flugfréttir

Telja að Boeing 737 MAX fljúgi ekki aftur fyrr en árið 2020

- Skiptar skoðanir hvort að kyrrsetningunni verði aflétt fyrir áramót

15. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 11:51

Nýjar Boeing 737 MAX þotur hafa hrúgast upp á bílastæði starfsmanna við verksmiðjur Boeing í Renton

Margt bendir til þess að Boeing 737 MAX þoturnar eigi eftir að verða kyrrsettar út þetta ár og fram yfir áramót sem þýðir að vélarnar eiga ekki eftir að hefja sig á loft aftur með farþega fyrr en árið 2020.

Þetta kemur fram í frétt The Wall Street Journal og er þetta haft eftir aðilum innan bandarískra flugmálayfirvalda auk flugmanna, sem eru meðlimir í félag bandarískra atvinnuflugmanna, en fram kemur að ástæðan sé sá tími sem það tekur að laga þau atriði sem krefjast lagfæringa auk þess tíma sem fer í prófanir í kjölfar þess.

Boeing 737 MAX var kyrrsett um miðjan mars og voru þá vonir uppi um að vélin myndi hefja sig á loft að nýju með vorinu og í síðasta lagi í maí en síðan eru liðnir meira en tveir mánuðir og fjórir mánuðir frá kyrrsetningunni. Væntingar um endurkomu MAX-vélanna í október, þegar tveir mánuðir eru eftir af árinu, eru nú orðnar litlar og hafa flugfélög uppfært flugáætlun sína er varðar vélarnar fram í nóvember.

Samt sem áður þá eru nokkrir yfirmenn hjá Boeing auk yfirmanna hjá FAA sem segjast vera nokkuð bjartsýnir um að Boeing 737 MAX eigi eftir að fljúga á ný með farþega í haust en aðrir telja að janúar 2020 væri mögulega hægt að aflétta kyrrsetningu þotnanna í fyrsta lagi.

Verkfræðingar hjá Boeing, aðilar frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) auk aðila frá yfirvöldum í öðrum löndum, vinna nú að því að fara yfir lista af göllum og atriðum sem þarf að lagfæra og hafa flugfélög frestað áætlunum sínum nokkrum sinnum um notkun á Boeing 737 MAX í leiðarkerfi sínu.

Boeing 737 MAX vélarnar hafa í dag verið kyrrsettar í fjóra mánuði

Nokkur bandarísk flugfélög hafa tilkynnt að þau gera ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX fyrr en í nóvember en American Airlines frestaði áætlunum sínum með þotuna í gær í fimmta sinn.

Fram kemur að þrátt fyrir að búið verða að laga og finna lausn á vandamálunum er varðar Boeing 737 MAX þá eiga flugfélög eftir að láta flugvirkja framkvæma uppfærslur á sínum Boeing 737 MAX þotum og undirbúa þær fyrir rekstur að nýju sem felst einnig í að koma þeim úr geymslu og gera þær klára fyrir farþegaflug að nýju sem gæti tekið nokkrar vikur.

Hvorki Boeing né FAA hafa gefið út neina dagsetningu varðandi endurkomu Boeing 737 MAX og er ekki unnið eftir neinum tímaramma en þess í stað er unnið allan sólarhringinn að því að aflétta kyrrsetningunni.  fréttir af handahófi

2 milljóna króna sekt fyrir að kasta klinki inn í þotuhreyfil

2. janúar 2020

|

Kínverskur karlmaður á þrítugsaldri, sem var farþegi í innanlandsflugi í Kína í fyrra, hefur verið dæmdur til þess að greiða sekt upp á 2 milljónir króna eftir að hann kastaði klinki inn í þotuhreyfi

Fokker 100 þota fórst í flugtaki í Kazakhstan

27. desember 2019

|

Að minnsta kosti 15 eru látnir eftir að farþegaþota af gerðinni Fokker 100 fórst skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í borginni Almaty í Kazakhstan í gær.

Wizz Air stofnar lágfargjaldafélag í Abu Dhabi

12. desember 2019

|

Wizz Air ætlar sér að stofna sérstakt lágfargjaldaflugfélag í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í samstarfi við stjórnvöld þar í landi en félagið verður annað tveggja flugfélaga sem eru að líta dagsin

  Nýjustu flugfréttirnar

48 mál á flugsviði til rannsóknar hjá RNSA eftir árið 2019

21. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) gaf út nýverið ársyfirlit fyrir árið 2019 þar sem finna má upplýsingar, tölfræði og uppgjör fyrir árið í fyrra er kemur að flugi.

Qatar Airways tryggir sér fjórðungshlut í móðurfélagi BA

21. febrúar 2020

|

Qatar Aiways hefur keypt frekari hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways og Iberia, fyrir um 600 milljónir bandaríkjadali (76 milljarða króna).

Lufthansa leggur 13 breiðþotum vegna kórónaveirunnar

21. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur tekið 13 breiðþotur tímabundið úr flotanum sem verða kyrrsettar næstu vikurnar að minnsta kosti vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Setja fjórar Boeing 757 og Boeing 767 þotur á sölu

21. febrúar 2020

|

Flugfélagið Uzbekistan Airways hefur sett á sölu fjórar Boeing farþegaþotur en vélarnar sem félagið hefur ákveðið að losa sig við og selja eru tvær Boeing 757-200 þotur og tvær Boeing 767-300ER breið

Frakkar, Spánverjar og Þjóðverjar í samstarf um framtíðarorrustuþotu

21. febrúar 2020

|

Frakkar, Þjóðverjar og Spánverjar ætla í sameiningu að hefja þróun á nýrri kynslóð af orrustuþotu og mun samvinna um framleiðslu á prótótýpu hefjast innan fárra ára.

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

Tvær flugvélar rákust saman á flugi í Ástralíu

19. febrúar 2020

|

Fjórir létu lífið í árekstri sem varð á milli tveggja flugvéla í Ástralíu í nótt þegar vélarnar rákust saman á flugi nálægt flugvellinum í bænum Mangalore, skammt norður af Melbourne.

Gleymdi að setja hjólin niður í þjálfun á King Air

19. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) gaf út skýrslu á dögunum varðandi atvik sem átti sér stað er flugmaður gleymdi að setja niður hjólin er hann var í undirbúningi fyrir tegundarpróf

Húsleit gerð hjá Avianca vegna gruns um mútur

19. febrúar 2020

|

Aðilar frá öryggis- og leynisþjónustu á vegum ríkisstjórnar Kólumbíu gerðu húsleit í höfuðstöðvum flugfélagsins Avianca í Bogóta í síðustu viku í tengslum við rannsókn á mútum og spillingu innan her

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00