flugfréttir

Fundu brak á Grænlandsjökli sem losnaði úr hreyfli af A380

- Losnaði úr bilun kom upp í hreyfli á risaþotu Air France árið 2017

1. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 11:57

Risaþotan var á leiðinni frá Parísar til Los Angeles þegar bilun kom upp í hreyfli númer 4

Tekist hefur að bjarga hlutum úr hreyfli á Grænlandsjökli sem losnuðu úr hreyfli á Airbus A380 risaþotu frá Air France er hún var á flugi yfir Grænlandi á leið frá París til Los Angeles í september árið 2017.

Risaþotan var í áætlunarflugi milli Parísar og Los Angeles þann 30. september 2017 þegar bilun kom upp í einum af fjórum GP7200 hreyflum þotunnar þegar hún var stödd yfir Grænlandi en þotan lenti í Goose Bay á Labrador vegna atviksins og ónýti hreyfillinn var fjarlægður af vængnum og öðrum bráðabirgðarhreyfli komið fyrir. 

Bilun kom skyndilega upp í hreyfli númer 4 sem varð til þess að skemmdir urðu á hreyflablöðum í viftunni í fremri hluta mótorsins og féll hluti af því til jarðar auk umgjörðarinnar af hlífinni í inntakinu.

Það voru flugmenn á þyrlu frá Air Greenland sem komu auga á brakið úr hreyflinum úr lofti þar sem það lá í ísnum en ekki náðist að sækja það og flytja hlutina á rannsóknarstofu þar sem vetur var að skella á á Grænlandi og veður orðið almennt mjög varasamt til björgunaraðgerða en þá var dagsbirtan einnig orðin mjög stutt á þessum árstíma.

Eins og sjá má þá þurfti að grafa langt niður til að komast að brakinu þar sem búið var að snjóa yfir það með tímanum

Brakið fannst á Grænlandsjökli í um 150 kílómetra fjarlægð suðaustur af bænum Paamiut á vesturströnd Grænlands en þar sem ekki var hægt að hefja tilraunir til björgunaraðgerða að nýju fyrr en vorið árið 2018 þá var búið að snjóa yfir hreyfablöðin og annað brak sem var orðið hlut af ísnum.

Það var ekki fyrr en núna í júní að björgunarhópi tókst að grafa sig niður í ísinn þar sem þeir fundu brakið og er búið að ná því upp á yfirborð jökulsins og verður farið með það til byggða og þaðan flutt til rannsóknar í Bandaríkjunum.

Hreyflaframleiðandinn Engine Alliance mun rannsaka hlutina sem losnuðu úr hreyflinum ásamt rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi

Það er hreyflaframleiðandinn Engine Alliance sem mun sjá um að rannsaka brakið ásamt rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi.

Airbus A380 risaþotunni var flogið til baka yfir Atlantshafið á þremur hreyflum frá Goose Bay til Cardiff á Englandi í október 2017 þar sem nýjum hreyfli var komið fyrir á vængnum og fór þotan þaðan til Parísar og hóf hún fljótlega í kjölfarið áætlunarflug að nýju.

  fréttir af handahófi

Fyrsta tilraunaflugið flogið með Diamond DA50

5. nóvember 2019

|

Austurríski flugvélaframleiðandinn Diamond Aircraft flaug á dögunum fyrsta tilraunaflugið með Diamond DA50 flugvélinni sem kemur með hreyfanlegu hjólastelli.

„Yfirlýsing sem ég vonaðist til að ég ætti aldrei eftir að flytja“

23. september 2019

|

„Þetta er yfirlýsing sem ég vonaðist til að ég ætti aldrei eftir að fara með“ - Svona byrjaði Peter Fanhauser, framkvæmdarstjóri Thomas Cook, yfirlýsingu sína er hann gekk út að loknum samningaviðræðu

Thomas Cook gjaldþrota: Ekki náðist að bjarga rekstri félagsins

23. september 2019

|

Breska ferðaskrifstofusamsteypan Thomas Cook Group, ásamt flugfélaginu Thomas Cook Airlines, er gjaldþrota eftir að stífar samningviðræður í nótt fóru út um þúfur og lýkur þar með 178 ára sögu ferðaþj

  Nýjustu flugfréttirnar

11 mánuði tók að rífa fyrstu A380 risaþotuna

21. nóvember 2019

|

Búið er að rífa fyrstu Airbus A380 risaþotuna sem farið hefur í brotajárn en 11 mánuðir eru síðan að byrjað var að taka fyrstu varahlutina úr þotunni.

GPU aflstöð varð fyrir mótor í gangi á Q400 flugvél

21. nóvember 2019

|

Flugvél af gerðinni de Havilland DHC-8-400, skemmdist er loftskrúfa á öðrum hreyfli vélarinnar varð fyrir aflstöð (GPU) á meðan mótorinn var í gangi.

AirBaltic selur fimm A220 þotur og leigir til baka

21. nóvember 2019

|

Flugfélagið airBaltic hefur ákveðið að selja fimm Airbus A220-300 þotur (CSeries CS300) og leigja vélarnar til baka.

Hefur 15 sinnum farið í flug og þóst vera flugstjóri hjá Lufthansa

20. nóvember 2019

|

Indverskur karlmaður var gómaður á Indira Gandhi flugvellinum í Delí á Indlandi sl. mánudag eftir að í ljós kom að hann hafði villt á sér heimildir þar sem hann þóttist vera flugmaður.

Vilja að reglur um hvíldartíma gildi einnig fyrir fraktflugið

20. nóvember 2019

|

Flugmenn í Bandaríkjunum og samtök flugmanna vestanhafs krefjast þess að sömu reglur um hvíldartímar verði látnar gilda fyrir þá flugmenn sem fljúga fraktflug og er farið fram á að þeir heyri undir s

Nýr framkvæmdarstjóri mun taka við stjórn Norwegian

20. nóvember 2019

|

Nýr framkvæmdarstjóri hefur verið skipaður í stjórn Norwegian sem mun taka við stöðu Björn Kjos sem steig til hliðar í júlí í sumar.

Air Astana pantar þrjátíu Boeing 737 MAX þotur

19. nóvember 2019

|

Air Astana, ríkisflugfélag Kazakhstan, hefur undirritað samkomulag við Boeing um pöntun á allt að 30 þotum af gerðinni Boeing 737 MAX sem munu fara í flota nýs lágfargjaldaflugfélags sem stofnað var

SunExpress pantar tíu Boeing 737 MAX þotur

18. nóvember 2019

|

Tyrkneska flugfélagið SunExpress hefur ákveðið að nýta sér kauprétt á 10 Boeing 737 MAX þotum til viðbótar og undirritaði félagið samning varðandi fleiri þotur í dag á Dubai Airshow flugsýningunni.

Panta 120 þotur frá Airbus

18. nóvember 2019

|

Lágfargjaldafélagið Air Arabia hefur lagt inn pöntun til Airbus í 120 þotur úr A320neo fjölskyldunni.

Fyrirmæli frá FAA ná til yfir 4.000 Bonanza-flugvéla

18. nóvember 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið út fyrirmæli um skoðun á 36 mismunandi tegundum af Bonanza-flugvélum sem nær því til alls 4.100 flugvéla í Bandaríkjunum af Bonanza-gerð.