flugfréttir

Flughermafélag Íslands stofnað

- Áhugamannafélag þeirra sem fljúga „simmaflug“ á Íslandi

29. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 20:54

Áhersla Flughermafélags Íslands er að efla áhuga fólks á flugi í tölvu og halda utan um félagsskap þeirra sem fljúga í hermi

Nokkrir áhugamenn á Íslandi um flug í flughermi komu saman í dag á stofnfundi Flughermafélags Íslands sem er fyrsta félag sinnar tegundar sem stofnað hefur verið hérlendis í kringum flugherma.

Nokkuð stór hópur einstaklinga og áhugamanna um hermaflug fljúga reglulega í tölvum og eru tæplega 400 meðlimir í íslenskum flughermahópi á Facebook sem kallast The Icelandic Flightsim Community

„Með félaginu erum við að koma þessu áhugamáli til almennings. Þetta eru ekki bara skrítnir menn út í horni sem eru að leika sér að fljúga í tölvunni. Þetta snýst um miklu meira en það“, segir Böðvar Eggertsson, formaður Flughermafélags Íslands.

Auðvelt og ódýrt að koma sér upp flughermi

Að koma sér upp flughermi í tölvunni er ekki dýrt en til að mynda kostar X-Plane um 7.400 krónur og er hægt að versla hann á Netinu og niðurhala forritinu strax og hefjast handa við að setja herminn upp og byrja að fljúga.

Böðvar hefur varið tæpu ári í smíðu á King Air flugherminum og bíður eftir því að fá heimsókn frá flugmann sem flýgur King Air til að leggja mat á flugherminn

Í flughermum er hægt að fljúga með raunverulegum hætti milli hvaða staða sem er í heiminum hvort sem um er að ræða 40 mínútna flug til Akureyrar frá Reykjavík eða flug frá Keflavík til Kanaríeyja sem tekur þá um 5 klukkustundir í eins og í raunveruleikanum.

Þá er hægt að vera með alvöru veður uppsett sem er eins og veðrið er í raunveruleikanum sem þýðir að ef það er stormur og hvassviðri úti þá er sama veðrið í flugherminum. Endalaust er að hægt að bæta við viðbótum á borð við raunverulegra landslagi og ítarlegri flugvöllum auk þess sem hægt er að sækja frítt eða kaupa mjög raunverulegar útgáfur af flugvélum á Netinu hvort sem um ræðir Boeing 757, tveggja hreyfla Piper-flugvél, Concorde, DC-10, Cessnu Skyhawk eða gamaldags tvíþekju.

Flughermirinn tekur stórt pláss í skúrnum eins og flestir alvöru hermar

„Þetta er orðið mjög aðgengilegt fyrir fólk að komast í þetta. Þessi forrit kosta ekki mikinn pening og þetta er orðið mjög raunverulegt. Allt landslag er farið að líta það vel út að það er farið að nálgast það sem maður sér í alvöru flugi. Þú getur ferðast óbeint í þessum sýndarheimi og séð það sem þú sérð ekki annars.“, segir Böðvar.

Einn fullkomnasti heimasmíðaði King Air flughermir á landinu

Böðvar er einn þeirra sem hefur tekið skrefið lengra í flughermadellunni og smíðað nákvæman flughermi af King Air flugvélinni sem er sú vél sem Mýflug og Norlandair notast við í sínum rekstri.

Hermirinn kemur með lokuðum stjórnklefa og í honum má finna tvö sæti, stjórntæki, inngjöf, alla helstu mæla og þrjá stóra skjái sem bjóða upp á 180 gráðu ásýnd og svipar hann til þeirra herma sem notaðir eru við fyrir þjálfun flugmann og í verklegri kennslu í flugskólum.

Flugmenn í King Air flugherminum að undirbúa lendingu í Grímsey

„Þetta er verkefni sem hefur staðið yfir í ár. Það þarf að ná sér í þekkingu. Ég er ekki einn í þessu. Við höfum verið sex í mismunandi löndum; Noregi, Kólumbíu, Brasilíu, Austurríki og í Bandaríkjunum sem höfum smíðað King Air flugherma samtímis í samvinnu án þess að það kosti heilan handlegg“

“Það fer mikill tími í þetta. Það hefur farið nánast hver einasta stund sem er aflögu í að smíða herminn“, segir Böðvar en hann byrjaði þann 4. júlí árið 2018 að smíða herminn. Þrátt fyrir að flughermirinn sé fulltilbúinn í augum flestra þá telur Böðvar að hann sé um 60 til 70% tilbúinn.

„King Air er flott græja“

„Þetta er flott græja“, svarar Böðvar aðspurður hversvegna King Air varð fyrir valinu - „Af svona stærð af flugvél þá er þetta bara sportbílinn í iðnaðinum. Hún „performar“ vel, er kraftmikil, nær 20.000 fetum á 10 mínútum sem segir allt um kraftinn sem er í henni og er skemmtileg að meðhöndla. Það kemur kannski sá dagur sem ég fæ að taka í alvöru King Air“, segir Böðvar brosandi.

Mjög góð mæting var á stofnfundi Flughermafélags Íslands sem fram fór í dag

Böðvar segir að eftir alla þessa vinnu sem hefur farið í smíðina á herminum að þá hefur hann komist að því að hann er miklu meiri flugvirki en flugmaður. Er kemur að smíði og verkfræði þá er Böðvar á heimavelli en Böðvar er vélstjóri og vélfræðingur að mennt og kennir í dag málmiðngreinar við Fjölbrautarskóla Vesturlands.

Flughermar bæði notaðir í leik, þjálfun og starfi

Flughermar eru bæði notaðar í leik og í starfi en tugþúsundir áhugamenn auk flugmanna um allan heim fljúga daglega í hermi í tölvu auk þess sem margir áhugamenn hafa farið skrefinu lengra og smíðað sinn eigin flughermi.

Tölvurisinn Microsoft var einn af brautryðjendum í þróun á tölvuleikjum þar sem notandi gat flogið í tölvu og kom sá fyrsti út frá Microsoft árið 1982 og komu í kjölfarið ellefu útgáfur til viðbótar til ársins 2006 er Flight Simulator X kom út.

Án ef eru margir flugáhugamenn sem hefðu ekkert á móti því að hafa svona flughermi í skúrnum sínum

Í dag hefur hermirinn X-Plane frá Laminar Research orðið einn fremsti flughermir heims eftir að Microsoft hætti að koma með nýjar útgáfur fyrir 13 árum síðan en í síðasta mánuði kom tilkynning frá Microsoft þess efnis að fyrirtækið ætlar að koma með nýja útgáfu á markað á næsta ári. Þá hefur flughermirinn Prepar3D einnig notið vinsælda og hefur hann verið talinn mjög nákvæmur og hefur hann verið notaður í iðnaðinum fyrir þjálfun flugmanna.

Þeir sem vilja kynna sér flughermasamfélagið á Íslandi geta sótt um aðgang að Facebook-hópnum The Icelandic Flightsim Community en þess má geta að reglulega er farið í hópflug þar sem tengst er í gegnum sýndarveruleikaflugheim sem kallast VATSIM sem býður meðal annars upp á stjórnuð flugumferðarsvæði og þá er hægt að sjá aðrar flugvélar sem aðrir eru að fljúga á sama tíma í loftinu eða á flugvöllum.

Fleiri myndir:  fréttir af handahófi

Condor fær lán frá þýska ríkinu

15. október 2019

|

Framkvæmdarstjórn Evrópsambandsins hefur gefið grænt ljós fyrir láni frá þýska ríkinu upp á 52 milljarða króna til þýska flugfélagsins Condor.

Kyrrsettar í kjölfar flugslyss í Svíðþjóð

22. júlí 2019

|

Flugmálayfirvöld nokkurra ríkja og landa hafa farið fram á kyrrsetningu á flugvélartegund af gerðinni GippsAero GA8 Skyvan, sömu gerðar og sú sem fórst í Svíðþjóð þann
14. júlí sl. með þeim afle

EasyJet gagnrýnt fyrir sæti með engu sætisbaki

7. ágúst 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet hefur svarað fyrir þá gagnrýni sem félagið hefur fengið á sig eftir að ljósmynd var birt á samfélagsmiðlum í gær sem sýnir konu sitja í sæti sem hafði ekkert sætisb

  Nýjustu flugfréttirnar

Flybe verður Virgin Connect

15. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Flybe mun breyta um nafn og koma til með að heita „Virgin Connect“ frá og með árinu 2020.

SWISS kyrrsetur Airbus A220

15. október 2019

|

Flugfélagið Swiss International Air Lines kyrrsetti í dag allar þær 29 Airbus A220 (CSeries) þotur sem félagið hefur í flotanum til að framkvæma skoðun á hreyflum vélanna í kjölfar nokkurra bilana se

Condor fær lán frá þýska ríkinu

15. október 2019

|

Framkvæmdarstjórn Evrópsambandsins hefur gefið grænt ljós fyrir láni frá þýska ríkinu upp á 52 milljarða króna til þýska flugfélagsins Condor.

Fjarlægði klossa frá nefhjólinu og fékk skrúfuna í sig

14. október 2019

|

Kona í Bandaríkjunum slasaðist er hún varð fyrir loftskrúfu á lítilli flugvél af gerðinni Cessna C172 Skyhawk á flugvellinum í bænum Key West, syðst á Flórída-skaga, sl. laugardagskvöld.

Boða aðgerðir gegn gjaldþroti meðal flugfélaga

14. október 2019

|

Ríkisstjórn Bretlands ætlar að fara að stað með aðgerðir er kemur að gjaldþrotum meðal flugfélaga og stendur til að kynna nýja löggjöf sem mun auðvelda gjaldþrotaferli og aðgerðir er snúa að því að k

El Al hættir með júmbó-þotuna í nóvember

14. október 2019

|

El Al Israel Airlines mun hætta með júmbó-þotuna um næstu mánaðarmót og hefur flugfélagið ákveðið dagsetningu fyrir síðasta áætlunarflugið með Boeing 747.

Cabo Verde Airlines mun hefja flug til Nígeríu

14. október 2019

|

Cabo Verde Airlines hefur tilkynnt að félagið mun hefja beint áætlunarflug frá Grænhöfðaeyjum til Lagos í Nígeríu.

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

Einn af gömlu íslensku Fokker 50 eyðilagðist í óhappi í Kenýa

11. október 2019

|

Ein af þeim fjórum Fokker 50 flugvélum, sem Flugfélag Íslands hafði í flota sínum til margra ára, eyðilagðist í dag er hún fór út af braut í flugtaki í Kenýa er hún var í innanlandsflugi fyrir kenýsk

Aukin eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook

11. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Jet2.com hefur fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook og sér félagið því fram á að rekstarafkoma félagsins eigi eftir að koma út í ha

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00