregðast við á örfáum sekúndum þá er það mjög varasamt“, segir einn aðili.

Boeing hefur varið um 8 mánuðum í að finna lausn á vandamáli í hugbúnaði á Boeing 737 MAX þotunum á kerfi sem kallast MCAS sem er ætlað að koma í veg fyrir ofris í viðkvæmum hluta flugsins sem er þá aðallega flugtakið.

Talið er að er kemur að flugslysunum tveimur hjá Lion Air og Ethiopian Airlines að þá hafi mögulegur galli í skynjurum sent fölsk boð um ofris og látið MCAS kerfið bregðast við með því að beina nefi vélarinnar niður á við þegar þess var ekki þörf. Ekki hefur komið enn í ljós hvort að flugmennirnir í þeim tveimur flugslysum hafi brugðist rétt við er kemur að því að aftengja MCAS-kerfið við slíkar aðstæður og er það meðal þess sem verið er að rannsaka.

Boeing 737 MAX þoturnar hafa verið kyrrsettar frá því um miðjan mars

Ekki er vitað hvort að örgjörvinn eigi hlut að máli í slysunum tveimur en aðilar, sem eru kunnugir málinu, segja að verkfræðingar hjá Boeing séu að reyna að átta sig á vandamálinu með örgjörvana og ætla að endurforrita þá en einnig gæti komið til þess að skipta þarf um örgjörvana á öllum Boeing 737 MAX þotunum.

Þá hefur ekki komið í ljós hvort að þessi nýju atriði sem flugmenn hjá FAA uppgötvuðu í seinustu viku eigi eftir að seinka því að kyrrsetningu Boeing 737 MAX verði aflétt en engin dagsetning er komin varðandi það hvenær vélarnar geta farið að fljúga á ný.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga