flugfréttir

Airbus vinnur að tækni sem gerir tvo flugmenn óþarfa

- Vinna að því að þróa gervigreind sem myndi leysa af aðstoðarflugmanninn

28. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 12:53

Stjórnklefi á Airbus A320 þotu

Airbus segir að verið sé að þróa tækni sem gæti leyst aðstoðarflugmanninn frá störfum í stjórnklefa á farþegaflugvélum framleiðandans í náinni framtíð.

„Með því að innleiða tækni á sviði gervigreindar þá gæti skapast tækifæri á því að þróa stjórnklefa þar sem aðeins verður þörf fyrir einn flugmann“, sagði Grazia Vittadini, yfirmaður yfir tæknideild Airbus, í gær á Innovfest Unbound ráðstefnunni í Singapore.

Gervigreind myndi þá taka yfir þá verkferla og þær aðgerðir sem eru staðlaðar í stjórnklefanum á meðan aðeins væri þörf á einum flugmann, sem væri þá flugstjóri, sem myndi taka þær ákvarðanir sem gervigreindin myndi ekki ráða við auk þess sem hann myndi hafa yfirumsjón með gervigreindinni.

Fram kemur að með þessari aðferð þá mætti koma til móts við eitt stærsta vandamálið sem blasir við flugiðnaðinum í dag sem er skortur á flugmönnum sem er yfirvofandi í mörgum löndum.

Grazia Vittadini, yfirmaður yfir tækniþróunardeild Airbus

Vittadini segir að hugmyndin um einn flugmann í stjórnklefanum veki óneitanlega upp spurningar og áhyggjur margra en hún tekur fram að Airbus hefur ávalt öryggi farþega í fyrirrúmi og yrði slík tækni aldrei innleidd í framtíðinni ef í ljós kæmi að öryggi myndi skerðast í kjölfarið.

„Hugmyndin um sjálffljúgandi flugvélar er eitthvað sem mun taka langan tíma. Það tók heil 60 ár að fækka flugmönnum um borð í flugvélum úr fjórum niður í tvo“, segir Vittadini.

„Ömmur okkar og afar hefðu aldrei stígið fæti inn í lyftu án þess að það væri lyftuvörður. Í dag þá eru lyftur sjálfvirkar og engin spáir í því neitt frekar þar sem við höfum aðlagast því“, bætir hún við.

Ekki eru allir sem eru fylgjandi hugmyndum um farþegaflug þar sem aðeins einn flugmaður er í stjórnklefanum og sérstaklega í ljósi þess ef neyðarástand kemur upp þá finnst flestum hæpið að tölva gæti gripið inn í.

Einnig hafa flugmenn, og þar á meðal Chesley „Sully“ Sullenberger, sem lenti farþegaþotu á Hudson-ánni árið 2009, bent á að það verði að vera flugmenn í stjórnklefanum á öllum stundum í farþegaflugi til að glíma við aðstæður sem geta komið upp hvenær sem er þegar tölva bilar.

Hinn frægi flugmaður Sully er meðal þeirra sem hefur ítrekað undirstrikað þá staðreynd að flugmanni verði aldrei hægt að skipta út fyrir tölvutækni

Mörg dæmi eru um að flugmenn hafi náð að afstýra mannskæðu flugslysi á þá vegu að engin tölva hefði náð að grípa inn í með sama hætti og meta aðstæður á sömu leið og flugmenn ná að gera.

Þá hefur einnig verið bent á að flugmenn hafi náð að gera sér grein fyrir hvenær tölva kemur fram með rangar upplýsingar og hafa þeir þá hunsað þær upplýsingar og gripið inn í til að leiðrétta villu sem tölva kom fram með sem endurspeglar nauðsyn þess að reiða sig ekki alfarið á upplýsingar frá tölvunni og ná að koma auga á útreikninga sem standast ekki.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga