flugfréttir

Aðeins 200 kíló eftir af eldsneyti í tönkunum við lendingu

- Hefði geta flogið í um 6 mínútur til viðbótar

18. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 16:23

Airbus A320neo þota Vistara á flugvellinum í Delí

Farþegaþota á Indlandi var aðeins sex mínútum frá því að hafa klárað allt eldsneyti um borð áður en hún náði að lenda á flugvellinum í Delí fyrr í vikunni.

Um var að ræða Airbus A320neo þotu frá flugfélaginu Vistara sem var í áætlunarflugi á leið frá Mumbai til Delhí sl. mánudag með 153 farþega um borð.

Þegar þotan var í aðflugi að Indira Ghandi flugvellinum í Delí var flugmönnunum gert að fara í biðflug og fljúga staðlaðan hring sökum slæms veðurs en á lokastefnu að flugbrautinni þurfti flugvélin að fara í fráhvarfsflug („go around“).

Ákveðið var að halda til borgarinnar Lucknow sem er í um 420 kílómetra fjarlægð og lenda þar en skyndilega lækkaði skýjahæðin yfir þeim flugvelli með mjög slæmu skyggni.

Því næst ákváðu flugmennirnir að halda til borgarinnar Prayahraj sem er í 30 mínútna fjarlægð en þar þurfti flugvélin að fara í biðflug yfir flugvellinum í um 7 mínútur.

Flugmennirnir ákváðu að senda út neyðarkall þar sem eldsneytið í tönkum vélarinnar var næstum því á þrotum en skyndilega var farið að létta til yfir flugvellinum í Lucknow og lenti þotan þar skömmu síðar.

Við lendingu kom í ljós að aðeins voru um 200 kg eftir af eldsneyti í tönkum vélarinnar sem samsvarar því að flugvélin hefði geta flogið í 6 mínútur til viðbótar áður en drepist hefði á hreyflunum.

Flugmálayfirvöld á Indlandi hafa tilkynnt að flugmennirnir, sem flugu vélinni, hafa verið leystir frá störfum tímabundið hjá Vistara á meðan rannsókn stendur yfir á atvikinu.  fréttir af handahófi

Brak úr hreyfli féll til jarðar í flugtaki hjá Norwegian í Róm

12. ágúst 2019

|

Brak úr hreyfli á Dreamliner-þotu frá Norwegian féll til jarðar eftir að bilun kom upp í hreyfli í flugtaksklifri frá Fiumicino-flugvellinum í Róm um helgina.

SAS mun fljúga fyrsta flugið með Airbus A350 í janúar 2020

13. júní 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) segir að félagið muni hefja áætlunarflug með Airbus A350 þotunni í janúar á næsta ári.

Tvær júmbó-þotur snúa aftur í flota Air India

21. maí 2019

|

Air India ætlar að fjölga júmbó-þotum í flota sínum á ný með því að koma tveimur Boeing 747 þotum aftur í umferð í farþegaflugi sem teknar voru úr umferð árið 2008.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vélmenni flaug mannlausri Cessnu í 2 klukkustundir

19. ágúst 2019

|

Lítil Cessna-einkaflugvél tók á loft á dögunum í Bandaríkjunum mannlaus með engan um borð en flugvélinni var flogið af vélmenni sem flaug vélinni í tvær klukkustundir.

Selja allan hlut sinn í Bank Norwegian

19. ágúst 2019

|

Norwegian tilkynnti í morgun að flugfélagið norska hafi ákveðið að selja allan hlut sinn í fyrirtækinu Norwegian Finans Holdings, sem á dótturfélagið Bank Norwegian, sem Norwegian stofnaði á sínum tí

Farþegaþota lendir í fyrsta sinn á nýja Gagarin-flugvellinum

19. ágúst 2019

|

Farþegaþota lenti í fyrsta sinn í gær á Gagarin-flugvellinum, sem er nýjasti alþjóðaflugvöllur Rússlands, staðsettur í borginni Saratov, tveimur dögum áður en hann verður formlega tekinn í notkun á

Gera ekki ráð fyrir 737 MAX fyrr en eftir áramót

17. ágúst 2019

|

Icelandair hefur nú uppfært flugáætlun sína til ársloka. Félagið gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX vélum í rekstri fyrir þann tíma og hefur aðlagað flugáætlun sína í samræmi við það og aðra þróun á

Vilja að hæstiréttur komi í veg fyrir boðað verkfall flugmanna

16. ágúst 2019

|

Ryanair hefur biðlað til hæstaréttar Írlands um að grípa í taumana og koma í veg fyrir fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna sem stefna á að leggja niður störf sín í næstu viku.

Flugvél hlekktist á í Svefneyjum á Breiðafirði

15. ágúst 2019

|

Lítilli flugvél hlekktist á í lendingu á Svefneyjum á Breiðafirði seinnipartinn í dag.

Cabo Verde Airlines tekur í notkun Boeing 737-300 þotu

15. ágúst 2019

|

Cabo Verde Airlines, flugfélagið á Grænhöfðaeyjum, hefur tekið í notkun Boeing 737-300 þotu sem félagið mun nota til þess að fljúga áætlunarflug frá Nelson Mandela flugvellinum við bæinn Praia til Li

Brotlenti er flugmaðurinn teygði sig í hurð sem hafði opnast

15. ágúst 2019

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) telja að orsök flugslyss, er lítil flugvél af gerðinni Cessna 170 brotlenti í Bandaríkjunum árið 2017, megi rekja til þess að flugmaður gerði tilr

Tvær þotur frá Qantas of nálægt hvor annarri í Sydney

14. ágúst 2019

|

Atvik átti sér stað á flugvellinum í Sydney á dögunum er tvær farþegaþotur frá Qantas fóru of nálægt hvor annarri.

Taka á leigu Boeing 737-200 til að fylla í skarð 737 MAX

13. ágúst 2019

|

Mikil eftirspurn er núna eftir gömlum Boeing 737 þotum vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX þotunum en þetta er haft eftir flugvélaleigum sem leigja út flugvélar til flugfélaga.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00