flugfréttir

Telja að Boeing 737 MAX fljúgi ekki aftur fyrr en árið 2020

- Skiptar skoðanir hvort að kyrrsetningunni verði aflétt fyrir áramót

15. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 11:51

Nýjar Boeing 737 MAX þotur hafa hrúgast upp á bílastæði starfsmanna við verksmiðjur Boeing í Renton

Margt bendir til þess að Boeing 737 MAX þoturnar eigi eftir að verða kyrrsettar út þetta ár og fram yfir áramót sem þýðir að vélarnar eiga ekki eftir að hefja sig á loft aftur með farþega fyrr en árið 2020.

Þetta kemur fram í frétt The Wall Street Journal og er þetta haft eftir aðilum innan bandarískra flugmálayfirvalda auk flugmanna, sem eru meðlimir í félag bandarískra atvinnuflugmanna, en fram kemur að ástæðan sé sá tími sem það tekur að laga þau atriði sem krefjast lagfæringa auk þess tíma sem fer í prófanir í kjölfar þess.

Boeing 737 MAX var kyrrsett um miðjan mars og voru þá vonir uppi um að vélin myndi hefja sig á loft að nýju með vorinu og í síðasta lagi í maí en síðan eru liðnir meira en tveir mánuðir og fjórir mánuðir frá kyrrsetningunni. Væntingar um endurkomu MAX-vélanna í október, þegar tveir mánuðir eru eftir af árinu, eru nú orðnar litlar og hafa flugfélög uppfært flugáætlun sína er varðar vélarnar fram í nóvember.

Samt sem áður þá eru nokkrir yfirmenn hjá Boeing auk yfirmanna hjá FAA sem segjast vera nokkuð bjartsýnir um að Boeing 737 MAX eigi eftir að fljúga á ný með farþega í haust en aðrir telja að janúar 2020 væri mögulega hægt að aflétta kyrrsetningu þotnanna í fyrsta lagi.

Verkfræðingar hjá Boeing, aðilar frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) auk aðila frá yfirvöldum í öðrum löndum, vinna nú að því að fara yfir lista af göllum og atriðum sem þarf að lagfæra og hafa flugfélög frestað áætlunum sínum nokkrum sinnum um notkun á Boeing 737 MAX í leiðarkerfi sínu.

Boeing 737 MAX vélarnar hafa í dag verið kyrrsettar í fjóra mánuði

Nokkur bandarísk flugfélög hafa tilkynnt að þau gera ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX fyrr en í nóvember en American Airlines frestaði áætlunum sínum með þotuna í gær í fimmta sinn.

Fram kemur að þrátt fyrir að búið verða að laga og finna lausn á vandamálunum er varðar Boeing 737 MAX þá eiga flugfélög eftir að láta flugvirkja framkvæma uppfærslur á sínum Boeing 737 MAX þotum og undirbúa þær fyrir rekstur að nýju sem felst einnig í að koma þeim úr geymslu og gera þær klára fyrir farþegaflug að nýju sem gæti tekið nokkrar vikur.

Hvorki Boeing né FAA hafa gefið út neina dagsetningu varðandi endurkomu Boeing 737 MAX og er ekki unnið eftir neinum tímaramma en þess í stað er unnið allan sólarhringinn að því að aflétta kyrrsetningunni.  fréttir af handahófi

Ná sáttum um 12/30 brautina í Köben sem fær að vera áfram

26. nóvember 2019

|

Allt bendir til þess að áralangar deilur milli flugfélaganna SAS, Norwegian og Danish Air Transport (DAT) og flugvallarins í Kaupmannahöfn varðandi lokun flugbrautarinnar 12/30 sé á lokið.

Air India mun leggjast af ef ekki næst að einkavæða félagið

29. nóvember 2019

|

Air India mun neyðast til þess að hætta rekstri ef næstu tilraunir til þess að einkavæða ríkisflugfélagið ná ekki fram að ganga.

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

  Nýjustu flugfréttirnar

Qantas velur A350-1000 fyrir Sólarupprásarverkefnið

13. desember 2019

|

Ástralska flugfélagið Qantas hefur valið Airbus A350-1000 þotuna sem þann flugvélakost sem verður fyrir valinu fyrir „Sólarupprásarverkefnið“ (Project Sunrise) sem miðar af því að bjóða farþegum upp

Southwest og Boeing semja um skaðabætur vegna 737 MAX

12. desember 2019

|

Southwest Airlines hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabótagreiðslu vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningarinnar á Boeing 737 MAX þotunum.

Wizz Air stofnar lágfargjaldafélag í Abu Dhabi

12. desember 2019

|

Wizz Air ætlar sér að stofna sérstakt lágfargjaldaflugfélag í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í samstarfi við stjórnvöld þar í landi en félagið verður annað tveggja flugfélaga sem eru að líta dagsin

Svartsýnn á að Ryanair geti flogið 737 MAX næsta sumar

11. desember 2019

|

Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

El Al stefnir á tilraunir með beint flug til Ástralíu

10. desember 2019

|

Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

Herflugvél með 38 um borð hvarf af ratsjá yfir Suður-Íshafi

10. desember 2019

|

Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

SAS aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum

9. desember 2019

|

SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

SAS mun hætta að fljúga á Narita-flugvöll í Tókýó

9. desember 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

Fréttaþyrla í árekstri við dróna

9. desember 2019

|

Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

Lokaskýrsla vegna flugslyss sunnan Hafnafjarðar árið 2015

8. desember 2019

|

Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í