flugfréttir

Fær reikning upp á 13 milljónir vegna dólgsláta um borð

- Tvær orrustuþotur voru ræstar út og var þotunni snúið við til Stansted

18. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 19:19

Jet2 segist vona að með þessu geti félagið sent þau skilaboð að svona hegðun er eitthvað sem verður ekki láta viðgangast

Annar flugdólgur hefur nú fengið himinháan reikning í bakið fyrir ósæmilega hegðun um borð í flugvél sem var í þetta skiptið á leið til Tyrklands frá Bretlandi en áhöfn vélarninar neyddist til þess að snúa við til London í kjölfarið.

Nokkrir dagar eru síðan að kóreskum flugdólgi var gert að greiða Hawaiian Airlines um 20 milljónir króna í sekt fyrir dólgslæti um borð og ákvað flugfélagið að senda þeim farþega reikning fyrir öllum þeim kosnaði sem hlýst af því að þurfa að snúa flugvél við auk kostnaðar við gistingu fyrir farþega.

Að þessu sinni var um að ræða 25 ára breska stúlku sem flaug með flugfélaginu Jet2 frá London Stansted til Dalaman í Tyrklandi þann 22. júní sl. en konan hegðaði sér mjög illa um borð, sýndi af sér árásargirni, hótaði farþegum, barði á dyrnar á stjórnklefanum auk þess sem hún reyndi að opna neyðarútgang um borð.

Atvikið var það alvarlegt að breski flugherinn ræsti út tvær Eurofighter Typhoon orrustuþotur sem flugu til móts við flugvélina en að sögn Steve Heapy, framkvæmdarstjóra Jet2, var um að ræða eitt versta flugdólgsatvik sem hann hefur heyrt um.

Chloe Haines á von á reikning frá flugfélaginu Jet2 upp á 13 milljónir króna

„Við ætlum að reyna að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að fá þennan skaða bættan eins og við gerum alltaf þegar hegðun farþega verður til þess að það þarf að snúa við eða lenda á öðrum flugvelli“, segir Heapy.

Jet2 hefur sett konuna á ævilangan bannlista auk þess sem flugfélagið hefur sent henni reikning upp á 85.000 Sterlingspund sem jafngildir 13,2 milljónum króna.

„Sem fjölskylduvænt flugfélag þá höfum við akkurat enga þolinmæði gagnvart svona hegðun og vonumst við til að þessi refsing sendi skýr skilaboð til þeirra sem halda að þeir geti komist upp með að haga sér svona“, segir Heapy.  fréttir af handahófi

Ætla að halda lengur í Q400 vegna vandans með 737 MAX

12. ágúst 2019

|

Alaska Airlines hefur tekið aftur í notkun tvær Bombardier Dash 8 Q400 flugvélar til þess að fylla í skarð þriggja Boeing 737 MAX 9 þotna sem félagið átti að fá afhentar á þessu ári en búið var að t

Widerøe mun fella niður 37 flugleiðir ef skattar hækka

20. ágúst 2019

|

Norska flugfélagið Widerøe segir að félagið muni fella niður hátt í 40 flugleiðir í innanlandsfluginu í Noregi ef norska ríkisstjórnin ætlar að hækka skatta og álögur á flugsamgöngur eina ferðina enn

Mesta tap í 103 ára sögu Boeing

24. júlí 2019

|

Boeing hefur skilað inn mesta tapi í 103 ára sögu flugvélarisans en afkoma fyrirtækisins á öðrum ársfjórðungi var neikvæð um 3.4 milljarða bandaríkjadali sem samsvarar 413 milljörðum króna.

  Nýjustu flugfréttirnar

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

Einn af gömlu íslensku Fokker 50 eyðilagðist í óhappi í Kenýa

11. október 2019

|

Ein af þeim fjórum Fokker 50 flugvélum, sem Flugfélag Íslands hafði í flota sínum til margra ára, eyðilagðist í dag er hún fór út af braut í flugtaki í Kenýa er hún var í innanlandsflugi fyrir kenýsk

Aukin eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook

11. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Jet2.com hefur fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook og sér félagið því fram á að rekstarafkoma félagsins eigi eftir að koma út í ha

Airbus hefur afhent 1.000 þotur úr A320neo fjölskyldunni

10. október 2019

|

Airbus hefur náð þeim áfanga að hafa afhent 1.000 flugvélar úr Airbus A320neo fjölskyldunni en sú þúsundasta var afhent frá verksmiðjum Airbus í Hamborg á dögunum.

Klifraði ofan á Embraer-þotu British Airways

10. október 2019

|

British Airways þurfti að hætta við áætlunarflug sitt í dag frá London City flugvellinum til Amsterdam eftir að maður klifraði ofan á eina af Embraer-þotum félagsins rétt fyrir brottför.

Ein ný þota í flotann á tveggja vikna fresti næstu 10 árin

8. október 2019

|

Lufthansa mun taka við nýrri þotu beint úr verksmiðju á tveggja vikna fresti næstu 10 árin eða til ársins 2029.

Tvö flugfélög draga saman pantanir í nýjar A320neo þotur

8. október 2019

|

Tvö flugfélög hafa nýlega skorið niður pantanir sínar í nýjar Airbus A320neo þotur um níu eintök til samans.

FAA telur að færni flugmanna til að fljúga sjálfir fari minnkandi

7 október 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa áhyggjur af því að færni flugmanna til þess að handfljúga flugvélum í farþegaflugi sé á undanhaldi.

Fóru 46 flugferðir með enga farþega um borð

6. október 2019

|

Pakistan International Airlines (PIA) flaug árið 2016 og 2017 alls 46 flugferðir með tómar vélar þar sem engir farþegar voru um borð.

Bandaríkin setja 10 prósent tolla á evrópskar flugvélar

5. október 2019

|

Um miðjan mánuðinn mun ríkisstjórn Bandaríkjanna byrja að innheimta tolla á allar þær flugvélar sem framleiddar eru í Evrópu sem keyptar eru af bandarískum flugfélögum og flugrekstraraðilum.