flugfréttir

Bjørn Kjos segir af sér sem framkvæmdarstjóri Norwegian

- „Einn áhrifamesti frumkvöðull í Evrópu“

12. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:18

Bjørn Kjos hefur verið framkvæmdarstjóri Norwegian frá árinu 2002

Bjørn Kjos, framkvæmdarstjóri Norwegian og einn af stofnendum félagsins, hefur ákveðið að stíga til hliðar og mun hann yfirgefa forstjórastólinn eftir að hafa stjórnað flugfélaginu norska í 17 ár.

Kjos, sem er 72 ára í dag, mun halda áfram að starfa fyrir Norwegian og ætlar hann að vera flugfélaginu innan handar sem ráðgjafi en Kjos sagði á blaðamannafundi í gær að enginn ætti standa í því að stýra flugfélagi komin á hans aldur.

Norwegian var stofnað árið 1993 og hóf félagið starfsemi sína með aðeins fjórar flugvélar en flugfloti Norwegian í dag telur 162 þotur sem fljúga til áfangastaða í fjórum heimsálfum og starfa um 11 þúsund manns hjá félaginu.

Norwegian ruddi leiðina að lágfargjaldaflugi yfir Atlantshafið milli Ameríku og Evrópu árið 2013 með tilkomu Norwegian Long Haul en þó ekki þrautalaust og hefur félagið dregið úr umsvifum sínum að undanförnu í bili vegna breytinga á efnahagsumhverfi og vandamála með Boeing 737 MAX þoturnar.

Norwegian hefur tekið við 18 Boeing 737 MAX þotum og segir Kjos að kyrrsetning þeirra eigi eftir að hafa mikil áhrif á afkomu félagsins árið 2019

„Ég er viss um að stjórnin á eftir að finna framkvæmdarstjóra sem á eftir að smellpassa í forstjórastólinn til að leiða félagið áfram inn í framtíðina ásamt teyminu sem stjórna félaginu“, sagði Kjos í gær sem hefur verið framkvæmdarstjóri félagsins frá árinu 2002.

Krefjandi verkefni framundan fyrir nýjan framkvæmdarstjóra

Geir Karlsen, fjármálastjóri Norwegian, mun taka við formennsku tímabundið á meðan leit stendur yfir að nýjum framkvæmdarstjóra og þá mun Niels Smedegaard, forstjóri félagsins, einnig aðstoða Karlsen við að fylla skarð Kjos fyrst um sinn.

„Hlutverk Kjos í velgengni félagsins hefur verið ómetanlegt og hefur hann haft sýn á rekstri lágfargjaldafélags sem á sér enga hliðstæðu. Honum hefur tekist með miklum metnaði er kemur að nýsköpun að bjóða öllum upp á ódýr flugfargjöld og hefur honum tekist að breyta því hvernig fólk ferðast í dag með flugi“, segir Smedegaard sem telur Kjos vera einn áhrifamestan frumkvöðul í Evrópu í dag.

Flugsérfræðingar segja að það sé krefjandi starf sem bíður nýs framkvæmdarstjóra Norwegian þar sem félagið er að ganga í gegnum viðkvæma tíma sem hefur orðið öðrum flugfélögum að falli á borð við Monarch og Air Berlin.

Norwegian hefur tekið við 18 Boeing 737 MAX þotum sem eru allar kyrrsettar líkt og aðrar þotur í heiminum sömu tegundar en fram kemur að kyrrsetning þeirra eigi eftir að hafa mikil áhrif á afkomu félagsins.  fréttir af handahófi

Air Lease fær grænt ljós á að sækja Airbus-þotuna

17. júlí 2019

|

Bandaríska flugvélaleigan Air Lease Corporation hefur fengið grænt ljós á að sækja Airbus A321 þotu í eigu fyrirtækisins sem staðið hefur á Keflavíkurflugvelli frá gjaldþroti WOW air eftir að Héraðsdó

Aigle Azur hættir starfsemi og aflýsir öllu flugi

6. september 2019

|

Annað stærsta flugfélag Frakklands og það næstelsta, Aigle Azur, hefur ákveðið að hætta allri starfsemi sinni frá og með morgundeginum 7. september en þetta kemur í kjölfar yfirlýsingar frá félaginu

Missti kaffibollann og hellti kaffi yfir fjarskiptabúnað

12. september 2019

|

Rannsóknaraðilar í Bretlandi hafa komist að því að flugstjóri einn á Airbus A330 breiðþotu frá flugfélaginu Condor notaði ekki glasahaldara fyrir kaffibollann sinn sem varð til þess að hann hellti óv

  Nýjustu flugfréttirnar

Indverjar framkvæma sína eigin úttekt á 737 MAX líkt og EASA

20. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi ætla að fara að fordæmi Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) og framkvæma sína eigin úttekt á Boeing 737 MAX þotunum áður en indverskum flugfélögum verður gefið leyfi til þe

Boeing 787 lenti næstum því með hjólin uppi

20. september 2019

|

Litlu munaði að farþegaþota frá Vietnam Airlines hefði lent með hjólabúnaðinn uppi er vélin var í aðflugi að flugvellinum í Melbourne í Ástralíu í gær.

Czech Airlines flýgur frá Keflavík til Köben og áfram til Prag

20. september 2019

|

Fyrir gjaldþrot WOW air voru þrjú flugfélög sem flugu áætlunarflug milli Kaupmannahafnar og Keflavíkurflugvallar en sl. hálfa árið hafa aðeins tvö flugfélög deilt á milli sín fjölförnustu flugleiðinn

Boeing 737 hóf flugtaksbrun á akbraut á Schiphol

19. september 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Hollandi hefur greint frá atviki sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði er farþegaþota frá Transavia af gerðinni Boeing 737-800 hóf flugtak á akbraut („taxiway“) á Schiph

Láðist að tilkynna í tvígang um vandamál í hreyfli

18. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi hafa meinað þremur flugmönnum að fljúga tímabundið og einnig svipt tveimur flugvirkjum réttindum sínum fyrir að hafa ekki tilkynnt um víbring sem kom upp í hreyfli á Airb

Twin Otter með fjóra um borð saknað í Indónesíu

18. september 2019

|

Leit stendur nú yfir að Twin Otter farþegaflugvél af gerðinni Havilland DHC-5-6-400 í Indónesíu sem saknað er en vélin var í innanlandsflugi í nótt og fór í loftið frá flugvellinum í Timiki áleiðis t

Japan Airlines mögulegur kaupandi að Malaysia Airlines

17. september 2019

|

Möguleiki er á því að Japan Airlines muni kaupa stóran hlut í Malaysia Airlines sem gæti bjargað rekstri félagsins og komið honum á réttan kjöl en félagið hefur verið rekið með tapi frá því í febrúar

Flugmaðurinn týndi vegabréfinu fyrir brottför

17. september 2019

|

Ellefu klukkutíma seinkun varð á flugi hjá suður-kóreska lágfargjaldarfélaginu Tway Air eftir að annar flugmaðurinn uppgötvaði á flugvellinum að hann hefði týnt vegabréfinu sínu.

Draco-flugvél Mike Patey ónýt eftir flugtaksóhapp

17. september 2019

|

Engan sakaði er Draco, flugvél í eigu bandaríska flugmannsins Mike Patey, eyðilagðist er henni hlekktist á í flugtaki á flugvellinum í Reno í Nevada í Bandaríkjunum í gær.

Bannað að sitja í aftustu sætaröð í A320neo þotum Lufthansa

16. september 2019

|

Lufthansa hefur ákveðið að hindra aðgang farþega að síðustu sætaröðinni um borð í Airbus A320neo þotum félagsins sem eru ekki í boði eins og stendur þegar bókað er flug.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00