flugfréttir

Airbus vinnur að tækni sem gerir tvo flugmenn óþarfa

- Vinna að því að þróa gervigreind sem myndi leysa af aðstoðarflugmanninn

28. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 12:53

Stjórnklefi á Airbus A320 þotu

Airbus segir að verið sé að þróa tækni sem gæti leyst aðstoðarflugmanninn frá störfum í stjórnklefa á farþegaflugvélum framleiðandans í náinni framtíð.

„Með því að innleiða tækni á sviði gervigreindar þá gæti skapast tækifæri á því að þróa stjórnklefa þar sem aðeins verður þörf fyrir einn flugmann“, sagði Grazia Vittadini, yfirmaður yfir tæknideild Airbus, í gær á Innovfest Unbound ráðstefnunni í Singapore.

Gervigreind myndi þá taka yfir þá verkferla og þær aðgerðir sem eru staðlaðar í stjórnklefanum á meðan aðeins væri þörf á einum flugmann, sem væri þá flugstjóri, sem myndi taka þær ákvarðanir sem gervigreindin myndi ekki ráða við auk þess sem hann myndi hafa yfirumsjón með gervigreindinni.

Fram kemur að með þessari aðferð þá mætti koma til móts við eitt stærsta vandamálið sem blasir við flugiðnaðinum í dag sem er skortur á flugmönnum sem er yfirvofandi í mörgum löndum.

Grazia Vittadini, yfirmaður yfir tækniþróunardeild Airbus

Vittadini segir að hugmyndin um einn flugmann í stjórnklefanum veki óneitanlega upp spurningar og áhyggjur margra en hún tekur fram að Airbus hefur ávalt öryggi farþega í fyrirrúmi og yrði slík tækni aldrei innleidd í framtíðinni ef í ljós kæmi að öryggi myndi skerðast í kjölfarið.

„Hugmyndin um sjálffljúgandi flugvélar er eitthvað sem mun taka langan tíma. Það tók heil 60 ár að fækka flugmönnum um borð í flugvélum úr fjórum niður í tvo“, segir Vittadini.

„Ömmur okkar og afar hefðu aldrei stígið fæti inn í lyftu án þess að það væri lyftuvörður. Í dag þá eru lyftur sjálfvirkar og engin spáir í því neitt frekar þar sem við höfum aðlagast því“, bætir hún við.

Ekki eru allir sem eru fylgjandi hugmyndum um farþegaflug þar sem aðeins einn flugmaður er í stjórnklefanum og sérstaklega í ljósi þess ef neyðarástand kemur upp þá finnst flestum hæpið að tölva gæti gripið inn í.

Einnig hafa flugmenn, og þar á meðal Chesley „Sully“ Sullenberger, sem lenti farþegaþotu á Hudson-ánni árið 2009, bent á að það verði að vera flugmenn í stjórnklefanum á öllum stundum í farþegaflugi til að glíma við aðstæður sem geta komið upp hvenær sem er þegar tölva bilar.

Hinn frægi flugmaður Sully er meðal þeirra sem hefur ítrekað undirstrikað þá staðreynd að flugmanni verði aldrei hægt að skipta út fyrir tölvutækni

Mörg dæmi eru um að flugmenn hafi náð að afstýra mannskæðu flugslysi á þá vegu að engin tölva hefði náð að grípa inn í með sama hætti og meta aðstæður á sömu leið og flugmenn ná að gera.

Þá hefur einnig verið bent á að flugmenn hafi náð að gera sér grein fyrir hvenær tölva kemur fram með rangar upplýsingar og hafa þeir þá hunsað þær upplýsingar og gripið inn í til að leiðrétta villu sem tölva kom fram með sem endurspeglar nauðsyn þess að reiða sig ekki alfarið á upplýsingar frá tölvunni og ná að koma auga á útreikninga sem standast ekki.  fréttir af handahófi

Airbus vinnur að tækni sem gerir tvo flugmenn óþarfa

28. júní 2019

|

Airbus segir að verið sé að þróa tækni sem gæti leyst aðstoðarflugmanninn frá störfum í stjórnklefa á farþegaflugvélum framleiðandans í náinni framtíð.

Tvö ókeypis námskeið hefjast í næstu viku hjá Keili

18. júlí 2019

|

Í næstu viku munu tvö námskeið hefjast á vegum Flugakademíu Keilis, annars vegar grunnnámskeið um einka- og atvinnuflugnám og hinsvegar námskeið fyrir ungt fólk um flugtengd störf en bæði námskeiðin

Bellew mun hætta sem rekstrarstjóri Ryanair

12. júlí 2019

|

Peter Bellew, rekstarstjóri Ryanair, hefur tilkynnt að hann muni segja starfi sínu lausu og hætt sem rekstarstjóri félagsins fyrir lok ársins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Tvö ókeypis námskeið hefjast í næstu viku hjá Keili

18. júlí 2019

|

Í næstu viku munu tvö námskeið hefjast á vegum Flugakademíu Keilis, annars vegar grunnnámskeið um einka- og atvinnuflugnám og hinsvegar námskeið fyrir ungt fólk um flugtengd störf en bæði námskeiðin

Fær reikning upp á 13 milljónir vegna dólgsláta um borð

18. júlí 2019

|

Annar flugdólgur hefur nú fengið himinháan reikning í bakið fyrir ósæmilega hegðun um borð í flugvél sem var í þetta skiptið á leið til Tyrklands frá Bretlandi en áhöfn vélarninar neyddist til þess

Aðeins 200 kíló eftir af eldsneyti í tönkunum við lendingu

18. júlí 2019

|

Farþegaþota á Indlandi var aðeins sex mínútum frá því að hafa klárað allt eldsneyti um borð áður en hún náði að lenda á flugvellinum í Delí fyrr í vikunni.

Fimm ár síðan að flug MH17 var skotið niður yfir Úkraínu

17. júlí 2019

|

Fimm ár eru í dag liðin frá því að Boeing 777 farþegaþota, flug MH17, á vegum Malaysia Airlines fórst nálægt bænum Hrabove í Úkraínu eftir að hafa verið skotin niður með flugskeyti á leið sinni frá A

Air Lease fær grænt ljós á að sækja Airbus-þotuna

17. júlí 2019

|

Bandaríska flugvélaleigan Air Lease Corporation hefur fengið grænt ljós á að sækja Airbus A321 þotu í eigu fyrirtækisins sem staðið hefur á Keflavíkurflugvelli frá gjaldþroti WOW air eftir að Héraðsdó

Flugfélag kærir Youtube-stjörnu vegna myndatöku um borð

17. júlí 2019

|

Flugfélagið Garuda hefur kært Youtube-stjörnu í Indónesíu fyrir ærumeiðingar eftir að viðkomandi aðili, sem er þekktur myndbandsbloggari þar í landi, gerði grín að flugfélaginu á samfélagsmiðlum.

Fyrsta P-8A herflugvélin fyrir Bretland flýgur fyrsta flugið

16. júlí 2019

|

Fyrsta Boeing P-8A Poseidon herflugvélin fyrir breska flugherinn flaug sitt fyrsta flug á dögunum frá flugvellinum í Renton nálægt Seattle og markar þetta upphafið af flugprófunum með P-8A flugvélarn

Loka starfsstöðvum vegna seinkana á nýjum MAX-þotum

16. júlí 2019

|

Ryanair hefur sent frá sér tilkynningu þar sem félagið segir að til komi að skera niður starfsemi félagsins með því að loka nokkrum starfsstöðvum í haust sem má rekja til kyrrsetningu á Boeing 737 MA

Fyrsta A320neo þota Atlantic Airways komin til Færeyja

15. júlí 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur tekið við fyrstu Airbus A320neo þotunni sem ber skráninguna OY-RCK og var hún afhent ný til félagsins um helgina.

Fallhlífarstökksflugvél ók á kyrrstæða kennsluvél í Slóvakíu

15. júlí 2019

|

Engann sakaði er tvær flugvélar rákust saman á jörðu niðri í Slóvakíu í gær en önnur vélin, af gerðinni Pilatus PC-6, ók á kyrrstæða Diamond DA40 flugvél sem var mannlaus.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00