flugfréttir

Loka starfsstöðvum vegna seinkana á nýjum MAX-þotum

- Fá sennilega helmingi færri 737 MAX þotur afhentar fyrir sumarið 2020

16. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 13:39

Boeing 737-800 þotur Ryanair

Ryanair hefur sent frá sér tilkynningu þar sem félagið segir að til komi að skera niður starfsemi félagsins með því að loka nokkrum starfsstöðvum í haust sem má rekja til kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum.

Ryanair segir að þar sem kyrrsetningin eigi eftir að hafa áhrif á afhendingar þá geri félagið ekki ráð fyrir að vera komið með eins margar MAX þotur í flotann fyrir sumarið 2020 eins og gert var ráð fyrir í upphafi.

Félagið átti von á að vera komið með 58 Boeing 737 MAX þotur fyrir sumarið á næsta ári en ef félagið fær þá fyrstu afhenta í janúar eða febrúar eftir áramót, og fær um sex til átta þotur í hverjum mánuði eftir það, verður félagið aðeins komið með um 30 þotur í mesta lagi sem er helmingi færri þotur en áætlun félagsins gerir ráð fyrir.

„Þessar tölur gætu verið enn minni sem fer eftir því hvenær Boeing 737 MAX mun snúa aftur“, segir í tilkynningu frá félaginu sem vonast til þess að kyrrsetningunni verði aflétt fyrir lok ársins.

Nýjar Boeing 737 MAX þotur Ryanair munu samt ekki geta byrjað að fljúga strax þar sem þær eiga eftir að fara í gegnum sérstakt vottunarferli þar sem þær þotur sem félagið fær er sérstök lágfargjaldaútgáfa sem taka um 200 farþega.

Ef félagið er aðeins komið með 30 þotur í flotann í stað 58 þá samsvarar það að félagið þarf að gera ráð fyrir allt að 7% samdrætti í núverandi flugáætlun fyrir sumarið sem þýðir að loka þarf einhverjum starfsstöðvum þar sem farþegar verða þá allt að 5 milljónum færri.

Ryanair á nú í viðræðum við nokkra flugvelli vegna fyrirhugaðra niðurskurðaaðgerða vegna þessa en félagið myndi sjá annars fram á töluvert tap ef það myndi halda óbreyttum starfsmannafjölda á bækistöðvunum með helmingi færri 737 MAX þotur í notkun.  fréttir af handahófi

Verkfallsbann sett á írska flugmenn hjá Ryanair

21. ágúst 2019

|

Hæstiréttur Írlands í Dublin hefur stöðvað fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna hjá Ryanair.

Japan Airlines sektað um 37 milljónir vegna tveggja seinkana

16. september 2019

|

Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna hefur sektað Japan Airlines um 37 milljónir króna vegna tveggja seinkana þar sem farþegar þurftu að bíða í meira en fjórar klukkustundir inni í flugvélum félagsins áðu

Aðeins 12 flugfélög munu fljúga heimshorna á milli í framtíðinni

20. ágúst 2019

|

Carsten Spohr, framkvæmdarstjóri Lufthansa, spáir því að í framtíðinni verði í mesta lagi aðeins 12 flugfélög sem munu deila með sér langflugi til fjarlægra áfangastaða í heiminum.

  Nýjustu flugfréttirnar

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

Einn af gömlu íslensku Fokker 50 eyðilagðist í óhappi í Kenýa

11. október 2019

|

Ein af þeim fjórum Fokker 50 flugvélum, sem Flugfélag Íslands hafði í flota sínum til margra ára, eyðilagðist í dag er hún fór út af braut í flugtaki í Kenýa er hún var í innanlandsflugi fyrir kenýsk

Aukin eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook

11. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Jet2.com hefur fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook og sér félagið því fram á að rekstarafkoma félagsins eigi eftir að koma út í ha

Airbus hefur afhent 1.000 þotur úr A320neo fjölskyldunni

10. október 2019

|

Airbus hefur náð þeim áfanga að hafa afhent 1.000 flugvélar úr Airbus A320neo fjölskyldunni en sú þúsundasta var afhent frá verksmiðjum Airbus í Hamborg á dögunum.

Klifraði ofan á Embraer-þotu British Airways

10. október 2019

|

British Airways þurfti að hætta við áætlunarflug sitt í dag frá London City flugvellinum til Amsterdam eftir að maður klifraði ofan á eina af Embraer-þotum félagsins rétt fyrir brottför.

Ein ný þota í flotann á tveggja vikna fresti næstu 10 árin

8. október 2019

|

Lufthansa mun taka við nýrri þotu beint úr verksmiðju á tveggja vikna fresti næstu 10 árin eða til ársins 2029.

Tvö flugfélög draga saman pantanir í nýjar A320neo þotur

8. október 2019

|

Tvö flugfélög hafa nýlega skorið niður pantanir sínar í nýjar Airbus A320neo þotur um níu eintök til samans.

FAA telur að færni flugmanna til að fljúga sjálfir fari minnkandi

7 október 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa áhyggjur af því að færni flugmanna til þess að handfljúga flugvélum í farþegaflugi sé á undanhaldi.

Fóru 46 flugferðir með enga farþega um borð

6. október 2019

|

Pakistan International Airlines (PIA) flaug árið 2016 og 2017 alls 46 flugferðir með tómar vélar þar sem engir farþegar voru um borð.

Bandaríkin setja 10 prósent tolla á evrópskar flugvélar

5. október 2019

|

Um miðjan mánuðinn mun ríkisstjórn Bandaríkjanna byrja að innheimta tolla á allar þær flugvélar sem framleiddar eru í Evrópu sem keyptar eru af bandarískum flugfélögum og flugrekstraraðilum.