flugfréttir

Mælir með skynjurum sem greina laumufarþega í hjólarými

- Mögulegt að laumufarþeginn hafi verið flugvallarstarfsmaður

3. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 12:41

Frá Jomo Kenyatta flugvellinum í Nairobi

Umræða hefur sprottið upp meðal sérfræðinga í flugöryggi í kjölfar atviks er laumufarþegi féll til jarðar úr Boeing 787 þotu hjá Kenaya Airways sem var í aðflugi að Heathrow-flugvellinum í London, um fyrirbyggjandi aðgerðir gagnvart atvikum sem þessum.

Meðal þess sem rætt er um er hvort möguleiki sé að koma fyrir búnaði með skynjurum sem greina hreyfingar í hjólarými á farþegaþotum en í flestum tilvikum, þegar laumufarþegi ákveður að freista þess að komast til annars lands með flugvélum, hafa þeir klifrað upp hjólastellið og reynt að koma sér fyrir í rýminu þar sem hjólin dragast upp eftir flugtak.

Philip Baum, öryggisráðgjafi í flugmálum, leggur til að hitaskynjurum verði komið fyrir í hjólarýmum sem myndu greina líkamshita ef laumufarþegi hefur komið sér þar fyrir en Baum segir að flestir laumufarþegar nota tækifærið þegar flugvél er að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak en færri koma sér fyrir þegar flugvélin er við brottfararhlið.

Flestir laumufarþegar hafa farið upp við hjólabúnaðinn og falið sig í hjólarýminu

Þá hefur komið fram að mögulegt sé að laumufarþeginn hafi verið flugvallarstarfsmaður á flugvellinum í Nairobi en enn er verið að vinna í því að bera kennsl á líkið sem hafnaði í garði í suðurhluta London við hliðina á manni sem lá í sólbaði.

Gilbert Kibe, yfirmaður flugmála í Kenýa, segir að mögulegt sé að laumufarþeginn hafi haft fullan aðgang að Jomo Kenyatta flugvellinum í Nairobi þar sem líklegt þykir að hann hafi verið starfsmaður á vellinum.  fréttir af handahófi

Selja allan hlut sinn í Bank Norwegian

19. ágúst 2019

|

Norwegian tilkynnti í morgun að flugfélagið norska hafi ákveðið að selja allan hlut sinn í fyrirtækinu Norwegian Finans Holdings, sem á dótturfélagið Bank Norwegian, sem Norwegian stofnaði á sínum tí

Næturflugbanni um lágfargjaldaflugvöll áfrýjað

28. ágúst 2019

|

Flugmálayfirvöld í Argentínu ætla að áfrýja ákvörðun dómstóla sem hafa samþykkt næturflugbann um El Palomar flugvöllinn í Buenos Aires að beiðni argentínska ríkisins.

Flugmenn Ryanair boða til verkfallsaðgerða

8. ágúst 2019

|

Þeir farþegar, sem eiga bókað flug með Ryanair, eiga von á töluverðri röskun á flugi í enda ágúst og byrjun september eftir að flugmenn félagsins kusu um verkfallsaðgerðir sem hefjast á næstunni.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fjarlægði klossa frá nefhjólinu og fékk skrúfuna í sig

14. október 2019

|

Kona í Bandaríkjunum slasaðist er hún varð fyrir loftskrúfu á lítilli flugvél af gerðinni Cessna C172 Skyhawk á flugvellinum í bænum Key West, syðst á Flórída-skaga, sl. laugardagskvöld.

Boða aðgerðir gegn gjaldþroti meðal flugfélaga

14. október 2019

|

Ríkisstjórn Bretlands ætlar að fara að stað með aðgerðir er kemur að gjaldþrotum meðal flugfélaga og stendur til að kynna nýja löggjöf sem mun auðvelda gjaldþrotaferli og aðgerðir er snúa að því að k

El Al hættir með júmbó-þotuna í nóvember

14. október 2019

|

El Al Israel Airlines mun hætta með júmbó-þotuna um næstu mánaðarmót og hefur flugfélagið ákveðið dagsetningu fyrir síðasta áætlunarflugið með Boeing 747.

Cabo Verde Airlines mun hefja flug til Nígeríu

14. október 2019

|

Cabo Verde Airlines hefur tilkynnt að félagið mun hefja beint áætlunarflug frá Grænhöfðaeyjum til Lagos í Nígeríu.

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

Einn af gömlu íslensku Fokker 50 eyðilagðist í óhappi í Kenýa

11. október 2019

|

Ein af þeim fjórum Fokker 50 flugvélum, sem Flugfélag Íslands hafði í flota sínum til margra ára, eyðilagðist í dag er hún fór út af braut í flugtaki í Kenýa er hún var í innanlandsflugi fyrir kenýsk

Aukin eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook

11. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Jet2.com hefur fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook og sér félagið því fram á að rekstarafkoma félagsins eigi eftir að koma út í ha

Airbus hefur afhent 1.000 þotur úr A320neo fjölskyldunni

10. október 2019

|

Airbus hefur náð þeim áfanga að hafa afhent 1.000 flugvélar úr Airbus A320neo fjölskyldunni en sú þúsundasta var afhent frá verksmiðjum Airbus í Hamborg á dögunum.

Klifraði ofan á Embraer-þotu British Airways

10. október 2019

|

British Airways þurfti að hætta við áætlunarflug sitt í dag frá London City flugvellinum til Amsterdam eftir að maður klifraði ofan á eina af Embraer-þotum félagsins rétt fyrir brottför.

Ein ný þota í flotann á tveggja vikna fresti næstu 10 árin

8. október 2019

|

Lufthansa mun taka við nýrri þotu beint úr verksmiðju á tveggja vikna fresti næstu 10 árin eða til ársins 2029.