flugfréttir

Bjørn Kjos segir af sér sem framkvæmdarstjóri Norwegian

- „Einn áhrifamesti frumkvöðull í Evrópu“

12. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:18

Bjørn Kjos hefur verið framkvæmdarstjóri Norwegian frá árinu 2002

Bjørn Kjos, framkvæmdarstjóri Norwegian og einn af stofnendum félagsins, hefur ákveðið að stíga til hliðar og mun hann yfirgefa forstjórastólinn eftir að hafa stjórnað flugfélaginu norska í 17 ár.

Kjos, sem er 72 ára í dag, mun halda áfram að starfa fyrir Norwegian og ætlar hann að vera flugfélaginu innan handar sem ráðgjafi en Kjos sagði á blaðamannafundi í gær að enginn ætti standa í því að stýra flugfélagi komin á hans aldur.

Norwegian var stofnað árið 1993 og hóf félagið starfsemi sína með aðeins fjórar flugvélar en flugfloti Norwegian í dag telur 162 þotur sem fljúga til áfangastaða í fjórum heimsálfum og starfa um 11 þúsund manns hjá félaginu.

Norwegian ruddi leiðina að lágfargjaldaflugi yfir Atlantshafið milli Ameríku og Evrópu árið 2013 með tilkomu Norwegian Long Haul en þó ekki þrautalaust og hefur félagið dregið úr umsvifum sínum að undanförnu í bili vegna breytinga á efnahagsumhverfi og vandamála með Boeing 737 MAX þoturnar.

Norwegian hefur tekið við 18 Boeing 737 MAX þotum og segir Kjos að kyrrsetning þeirra eigi eftir að hafa mikil áhrif á afkomu félagsins árið 2019

„Ég er viss um að stjórnin á eftir að finna framkvæmdarstjóra sem á eftir að smellpassa í forstjórastólinn til að leiða félagið áfram inn í framtíðina ásamt teyminu sem stjórna félaginu“, sagði Kjos í gær sem hefur verið framkvæmdarstjóri félagsins frá árinu 2002.

Krefjandi verkefni framundan fyrir nýjan framkvæmdarstjóra

Geir Karlsen, fjármálastjóri Norwegian, mun taka við formennsku tímabundið á meðan leit stendur yfir að nýjum framkvæmdarstjóra og þá mun Niels Smedegaard, forstjóri félagsins, einnig aðstoða Karlsen við að fylla skarð Kjos fyrst um sinn.

„Hlutverk Kjos í velgengni félagsins hefur verið ómetanlegt og hefur hann haft sýn á rekstri lágfargjaldafélags sem á sér enga hliðstæðu. Honum hefur tekist með miklum metnaði er kemur að nýsköpun að bjóða öllum upp á ódýr flugfargjöld og hefur honum tekist að breyta því hvernig fólk ferðast í dag með flugi“, segir Smedegaard sem telur Kjos vera einn áhrifamestan frumkvöðul í Evrópu í dag.

Flugsérfræðingar segja að það sé krefjandi starf sem bíður nýs framkvæmdarstjóra Norwegian þar sem félagið er að ganga í gegnum viðkvæma tíma sem hefur orðið öðrum flugfélögum að falli á borð við Monarch og Air Berlin.

Norwegian hefur tekið við 18 Boeing 737 MAX þotum sem eru allar kyrrsettar líkt og aðrar þotur í heiminum sömu tegundar en fram kemur að kyrrsetning þeirra eigi eftir að hafa mikil áhrif á afkomu félagsins.  fréttir af handahófi

Korean Air pantar 30 Dreamliner-þotur frá Boeing

18. júní 2019

|

Boeing fékk sína fyrstu pöntun á flugsýningunni í París í morgun á öðrum degi sýningarinnar sem hófst í gær.

Gera ráð fyrir að kyrrsetning 737 MAX vari út október

10. júlí 2019

|

Icelandair hefur uppfært flugáætlun sína er varðar Boeing 737 MAX þoturnar og gerir félagið ekki ráð fyrir þeim í leiðarkerfinu fyrr en í fyrsta lagi í byrjun nóvember þar sem útlit er fyrir að kyrr

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

  Nýjustu flugfréttirnar

Tvö ókeypis námskeið hefjast í næstu viku hjá Keili

18. júlí 2019

|

Í næstu viku munu tvö námskeið hefjast á vegum Flugakademíu Keilis, annars vegar grunnnámskeið um einka- og atvinnuflugnám og hinsvegar námskeið fyrir ungt fólk um flugtengd störf en bæði námskeiðin

Fær reikning upp á 13 milljónir vegna dólgsláta um borð

18. júlí 2019

|

Annar flugdólgur hefur nú fengið himinháan reikning í bakið fyrir ósæmilega hegðun um borð í flugvél sem var í þetta skiptið á leið til Tyrklands frá Bretlandi en áhöfn vélarninar neyddist til þess

Aðeins 200 kíló eftir af eldsneyti í tönkunum við lendingu

18. júlí 2019

|

Farþegaþota á Indlandi var aðeins sex mínútum frá því að hafa klárað allt eldsneyti um borð áður en hún náði að lenda á flugvellinum í Delí fyrr í vikunni.

Fimm ár síðan að flug MH17 var skotið niður yfir Úkraínu

17. júlí 2019

|

Fimm ár eru í dag liðin frá því að Boeing 777 farþegaþota, flug MH17, á vegum Malaysia Airlines fórst nálægt bænum Hrabove í Úkraínu eftir að hafa verið skotin niður með flugskeyti á leið sinni frá A

Air Lease fær grænt ljós á að sækja Airbus-þotuna

17. júlí 2019

|

Bandaríska flugvélaleigan Air Lease Corporation hefur fengið grænt ljós á að sækja Airbus A321 þotu í eigu fyrirtækisins sem staðið hefur á Keflavíkurflugvelli frá gjaldþroti WOW air eftir að Héraðsdó

Flugfélag kærir Youtube-stjörnu vegna myndatöku um borð

17. júlí 2019

|

Flugfélagið Garuda hefur kært Youtube-stjörnu í Indónesíu fyrir ærumeiðingar eftir að viðkomandi aðili, sem er þekktur myndbandsbloggari þar í landi, gerði grín að flugfélaginu á samfélagsmiðlum.

Fyrsta P-8A herflugvélin fyrir Bretland flýgur fyrsta flugið

16. júlí 2019

|

Fyrsta Boeing P-8A Poseidon herflugvélin fyrir breska flugherinn flaug sitt fyrsta flug á dögunum frá flugvellinum í Renton nálægt Seattle og markar þetta upphafið af flugprófunum með P-8A flugvélarn

Loka starfsstöðvum vegna seinkana á nýjum MAX-þotum

16. júlí 2019

|

Ryanair hefur sent frá sér tilkynningu þar sem félagið segir að til komi að skera niður starfsemi félagsins með því að loka nokkrum starfsstöðvum í haust sem má rekja til kyrrsetningu á Boeing 737 MA

Fyrsta A320neo þota Atlantic Airways komin til Færeyja

15. júlí 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur tekið við fyrstu Airbus A320neo þotunni sem ber skráninguna OY-RCK og var hún afhent ný til félagsins um helgina.

Fallhlífarstökksflugvél ók á kyrrstæða kennsluvél í Slóvakíu

15. júlí 2019

|

Engann sakaði er tvær flugvélar rákust saman á jörðu niðri í Slóvakíu í gær en önnur vélin, af gerðinni Pilatus PC-6, ók á kyrrstæða Diamond DA40 flugvél sem var mannlaus.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00