flugfréttir

Flughermafélag Íslands stofnað

- Áhugamannafélag þeirra sem fljúga „simmaflug“ á Íslandi

29. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 20:54

Áhersla Flughermafélags Íslands er að efla áhuga fólks á flugi í tölvu og halda utan um félagsskap þeirra sem fljúga í hermi

Nokkrir áhugamenn á Íslandi um flug í flughermi komu saman í dag á stofnfundi Flughermafélags Íslands sem er fyrsta félag sinnar tegundar sem stofnað hefur verið hérlendis í kringum flugherma.

Nokkuð stór hópur einstaklinga og áhugamanna um hermaflug fljúga reglulega í tölvum og eru tæplega 400 meðlimir í íslenskum flughermahópi á Facebook sem kallast The Icelandic Flightsim Community

„Með félaginu erum við að koma þessu áhugamáli til almennings. Þetta eru ekki bara skrítnir menn út í horni sem eru að leika sér að fljúga í tölvunni. Þetta snýst um miklu meira en það“, segir Böðvar Eggertsson, formaður Flughermafélags Íslands.

Auðvelt og ódýrt að koma sér upp flughermi

Að koma sér upp flughermi í tölvunni er ekki dýrt en til að mynda kostar X-Plane um 7.400 krónur og er hægt að versla hann á Netinu og niðurhala forritinu strax og hefjast handa við að setja herminn upp og byrja að fljúga.

Böðvar hefur varið tæpu ári í smíðu á King Air flugherminum og bíður eftir því að fá heimsókn frá flugmann sem flýgur King Air til að leggja mat á flugherminn

Í flughermum er hægt að fljúga með raunverulegum hætti milli hvaða staða sem er í heiminum hvort sem um er að ræða 40 mínútna flug til Akureyrar frá Reykjavík eða flug frá Keflavík til Kanaríeyja sem tekur þá um 5 klukkustundir í eins og í raunveruleikanum.

Þá er hægt að vera með alvöru veður uppsett sem er eins og veðrið er í raunveruleikanum sem þýðir að ef það er stormur og hvassviðri úti þá er sama veðrið í flugherminum. Endalaust er að hægt að bæta við viðbótum á borð við raunverulegra landslagi og ítarlegri flugvöllum auk þess sem hægt er að sækja frítt eða kaupa mjög raunverulegar útgáfur af flugvélum á Netinu hvort sem um ræðir Boeing 757, tveggja hreyfla Piper-flugvél, Concorde, DC-10, Cessnu Skyhawk eða gamaldags tvíþekju.

Flughermirinn tekur stórt pláss í skúrnum eins og flestir alvöru hermar

„Þetta er orðið mjög aðgengilegt fyrir fólk að komast í þetta. Þessi forrit kosta ekki mikinn pening og þetta er orðið mjög raunverulegt. Allt landslag er farið að líta það vel út að það er farið að nálgast það sem maður sér í alvöru flugi. Þú getur ferðast óbeint í þessum sýndarheimi og séð það sem þú sérð ekki annars.“, segir Böðvar.

Einn fullkomnasti heimasmíðaði King Air flughermir á landinu

Böðvar er einn þeirra sem hefur tekið skrefið lengra í flughermadellunni og smíðað nákvæman flughermi af King Air flugvélinni sem er sú vél sem Mýflug og Norlandair notast við í sínum rekstri.

Hermirinn kemur með lokuðum stjórnklefa og í honum má finna tvö sæti, stjórntæki, inngjöf, alla helstu mæla og þrjá stóra skjái sem bjóða upp á 180 gráðu ásýnd og svipar hann til þeirra herma sem notaðir eru við fyrir þjálfun flugmann og í verklegri kennslu í flugskólum.

Flugmenn í King Air flugherminum að undirbúa lendingu í Grímsey

„Þetta er verkefni sem hefur staðið yfir í ár. Það þarf að ná sér í þekkingu. Ég er ekki einn í þessu. Við höfum verið sex í mismunandi löndum; Noregi, Kólumbíu, Brasilíu, Austurríki og í Bandaríkjunum sem höfum smíðað King Air flugherma samtímis í samvinnu án þess að það kosti heilan handlegg“

“Það fer mikill tími í þetta. Það hefur farið nánast hver einasta stund sem er aflögu í að smíða herminn“, segir Böðvar en hann byrjaði þann 4. júlí árið 2018 að smíða herminn. Þrátt fyrir að flughermirinn sé fulltilbúinn í augum flestra þá telur Böðvar að hann sé um 60 til 70% tilbúinn.

„King Air er flott græja“

„Þetta er flott græja“, svarar Böðvar aðspurður hversvegna King Air varð fyrir valinu - „Af svona stærð af flugvél þá er þetta bara sportbílinn í iðnaðinum. Hún „performar“ vel, er kraftmikil, nær 20.000 fetum á 10 mínútum sem segir allt um kraftinn sem er í henni og er skemmtileg að meðhöndla. Það kemur kannski sá dagur sem ég fæ að taka í alvöru King Air“, segir Böðvar brosandi.

Mjög góð mæting var á stofnfundi Flughermafélags Íslands sem fram fór í dag

Böðvar segir að eftir alla þessa vinnu sem hefur farið í smíðina á herminum að þá hefur hann komist að því að hann er miklu meiri flugvirki en flugmaður. Er kemur að smíði og verkfræði þá er Böðvar á heimavelli en Böðvar er vélstjóri og vélfræðingur að mennt og kennir í dag málmiðngreinar við Fjölbrautarskóla Vesturlands.

Flughermar bæði notaðir í leik, þjálfun og starfi

Flughermar eru bæði notaðar í leik og í starfi en tugþúsundir áhugamenn auk flugmanna um allan heim fljúga daglega í hermi í tölvu auk þess sem margir áhugamenn hafa farið skrefinu lengra og smíðað sinn eigin flughermi.

Tölvurisinn Microsoft var einn af brautryðjendum í þróun á tölvuleikjum þar sem notandi gat flogið í tölvu og kom sá fyrsti út frá Microsoft árið 1982 og komu í kjölfarið ellefu útgáfur til viðbótar til ársins 2006 er Flight Simulator X kom út.

Án ef eru margir flugáhugamenn sem hefðu ekkert á móti því að hafa svona flughermi í skúrnum sínum

Í dag hefur hermirinn X-Plane frá Laminar Research orðið einn fremsti flughermir heims eftir að Microsoft hætti að koma með nýjar útgáfur fyrir 13 árum síðan en í síðasta mánuði kom tilkynning frá Microsoft þess efnis að fyrirtækið ætlar að koma með nýja útgáfu á markað á næsta ári. Þá hefur flughermirinn Prepar3D einnig notið vinsælda og hefur hann verið talinn mjög nákvæmur og hefur hann verið notaður í iðnaðinum fyrir þjálfun flugmanna.

Þeir sem vilja kynna sér flughermasamfélagið á Íslandi geta sótt um aðgang að Facebook-hópnum The Icelandic Flightsim Community en þess má geta að reglulega er farið í hópflug þar sem tengst er í gegnum sýndarveruleikaflugheim sem kallast VATSIM sem býður meðal annars upp á stjórnuð flugumferðarsvæði og þá er hægt að sjá aðrar flugvélar sem aðrir eru að fljúga á sama tíma í loftinu eða á flugvöllum.

Fleiri myndir:  fréttir af handahófi

Donald Trump kynnir nýtt útlit fyrir Air Force One

13. júní 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kynnti í gær nýtt útlit á nýju Air Force One forsetaflugvélina í viðtali við fréttamenn ABC News sem fram fór í Hvíta Húsinu.

Dótturfélag Air France leggur árar í bát

26. júní 2019

|

Franska lágfargjaldafélagið Joon mun ljúka starfsemi sinni í kvöld eftir aðeins 18 mánaða rekstur en síðustu áætlunarflug félagsins lenda í kvöld á Charles de Gaulle flugvellinum París eftir flug frá

Airbus byrjar að smíða fyrstu A220 þotuna í Alabama

6. ágúst 2019

|

Airbus hefur hafið framleiðslu á Airbus A220 þotunni í Mobile í Alabama en tæp tvö ár eru liðin frá því Airbus tilkynnti fyrst um áform sín um að smíða CSeries-þotuna í Bandaríkjunum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vélmenni flaug mannlausri Cessnu í 2 klukkustundir

19. ágúst 2019

|

Lítil Cessna-einkaflugvél tók á loft á dögunum í Bandaríkjunum mannlaus með engan um borð en flugvélinni var flogið af vélmenni sem flaug vélinni í tvær klukkustundir.

Selja allan hlut sinn í Bank Norwegian

19. ágúst 2019

|

Norwegian tilkynnti í morgun að flugfélagið norska hafi ákveðið að selja allan hlut sinn í fyrirtækinu Norwegian Finans Holdings, sem á dótturfélagið Bank Norwegian, sem Norwegian stofnaði á sínum tí

Farþegaþota lendir í fyrsta sinn á nýja Gagarin-flugvellinum

19. ágúst 2019

|

Farþegaþota lenti í fyrsta sinn í gær á Gagarin-flugvellinum, sem er nýjasti alþjóðaflugvöllur Rússlands, staðsettur í borginni Saratov, tveimur dögum áður en hann verður formlega tekinn í notkun á

Gera ekki ráð fyrir 737 MAX fyrr en eftir áramót

17. ágúst 2019

|

Icelandair hefur nú uppfært flugáætlun sína til ársloka. Félagið gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX vélum í rekstri fyrir þann tíma og hefur aðlagað flugáætlun sína í samræmi við það og aðra þróun á

Vilja að hæstiréttur komi í veg fyrir boðað verkfall flugmanna

16. ágúst 2019

|

Ryanair hefur biðlað til hæstaréttar Írlands um að grípa í taumana og koma í veg fyrir fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna sem stefna á að leggja niður störf sín í næstu viku.

Flugvél hlekktist á í Svefneyjum á Breiðafirði

15. ágúst 2019

|

Lítilli flugvél hlekktist á í lendingu á Svefneyjum á Breiðafirði seinnipartinn í dag.

Cabo Verde Airlines tekur í notkun Boeing 737-300 þotu

15. ágúst 2019

|

Cabo Verde Airlines, flugfélagið á Grænhöfðaeyjum, hefur tekið í notkun Boeing 737-300 þotu sem félagið mun nota til þess að fljúga áætlunarflug frá Nelson Mandela flugvellinum við bæinn Praia til Li

Brotlenti er flugmaðurinn teygði sig í hurð sem hafði opnast

15. ágúst 2019

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) telja að orsök flugslyss, er lítil flugvél af gerðinni Cessna 170 brotlenti í Bandaríkjunum árið 2017, megi rekja til þess að flugmaður gerði tilr

Tvær þotur frá Qantas of nálægt hvor annarri í Sydney

14. ágúst 2019

|

Atvik átti sér stað á flugvellinum í Sydney á dögunum er tvær farþegaþotur frá Qantas fóru of nálægt hvor annarri.

Taka á leigu Boeing 737-200 til að fylla í skarð 737 MAX

13. ágúst 2019

|

Mikil eftirspurn er núna eftir gömlum Boeing 737 þotum vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX þotunum en þetta er haft eftir flugvélaleigum sem leigja út flugvélar til flugfélaga.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00