flugfréttir

Mælir með skynjurum sem greina laumufarþega í hjólarými

- Mögulegt að laumufarþeginn hafi verið flugvallarstarfsmaður

3. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 12:41

Frá Jomo Kenyatta flugvellinum í Nairobi

Umræða hefur sprottið upp meðal sérfræðinga í flugöryggi í kjölfar atviks er laumufarþegi féll til jarðar úr Boeing 787 þotu hjá Kenaya Airways sem var í aðflugi að Heathrow-flugvellinum í London, um fyrirbyggjandi aðgerðir gagnvart atvikum sem þessum.

Meðal þess sem rætt er um er hvort möguleiki sé að koma fyrir búnaði með skynjurum sem greina hreyfingar í hjólarými á farþegaþotum en í flestum tilvikum, þegar laumufarþegi ákveður að freista þess að komast til annars lands með flugvélum, hafa þeir klifrað upp hjólastellið og reynt að koma sér fyrir í rýminu þar sem hjólin dragast upp eftir flugtak.

Philip Baum, öryggisráðgjafi í flugmálum, leggur til að hitaskynjurum verði komið fyrir í hjólarýmum sem myndu greina líkamshita ef laumufarþegi hefur komið sér þar fyrir en Baum segir að flestir laumufarþegar nota tækifærið þegar flugvél er að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak en færri koma sér fyrir þegar flugvélin er við brottfararhlið.

Flestir laumufarþegar hafa farið upp við hjólabúnaðinn og falið sig í hjólarýminu

Þá hefur komið fram að mögulegt sé að laumufarþeginn hafi verið flugvallarstarfsmaður á flugvellinum í Nairobi en enn er verið að vinna í því að bera kennsl á líkið sem hafnaði í garði í suðurhluta London við hliðina á manni sem lá í sólbaði.

Gilbert Kibe, yfirmaður flugmála í Kenýa, segir að mögulegt sé að laumufarþeginn hafi haft fullan aðgang að Jomo Kenyatta flugvellinum í Nairobi þar sem líklegt þykir að hann hafi verið starfsmaður á vellinum.  fréttir af handahófi

Emirates þarf að endurgreiða tæp 500.000 flugmiða

28. apríl 2020

|

Emirates hefur fengið beiðni um endurgreiðslu á næstum hálfri milljón flugmiða sem félagið vinnur nú að því að greiða farþegum til baka.

Lækka skatta fyrir flugfélög á Grikklandi

1. júní 2020

|

Ríkisstjórnin á Grikklandi hefur ákveðið að verja 115 milljónum evra í obinbera aðstoð og björgunaraðgerða til flugiðnaðarins í landinu sem samsvarar 17 milljörðum króna.

Um 60.000 störf í hættu ef SmartWings fer í gjaldþrot

29. maí 2020

|

Óttast er að það gæti haft áhrif á allt að 60.000 störf sem eru í hættu ef tékkneska fyrirtækið SmartWings Group verður gjaldþrota en fyrirtækið á meðal annars flugfélagið Czech Airlines.

  Nýjustu flugfréttirnar

Íslensk júmbó-þota fór með nefhjól út af flugbraut

14. júlí 2020

|

Júmbó-fraktþota af gerðinni Boeing 747-400F, sem skráð er með íslenskra skráningu, fór að hluta til út af flugbraut á Doncaster-flugvellinum í Sheffield á Englandi í dag.

Risatap Delta Air Lines samsvarar 547 milljörðum

14. júlí 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines tapaði um 547 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi ársins og er þetta eitt mesta tap í sögu félagsins sem er tilkomið vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Flugakademía Íslands stærsti flugskóli á Íslandi

14. júlí 2020

|

Flugakademía Keilis og Flugskóli Íslands hafa sameinast í stærsta flugskóla landsins sem fengið hefur nafnið Flugakademía Íslands.

Fly Armenia nýtt flugfélag í Armeníu

14. júlí 2020

|

Á meðan mörg flugfélög eru að berjast við að halda velli og forða sér frá gjaldþroti þá er verið að stofna nýtt flugfélag í Ameníu sem fer að líta dagsins ljóss á næstunni.

Icelandair og airBaltic í samstarf

13. júlí 2020

|

Icelandair og lettneska flugfélagið airBaltic hafa hafið samstarf með undirritun samstarfssamning um sameiginlega útgáfu á farmiðum.

American íhugar að hætta við á annan tug 737 MAX flugvéla

13. júlí 2020

|

American Airlines er að íhuga að hætta við hluta af pöntun sinni í Boeing 737 MAX vélarnar og hefur staðan því breyst töluvert þar sem að aðeins eru tvær vikur síðan að flugfélagið bandaríska lýsti

Yfir 80 starfsmönnum hjá Ryanair í Belgíu sagt upp

9. júlí 2020

|

Ryanair hefur ákveðið að segja upp 40 flugmönnum og fjörutíu flugfreyjum og flugþjónum í Belgíu.

LEVEL France hættir starfsemi

9. júlí 2020

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) tilkynnti í gær að dótturfélagið LEVEL France myndi hætta starfsemi sinni.

Flugþjóns frá PIA saknað eftir viðdvöl í Toronto

9. júlí 2020

|

Ekkert hefur spurst til flugþjóns frá Pakistan International Airlines (PIA) sem saknað hefur verið eftir að áhöfn flugfélagsins pakistanska hafði viðdvöl í Toronto í Kanada.

Air Namibía svipt leyfi til þess að fljúga farþegaflug

9. júlí 2020

|

Ríkisstjórn Namibíu hefur svipt flugfélaginu Air Namibia leyfi til þess að fljúga áætunarflug og leiguflug með farþega þar sem að félagið hefur ekki náð að afla nægilegs fjármagns til þess að sína fr

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00