flugfréttir

Fundu brak á Grænlandsjökli sem losnaði úr hreyfli af A380

- Losnaði úr bilun kom upp í hreyfli á risaþotu Air France árið 2017

1. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 11:57

Risaþotan var á leiðinni frá Parísar til Los Angeles þegar bilun kom upp í hreyfli númer 4

Tekist hefur að bjarga hlutum úr hreyfli á Grænlandsjökli sem losnuðu úr hreyfli á Airbus A380 risaþotu frá Air France er hún var á flugi yfir Grænlandi á leið frá París til Los Angeles í september árið 2017.

Risaþotan var í áætlunarflugi milli Parísar og Los Angeles þann 30. september 2017 þegar bilun kom upp í einum af fjórum GP7200 hreyflum þotunnar þegar hún var stödd yfir Grænlandi en þotan lenti í Goose Bay á Labrador vegna atviksins og ónýti hreyfillinn var fjarlægður af vængnum og öðrum bráðabirgðarhreyfli komið fyrir. 

Bilun kom skyndilega upp í hreyfli númer 4 sem varð til þess að skemmdir urðu á hreyflablöðum í viftunni í fremri hluta mótorsins og féll hluti af því til jarðar auk umgjörðarinnar af hlífinni í inntakinu.

Það voru flugmenn á þyrlu frá Air Greenland sem komu auga á brakið úr hreyflinum úr lofti þar sem það lá í ísnum en ekki náðist að sækja það og flytja hlutina á rannsóknarstofu þar sem vetur var að skella á á Grænlandi og veður orðið almennt mjög varasamt til björgunaraðgerða en þá var dagsbirtan einnig orðin mjög stutt á þessum árstíma.

Eins og sjá má þá þurfti að grafa langt niður til að komast að brakinu þar sem búið var að snjóa yfir það með tímanum

Brakið fannst á Grænlandsjökli í um 150 kílómetra fjarlægð suðaustur af bænum Paamiut á vesturströnd Grænlands en þar sem ekki var hægt að hefja tilraunir til björgunaraðgerða að nýju fyrr en vorið árið 2018 þá var búið að snjóa yfir hreyfablöðin og annað brak sem var orðið hlut af ísnum.

Það var ekki fyrr en núna í júní að björgunarhópi tókst að grafa sig niður í ísinn þar sem þeir fundu brakið og er búið að ná því upp á yfirborð jökulsins og verður farið með það til byggða og þaðan flutt til rannsóknar í Bandaríkjunum.

Hreyflaframleiðandinn Engine Alliance mun rannsaka hlutina sem losnuðu úr hreyflinum ásamt rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi

Það er hreyflaframleiðandinn Engine Alliance sem mun sjá um að rannsaka brakið ásamt rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi.

Airbus A380 risaþotunni var flogið til baka yfir Atlantshafið á þremur hreyflum frá Goose Bay til Cardiff á Englandi í október 2017 þar sem nýjum hreyfli var komið fyrir á vængnum og fór þotan þaðan til Parísar og hóf hún fljótlega í kjölfarið áætlunarflug að nýju.

  fréttir af handahófi

Gera ráð fyrir að kyrrsetning 737 MAX vari út október

10. júlí 2019

|

Icelandair hefur uppfært flugáætlun sína er varðar Boeing 737 MAX þoturnar og gerir félagið ekki ráð fyrir þeim í leiðarkerfinu fyrr en í fyrsta lagi í byrjun nóvember þar sem útlit er fyrir að kyrr

Aldrei eins margir farþegar með Icelandair í einum mánuði

7. ágúst 2019

|

Icelandair sló farþegamet í seinasta mánuði þegar 564.000 farþegar flugu með félaginu og hefur farþegar aldrei verið eins margir í einum mánuði í sögu félagsins.

Hætta flugi um Newark-flugvöll vegna vandans með 737 MAX

27. júlí 2019

|

Southwest Airlines hefur ákveðið að hætta að fljúga um Newark-Liberty flugvöllinn í New Jersey frá og með 3. nóvember vegna skorts á flugvélum í kjölfar kyrrsetninga á Boeing 737 MAX þotunum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Indverjar framkvæma sína eigin úttekt á 737 MAX líkt og EASA

20. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi ætla að fara að fordæmi Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) og framkvæma sína eigin úttekt á Boeing 737 MAX þotunum áður en indverskum flugfélögum verður gefið leyfi til þe

Boeing 787 lenti næstum því með hjólin uppi

20. september 2019

|

Litlu munaði að farþegaþota frá Vietnam Airlines hefði lent með hjólabúnaðinn uppi er vélin var í aðflugi að flugvellinum í Melbourne í Ástralíu í gær.

Czech Airlines flýgur frá Keflavík til Köben og áfram til Prag

20. september 2019

|

Fyrir gjaldþrot WOW air voru þrjú flugfélög sem flugu áætlunarflug milli Kaupmannahafnar og Keflavíkurflugvallar en sl. hálfa árið hafa aðeins tvö flugfélög deilt á milli sín fjölförnustu flugleiðinn

Boeing 737 hóf flugtaksbrun á akbraut á Schiphol

19. september 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Hollandi hefur greint frá atviki sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði er farþegaþota frá Transavia af gerðinni Boeing 737-800 hóf flugtak á akbraut („taxiway“) á Schiph

Láðist að tilkynna í tvígang um vandamál í hreyfli

18. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi hafa meinað þremur flugmönnum að fljúga tímabundið og einnig svipt tveimur flugvirkjum réttindum sínum fyrir að hafa ekki tilkynnt um víbring sem kom upp í hreyfli á Airb

Twin Otter með fjóra um borð saknað í Indónesíu

18. september 2019

|

Leit stendur nú yfir að Twin Otter farþegaflugvél af gerðinni Havilland DHC-5-6-400 í Indónesíu sem saknað er en vélin var í innanlandsflugi í nótt og fór í loftið frá flugvellinum í Timiki áleiðis t

Japan Airlines mögulegur kaupandi að Malaysia Airlines

17. september 2019

|

Möguleiki er á því að Japan Airlines muni kaupa stóran hlut í Malaysia Airlines sem gæti bjargað rekstri félagsins og komið honum á réttan kjöl en félagið hefur verið rekið með tapi frá því í febrúar

Flugmaðurinn týndi vegabréfinu fyrir brottför

17. september 2019

|

Ellefu klukkutíma seinkun varð á flugi hjá suður-kóreska lágfargjaldarfélaginu Tway Air eftir að annar flugmaðurinn uppgötvaði á flugvellinum að hann hefði týnt vegabréfinu sínu.

Draco-flugvél Mike Patey ónýt eftir flugtaksóhapp

17. september 2019

|

Engan sakaði er Draco, flugvél í eigu bandaríska flugmannsins Mike Patey, eyðilagðist er henni hlekktist á í flugtaki á flugvellinum í Reno í Nevada í Bandaríkjunum í gær.

Bannað að sitja í aftustu sætaröð í A320neo þotum Lufthansa

16. september 2019

|

Lufthansa hefur ákveðið að hindra aðgang farþega að síðustu sætaröðinni um borð í Airbus A320neo þotum félagsins sem eru ekki í boði eins og stendur þegar bókað er flug.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00