flugfréttir

Bjørn Kjos segir af sér sem framkvæmdarstjóri Norwegian

- „Einn áhrifamesti frumkvöðull í Evrópu“

12. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:18

Bjørn Kjos hefur verið framkvæmdarstjóri Norwegian frá árinu 2002

Bjørn Kjos, framkvæmdarstjóri Norwegian og einn af stofnendum félagsins, hefur ákveðið að stíga til hliðar og mun hann yfirgefa forstjórastólinn eftir að hafa stjórnað flugfélaginu norska í 17 ár.

Kjos, sem er 72 ára í dag, mun halda áfram að starfa fyrir Norwegian og ætlar hann að vera flugfélaginu innan handar sem ráðgjafi en Kjos sagði á blaðamannafundi í gær að enginn ætti standa í því að stýra flugfélagi komin á hans aldur.

Norwegian var stofnað árið 1993 og hóf félagið starfsemi sína með aðeins fjórar flugvélar en flugfloti Norwegian í dag telur 162 þotur sem fljúga til áfangastaða í fjórum heimsálfum og starfa um 11 þúsund manns hjá félaginu.

Norwegian ruddi leiðina að lágfargjaldaflugi yfir Atlantshafið milli Ameríku og Evrópu árið 2013 með tilkomu Norwegian Long Haul en þó ekki þrautalaust og hefur félagið dregið úr umsvifum sínum að undanförnu í bili vegna breytinga á efnahagsumhverfi og vandamála með Boeing 737 MAX þoturnar.

Norwegian hefur tekið við 18 Boeing 737 MAX þotum og segir Kjos að kyrrsetning þeirra eigi eftir að hafa mikil áhrif á afkomu félagsins árið 2019

„Ég er viss um að stjórnin á eftir að finna framkvæmdarstjóra sem á eftir að smellpassa í forstjórastólinn til að leiða félagið áfram inn í framtíðina ásamt teyminu sem stjórna félaginu“, sagði Kjos í gær sem hefur verið framkvæmdarstjóri félagsins frá árinu 2002.

Krefjandi verkefni framundan fyrir nýjan framkvæmdarstjóra

Geir Karlsen, fjármálastjóri Norwegian, mun taka við formennsku tímabundið á meðan leit stendur yfir að nýjum framkvæmdarstjóra og þá mun Niels Smedegaard, forstjóri félagsins, einnig aðstoða Karlsen við að fylla skarð Kjos fyrst um sinn.

„Hlutverk Kjos í velgengni félagsins hefur verið ómetanlegt og hefur hann haft sýn á rekstri lágfargjaldafélags sem á sér enga hliðstæðu. Honum hefur tekist með miklum metnaði er kemur að nýsköpun að bjóða öllum upp á ódýr flugfargjöld og hefur honum tekist að breyta því hvernig fólk ferðast í dag með flugi“, segir Smedegaard sem telur Kjos vera einn áhrifamestan frumkvöðul í Evrópu í dag.

Flugsérfræðingar segja að það sé krefjandi starf sem bíður nýs framkvæmdarstjóra Norwegian þar sem félagið er að ganga í gegnum viðkvæma tíma sem hefur orðið öðrum flugfélögum að falli á borð við Monarch og Air Berlin.

Norwegian hefur tekið við 18 Boeing 737 MAX þotum sem eru allar kyrrsettar líkt og aðrar þotur í heiminum sömu tegundar en fram kemur að kyrrsetning þeirra eigi eftir að hafa mikil áhrif á afkomu félagsins.  fréttir af handahófi

EASA gefur út leiðbeiningar vegna kórónaveirunnar

28. janúar 2020

|

Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa gefið frá sér fyrirmæli og leiðbeiningar til flugfélaga og flugvalla vegna kórónaveirunnar með ráðleggingum um þær ráðstafanir sem þarf að hafa í huga til að hef

Þota frá Emirates kyrrsett í Nígeríu vegna skaðabótamáls

5. desember 2019

|

Dómstóll í Nígeríu hefur kyrrsett eina af Boeing 777 þotum Emirates vegna skuldar upp á 2.7 milljón króna sem rekja má til máls sem varðar skaðabótagreiðslu til farþega sem var meinað að fara um borð

Nýtt ILS aðflugskerfi á Akureyri fyrir braut 19 tekið í notkun

31. janúar 2020

|

Nýtt ILS blindaðflugskerfi hefur verið tekið í notkun á flugvellinum á Akureyri en kerfið þjónar braut 19 þegar lent er á Akureyri til suðurs.

  Nýjustu flugfréttirnar

Qatar Airways tryggir sér fjórðungshlut í móðurfélagi BA

21. febrúar 2020

|

Qatar Aiways hefur keypt frekari hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways og Iberia, fyrir um 600 milljónir bandaríkjadali (76 milljarða króna).

Lufthansa leggur 13 breiðþotum vegna kórónaveirunnar

21. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur tekið 13 breiðþotur tímabundið úr flotanum sem verða kyrrsettar næstu vikurnar að minnsta kosti vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Setja fjórar Boeing 757 og Boeing 767 þotur á sölu

21. febrúar 2020

|

Flugfélagið Uzbekistan Airways hefur sett á sölu fjórar Boeing farþegaþotur en vélarnar sem félagið hefur ákveðið að losa sig við og selja eru tvær Boeing 757-200 þotur og tvær Boeing 767-300ER breið

Frakkar, Spánverjar og Þjóðverjar í samstarf um framtíðarorrustuþotu

21. febrúar 2020

|

Frakkar, Þjóðverjar og Spánverjar ætla í sameiningu að hefja þróun á nýrri kynslóð af orrustuþotu og mun samvinna um framleiðslu á prótótýpu hefjast innan fárra ára.

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

Tvær flugvélar rákust saman á flugi í Ástralíu

19. febrúar 2020

|

Fjórir létu lífið í árekstri sem varð á milli tveggja flugvéla í Ástralíu í nótt þegar vélarnar rákust saman á flugi nálægt flugvellinum í bænum Mangalore, skammt norður af Melbourne.

Gleymdi að setja hjólin niður í þjálfun á King Air

19. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) gaf út skýrslu á dögunum varðandi atvik sem átti sér stað er flugmaður gleymdi að setja niður hjólin er hann var í undirbúningi fyrir tegundarpróf

Húsleit gerð hjá Avianca vegna gruns um mútur

19. febrúar 2020

|

Aðilar frá öryggis- og leynisþjónustu á vegum ríkisstjórnar Kólumbíu gerðu húsleit í höfuðstöðvum flugfélagsins Avianca í Bogóta í síðustu viku í tengslum við rannsókn á mútum og spillingu innan her

Air Canada semur um bætur við Boeing vegna MAX-vélanna

18. febrúar 2020

|

Air Canada hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabætur vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00