flugfréttir

Qatar gerir stóran samning við General Electric og Boeing

Trump: Þeir ætla að kaupa „gríparlegt magn“ af Boeing-þotum á næstunni

12. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:35

Sheikh Tamin bin Hamad Al Thani, emírinn af Qatar, og Donald Trump, Bandaríkjaforseti fyrir aftan Akbar Al Baker, framkvæmdarstjóra Qatar Airways (til vinstri) sem undirritar samninga um viðskipt

Stjórnvöld í Qatar hafa undirritað stóran viðskiptasamning við Bandaríkin um kaup á hreyflum og nýjum farþegaþotum en um 600 milljarða króna samning er um að ræða við hreyflaframleiðandann GE Aviation.

Akbar Al Baker, framkvæmdarstjóri Qatar Airways, undirritaði í gær samning við GE Aviation um kaup á GEnx hreyflum sem eiga að knýja áfram þrjátíu Dreamliner-þotur af gerðinni Boeing 787-9 sem félagið hefur pantað.

Viðstaddir undirritunina voru Donald Trump, Bandaríkjaforseti og Sheikh Tamin bin Hamad Al Thani, emírinn af Qatar, en emírinn og Donald Trump höfðu fundað áður í vikunni um viðskiptasamninga milli landanna tveggja.

Sheikh Tamin bin Hamad Al Thani, emírinn af Qatar, og Donald Trump, Bandaríkjaforseti

Þá nær samingurinn einnig yfir viðhald, viðgerðir og yfirhalningu á GE9X hreyflum fyrir 60 Boeing 777X þotur sem félagið pantaði á sínum tíma og þá hefur Qatar Airways einnig gert samning við Boeing um kaup á fimm Boeing 777F fraktþotum fyrir Qatar Cargo.

Trump greindi frá því fyrr í vikunni að hann hefði átt fund með emírnum af Qatar í Hvíta Húsinu varðandi samning um „gríðarlegt magn“ af hernaðargögnum og flugvélum og einnig „mjög mikið magn“ af farþegaþotum frá Boeing.

„Þetta mun þýða að þeir munu festa kaup á fullt af Boeing-þotum og eyða mjög miklum peningum sem fara til Bandaríkjanna sem þýðir fullt af nýjum störfum“, segir Trump.  fréttir af handahófi

Fyrstu flug Wizz Air Abu Dhabi hefjast 15. janúar

9. desember 2020

|

Wizz Air Abu Dhabi, nýja systurflugfélag Wizz Air, stefnir á að hefja fyrsta áætlunarflugið frá Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þann 15. janúar eftir áramót.

Mitsubishi sagt ætla að setja Spacejet-þotuna á hilluna

28. október 2020

|

Sagt er að japanski flugvélaframleiðandinn Mitsubishi Heavy Industries ætli að setja nýju farþegaþotuna SpaceJet á hilluna og gera hlé á framleiðslu þotunnar vegna dræmrar eftirspurnar og ástandsins í

Tæplega 7.000 farþegar með Icelandair í nóvember

11. desember 2020

|

Tæplega 7 þúsund farþegar flugu með Icelandair í seinasta nóvembermánuði eða alls 6.965 farþegar.

  Nýjustu flugfréttirnar

WestJet flýgur fyrsta flugið í Kanada á ný með 737 MAX

22. janúar 2021

|

Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

Jet2.com og Jet2CityBreaks fljúga til Íslands í sumar

22. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

AERO flugsýningunni frestað fram á sumar

21. janúar 2021

|

Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

Nauðlenti á hraðbraut í Texas

21. janúar 2021

|

Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

KLM aflýsir öllu langflugi tímabundið

21. janúar 2021

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

Norska ríkið reiðubúið að aðstoða Norwegian

21. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

IAG mun kaupa Air Europa fyrir helmingi lægra verð

20. janúar 2021

|

International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

Titan Airways fær sína fyrstu Airbus A321P2F fraktþotu

19. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.

Hlutafé Isavia aukið um 15 milljarða

19. janúar 2021

|

Gengið var frá 15 milljarða króna hlutafjáraukningu á hluthafafundi Isavia sem haldinn var þann 12. janúar síðastliðinn en hlutafjáraukningunni er ætlað að mæta rekstrartapi vegna COVID-19

Rann út af braut við flugprófanir

19. janúar 2021

|

Irkut MC-21 tilraunarþota frá rússneska flugvélaframleiðandanum United Aircraft Corporation rann út af braut í gær í Rússlandi er flugvélin var í flugprófunum.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00