flugfréttir

Tilmæli um möguleg frávik í stjórnkerfi á A321neo

- Flugrekstraraðilum gert að uppfæra flughandbók vegna Airbus A321neo

17. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 13:34

Airbus A321neo þotan

Airbus hefur kynnt flugrekstraraðilum og flugfélögum fyrir tímabundnum uppfærslum á flughandbók fyrir Airbus A321neo þar sem fram kemur að upp geti komið aðstæður þar sem kink flugvélarinnar verður of mikið sem gerist er nefið vísar of mikið upp á við eða niður á við.

Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) segja að farið sé fram á að þau flugfélög, sem hafa Airbus A321neo í flota sínum, geri uppfærslur á flughandbók sinni og sé þetta gert í kjölfar prófana sem gerðar voru á tölvubúnaði sem stjórnar tengingu við hæðarstýri og hallastýri á Airbus A321neo þar sem í ljós komu frávik.

Ekki hefur verið farið fram á kröfur um frekari aðgerðir nema að nauðsynlegt hafi verið að koma á framfæri tilmælum um að „of mikið“ kink gæti átt sér stað við hvaða aðstæður sem er og einnig þegar flugvélin er í vissum ham við ákveðin skilyrði.

EASA segir að þessi frávik gæti valdið skerðingu á stjórn vélarinnar og hefur Airbus farið fram á takmarkanir verði settar á viss atriði sem gerð eru frekari skil í uppfærslu á flughandbók og hafa flugfélög 30 daga til þess að gera breytingar á handbókinni.

Tilmælin eiga bæði við Airbus A321neo þotur sem koma með LEAP-1A hreyflum frá CFM International og PW1100G hreyflum frá Pratt & Whitney.  fréttir af handahófi

Kveða niður orðróm um að Air India sé að hætta starfsemi

8. janúar 2020

|

Air India hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að flugfélagið indverska sé langt frá því að vera að hætta starfsemi sinni vegna rekstarerfiðleika.

2 milljóna króna sekt fyrir að kasta klinki inn í þotuhreyfil

2. janúar 2020

|

Kínverskur karlmaður á þrítugsaldri, sem var farþegi í innanlandsflugi í Kína í fyrra, hefur verið dæmdur til þess að greiða sekt upp á 2 milljónir króna eftir að hann kastaði klinki inn í þotuhreyfi

Kennsla hafin í nýrri flugakademíu Qantas í Ástralíu

29. janúar 2020

|

Qantas hefur tekið í notkun sinn eigin flugskóla á Toowoomba Wellcamp flugvellinum í Ástralíu en þar er gert ráð fyrir að hægt verði að þjálfa 250 nýja flugmenn á ári.

  Nýjustu flugfréttirnar

Gerði tilraun til að ræna sjóflugvél um miðja nótt

24. febrúar 2020

|

Þrjár sjóflugvélar eru mikið skemmdar eftir að óprúttinn aðili gerði sér lítið fyrir og reyndi að stela sjóflugvél í Vancouver í Kanada um síðustu helgi.

Tarom fær lán upp á 5 milljarða frá ríkisstjórn Rúmeníu

24. febrúar 2020

|

Evrópusambandið hefur gefið ríkisstjórn Rúmeníu leyfi til þess að veita ríkisflugfélaginu Tarom tímabundið lán upp á 5.1 milljarð króna.

Mikil röskun á flugi til Kanarí vegna sandstorms

24. febrúar 2020

|

Töluverð röskun varð á flugi til og frá Kanaríeyja um helgina vegna sandstorms sem gekk yfir eyjarnar en í gær var öllu flugi til og frá eyjunum aflýst.

48 mál á flugsviði til rannsóknar hjá RNSA eftir árið 2019

21. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) gaf út nýverið ársyfirlit fyrir árið 2019 þar sem finna má upplýsingar, tölfræði og uppgjör fyrir árið í fyrra er kemur að flugi.

Qatar Airways tryggir sér fjórðungshlut í móðurfélagi BA

21. febrúar 2020

|

Qatar Aiways hefur keypt frekari hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways og Iberia, fyrir um 600 milljónir bandaríkjadali (76 milljarða króna).

Lufthansa leggur 13 breiðþotum vegna kórónaveirunnar

21. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur tekið 13 breiðþotur tímabundið úr flotanum sem verða kyrrsettar næstu vikurnar að minnsta kosti vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Setja fjórar Boeing 757 og Boeing 767 þotur á sölu

21. febrúar 2020

|

Flugfélagið Uzbekistan Airways hefur sett á sölu fjórar Boeing farþegaþotur en vélarnar sem félagið hefur ákveðið að losa sig við og selja eru tvær Boeing 757-200 þotur og tvær Boeing 767-300ER breið

Frakkar, Spánverjar og Þjóðverjar í samstarf um framtíðarorrustuþotu

21. febrúar 2020

|

Frakkar, Þjóðverjar og Spánverjar ætla í sameiningu að hefja þróun á nýrri kynslóð af orrustuþotu og mun samvinna um framleiðslu á prótótýpu hefjast innan fárra ára.

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00