flugfréttir

SAS sendir „ljóta andarungann“ í niðurrif

- Fyrsta Airbus A340 breiðþotan fer úr flota Scandinavian

22. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 09:40

LN-RKP í aðflugi að flugvellinum í Mílanó í desember árið 2016

SAS (Scandinavian Airlines) hefur sent fyrstu Airbus A340 breiðþotuna í brotajárn en þotan sem félagið hefur losað sig við er LN-RKP sem flogið hefur undir nafninu „Torfinn Viking“.

LN-RKP er meðal þeirra átta Airbus A340 breiðþotna sem finn má í flota SAS en vélin er 22 ára gömul, smíðuð árið 1997.

„Tofinn Viking“ hefur verið kölluð „ljóti andarunginn“ af Dönum og segja danskir fjölmiðlar að það séu mjög góðar fréttir að þotan hafi flogið sitt síðasta farþegaflug þar sem hún var ekki boðlega fyrir farþega hvað varðar þægindi.

Fram kemur að LN-RKP var oft notuð sem varaflugvél sem var höfð tiltæk í leiðarkerfinu þar sem hún kom með gömlu farþegarými sem upphaflega var komið fyrir af flugfélaginu LAN í Suður-Ameríku og bauð hún því ekki upp á sömu þægindi og finna má um borð í hinum Airbus A340 þotunum.

Munurinn á Business Class farrýminu um borð í LN-RKP og hinum Airbus A340 breiðþotunum hjá SAS

SAS kom aldrei fyrir nýjum innréttingum og sætum fyrir í LN-RKP og var því ekki sami lúxus á Business Class farrými sem fór í taugarnar á mörgum þeim viðskiptafarþegum sem flugu með vélinni.

Þotan var fyrst í flota Air Canada en fór árið 2007 til LAN Chile en árið 2013 var hún afhent til SAS. Á næstunni verður henni flogið til Tarbes-flugvallarins í Frakklandi þar sem hún verður rifin í sundur og verða flugvélapartarnir sendir til SAS sem mun nota þá í varahluti.

Hinar Airbus A340 breiðþoturnar sjö verða eitthvað áfram í flota SAS en þær verða teknar úr umferð hver fyrir sig um leið og félagið fær fyrstu Airbus A350 þoturnar afhentar eftir áramót.

LN-RKP á dögunum á flugvellinum í Shanghai sem var eitt af síðustu flugferðunum sem þotan flaug fyrir SAS  fréttir af handahófi

Gera samkomulag um kaup á 100 þotum frá Mitsubishi Aircraft

5. september 2019

|

Bandaríska flugfélagið Mesa Airlines hefur undirritað samkomulag við Mitsubishi Aircraft um kaup á allt að 100 þotum frá SpaceJet af gerðinni M100 sem einnig eru þekktar undir nafninu Mitsubishi Regi

Flugakademía Keilis útskrifar átján atvinnuflugnema

5. september 2019

|

Átján nemendur í atvinnuflugmannsnámi útskrifuðust sl. laugardag þann 31. ágúst frá Flugakademíu Keilis.

Forstjóri Boeing boðaður til yfirheyrslna vegna MAX-málsins

18. september 2019

|

Málsnefnd innan samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur formlega boðað Dennis Muilenburg til viðtals þar sem honum er ætlað að bera vitni fyrir þingnefndinni vegna Boeing 737 MAX málsins.

  Nýjustu flugfréttirnar

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

Einn af gömlu íslensku Fokker 50 eyðilagðist í óhappi í Kenýa

11. október 2019

|

Ein af þeim fjórum Fokker 50 flugvélum, sem Flugfélag Íslands hafði í flota sínum til margra ára, eyðilagðist í dag er hún fór út af braut í flugtaki í Kenýa er hún var í innanlandsflugi fyrir kenýsk

Aukin eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook

11. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Jet2.com hefur fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook og sér félagið því fram á að rekstarafkoma félagsins eigi eftir að koma út í ha

Airbus hefur afhent 1.000 þotur úr A320neo fjölskyldunni

10. október 2019

|

Airbus hefur náð þeim áfanga að hafa afhent 1.000 flugvélar úr Airbus A320neo fjölskyldunni en sú þúsundasta var afhent frá verksmiðjum Airbus í Hamborg á dögunum.

Klifraði ofan á Embraer-þotu British Airways

10. október 2019

|

British Airways þurfti að hætta við áætlunarflug sitt í dag frá London City flugvellinum til Amsterdam eftir að maður klifraði ofan á eina af Embraer-þotum félagsins rétt fyrir brottför.

Ein ný þota í flotann á tveggja vikna fresti næstu 10 árin

8. október 2019

|

Lufthansa mun taka við nýrri þotu beint úr verksmiðju á tveggja vikna fresti næstu 10 árin eða til ársins 2029.

Tvö flugfélög draga saman pantanir í nýjar A320neo þotur

8. október 2019

|

Tvö flugfélög hafa nýlega skorið niður pantanir sínar í nýjar Airbus A320neo þotur um níu eintök til samans.

FAA telur að færni flugmanna til að fljúga sjálfir fari minnkandi

7 október 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa áhyggjur af því að færni flugmanna til þess að handfljúga flugvélum í farþegaflugi sé á undanhaldi.

Fóru 46 flugferðir með enga farþega um borð

6. október 2019

|

Pakistan International Airlines (PIA) flaug árið 2016 og 2017 alls 46 flugferðir með tómar vélar þar sem engir farþegar voru um borð.

Bandaríkin setja 10 prósent tolla á evrópskar flugvélar

5. október 2019

|

Um miðjan mánuðinn mun ríkisstjórn Bandaríkjanna byrja að innheimta tolla á allar þær flugvélar sem framleiddar eru í Evrópu sem keyptar eru af bandarískum flugfélögum og flugrekstraraðilum.