flugfréttir

Fær reikning upp á 13 milljónir vegna dólgsláta um borð

- Tvær orrustuþotur voru ræstar út og var þotunni snúið við til Stansted

18. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 19:19

Jet2 segist vona að með þessu geti félagið sent þau skilaboð að svona hegðun er eitthvað sem verður ekki láta viðgangast

Annar flugdólgur hefur nú fengið himinháan reikning í bakið fyrir ósæmilega hegðun um borð í flugvél sem var í þetta skiptið á leið til Tyrklands frá Bretlandi en áhöfn vélarninar neyddist til þess að snúa við til London í kjölfarið.

Nokkrir dagar eru síðan að kóreskum flugdólgi var gert að greiða Hawaiian Airlines um 20 milljónir króna í sekt fyrir dólgslæti um borð og ákvað flugfélagið að senda þeim farþega reikning fyrir öllum þeim kosnaði sem hlýst af því að þurfa að snúa flugvél við auk kostnaðar við gistingu fyrir farþega.

Að þessu sinni var um að ræða 25 ára breska stúlku sem flaug með flugfélaginu Jet2 frá London Stansted til Dalaman í Tyrklandi þann 22. júní sl. en konan hegðaði sér mjög illa um borð, sýndi af sér árásargirni, hótaði farþegum, barði á dyrnar á stjórnklefanum auk þess sem hún reyndi að opna neyðarútgang um borð.

Atvikið var það alvarlegt að breski flugherinn ræsti út tvær Eurofighter Typhoon orrustuþotur sem flugu til móts við flugvélina en að sögn Steve Heapy, framkvæmdarstjóra Jet2, var um að ræða eitt versta flugdólgsatvik sem hann hefur heyrt um.

Chloe Haines á von á reikning frá flugfélaginu Jet2 upp á 13 milljónir króna

„Við ætlum að reyna að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að fá þennan skaða bættan eins og við gerum alltaf þegar hegðun farþega verður til þess að það þarf að snúa við eða lenda á öðrum flugvelli“, segir Heapy.

Jet2 hefur sett konuna á ævilangan bannlista auk þess sem flugfélagið hefur sent henni reikning upp á 85.000 Sterlingspund sem jafngildir 13,2 milljónum króna.

„Sem fjölskylduvænt flugfélag þá höfum við akkurat enga þolinmæði gagnvart svona hegðun og vonumst við til að þessi refsing sendi skýr skilaboð til þeirra sem halda að þeir geti komist upp með að haga sér svona“, segir Heapy.  fréttir af handahófi

Qatar Airways hefur áhuga á að kaupa hlut í Lufthansa

2. desember 2019

|

Qatar Airways hefur gefið í skyn að félagið hafi áhuga á því að fjárfesta í Lufthansa með því að kaupa hlut í flugfélaginu þýska.

Qatar Airways tryggir sér fjórðungshlut í móðurfélagi BA

21. febrúar 2020

|

Qatar Aiways hefur keypt frekari hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways og Iberia, fyrir um 600 milljónir bandaríkjadali (76 milljarða króna).

2.800 starfsmönnum verður sagt upp hjá Spirit AeroSystems

16. janúar 2020

|

Fyrirtækið Spirit AeroSystems, sem framleiðir flesta íhluti og einingar fyrir Boeing 737 MAX þoturnar, hefur tilkynnt að til stendur að segja upp allt að 2.800 starfsmönnum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Gerði tilraun til að ræna sjóflugvél um miðja nótt

24. febrúar 2020

|

Þrjár sjóflugvélar eru mikið skemmdar eftir að óprúttinn aðili gerði sér lítið fyrir og reyndi að stela sjóflugvél í Vancouver í Kanada um síðustu helgi.

Tarom fær lán upp á 5 milljarða frá ríkisstjórn Rúmeníu

24. febrúar 2020

|

Evrópusambandið hefur gefið ríkisstjórn Rúmeníu leyfi til þess að veita ríkisflugfélaginu Tarom tímabundið lán upp á 5.1 milljarð króna.

Mikil röskun á flugi til Kanarí vegna sandstorms

24. febrúar 2020

|

Töluverð röskun varð á flugi til og frá Kanaríeyja um helgina vegna sandstorms sem gekk yfir eyjarnar en í gær var öllu flugi til og frá eyjunum aflýst.

48 mál á flugsviði til rannsóknar hjá RNSA eftir árið 2019

21. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) gaf út nýverið ársyfirlit fyrir árið 2019 þar sem finna má upplýsingar, tölfræði og uppgjör fyrir árið í fyrra er kemur að flugi.

Qatar Airways tryggir sér fjórðungshlut í móðurfélagi BA

21. febrúar 2020

|

Qatar Aiways hefur keypt frekari hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways og Iberia, fyrir um 600 milljónir bandaríkjadali (76 milljarða króna).

Lufthansa leggur 13 breiðþotum vegna kórónaveirunnar

21. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur tekið 13 breiðþotur tímabundið úr flotanum sem verða kyrrsettar næstu vikurnar að minnsta kosti vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Setja fjórar Boeing 757 og Boeing 767 þotur á sölu

21. febrúar 2020

|

Flugfélagið Uzbekistan Airways hefur sett á sölu fjórar Boeing farþegaþotur en vélarnar sem félagið hefur ákveðið að losa sig við og selja eru tvær Boeing 757-200 þotur og tvær Boeing 767-300ER breið

Frakkar, Spánverjar og Þjóðverjar í samstarf um framtíðarorrustuþotu

21. febrúar 2020

|

Frakkar, Þjóðverjar og Spánverjar ætla í sameiningu að hefja þróun á nýrri kynslóð af orrustuþotu og mun samvinna um framleiðslu á prótótýpu hefjast innan fárra ára.

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00