flugfréttir

Fimm ár síðan að flug MH17 var skotið niður yfir Úkraínu

17. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 12:18

Brak úr Boeing 777 farþegaþotunni á akri nálægt bænum Hrabove í Úkraínu

Fimm ár eru í dag liðin frá því að Boeing 777 farþegaþota, flug MH17, á vegum Malaysia Airlines fórst nálægt bænum Hrabove í Úkraínu eftir að hafa verið skotin niður með flugskeyti á leið sinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur með þeim afleiðingum að 283 farþegar og fimmtán manna áhöfn lét lífið.

Atburðurinn átti sér stað aðeins fjórum mánuðum eftir að önnur þota sömu gerðar frá sama flugfélagi hvarf sporlaust á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking sem í dag er ennþá óleyst ráðgáta og talið vera eitt dulafyllsta hvarf í flugsögunni.

Flest bendir til þess að það séu Rússar sem beri ábyrgð á ódæðinu en rússnesk stjórnvöld hafa lengi reynt að koma sökinni á Úkraínumenn þrátt fyrir að sönnunargögn hafa sýnt fram á að rússneskir uppreisnarmenn hafi skotið niður flug MH17 með Buk-flugskeyti.

Þotan, 9M-MRD, í mars 2014, fjórum mánuðum áður en hún var skotin niður

Á þeim tíma sem flug MH17 var að fara yfir svæðið stóðu yfir óeirðir þar sem rússneskir uppreisnarmenn börðust við úkraínska herinn en þotan, sem var af gerðinni Boeing 777-200ER, brotnaði sundur í nokkra hluta og rigndi brakinu yfir stórt svæði og fundust leyfar af vélinni og farangri í nokkrum þorpum. 

Ríkisstjórnir víða um heim hafa minnst atburðarins í dag þar sem 5 ár eru liðin og þar á meðal Scott Morison, forsætisráðherra Ástralíu en 38 Ástralir voru um borð í flugi MH17.

Á samfélagsmiðlum segir Scott að Ástralir hafi ekki gleymt þessum hræðilega atburði og sé stefnan á að sækja þá til saka sem bera ábyrgð á ódæðinu og í sama streng taka stjórnvöld í Malasíu sem fara fram á að ódæðismennirnir fái viðeigandi refsingu.

298 manns létu lífið er þotan var skotin niður með flugskeyti á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur

Alþjóðleg rannsóknarnefnd birti þann 19. júní sl. lista með nöfnum fjögurra aðila sem taldir eru bera ábyrgð á ódæðinu sem eru þrír Rússar; Igor Girkin, Sergei Dubinsky og Oleg Pulatov auk eins Úkraínumanns, Leonid Kharchenko, en allir eru þeir tengdir rússneskum uppreisnarsinnum.

Höfuðpaurinn er talinn vera Igor Girkin, fyrrum rússneskur ofursti og sjálfskipaður varnarmálafulltrúi og leiðtogi uppreisnarmanna á Donetsk-svæðinu þar sem mestu átökin áttu sér stað.

Igor Girkin er talinn vera höfuðpaurinn á bakvið ódæðið og hefur verið gefin út handtökuskipun á hendur hans

Til stendur að réttarhöld yfir fjórmenningunum hefjist í mars árið 2020 og munu þau sennilega fara fram án þess að sakborningarnir séu viðstaddir þar sem Rússland fremselur ekki rússneska ríkisborgara.

Þá hefur úkraínska leyniþjónustan (SBU) birt lista yfir 150 aðila sem tóku þátt í að flytja flugskeytið yfir landamærin frá Rússlandi til Úkraínu og hefur sá listi verið afhentur til alþjóðlegu rannsóknarnefndarinnar í Hollandi.

Brak úr vélinni við bæinn Petropavlivka í Úkraínu  fréttir af handahófi

Air Lease fær grænt ljós á að sækja Airbus-þotuna

17. júlí 2019

|

Bandaríska flugvélaleigan Air Lease Corporation hefur fengið grænt ljós á að sækja Airbus A321 þotu í eigu fyrirtækisins sem staðið hefur á Keflavíkurflugvelli frá gjaldþroti WOW air eftir að Héraðsdó

Manston-flugvöllur mun opna aftur í stað 3.700 nýrra íbúða

8. júlí 2019

|

London mun að öllum líkindum aftur verða „sjö flugvalla borg“ þar sem til stendur að taka aftur í notkun Manston-flugvöllinn sem lokaði árið 2014.

Halda ekki áfram flugi milli Akureyrar og Keflavíkur í haust

2. ágúst 2019

|

Air Iceland Connect ætlar ekki að halda áfram að fljúga á mili Akureyrar og Keflavíkurflugvallar í haust.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vélmenni flaug mannlausri Cessnu í 2 klukkustundir

19. ágúst 2019

|

Lítil Cessna-einkaflugvél tók á loft á dögunum í Bandaríkjunum mannlaus með engan um borð en flugvélinni var flogið af vélmenni sem flaug vélinni í tvær klukkustundir.

Selja allan hlut sinn í Bank Norwegian

19. ágúst 2019

|

Norwegian tilkynnti í morgun að flugfélagið norska hafi ákveðið að selja allan hlut sinn í fyrirtækinu Norwegian Finans Holdings, sem á dótturfélagið Bank Norwegian, sem Norwegian stofnaði á sínum tí

Farþegaþota lendir í fyrsta sinn á nýja Gagarin-flugvellinum

19. ágúst 2019

|

Farþegaþota lenti í fyrsta sinn í gær á Gagarin-flugvellinum, sem er nýjasti alþjóðaflugvöllur Rússlands, staðsettur í borginni Saratov, tveimur dögum áður en hann verður formlega tekinn í notkun á

Gera ekki ráð fyrir 737 MAX fyrr en eftir áramót

17. ágúst 2019

|

Icelandair hefur nú uppfært flugáætlun sína til ársloka. Félagið gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX vélum í rekstri fyrir þann tíma og hefur aðlagað flugáætlun sína í samræmi við það og aðra þróun á

Vilja að hæstiréttur komi í veg fyrir boðað verkfall flugmanna

16. ágúst 2019

|

Ryanair hefur biðlað til hæstaréttar Írlands um að grípa í taumana og koma í veg fyrir fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna sem stefna á að leggja niður störf sín í næstu viku.

Flugvél hlekktist á í Svefneyjum á Breiðafirði

15. ágúst 2019

|

Lítilli flugvél hlekktist á í lendingu á Svefneyjum á Breiðafirði seinnipartinn í dag.

Cabo Verde Airlines tekur í notkun Boeing 737-300 þotu

15. ágúst 2019

|

Cabo Verde Airlines, flugfélagið á Grænhöfðaeyjum, hefur tekið í notkun Boeing 737-300 þotu sem félagið mun nota til þess að fljúga áætlunarflug frá Nelson Mandela flugvellinum við bæinn Praia til Li

Brotlenti er flugmaðurinn teygði sig í hurð sem hafði opnast

15. ágúst 2019

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) telja að orsök flugslyss, er lítil flugvél af gerðinni Cessna 170 brotlenti í Bandaríkjunum árið 2017, megi rekja til þess að flugmaður gerði tilr

Tvær þotur frá Qantas of nálægt hvor annarri í Sydney

14. ágúst 2019

|

Atvik átti sér stað á flugvellinum í Sydney á dögunum er tvær farþegaþotur frá Qantas fóru of nálægt hvor annarri.

Taka á leigu Boeing 737-200 til að fylla í skarð 737 MAX

13. ágúst 2019

|

Mikil eftirspurn er núna eftir gömlum Boeing 737 þotum vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX þotunum en þetta er haft eftir flugvélaleigum sem leigja út flugvélar til flugfélaga.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00