flugfréttir

Fimm ár síðan að flug MH17 var skotið niður yfir Úkraínu

17. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 12:18

Brak úr Boeing 777 farþegaþotunni á akri nálægt bænum Hrabove í Úkraínu

Fimm ár eru í dag liðin frá því að Boeing 777 farþegaþota, flug MH17, á vegum Malaysia Airlines fórst nálægt bænum Hrabove í Úkraínu eftir að hafa verið skotin niður með flugskeyti á leið sinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur með þeim afleiðingum að 283 farþegar og fimmtán manna áhöfn lét lífið.

Atburðurinn átti sér stað aðeins fjórum mánuðum eftir að önnur þota sömu gerðar frá sama flugfélagi hvarf sporlaust á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking sem í dag er ennþá óleyst ráðgáta og talið vera eitt dulafyllsta hvarf í flugsögunni.

Flest bendir til þess að það séu Rússar sem beri ábyrgð á ódæðinu en rússnesk stjórnvöld hafa lengi reynt að koma sökinni á Úkraínumenn þrátt fyrir að sönnunargögn hafa sýnt fram á að rússneskir uppreisnarmenn hafi skotið niður flug MH17 með Buk-flugskeyti.

Þotan, 9M-MRD, í mars 2014, fjórum mánuðum áður en hún var skotin niður

Á þeim tíma sem flug MH17 var að fara yfir svæðið stóðu yfir óeirðir þar sem rússneskir uppreisnarmenn börðust við úkraínska herinn en þotan, sem var af gerðinni Boeing 777-200ER, brotnaði sundur í nokkra hluta og rigndi brakinu yfir stórt svæði og fundust leyfar af vélinni og farangri í nokkrum þorpum. 

Ríkisstjórnir víða um heim hafa minnst atburðarins í dag þar sem 5 ár eru liðin og þar á meðal Scott Morison, forsætisráðherra Ástralíu en 38 Ástralir voru um borð í flugi MH17.

Á samfélagsmiðlum segir Scott að Ástralir hafi ekki gleymt þessum hræðilega atburði og sé stefnan á að sækja þá til saka sem bera ábyrgð á ódæðinu og í sama streng taka stjórnvöld í Malasíu sem fara fram á að ódæðismennirnir fái viðeigandi refsingu.

298 manns létu lífið er þotan var skotin niður með flugskeyti á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur

Alþjóðleg rannsóknarnefnd birti þann 19. júní sl. lista með nöfnum fjögurra aðila sem taldir eru bera ábyrgð á ódæðinu sem eru þrír Rússar; Igor Girkin, Sergei Dubinsky og Oleg Pulatov auk eins Úkraínumanns, Leonid Kharchenko, en allir eru þeir tengdir rússneskum uppreisnarsinnum.

Höfuðpaurinn er talinn vera Igor Girkin, fyrrum rússneskur ofursti og sjálfskipaður varnarmálafulltrúi og leiðtogi uppreisnarmanna á Donetsk-svæðinu þar sem mestu átökin áttu sér stað.

Igor Girkin er talinn vera höfuðpaurinn á bakvið ódæðið og hefur verið gefin út handtökuskipun á hendur hans

Til stendur að réttarhöld yfir fjórmenningunum hefjist í mars árið 2020 og munu þau sennilega fara fram án þess að sakborningarnir séu viðstaddir þar sem Rússland fremselur ekki rússneska ríkisborgara.

Þá hefur úkraínska leyniþjónustan (SBU) birt lista yfir 150 aðila sem tóku þátt í að flytja flugskeytið yfir landamærin frá Rússlandi til Úkraínu og hefur sá listi verið afhentur til alþjóðlegu rannsóknarnefndarinnar í Hollandi.

Brak úr vélinni við bæinn Petropavlivka í Úkraínu  fréttir af handahófi

Southwest sker niður sautján flugleiðir í leiðarkerfinu

20. ágúst 2019

|

Southwest Airlines hefur tilkynnt að félagið ætlar sér að fella niður 17 leiðir í leiðarkerfi félagsins um áramótin til þess að hagræða flugáætlun sinni en niðurskurðinn má rekja til kyrrsetningu Boe

Flugstjóri hjá Aeroflot ákærður í kjölfar flugslyss

3. október 2019

|

Saksóknarar í Rússlandi hafa gefið út kæru á hendur flugstjóra hjá Aeroflot í kjölfar flugslyss en hann flaug Sukhoi Superjet 100 þotu félagsins sem varð alelda eftir harkalega lendingu í Moskvu í ma

Á von á því að Boeing 737 MAX fljúgi á ný í nóvember

12. september 2019

|

Dennis Muilenburg, forstjóri Boeing, segist eiga von á því að flugfélög vestanhafs muni geta farið að fljúga Boeing 737 MAX þotunum á ný í nóvember.

  Nýjustu flugfréttirnar

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

Einn af gömlu íslensku Fokker 50 eyðilagðist í óhappi í Kenýa

11. október 2019

|

Ein af þeim fjórum Fokker 50 flugvélum, sem Flugfélag Íslands hafði í flota sínum til margra ára, eyðilagðist í dag er hún fór út af braut í flugtaki í Kenýa er hún var í innanlandsflugi fyrir kenýsk

Aukin eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook

11. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Jet2.com hefur fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook og sér félagið því fram á að rekstarafkoma félagsins eigi eftir að koma út í ha

Airbus hefur afhent 1.000 þotur úr A320neo fjölskyldunni

10. október 2019

|

Airbus hefur náð þeim áfanga að hafa afhent 1.000 flugvélar úr Airbus A320neo fjölskyldunni en sú þúsundasta var afhent frá verksmiðjum Airbus í Hamborg á dögunum.

Klifraði ofan á Embraer-þotu British Airways

10. október 2019

|

British Airways þurfti að hætta við áætlunarflug sitt í dag frá London City flugvellinum til Amsterdam eftir að maður klifraði ofan á eina af Embraer-þotum félagsins rétt fyrir brottför.

Ein ný þota í flotann á tveggja vikna fresti næstu 10 árin

8. október 2019

|

Lufthansa mun taka við nýrri þotu beint úr verksmiðju á tveggja vikna fresti næstu 10 árin eða til ársins 2029.

Tvö flugfélög draga saman pantanir í nýjar A320neo þotur

8. október 2019

|

Tvö flugfélög hafa nýlega skorið niður pantanir sínar í nýjar Airbus A320neo þotur um níu eintök til samans.

FAA telur að færni flugmanna til að fljúga sjálfir fari minnkandi

7 október 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa áhyggjur af því að færni flugmanna til þess að handfljúga flugvélum í farþegaflugi sé á undanhaldi.

Fóru 46 flugferðir með enga farþega um borð

6. október 2019

|

Pakistan International Airlines (PIA) flaug árið 2016 og 2017 alls 46 flugferðir með tómar vélar þar sem engir farþegar voru um borð.

Bandaríkin setja 10 prósent tolla á evrópskar flugvélar

5. október 2019

|

Um miðjan mánuðinn mun ríkisstjórn Bandaríkjanna byrja að innheimta tolla á allar þær flugvélar sem framleiddar eru í Evrópu sem keyptar eru af bandarískum flugfélögum og flugrekstraraðilum.