flugfréttir

Airbus vinnur að tækni sem gerir tvo flugmenn óþarfa

- Vinna að því að þróa gervigreind sem myndi leysa af aðstoðarflugmanninn

28. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 12:53

Stjórnklefi á Airbus A320 þotu

Airbus segir að verið sé að þróa tækni sem gæti leyst aðstoðarflugmanninn frá störfum í stjórnklefa á farþegaflugvélum framleiðandans í náinni framtíð.

„Með því að innleiða tækni á sviði gervigreindar þá gæti skapast tækifæri á því að þróa stjórnklefa þar sem aðeins verður þörf fyrir einn flugmann“, sagði Grazia Vittadini, yfirmaður yfir tæknideild Airbus, í gær á Innovfest Unbound ráðstefnunni í Singapore.

Gervigreind myndi þá taka yfir þá verkferla og þær aðgerðir sem eru staðlaðar í stjórnklefanum á meðan aðeins væri þörf á einum flugmann, sem væri þá flugstjóri, sem myndi taka þær ákvarðanir sem gervigreindin myndi ekki ráða við auk þess sem hann myndi hafa yfirumsjón með gervigreindinni.

Fram kemur að með þessari aðferð þá mætti koma til móts við eitt stærsta vandamálið sem blasir við flugiðnaðinum í dag sem er skortur á flugmönnum sem er yfirvofandi í mörgum löndum.

Grazia Vittadini, yfirmaður yfir tækniþróunardeild Airbus

Vittadini segir að hugmyndin um einn flugmann í stjórnklefanum veki óneitanlega upp spurningar og áhyggjur margra en hún tekur fram að Airbus hefur ávalt öryggi farþega í fyrirrúmi og yrði slík tækni aldrei innleidd í framtíðinni ef í ljós kæmi að öryggi myndi skerðast í kjölfarið.

„Hugmyndin um sjálffljúgandi flugvélar er eitthvað sem mun taka langan tíma. Það tók heil 60 ár að fækka flugmönnum um borð í flugvélum úr fjórum niður í tvo“, segir Vittadini.

„Ömmur okkar og afar hefðu aldrei stígið fæti inn í lyftu án þess að það væri lyftuvörður. Í dag þá eru lyftur sjálfvirkar og engin spáir í því neitt frekar þar sem við höfum aðlagast því“, bætir hún við.

Ekki eru allir sem eru fylgjandi hugmyndum um farþegaflug þar sem aðeins einn flugmaður er í stjórnklefanum og sérstaklega í ljósi þess ef neyðarástand kemur upp þá finnst flestum hæpið að tölva gæti gripið inn í.

Einnig hafa flugmenn, og þar á meðal Chesley „Sully“ Sullenberger, sem lenti farþegaþotu á Hudson-ánni árið 2009, bent á að það verði að vera flugmenn í stjórnklefanum á öllum stundum í farþegaflugi til að glíma við aðstæður sem geta komið upp hvenær sem er þegar tölva bilar.

Hinn frægi flugmaður Sully er meðal þeirra sem hefur ítrekað undirstrikað þá staðreynd að flugmanni verði aldrei hægt að skipta út fyrir tölvutækni

Mörg dæmi eru um að flugmenn hafi náð að afstýra mannskæðu flugslysi á þá vegu að engin tölva hefði náð að grípa inn í með sama hætti og meta aðstæður á sömu leið og flugmenn ná að gera.

Þá hefur einnig verið bent á að flugmenn hafi náð að gera sér grein fyrir hvenær tölva kemur fram með rangar upplýsingar og hafa þeir þá hunsað þær upplýsingar og gripið inn í til að leiðrétta villu sem tölva kom fram með sem endurspeglar nauðsyn þess að reiða sig ekki alfarið á upplýsingar frá tölvunni og ná að koma auga á útreikninga sem standast ekki.  fréttir af handahófi

Selja allan hlut sinn í Bank Norwegian

19. ágúst 2019

|

Norwegian tilkynnti í morgun að flugfélagið norska hafi ákveðið að selja allan hlut sinn í fyrirtækinu Norwegian Finans Holdings, sem á dótturfélagið Bank Norwegian, sem Norwegian stofnaði á sínum tí

Tilraunir hjá Qantas með 19 tíma beint flug

22. ágúst 2019

|

Qantas ætlar að framkvæma sérstakt tilraunaflug til þess að athuga hvort að 19 tíma farþegaflug frá Sydney til London og til New York sé fýsilegur kostur.

Fyrsta bandaríska félagið fellir niður flugleið vegna 737 MAX

4. júlí 2019

|

American Airlines er fyrsta bandaríska flugfélagið til að leggja niður flugleið í leiðarkerfinu vegna kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Indverjar framkvæma sína eigin úttekt á 737 MAX líkt og EASA

20. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi ætla að fara að fordæmi Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) og framkvæma sína eigin úttekt á Boeing 737 MAX þotunum áður en indverskum flugfélögum verður gefið leyfi til þe

Boeing 787 lenti næstum því með hjólin uppi

20. september 2019

|

Litlu munaði að farþegaþota frá Vietnam Airlines hefði lent með hjólabúnaðinn uppi er vélin var í aðflugi að flugvellinum í Melbourne í Ástralíu í gær.

Czech Airlines flýgur frá Keflavík til Köben og áfram til Prag

20. september 2019

|

Fyrir gjaldþrot WOW air voru þrjú flugfélög sem flugu áætlunarflug milli Kaupmannahafnar og Keflavíkurflugvallar en sl. hálfa árið hafa aðeins tvö flugfélög deilt á milli sín fjölförnustu flugleiðinn

Boeing 737 hóf flugtaksbrun á akbraut á Schiphol

19. september 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Hollandi hefur greint frá atviki sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði er farþegaþota frá Transavia af gerðinni Boeing 737-800 hóf flugtak á akbraut („taxiway“) á Schiph

Láðist að tilkynna í tvígang um vandamál í hreyfli

18. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi hafa meinað þremur flugmönnum að fljúga tímabundið og einnig svipt tveimur flugvirkjum réttindum sínum fyrir að hafa ekki tilkynnt um víbring sem kom upp í hreyfli á Airb

Twin Otter með fjóra um borð saknað í Indónesíu

18. september 2019

|

Leit stendur nú yfir að Twin Otter farþegaflugvél af gerðinni Havilland DHC-5-6-400 í Indónesíu sem saknað er en vélin var í innanlandsflugi í nótt og fór í loftið frá flugvellinum í Timiki áleiðis t

Japan Airlines mögulegur kaupandi að Malaysia Airlines

17. september 2019

|

Möguleiki er á því að Japan Airlines muni kaupa stóran hlut í Malaysia Airlines sem gæti bjargað rekstri félagsins og komið honum á réttan kjöl en félagið hefur verið rekið með tapi frá því í febrúar

Flugmaðurinn týndi vegabréfinu fyrir brottför

17. september 2019

|

Ellefu klukkutíma seinkun varð á flugi hjá suður-kóreska lágfargjaldarfélaginu Tway Air eftir að annar flugmaðurinn uppgötvaði á flugvellinum að hann hefði týnt vegabréfinu sínu.

Draco-flugvél Mike Patey ónýt eftir flugtaksóhapp

17. september 2019

|

Engan sakaði er Draco, flugvél í eigu bandaríska flugmannsins Mike Patey, eyðilagðist er henni hlekktist á í flugtaki á flugvellinum í Reno í Nevada í Bandaríkjunum í gær.

Bannað að sitja í aftustu sætaröð í A320neo þotum Lufthansa

16. september 2019

|

Lufthansa hefur ákveðið að hindra aðgang farþega að síðustu sætaröðinni um borð í Airbus A320neo þotum félagsins sem eru ekki í boði eins og stendur þegar bókað er flug.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00