flugfréttir

Fimm ár síðan að flug MH17 var skotið niður yfir Úkraínu

17. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 12:18

Brak úr Boeing 777 farþegaþotunni á akri nálægt bænum Hrabove í Úkraínu

Fimm ár eru í dag liðin frá því að Boeing 777 farþegaþota, flug MH17, á vegum Malaysia Airlines fórst nálægt bænum Hrabove í Úkraínu eftir að hafa verið skotin niður með flugskeyti á leið sinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur með þeim afleiðingum að 283 farþegar og fimmtán manna áhöfn lét lífið.

Atburðurinn átti sér stað aðeins fjórum mánuðum eftir að önnur þota sömu gerðar frá sama flugfélagi hvarf sporlaust á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking sem í dag er ennþá óleyst ráðgáta og talið vera eitt dulafyllsta hvarf í flugsögunni.

Flest bendir til þess að það séu Rússar sem beri ábyrgð á ódæðinu en rússnesk stjórnvöld hafa lengi reynt að koma sökinni á Úkraínumenn þrátt fyrir að sönnunargögn hafa sýnt fram á að rússneskir uppreisnarmenn hafi skotið niður flug MH17 með Buk-flugskeyti.

Þotan, 9M-MRD, í mars 2014, fjórum mánuðum áður en hún var skotin niður

Á þeim tíma sem flug MH17 var að fara yfir svæðið stóðu yfir óeirðir þar sem rússneskir uppreisnarmenn börðust við úkraínska herinn en þotan, sem var af gerðinni Boeing 777-200ER, brotnaði sundur í nokkra hluta og rigndi brakinu yfir stórt svæði og fundust leyfar af vélinni og farangri í nokkrum þorpum. 

Ríkisstjórnir víða um heim hafa minnst atburðarins í dag þar sem 5 ár eru liðin og þar á meðal Scott Morison, forsætisráðherra Ástralíu en 38 Ástralir voru um borð í flugi MH17.

Á samfélagsmiðlum segir Scott að Ástralir hafi ekki gleymt þessum hræðilega atburði og sé stefnan á að sækja þá til saka sem bera ábyrgð á ódæðinu og í sama streng taka stjórnvöld í Malasíu sem fara fram á að ódæðismennirnir fái viðeigandi refsingu.

298 manns létu lífið er þotan var skotin niður með flugskeyti á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur

Alþjóðleg rannsóknarnefnd birti þann 19. júní sl. lista með nöfnum fjögurra aðila sem taldir eru bera ábyrgð á ódæðinu sem eru þrír Rússar; Igor Girkin, Sergei Dubinsky og Oleg Pulatov auk eins Úkraínumanns, Leonid Kharchenko, en allir eru þeir tengdir rússneskum uppreisnarsinnum.

Höfuðpaurinn er talinn vera Igor Girkin, fyrrum rússneskur ofursti og sjálfskipaður varnarmálafulltrúi og leiðtogi uppreisnarmanna á Donetsk-svæðinu þar sem mestu átökin áttu sér stað.

Igor Girkin er talinn vera höfuðpaurinn á bakvið ódæðið og hefur verið gefin út handtökuskipun á hendur hans

Til stendur að réttarhöld yfir fjórmenningunum hefjist í mars árið 2020 og munu þau sennilega fara fram án þess að sakborningarnir séu viðstaddir þar sem Rússland fremselur ekki rússneska ríkisborgara.

Þá hefur úkraínska leyniþjónustan (SBU) birt lista yfir 150 aðila sem tóku þátt í að flytja flugskeytið yfir landamærin frá Rússlandi til Úkraínu og hefur sá listi verið afhentur til alþjóðlegu rannsóknarnefndarinnar í Hollandi.

Brak úr vélinni við bæinn Petropavlivka í Úkraínu







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga