flugfréttir

Airbus vinnur að tækni sem gerir tvo flugmenn óþarfa

- Vinna að því að þróa gervigreind sem myndi leysa af aðstoðarflugmanninn

28. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 12:53

Stjórnklefi á Airbus A320 þotu

Airbus segir að verið sé að þróa tækni sem gæti leyst aðstoðarflugmanninn frá störfum í stjórnklefa á farþegaflugvélum framleiðandans í náinni framtíð.

„Með því að innleiða tækni á sviði gervigreindar þá gæti skapast tækifæri á því að þróa stjórnklefa þar sem aðeins verður þörf fyrir einn flugmann“, sagði Grazia Vittadini, yfirmaður yfir tæknideild Airbus, í gær á Innovfest Unbound ráðstefnunni í Singapore.

Gervigreind myndi þá taka yfir þá verkferla og þær aðgerðir sem eru staðlaðar í stjórnklefanum á meðan aðeins væri þörf á einum flugmann, sem væri þá flugstjóri, sem myndi taka þær ákvarðanir sem gervigreindin myndi ekki ráða við auk þess sem hann myndi hafa yfirumsjón með gervigreindinni.

Fram kemur að með þessari aðferð þá mætti koma til móts við eitt stærsta vandamálið sem blasir við flugiðnaðinum í dag sem er skortur á flugmönnum sem er yfirvofandi í mörgum löndum.

Grazia Vittadini, yfirmaður yfir tækniþróunardeild Airbus

Vittadini segir að hugmyndin um einn flugmann í stjórnklefanum veki óneitanlega upp spurningar og áhyggjur margra en hún tekur fram að Airbus hefur ávalt öryggi farþega í fyrirrúmi og yrði slík tækni aldrei innleidd í framtíðinni ef í ljós kæmi að öryggi myndi skerðast í kjölfarið.

„Hugmyndin um sjálffljúgandi flugvélar er eitthvað sem mun taka langan tíma. Það tók heil 60 ár að fækka flugmönnum um borð í flugvélum úr fjórum niður í tvo“, segir Vittadini.

„Ömmur okkar og afar hefðu aldrei stígið fæti inn í lyftu án þess að það væri lyftuvörður. Í dag þá eru lyftur sjálfvirkar og engin spáir í því neitt frekar þar sem við höfum aðlagast því“, bætir hún við.

Ekki eru allir sem eru fylgjandi hugmyndum um farþegaflug þar sem aðeins einn flugmaður er í stjórnklefanum og sérstaklega í ljósi þess ef neyðarástand kemur upp þá finnst flestum hæpið að tölva gæti gripið inn í.

Einnig hafa flugmenn, og þar á meðal Chesley „Sully“ Sullenberger, sem lenti farþegaþotu á Hudson-ánni árið 2009, bent á að það verði að vera flugmenn í stjórnklefanum á öllum stundum í farþegaflugi til að glíma við aðstæður sem geta komið upp hvenær sem er þegar tölva bilar.

Hinn frægi flugmaður Sully er meðal þeirra sem hefur ítrekað undirstrikað þá staðreynd að flugmanni verði aldrei hægt að skipta út fyrir tölvutækni

Mörg dæmi eru um að flugmenn hafi náð að afstýra mannskæðu flugslysi á þá vegu að engin tölva hefði náð að grípa inn í með sama hætti og meta aðstæður á sömu leið og flugmenn ná að gera.

Þá hefur einnig verið bent á að flugmenn hafi náð að gera sér grein fyrir hvenær tölva kemur fram með rangar upplýsingar og hafa þeir þá hunsað þær upplýsingar og gripið inn í til að leiðrétta villu sem tölva kom fram með sem endurspeglar nauðsyn þess að reiða sig ekki alfarið á upplýsingar frá tölvunni og ná að koma auga á útreikninga sem standast ekki.







  fréttir af handahófi

Bjóða upp á langtímaleigu á flugvélum fyrir tímasöfnun

6. janúar 2020

|

Nýtt fyrirtæki hefur verið stofnað í Flórída sem leigir út flugvélar til flugnema og flugmanna sem eru að safna sér flugtímum en fyrirtækið einblínir á langtímaleigu á vélunum.

Sótt um gjaldþrotavernd fyrir South African

5. desember 2019

|

South African Airways hefur farið fram á gjaldþrotameðferð og hefur ríkistjórn Suður-Afríku sótt um sambærilega gjaldþrotavernd fyrir félagið á borð við Chapter 11 í Bandaríkjunum.

Air Greenland sagt vera að skoða Airbus A330-800neo

18. desember 2019

|

Svo gæti farið að Airbus muni fá pöntun frá Air Greenland sem er sagt vera að íhuga að panta minni tegundina af Airbus A330neo þotunni.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

Gleymdi að setja hjólin niður í þjálfun á King Air

19. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) gaf út skýrslu á dögunum varðandi atvik sem átti sér stað er flugmaður gleymdi að setja niður hjólin er hann var í undirbúningi fyrir tegundarpróf

Húsleit gerð hjá Avianca vegna gruns um mútur

19. febrúar 2020

|

Aðilar frá öryggis- og leynisþjónustu á vegum ríkisstjórnar Kólumbíu gerðu húsleit í höfuðstöðvum flugfélagsins Avianca í Bogóta í síðustu viku í tengslum við rannsókn á mútum og spillingu innan her

Air Canada semur um bætur við Boeing vegna MAX-vélanna

18. febrúar 2020

|

Air Canada hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabætur vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum.

Skera niður innanlandflugið í Noregi vegna hárra skatta

18. febrúar 2020

|

Norska flugfélagið Widerøe hefur tilkynnt um umtalsverðan niðurskurð í leiðarkerfi félagsins í innanlandsflugi í Noregi sem gripið verður til strax með vorinu en félagið segir niðurskurðinn óhjákvæmil

Í viðræðum við 700 flugmenn um launalaust leyfi

18. febrúar 2020

|

Flest bendir til þess að útbreiðsla kórónaveirunnar eigi eftir að hafa þónokkur áhrif á rekstur finnska flugfélagsins Finnair sem á nú í viðræðum við flugmenn varðandi launalaust leyfi.

Allar Cirrus Vision SF50 þotur kyrrsettar

18. febrúar 2020

|

Allar Cirrus Vision SF50 þotur í heiminum hafa verið kyrrsettar eftir að bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) gáfu út neyðartilskipun varðandi lofthæfi vélanna eftir atvik þar sem eldur kom upp í stjórnk

Kórónaveiran gæti kostað flugiðnaðinn yfir 600 milljarða

14. febrúar 2020

|

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) spáir því að úrbreiðsla kórónaveirunnar, sem nefnd hefur verið Covid-19, muni kosta flugiðnaðinn um 4-5 milljarða bandaríkjadali á þessum ársfjórðungi eða sem samsvara

Höfða mál gegn Boeing vegna kaupa á 737 MAX einkaþotum

14. febrúar 2020

|

Tvö fyrirtæki sem pöntuðu einkaþotuútgáfur af Boeing 737 MAX þotunum (Boeing Business Jet) á sínum tíma hafa höfðað mál gegn Boeing sem verður tekið fyrir á næstunni í hæstaréttinum í King County sýs

Spá miklum skorti á flugmönnum til að fljúga einkaþotum

13. febrúar 2020

|

Fyrirtækið Honeywell Aerospace sér fram á mikinn skort á einkaþotuflugmönnum og telur að töluverð eftirspurn verði eftir flugmönnum til þess að fljúga ríka og fræga fólkinu á milli staða næsta áratug

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00