flugfréttir

SAS sendir „ljóta andarungann“ í niðurrif

- Fyrsta Airbus A340 breiðþotan fer úr flota Scandinavian

22. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 09:40

LN-RKP í aðflugi að flugvellinum í Mílanó í desember árið 2016

SAS (Scandinavian Airlines) hefur sent fyrstu Airbus A340 breiðþotuna í brotajárn en þotan sem félagið hefur losað sig við er LN-RKP sem flogið hefur undir nafninu „Torfinn Viking“.

LN-RKP er meðal þeirra átta Airbus A340 breiðþotna sem finn má í flota SAS en vélin er 22 ára gömul, smíðuð árið 1997.

„Tofinn Viking“ hefur verið kölluð „ljóti andarunginn“ af Dönum og segja danskir fjölmiðlar að það séu mjög góðar fréttir að þotan hafi flogið sitt síðasta farþegaflug þar sem hún var ekki boðlega fyrir farþega hvað varðar þægindi.

Fram kemur að LN-RKP var oft notuð sem varaflugvél sem var höfð tiltæk í leiðarkerfinu þar sem hún kom með gömlu farþegarými sem upphaflega var komið fyrir af flugfélaginu LAN í Suður-Ameríku og bauð hún því ekki upp á sömu þægindi og finna má um borð í hinum Airbus A340 þotunum.

Munurinn á Business Class farrýminu um borð í LN-RKP og hinum Airbus A340 breiðþotunum hjá SAS

SAS kom aldrei fyrir nýjum innréttingum og sætum fyrir í LN-RKP og var því ekki sami lúxus á Business Class farrými sem fór í taugarnar á mörgum þeim viðskiptafarþegum sem flugu með vélinni.

Þotan var fyrst í flota Air Canada en fór árið 2007 til LAN Chile en árið 2013 var hún afhent til SAS. Á næstunni verður henni flogið til Tarbes-flugvallarins í Frakklandi þar sem hún verður rifin í sundur og verða flugvélapartarnir sendir til SAS sem mun nota þá í varahluti.

Hinar Airbus A340 breiðþoturnar sjö verða eitthvað áfram í flota SAS en þær verða teknar úr umferð hver fyrir sig um leið og félagið fær fyrstu Airbus A350 þoturnar afhentar eftir áramót.

LN-RKP á dögunum á flugvellinum í Shanghai sem var eitt af síðustu flugferðunum sem þotan flaug fyrir SAS  fréttir af handahófi

Qatar Airways pantar átján einkaþotur frá Gulfstream

15. júlí 2019

|

Qatar Airways hefur lagt inn pöntun til Gulfstream Aerospace í 18 einkaþotur en tilkynnt var um pöntunina við athöfn sem fram fór í Hvíta Húsinu fyrir helgi.

Flugdólgur dæmdur til að greiða 21 milljón króna sekt

8. júlí 2019

|

Ölvaður farþegi, sem var valdur að því að Airbus A330 breiðþota frá Hawaiian Airlines þurfti að snúa við til Honolulu vegna hegðunar hans, hefur verið gert að greiða 21.6 milljón króna í sekt.

Laumufarþegi féll til jarðar í aðflugi að Heathrow

2. júlí 2019

|

Lík laumufarþega féll til jarðar frá farþegaþotu frá Kenya Airways er þotan var í aðflugi að Heathrow-flugvellinum í London sl. sunnudag.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vélmenni flaug mannlausri Cessnu í 2 klukkustundir

19. ágúst 2019

|

Lítil Cessna-einkaflugvél tók á loft á dögunum í Bandaríkjunum mannlaus með engan um borð en flugvélinni var flogið af vélmenni sem flaug vélinni í tvær klukkustundir.

Selja allan hlut sinn í Bank Norwegian

19. ágúst 2019

|

Norwegian tilkynnti í morgun að flugfélagið norska hafi ákveðið að selja allan hlut sinn í fyrirtækinu Norwegian Finans Holdings, sem á dótturfélagið Bank Norwegian, sem Norwegian stofnaði á sínum tí

Farþegaþota lendir í fyrsta sinn á nýja Gagarin-flugvellinum

19. ágúst 2019

|

Farþegaþota lenti í fyrsta sinn í gær á Gagarin-flugvellinum, sem er nýjasti alþjóðaflugvöllur Rússlands, staðsettur í borginni Saratov, tveimur dögum áður en hann verður formlega tekinn í notkun á

Gera ekki ráð fyrir 737 MAX fyrr en eftir áramót

17. ágúst 2019

|

Icelandair hefur nú uppfært flugáætlun sína til ársloka. Félagið gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX vélum í rekstri fyrir þann tíma og hefur aðlagað flugáætlun sína í samræmi við það og aðra þróun á

Vilja að hæstiréttur komi í veg fyrir boðað verkfall flugmanna

16. ágúst 2019

|

Ryanair hefur biðlað til hæstaréttar Írlands um að grípa í taumana og koma í veg fyrir fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna sem stefna á að leggja niður störf sín í næstu viku.

Flugvél hlekktist á í Svefneyjum á Breiðafirði

15. ágúst 2019

|

Lítilli flugvél hlekktist á í lendingu á Svefneyjum á Breiðafirði seinnipartinn í dag.

Cabo Verde Airlines tekur í notkun Boeing 737-300 þotu

15. ágúst 2019

|

Cabo Verde Airlines, flugfélagið á Grænhöfðaeyjum, hefur tekið í notkun Boeing 737-300 þotu sem félagið mun nota til þess að fljúga áætlunarflug frá Nelson Mandela flugvellinum við bæinn Praia til Li

Brotlenti er flugmaðurinn teygði sig í hurð sem hafði opnast

15. ágúst 2019

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) telja að orsök flugslyss, er lítil flugvél af gerðinni Cessna 170 brotlenti í Bandaríkjunum árið 2017, megi rekja til þess að flugmaður gerði tilr

Tvær þotur frá Qantas of nálægt hvor annarri í Sydney

14. ágúst 2019

|

Atvik átti sér stað á flugvellinum í Sydney á dögunum er tvær farþegaþotur frá Qantas fóru of nálægt hvor annarri.

Taka á leigu Boeing 737-200 til að fylla í skarð 737 MAX

13. ágúst 2019

|

Mikil eftirspurn er núna eftir gömlum Boeing 737 þotum vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX þotunum en þetta er haft eftir flugvélaleigum sem leigja út flugvélar til flugfélaga.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00