flugfréttir

Loka starfsstöðvum vegna seinkana á nýjum MAX-þotum

- Fá sennilega helmingi færri 737 MAX þotur afhentar fyrir sumarið 2020

16. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 13:39

Boeing 737-800 þotur Ryanair

Ryanair hefur sent frá sér tilkynningu þar sem félagið segir að til komi að skera niður starfsemi félagsins með því að loka nokkrum starfsstöðvum í haust sem má rekja til kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum.

Ryanair segir að þar sem kyrrsetningin eigi eftir að hafa áhrif á afhendingar þá geri félagið ekki ráð fyrir að vera komið með eins margar MAX þotur í flotann fyrir sumarið 2020 eins og gert var ráð fyrir í upphafi.

Félagið átti von á að vera komið með 58 Boeing 737 MAX þotur fyrir sumarið á næsta ári en ef félagið fær þá fyrstu afhenta í janúar eða febrúar eftir áramót, og fær um sex til átta þotur í hverjum mánuði eftir það, verður félagið aðeins komið með um 30 þotur í mesta lagi sem er helmingi færri þotur en áætlun félagsins gerir ráð fyrir.

„Þessar tölur gætu verið enn minni sem fer eftir því hvenær Boeing 737 MAX mun snúa aftur“, segir í tilkynningu frá félaginu sem vonast til þess að kyrrsetningunni verði aflétt fyrir lok ársins.

Nýjar Boeing 737 MAX þotur Ryanair munu samt ekki geta byrjað að fljúga strax þar sem þær eiga eftir að fara í gegnum sérstakt vottunarferli þar sem þær þotur sem félagið fær er sérstök lágfargjaldaútgáfa sem taka um 200 farþega.

Ef félagið er aðeins komið með 30 þotur í flotann í stað 58 þá samsvarar það að félagið þarf að gera ráð fyrir allt að 7% samdrætti í núverandi flugáætlun fyrir sumarið sem þýðir að loka þarf einhverjum starfsstöðvum þar sem farþegar verða þá allt að 5 milljónum færri.

Ryanair á nú í viðræðum við nokkra flugvelli vegna fyrirhugaðra niðurskurðaaðgerða vegna þessa en félagið myndi sjá annars fram á töluvert tap ef það myndi halda óbreyttum starfsmannafjölda á bækistöðvunum með helmingi færri 737 MAX þotur í notkun.  fréttir af handahófi

Sjúkraflugvél fór í sjóinn í Alaska

18. janúar 2020

|

Allir komust lífs af er sjúkraflugvél af gerðinni Beechcraft B200 King Air fór í sjóinn við Aleutianyjarnar í Alaska sl. fimmtudag.

Gleymdi að setja hjólin niður í þjálfun á King Air

19. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) gaf út skýrslu á dögunum varðandi atvik sem átti sér stað er flugmaður gleymdi að setja niður hjólin er hann var í undirbúningi fyrir tegundarpróf

Óljósar upplýsingar varðandi flugslys í Afghanistan

27. janúar 2020

|

Óstaðfestar heimildir herma að flugslys hafi átt sér stað í Afghanistan í dag og sé um að ræða farþegaþotu með yfir 80 farþega um borð en aðrir fréttamiðlar segja að 110 manns séu um borð.

  Nýjustu flugfréttirnar

Gerði tilraun til að ræna sjóflugvél um miðja nótt

24. febrúar 2020

|

Þrjár sjóflugvélar eru mikið skemmdar eftir að óprúttinn aðili gerði sér lítið fyrir og reyndi að stela sjóflugvél í Vancouver í Kanada um síðustu helgi.

Tarom fær lán upp á 5 milljarða frá ríkisstjórn Rúmeníu

24. febrúar 2020

|

Evrópusambandið hefur gefið ríkisstjórn Rúmeníu leyfi til þess að veita ríkisflugfélaginu Tarom tímabundið lán upp á 5.1 milljarð króna.

Mikil röskun á flugi til Kanarí vegna sandstorms

24. febrúar 2020

|

Töluverð röskun varð á flugi til og frá Kanaríeyja um helgina vegna sandstorms sem gekk yfir eyjarnar en í gær var öllu flugi til og frá eyjunum aflýst.

48 mál á flugsviði til rannsóknar hjá RNSA eftir árið 2019

21. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) gaf út nýverið ársyfirlit fyrir árið 2019 þar sem finna má upplýsingar, tölfræði og uppgjör fyrir árið í fyrra er kemur að flugi.

Qatar Airways tryggir sér fjórðungshlut í móðurfélagi BA

21. febrúar 2020

|

Qatar Aiways hefur keypt frekari hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways og Iberia, fyrir um 600 milljónir bandaríkjadali (76 milljarða króna).

Lufthansa leggur 13 breiðþotum vegna kórónaveirunnar

21. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur tekið 13 breiðþotur tímabundið úr flotanum sem verða kyrrsettar næstu vikurnar að minnsta kosti vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Setja fjórar Boeing 757 og Boeing 767 þotur á sölu

21. febrúar 2020

|

Flugfélagið Uzbekistan Airways hefur sett á sölu fjórar Boeing farþegaþotur en vélarnar sem félagið hefur ákveðið að losa sig við og selja eru tvær Boeing 757-200 þotur og tvær Boeing 767-300ER breið

Frakkar, Spánverjar og Þjóðverjar í samstarf um framtíðarorrustuþotu

21. febrúar 2020

|

Frakkar, Þjóðverjar og Spánverjar ætla í sameiningu að hefja þróun á nýrri kynslóð af orrustuþotu og mun samvinna um framleiðslu á prótótýpu hefjast innan fárra ára.

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00