flugfréttir

Aðeins 200 kíló eftir af eldsneyti í tönkunum við lendingu

- Hefði geta flogið í um 6 mínútur til viðbótar

18. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 16:23

Airbus A320neo þota Vistara á flugvellinum í Delí

Farþegaþota á Indlandi var aðeins sex mínútum frá því að hafa klárað allt eldsneyti um borð áður en hún náði að lenda á flugvellinum í Delí fyrr í vikunni.

Um var að ræða Airbus A320neo þotu frá flugfélaginu Vistara sem var í áætlunarflugi á leið frá Mumbai til Delhí sl. mánudag með 153 farþega um borð.

Þegar þotan var í aðflugi að Indira Ghandi flugvellinum í Delí var flugmönnunum gert að fara í biðflug og fljúga staðlaðan hring sökum slæms veðurs en á lokastefnu að flugbrautinni þurfti flugvélin að fara í fráhvarfsflug („go around“).

Ákveðið var að halda til borgarinnar Lucknow sem er í um 420 kílómetra fjarlægð og lenda þar en skyndilega lækkaði skýjahæðin yfir þeim flugvelli með mjög slæmu skyggni.

Því næst ákváðu flugmennirnir að halda til borgarinnar Prayahraj sem er í 30 mínútna fjarlægð en þar þurfti flugvélin að fara í biðflug yfir flugvellinum í um 7 mínútur.

Flugmennirnir ákváðu að senda út neyðarkall þar sem eldsneytið í tönkum vélarinnar var næstum því á þrotum en skyndilega var farið að létta til yfir flugvellinum í Lucknow og lenti þotan þar skömmu síðar.

Við lendingu kom í ljós að aðeins voru um 200 kg eftir af eldsneyti í tönkum vélarinnar sem samsvarar því að flugvélin hefði geta flogið í 6 mínútur til viðbótar áður en drepist hefði á hreyflunum.

Flugmálayfirvöld á Indlandi hafa tilkynnt að flugmennirnir, sem flugu vélinni, hafa verið leystir frá störfum tímabundið hjá Vistara á meðan rannsókn stendur yfir á atvikinu.  fréttir af handahófi

Gera ekki ráð fyrir 737 MAX fyrr en eftir áramót

17. ágúst 2019

|

Icelandair hefur nú uppfært flugáætlun sína til ársloka. Félagið gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX vélum í rekstri fyrir þann tíma og hefur aðlagað flugáætlun sína í samræmi við það og aðra þróun á

Óska eftir hugmyndum að sparnaði frá farþegum

21. ágúst 2019

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways stefnir á glæða nýju lífi í flugfélagið með því markmiði að hagræða rekstrinum og yngja upp ímynd félagsins.

Lokaskýrslu vegna fyrra 737 MAX slyssins að vænta í október

24. september 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Indónesíu hefur lýst því yfir að von sé á lokaskýrsla í næsta mánuði varðandi fyrra flugslysið sem átti sér stað með Boeing 737 MAX er flug JT610 á vegum Lion Air fórst sk

  Nýjustu flugfréttirnar

Flybe verður Virgin Connect

15. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Flybe mun breyta um nafn og koma til með að heita „Virgin Connect“ frá og með árinu 2020.

SWISS kyrrsetur Airbus A220

15. október 2019

|

Flugfélagið Swiss International Air Lines kyrrsetti í dag allar þær 29 Airbus A220 (CSeries) þotur sem félagið hefur í flotanum til að framkvæma skoðun á hreyflum vélanna í kjölfar nokkurra bilana se

Condor fær lán frá þýska ríkinu

15. október 2019

|

Framkvæmdarstjórn Evrópsambandsins hefur gefið grænt ljós fyrir láni frá þýska ríkinu upp á 52 milljarða króna til þýska flugfélagsins Condor.

Fjarlægði klossa frá nefhjólinu og fékk skrúfuna í sig

14. október 2019

|

Kona í Bandaríkjunum slasaðist er hún varð fyrir loftskrúfu á lítilli flugvél af gerðinni Cessna C172 Skyhawk á flugvellinum í bænum Key West, syðst á Flórída-skaga, sl. laugardagskvöld.

Boða aðgerðir gegn gjaldþroti meðal flugfélaga

14. október 2019

|

Ríkisstjórn Bretlands ætlar að fara að stað með aðgerðir er kemur að gjaldþrotum meðal flugfélaga og stendur til að kynna nýja löggjöf sem mun auðvelda gjaldþrotaferli og aðgerðir er snúa að því að k

El Al hættir með júmbó-þotuna í nóvember

14. október 2019

|

El Al Israel Airlines mun hætta með júmbó-þotuna um næstu mánaðarmót og hefur flugfélagið ákveðið dagsetningu fyrir síðasta áætlunarflugið með Boeing 747.

Cabo Verde Airlines mun hefja flug til Nígeríu

14. október 2019

|

Cabo Verde Airlines hefur tilkynnt að félagið mun hefja beint áætlunarflug frá Grænhöfðaeyjum til Lagos í Nígeríu.

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

Einn af gömlu íslensku Fokker 50 eyðilagðist í óhappi í Kenýa

11. október 2019

|

Ein af þeim fjórum Fokker 50 flugvélum, sem Flugfélag Íslands hafði í flota sínum til margra ára, eyðilagðist í dag er hún fór út af braut í flugtaki í Kenýa er hún var í innanlandsflugi fyrir kenýsk

Aukin eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook

11. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Jet2.com hefur fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook og sér félagið því fram á að rekstarafkoma félagsins eigi eftir að koma út í ha

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00