flugfréttir

Fimm ár síðan að flug MH17 var skotið niður yfir Úkraínu

17. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 12:18

Brak úr Boeing 777 farþegaþotunni á akri nálægt bænum Hrabove í Úkraínu

Fimm ár eru í dag liðin frá því að Boeing 777 farþegaþota, flug MH17, á vegum Malaysia Airlines fórst nálægt bænum Hrabove í Úkraínu eftir að hafa verið skotin niður með flugskeyti á leið sinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur með þeim afleiðingum að 283 farþegar og fimmtán manna áhöfn lét lífið.

Atburðurinn átti sér stað aðeins fjórum mánuðum eftir að önnur þota sömu gerðar frá sama flugfélagi hvarf sporlaust á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking sem í dag er ennþá óleyst ráðgáta og talið vera eitt dulafyllsta hvarf í flugsögunni.

Flest bendir til þess að það séu Rússar sem beri ábyrgð á ódæðinu en rússnesk stjórnvöld hafa lengi reynt að koma sökinni á Úkraínumenn þrátt fyrir að sönnunargögn hafa sýnt fram á að rússneskir uppreisnarmenn hafi skotið niður flug MH17 með Buk-flugskeyti.

Þotan, 9M-MRD, í mars 2014, fjórum mánuðum áður en hún var skotin niður

Á þeim tíma sem flug MH17 var að fara yfir svæðið stóðu yfir óeirðir þar sem rússneskir uppreisnarmenn börðust við úkraínska herinn en þotan, sem var af gerðinni Boeing 777-200ER, brotnaði sundur í nokkra hluta og rigndi brakinu yfir stórt svæði og fundust leyfar af vélinni og farangri í nokkrum þorpum. 

Ríkisstjórnir víða um heim hafa minnst atburðarins í dag þar sem 5 ár eru liðin og þar á meðal Scott Morison, forsætisráðherra Ástralíu en 38 Ástralir voru um borð í flugi MH17.

Á samfélagsmiðlum segir Scott að Ástralir hafi ekki gleymt þessum hræðilega atburði og sé stefnan á að sækja þá til saka sem bera ábyrgð á ódæðinu og í sama streng taka stjórnvöld í Malasíu sem fara fram á að ódæðismennirnir fái viðeigandi refsingu.

298 manns létu lífið er þotan var skotin niður með flugskeyti á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur

Alþjóðleg rannsóknarnefnd birti þann 19. júní sl. lista með nöfnum fjögurra aðila sem taldir eru bera ábyrgð á ódæðinu sem eru þrír Rússar; Igor Girkin, Sergei Dubinsky og Oleg Pulatov auk eins Úkraínumanns, Leonid Kharchenko, en allir eru þeir tengdir rússneskum uppreisnarsinnum.

Höfuðpaurinn er talinn vera Igor Girkin, fyrrum rússneskur ofursti og sjálfskipaður varnarmálafulltrúi og leiðtogi uppreisnarmanna á Donetsk-svæðinu þar sem mestu átökin áttu sér stað.

Igor Girkin er talinn vera höfuðpaurinn á bakvið ódæðið og hefur verið gefin út handtökuskipun á hendur hans

Til stendur að réttarhöld yfir fjórmenningunum hefjist í mars árið 2020 og munu þau sennilega fara fram án þess að sakborningarnir séu viðstaddir þar sem Rússland fremselur ekki rússneska ríkisborgara.

Þá hefur úkraínska leyniþjónustan (SBU) birt lista yfir 150 aðila sem tóku þátt í að flytja flugskeytið yfir landamærin frá Rússlandi til Úkraínu og hefur sá listi verið afhentur til alþjóðlegu rannsóknarnefndarinnar í Hollandi.

Brak úr vélinni við bæinn Petropavlivka í Úkraínu  fréttir af handahófi

El Al stefnir á tilraunir með beint flug til Ástralíu

10. desember 2019

|

Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

Drónavarnarkerfi komið upp á Heathrow-flugvelli

16. janúar 2020

|

Stjórn Heathrow-flugvallarins í London hefur lokið við að koma upp drónavarnarkerfi sem á að koma í veg fyrir að fljúgandi flygildum sé flogið nálægt loftrými vallarins og inn á flugvallarsvæðið.

Boeing mælir með þjálfun í hermi fyrir endurkomu 737 MAX

8. janúar 2020

|

Boeing hefur skipt um skoðun varðandi kröfur sem farið er fram á áður en flugmenn byrja að fljúga aftur Boeing 737 MAX þotunum þegar kyrrsetningu vélanna verður aflétt.

  Nýjustu flugfréttirnar

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

Tvær flugvélar rákust saman á flugi í Ástralíu

19. febrúar 2020

|

Fjórir létu lífið í árekstri sem varð á milli tveggja flugvéla í Ástralíu í nótt þegar vélarnar rákust saman á flugi nálægt flugvellinum í bænum Mangalore, skammt norður af Melbourne.

Gleymdi að setja hjólin niður í þjálfun á King Air

19. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) gaf út skýrslu á dögunum varðandi atvik sem átti sér stað er flugmaður gleymdi að setja niður hjólin er hann var í undirbúningi fyrir tegundarpróf

Húsleit gerð hjá Avianca vegna gruns um mútur

19. febrúar 2020

|

Aðilar frá öryggis- og leynisþjónustu á vegum ríkisstjórnar Kólumbíu gerðu húsleit í höfuðstöðvum flugfélagsins Avianca í Bogóta í síðustu viku í tengslum við rannsókn á mútum og spillingu innan her

Air Canada semur um bætur við Boeing vegna MAX-vélanna

18. febrúar 2020

|

Air Canada hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabætur vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum.

Skera niður innanlandflugið í Noregi vegna hárra skatta

18. febrúar 2020

|

Norska flugfélagið Widerøe hefur tilkynnt um umtalsverðan niðurskurð í leiðarkerfi félagsins í innanlandsflugi í Noregi sem gripið verður til strax með vorinu en félagið segir niðurskurðinn óhjákvæmil

Í viðræðum við 700 flugmenn um launalaust leyfi

18. febrúar 2020

|

Flest bendir til þess að útbreiðsla kórónaveirunnar eigi eftir að hafa þónokkur áhrif á rekstur finnska flugfélagsins Finnair sem á nú í viðræðum við flugmenn varðandi launalaust leyfi.

Allar Cirrus Vision SF50 þotur kyrrsettar

18. febrúar 2020

|

Allar Cirrus Vision SF50 þotur í heiminum hafa verið kyrrsettar eftir að bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) gáfu út neyðartilskipun varðandi lofthæfi vélanna eftir atvik þar sem eldur kom upp í stjórnk

Kórónaveiran gæti kostað flugiðnaðinn yfir 600 milljarða

14. febrúar 2020

|

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) spáir því að úrbreiðsla kórónaveirunnar, sem nefnd hefur verið Covid-19, muni kosta flugiðnaðinn um 4-5 milljarða bandaríkjadali á þessum ársfjórðungi eða sem samsvara

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00