flugfréttir

Aðeins 200 kíló eftir af eldsneyti í tönkunum við lendingu

- Hefði geta flogið í um 6 mínútur til viðbótar

18. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 16:23

Airbus A320neo þota Vistara á flugvellinum í Delí

Farþegaþota á Indlandi var aðeins sex mínútum frá því að hafa klárað allt eldsneyti um borð áður en hún náði að lenda á flugvellinum í Delí fyrr í vikunni.

Um var að ræða Airbus A320neo þotu frá flugfélaginu Vistara sem var í áætlunarflugi á leið frá Mumbai til Delhí sl. mánudag með 153 farþega um borð.

Þegar þotan var í aðflugi að Indira Ghandi flugvellinum í Delí var flugmönnunum gert að fara í biðflug og fljúga staðlaðan hring sökum slæms veðurs en á lokastefnu að flugbrautinni þurfti flugvélin að fara í fráhvarfsflug („go around“).

Ákveðið var að halda til borgarinnar Lucknow sem er í um 420 kílómetra fjarlægð og lenda þar en skyndilega lækkaði skýjahæðin yfir þeim flugvelli með mjög slæmu skyggni.

Því næst ákváðu flugmennirnir að halda til borgarinnar Prayahraj sem er í 30 mínútna fjarlægð en þar þurfti flugvélin að fara í biðflug yfir flugvellinum í um 7 mínútur.

Flugmennirnir ákváðu að senda út neyðarkall þar sem eldsneytið í tönkum vélarinnar var næstum því á þrotum en skyndilega var farið að létta til yfir flugvellinum í Lucknow og lenti þotan þar skömmu síðar.

Við lendingu kom í ljós að aðeins voru um 200 kg eftir af eldsneyti í tönkum vélarinnar sem samsvarar því að flugvélin hefði geta flogið í 6 mínútur til viðbótar áður en drepist hefði á hreyflunum.

Flugmálayfirvöld á Indlandi hafa tilkynnt að flugmennirnir, sem flugu vélinni, hafa verið leystir frá störfum tímabundið hjá Vistara á meðan rannsókn stendur yfir á atvikinu.  fréttir af handahófi

Emirates mun fá fjárhagsaðstoð frá Dubai

1. apríl 2020

|

Krónprinsinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Sheikh Hamdan bin Mohammed bin Rashid Al Maktoum, hefur gefið í skyn að ríkisstjórn landsins ætli að setja aukið fé inn í rekstur flugfélagsins Emirat

Flugvöllur í Nashville rústir einar eftir skýstróka

3. mars 2020

|

Skýstrókar lögðu heilan flugvöll í rúst í Nashville í Bandaríkjunum í nótt. Að minnsta kosti fjögur flugskýli eru í tætlum og eru tugi flugvéla ýmist stórskemmdar eða gjörónýtar eftir að hvirfilbylur

SAS fær vilyrði fyrir láni upp á 49 milljarða

6. maí 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) hefur náð samkomulagi um aðgang að lánafyrirgreiðslu upp á 3,3 milljarða sænskra króna frá fjórum bönkum á Norðurlöndunum sem á að tryggja rekstur félagsins til næstu þrig

  Nýjustu flugfréttirnar

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

American hætt við að sækja um gjaldþrotavernd

27. maí 2020

|

American Airlines er hætt við áform um að sækja um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en Doug Parker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að eftirspurnin hafi verið að aukast sl. daga.

Bókanir hrúgast inn hjá Ryanair

27. maí 2020

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair segir að gríðarleg fjölgun hafi átt sér stað í bókunum á síðustu dögum eftir að félagið tilkynnti um fyrirhugaða endurkomu og fjölgun flugferða eftir COVID-19 heimsf

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

LATAM sækir um gjaldþrotavernd

26. maí 2020

|

LATAM, eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku, hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en félagið hefur orðið mjög illa fyrir barðinu á COVID-19 heimsfaraldrinum.

Fyrsta tilraun með eldflaug á vegum Virgin mistókst

25. maí 2020

|

Fyrstu tilraun í eldflaugaprófunum á vegum fyrirtækis í eigu Richard Branson, er snúa að Virgin Orbit verkefninu, mistókst í dag.

Fóru of nálægt hvor annarri á flugvellinum í Hong Kong

25. maí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað er tvær flugvélar fóru of nálægt hvor annarri á Chek Lap Kok flugvellinum í Hong Kong fyrir helgi.

Air France hættir með A380

25. maí 2020

|

Air France hefur tilkynnt að flugfélagið franska hafi tekið þá ákvörðun að hætta með allar Airbus A380 risaþoturnar.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00