flugfréttir

Fundu brak á Grænlandsjökli sem losnaði úr hreyfli af A380

- Losnaði úr bilun kom upp í hreyfli á risaþotu Air France árið 2017

1. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 11:57

Risaþotan var á leiðinni frá Parísar til Los Angeles þegar bilun kom upp í hreyfli númer 4

Tekist hefur að bjarga hlutum úr hreyfli á Grænlandsjökli sem losnuðu úr hreyfli á Airbus A380 risaþotu frá Air France er hún var á flugi yfir Grænlandi á leið frá París til Los Angeles í september árið 2017.

Risaþotan var í áætlunarflugi milli Parísar og Los Angeles þann 30. september 2017 þegar bilun kom upp í einum af fjórum GP7200 hreyflum þotunnar þegar hún var stödd yfir Grænlandi en þotan lenti í Goose Bay á Labrador vegna atviksins og ónýti hreyfillinn var fjarlægður af vængnum og öðrum bráðabirgðarhreyfli komið fyrir. 

Bilun kom skyndilega upp í hreyfli númer 4 sem varð til þess að skemmdir urðu á hreyflablöðum í viftunni í fremri hluta mótorsins og féll hluti af því til jarðar auk umgjörðarinnar af hlífinni í inntakinu.

Það voru flugmenn á þyrlu frá Air Greenland sem komu auga á brakið úr hreyflinum úr lofti þar sem það lá í ísnum en ekki náðist að sækja það og flytja hlutina á rannsóknarstofu þar sem vetur var að skella á á Grænlandi og veður orðið almennt mjög varasamt til björgunaraðgerða en þá var dagsbirtan einnig orðin mjög stutt á þessum árstíma.

Eins og sjá má þá þurfti að grafa langt niður til að komast að brakinu þar sem búið var að snjóa yfir það með tímanum

Brakið fannst á Grænlandsjökli í um 150 kílómetra fjarlægð suðaustur af bænum Paamiut á vesturströnd Grænlands en þar sem ekki var hægt að hefja tilraunir til björgunaraðgerða að nýju fyrr en vorið árið 2018 þá var búið að snjóa yfir hreyfablöðin og annað brak sem var orðið hlut af ísnum.

Það var ekki fyrr en núna í júní að björgunarhópi tókst að grafa sig niður í ísinn þar sem þeir fundu brakið og er búið að ná því upp á yfirborð jökulsins og verður farið með það til byggða og þaðan flutt til rannsóknar í Bandaríkjunum.

Hreyflaframleiðandinn Engine Alliance mun rannsaka hlutina sem losnuðu úr hreyflinum ásamt rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi

Það er hreyflaframleiðandinn Engine Alliance sem mun sjá um að rannsaka brakið ásamt rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi.

Airbus A380 risaþotunni var flogið til baka yfir Atlantshafið á þremur hreyflum frá Goose Bay til Cardiff á Englandi í október 2017 þar sem nýjum hreyfli var komið fyrir á vængnum og fór þotan þaðan til Parísar og hóf hún fljótlega í kjölfarið áætlunarflug að nýju.

  fréttir af handahófi

Spá IATA versnar: Gera ekki ráð fyrir fullum bata fyrr en 2024

28. júlí 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur gefið út nýja spá fyrir flugiðnaðinn vegna COVID-19 heimsfaraldursins og eru samtökin svartsýnni á batahorfur í farþegaflugi miðað við fyrri spá.

Fyrsti taprekstur Singapore Airlines í 48 ár

17. maí 2020

|

Singapore Airlines hefur tilkynnt um sitt fyrsta tap í rekstri í næstum hálfa öld sem er rakið til þeirra áhrifa sem kórónaveirufaraldurinn hefur haft á félagið en Singapore Airlines hefur verið reki

Emirates gerir ekki ráð fyrir Boeing 777X fyrr en árið 2022

9. júlí 2020

|

Emirates gerir ekki ráð fyrir að arftaki Boeing 777 þotunnar, Boeing 777X, komi á markað árið 2021 eins og áætlun Boeing gerir ráð fyrir.

  Nýjustu flugfréttirnar

Um 12.000 verður sagt upp hjá British Airways

12. ágúst 2020

|

British Airways hefur ákveðið að segja upp um 12.000 starfsmönnum af þeim 42 þúsund sem starfa í dag hjá flugfélaginu breska og jafngildir það fækkun mannafla upp á 29 prósent.

Tegel-flugvellinum verður sennilega lokað í nóvember

12. ágúst 2020

|

Margt bendir til þess að Tegel-flugvöllurinn í Berlín muni loka strax í byrjun nóvember aðeins örfáum dögum eftir að nýi Brandenburg-flugvöllurinn verður formlega tekinn í notkun.

Selja ellefu Dash 8-400 flugvélar úr flota Flybe

11. ágúst 2020

|

Ellefu De Havilland Dash 8-400 flugvélar sem voru í flota breska lágfargjaldafélagsins Flybe verða seldar og munu fara til nýrra eigenda.

Franski flugherinn fær fyrstu ISR eftirlitsvélina frá King Air

11. ágúst 2020

|

Franski flugherinn hefur fengið fyrstu ISR flugvélina afhenta frá Beechcraft sem byggir á King Air flugvélinni og er vélin sérstaklega útbúin fyrir eftirlitsflug, gæsluflug og fyrir flugferðir í þei

Vara við sprungum í Trent XWB hreyflum á A350

11. ágúst 2020

|

Hreyflaframleiðandinn Rolls-Royce sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem varað er við mögulegum sprungum í hreyflablöðum á Trent XWB hreyflinum sem knýr áfram nýju Airbus A350 þoturnar.

Flugmaður veiktist skyndilega í aðflugi í Zurich

11. ágúst 2020

|

Flugmaður veiktist skyndilega um borð í farþegaþotu frá svissneska flugfélaginu Swiss International Air Lines um helgina.

Kvartað undan auknum hávaða frá kennsluflugi í Denver

11. ágúst 2020

|

Hópur íbúa í hverfi einu í Denver í Colorado í Bandaríkjunum hafa sent formlega kvörtun undan hávaða frá Rocky Mountain flugvellinum og telja þeir að hávaði frá flugvélum hafi aukist til muna á sköm

54 flugmenn féllu á áfengisprófi í fyrra á Indlandi

11. ágúst 2020

|

Aldrei hafa fleiri atvinnuflugmenn á Indlandi fallið á áfengisprófi líkt og í fyrra en fram kemur í tölum frá indverskum yfirvöldum að 54 flugmenn féllu á prófi er þeir voru látnir blása rétt fyrir br

Lenti 1 mínútu eftir að reglur um sóttkví tóku gildi

10. ágúst 2020

|

158 farþegar sem voru um borð í farþegaþotu hjá SAS neyddust til þess að fara í 10 daga sóttkví við komuna til Noregs um helgina sem þeir hefðu annars sloppið við ef flugvélin hafði lent aðeins einn

Stefna á útsýnisflug til suðurskautsins með Boeing 787

10. ágúst 2020

|

Ástralska flugfélagið Qantas ætlar í vetur að bjóða Áströlum upp á útsýnisflug til Suðurskautslandsins en félagið ætlar að fljúga sérstakar flugferðir til Suðurskautsins með Dreamliner-þotum af gerði

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00