flugfréttir

Loka starfsstöðvum vegna seinkana á nýjum MAX-þotum

- Fá sennilega helmingi færri 737 MAX þotur afhentar fyrir sumarið 2020

16. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 13:39

Boeing 737-800 þotur Ryanair

Ryanair hefur sent frá sér tilkynningu þar sem félagið segir að til komi að skera niður starfsemi félagsins með því að loka nokkrum starfsstöðvum í haust sem má rekja til kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum.

Ryanair segir að þar sem kyrrsetningin eigi eftir að hafa áhrif á afhendingar þá geri félagið ekki ráð fyrir að vera komið með eins margar MAX þotur í flotann fyrir sumarið 2020 eins og gert var ráð fyrir í upphafi.

Félagið átti von á að vera komið með 58 Boeing 737 MAX þotur fyrir sumarið á næsta ári en ef félagið fær þá fyrstu afhenta í janúar eða febrúar eftir áramót, og fær um sex til átta þotur í hverjum mánuði eftir það, verður félagið aðeins komið með um 30 þotur í mesta lagi sem er helmingi færri þotur en áætlun félagsins gerir ráð fyrir.

„Þessar tölur gætu verið enn minni sem fer eftir því hvenær Boeing 737 MAX mun snúa aftur“, segir í tilkynningu frá félaginu sem vonast til þess að kyrrsetningunni verði aflétt fyrir lok ársins.

Nýjar Boeing 737 MAX þotur Ryanair munu samt ekki geta byrjað að fljúga strax þar sem þær eiga eftir að fara í gegnum sérstakt vottunarferli þar sem þær þotur sem félagið fær er sérstök lágfargjaldaútgáfa sem taka um 200 farþega.

Ef félagið er aðeins komið með 30 þotur í flotann í stað 58 þá samsvarar það að félagið þarf að gera ráð fyrir allt að 7% samdrætti í núverandi flugáætlun fyrir sumarið sem þýðir að loka þarf einhverjum starfsstöðvum þar sem farþegar verða þá allt að 5 milljónum færri.

Ryanair á nú í viðræðum við nokkra flugvelli vegna fyrirhugaðra niðurskurðaaðgerða vegna þessa en félagið myndi sjá annars fram á töluvert tap ef það myndi halda óbreyttum starfsmannafjölda á bækistöðvunum með helmingi færri 737 MAX þotur í notkun.  fréttir af handahófi

Fyrstir til að fljúga milli Evrópu og Suður-Ameríku með A321LR

8. júlí 2019

|

Portúgalska flugfélagið TAP Air Portugal verður fyrsta flugfélagið til að hefja áætlunarflug með Airbus A321LR yfir Suður-Atlantshafið en félagið mun í haust hefja flug með þessari flugvélategund á

419.000 farþegar flugu með Icelandair í maí

7. júní 2019

|

Aldrei hafa eins margir farþegar flogið með Icelandair í maímánuði líkt og seinast þegar yfir 419.000 farþegar flugu með félaginu.

Boeing 777-9 hreyfist fyrir sínu eigin afli í fyrsta sinn

24. júní 2019

|

Fyrsta Boeing 777X tilraunarþotan hefur hafið akstursprófanir og þar með er hún farin að hreyfast í fyrsta sinn með sínu eigin afli.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vélmenni flaug mannlausri Cessnu í 2 klukkustundir

19. ágúst 2019

|

Lítil Cessna-einkaflugvél tók á loft á dögunum í Bandaríkjunum mannlaus með engan um borð en flugvélinni var flogið af vélmenni sem flaug vélinni í tvær klukkustundir.

Selja allan hlut sinn í Bank Norwegian

19. ágúst 2019

|

Norwegian tilkynnti í morgun að flugfélagið norska hafi ákveðið að selja allan hlut sinn í fyrirtækinu Norwegian Finans Holdings, sem á dótturfélagið Bank Norwegian, sem Norwegian stofnaði á sínum tí

Farþegaþota lendir í fyrsta sinn á nýja Gagarin-flugvellinum

19. ágúst 2019

|

Farþegaþota lenti í fyrsta sinn í gær á Gagarin-flugvellinum, sem er nýjasti alþjóðaflugvöllur Rússlands, staðsettur í borginni Saratov, tveimur dögum áður en hann verður formlega tekinn í notkun á

Gera ekki ráð fyrir 737 MAX fyrr en eftir áramót

17. ágúst 2019

|

Icelandair hefur nú uppfært flugáætlun sína til ársloka. Félagið gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX vélum í rekstri fyrir þann tíma og hefur aðlagað flugáætlun sína í samræmi við það og aðra þróun á

Vilja að hæstiréttur komi í veg fyrir boðað verkfall flugmanna

16. ágúst 2019

|

Ryanair hefur biðlað til hæstaréttar Írlands um að grípa í taumana og koma í veg fyrir fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna sem stefna á að leggja niður störf sín í næstu viku.

Flugvél hlekktist á í Svefneyjum á Breiðafirði

15. ágúst 2019

|

Lítilli flugvél hlekktist á í lendingu á Svefneyjum á Breiðafirði seinnipartinn í dag.

Cabo Verde Airlines tekur í notkun Boeing 737-300 þotu

15. ágúst 2019

|

Cabo Verde Airlines, flugfélagið á Grænhöfðaeyjum, hefur tekið í notkun Boeing 737-300 þotu sem félagið mun nota til þess að fljúga áætlunarflug frá Nelson Mandela flugvellinum við bæinn Praia til Li

Brotlenti er flugmaðurinn teygði sig í hurð sem hafði opnast

15. ágúst 2019

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) telja að orsök flugslyss, er lítil flugvél af gerðinni Cessna 170 brotlenti í Bandaríkjunum árið 2017, megi rekja til þess að flugmaður gerði tilr

Tvær þotur frá Qantas of nálægt hvor annarri í Sydney

14. ágúst 2019

|

Atvik átti sér stað á flugvellinum í Sydney á dögunum er tvær farþegaþotur frá Qantas fóru of nálægt hvor annarri.

Taka á leigu Boeing 737-200 til að fylla í skarð 737 MAX

13. ágúst 2019

|

Mikil eftirspurn er núna eftir gömlum Boeing 737 þotum vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX þotunum en þetta er haft eftir flugvélaleigum sem leigja út flugvélar til flugfélaga.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00