flugfréttir

Telja að Boeing 737 MAX fljúgi ekki aftur fyrr en árið 2020

- Skiptar skoðanir hvort að kyrrsetningunni verði aflétt fyrir áramót

15. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 11:51

Nýjar Boeing 737 MAX þotur hafa hrúgast upp á bílastæði starfsmanna við verksmiðjur Boeing í Renton

Margt bendir til þess að Boeing 737 MAX þoturnar eigi eftir að verða kyrrsettar út þetta ár og fram yfir áramót sem þýðir að vélarnar eiga ekki eftir að hefja sig á loft aftur með farþega fyrr en árið 2020.

Þetta kemur fram í frétt The Wall Street Journal og er þetta haft eftir aðilum innan bandarískra flugmálayfirvalda auk flugmanna, sem eru meðlimir í félag bandarískra atvinnuflugmanna, en fram kemur að ástæðan sé sá tími sem það tekur að laga þau atriði sem krefjast lagfæringa auk þess tíma sem fer í prófanir í kjölfar þess.

Boeing 737 MAX var kyrrsett um miðjan mars og voru þá vonir uppi um að vélin myndi hefja sig á loft að nýju með vorinu og í síðasta lagi í maí en síðan eru liðnir meira en tveir mánuðir og fjórir mánuðir frá kyrrsetningunni. Væntingar um endurkomu MAX-vélanna í október, þegar tveir mánuðir eru eftir af árinu, eru nú orðnar litlar og hafa flugfélög uppfært flugáætlun sína er varðar vélarnar fram í nóvember.

Samt sem áður þá eru nokkrir yfirmenn hjá Boeing auk yfirmanna hjá FAA sem segjast vera nokkuð bjartsýnir um að Boeing 737 MAX eigi eftir að fljúga á ný með farþega í haust en aðrir telja að janúar 2020 væri mögulega hægt að aflétta kyrrsetningu þotnanna í fyrsta lagi.

Verkfræðingar hjá Boeing, aðilar frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) auk aðila frá yfirvöldum í öðrum löndum, vinna nú að því að fara yfir lista af göllum og atriðum sem þarf að lagfæra og hafa flugfélög frestað áætlunum sínum nokkrum sinnum um notkun á Boeing 737 MAX í leiðarkerfi sínu.

Boeing 737 MAX vélarnar hafa í dag verið kyrrsettar í fjóra mánuði

Nokkur bandarísk flugfélög hafa tilkynnt að þau gera ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX fyrr en í nóvember en American Airlines frestaði áætlunum sínum með þotuna í gær í fimmta sinn.

Fram kemur að þrátt fyrir að búið verða að laga og finna lausn á vandamálunum er varðar Boeing 737 MAX þá eiga flugfélög eftir að láta flugvirkja framkvæma uppfærslur á sínum Boeing 737 MAX þotum og undirbúa þær fyrir rekstur að nýju sem felst einnig í að koma þeim úr geymslu og gera þær klára fyrir farþegaflug að nýju sem gæti tekið nokkrar vikur.

Hvorki Boeing né FAA hafa gefið út neina dagsetningu varðandi endurkomu Boeing 737 MAX og er ekki unnið eftir neinum tímaramma en þess í stað er unnið allan sólarhringinn að því að aflétta kyrrsetningunni.  fréttir af handahófi

Berjaya kaupir Icelandair Hotels og tengdar fasteignir

15. júlí 2019

|

Stjórn Icelandair Group hf. hefur skrifað undir kaupsamning við Berjaya Property Ireland Limited („Berjaya“), dótturfélag Berjaya Land Berhad um að Berjaya eignist meirihluta í Icelandair Hotels („fél

Tókst á loft rétt eftir að flugbrautin var á enda

10. ágúst 2019

|

Farþegaþota fór út af braut í flugtaki í Moskvu í Rússlandi í vikunni eftir að brautin var á enda í flugbrautarbruninu en þotan náði að hafa sig á loft þrátt fyrir það.

Færeyingar panta tvær Airbus A320neo þotur til viðbótar

18. júní 2019

|

Atlantic Airways hefur lagt inn pöntun til Airbus í tvær Airbus A320neo þotur. Um kaup eru að ræða og undirritaði félagið samkomulag þess efnis við forsvarsmenn Airbus á flugsýningunni í París í dag.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vélmenni flaug mannlausri Cessnu í 2 klukkustundir

19. ágúst 2019

|

Lítil Cessna-einkaflugvél tók á loft á dögunum í Bandaríkjunum mannlaus með engan um borð en flugvélinni var flogið af vélmenni sem flaug vélinni í tvær klukkustundir.

Selja allan hlut sinn í Bank Norwegian

19. ágúst 2019

|

Norwegian tilkynnti í morgun að flugfélagið norska hafi ákveðið að selja allan hlut sinn í fyrirtækinu Norwegian Finans Holdings, sem á dótturfélagið Bank Norwegian, sem Norwegian stofnaði á sínum tí

Farþegaþota lendir í fyrsta sinn á nýja Gagarin-flugvellinum

19. ágúst 2019

|

Farþegaþota lenti í fyrsta sinn í gær á Gagarin-flugvellinum, sem er nýjasti alþjóðaflugvöllur Rússlands, staðsettur í borginni Saratov, tveimur dögum áður en hann verður formlega tekinn í notkun á

Gera ekki ráð fyrir 737 MAX fyrr en eftir áramót

17. ágúst 2019

|

Icelandair hefur nú uppfært flugáætlun sína til ársloka. Félagið gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX vélum í rekstri fyrir þann tíma og hefur aðlagað flugáætlun sína í samræmi við það og aðra þróun á

Vilja að hæstiréttur komi í veg fyrir boðað verkfall flugmanna

16. ágúst 2019

|

Ryanair hefur biðlað til hæstaréttar Írlands um að grípa í taumana og koma í veg fyrir fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna sem stefna á að leggja niður störf sín í næstu viku.

Flugvél hlekktist á í Svefneyjum á Breiðafirði

15. ágúst 2019

|

Lítilli flugvél hlekktist á í lendingu á Svefneyjum á Breiðafirði seinnipartinn í dag.

Cabo Verde Airlines tekur í notkun Boeing 737-300 þotu

15. ágúst 2019

|

Cabo Verde Airlines, flugfélagið á Grænhöfðaeyjum, hefur tekið í notkun Boeing 737-300 þotu sem félagið mun nota til þess að fljúga áætlunarflug frá Nelson Mandela flugvellinum við bæinn Praia til Li

Brotlenti er flugmaðurinn teygði sig í hurð sem hafði opnast

15. ágúst 2019

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) telja að orsök flugslyss, er lítil flugvél af gerðinni Cessna 170 brotlenti í Bandaríkjunum árið 2017, megi rekja til þess að flugmaður gerði tilr

Tvær þotur frá Qantas of nálægt hvor annarri í Sydney

14. ágúst 2019

|

Atvik átti sér stað á flugvellinum í Sydney á dögunum er tvær farþegaþotur frá Qantas fóru of nálægt hvor annarri.

Taka á leigu Boeing 737-200 til að fylla í skarð 737 MAX

13. ágúst 2019

|

Mikil eftirspurn er núna eftir gömlum Boeing 737 þotum vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX þotunum en þetta er haft eftir flugvélaleigum sem leigja út flugvélar til flugfélaga.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00