flugfréttir

SAS sendir „ljóta andarungann“ í niðurrif

- Fyrsta Airbus A340 breiðþotan fer úr flota Scandinavian

22. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 09:40

LN-RKP í aðflugi að flugvellinum í Mílanó í desember árið 2016

SAS (Scandinavian Airlines) hefur sent fyrstu Airbus A340 breiðþotuna í brotajárn en þotan sem félagið hefur losað sig við er LN-RKP sem flogið hefur undir nafninu „Torfinn Viking“.

LN-RKP er meðal þeirra átta Airbus A340 breiðþotna sem finn má í flota SAS en vélin er 22 ára gömul, smíðuð árið 1997.

„Tofinn Viking“ hefur verið kölluð „ljóti andarunginn“ af Dönum og segja danskir fjölmiðlar að það séu mjög góðar fréttir að þotan hafi flogið sitt síðasta farþegaflug þar sem hún var ekki boðlega fyrir farþega hvað varðar þægindi.

Fram kemur að LN-RKP var oft notuð sem varaflugvél sem var höfð tiltæk í leiðarkerfinu þar sem hún kom með gömlu farþegarými sem upphaflega var komið fyrir af flugfélaginu LAN í Suður-Ameríku og bauð hún því ekki upp á sömu þægindi og finna má um borð í hinum Airbus A340 þotunum.

Munurinn á Business Class farrýminu um borð í LN-RKP og hinum Airbus A340 breiðþotunum hjá SAS

SAS kom aldrei fyrir nýjum innréttingum og sætum fyrir í LN-RKP og var því ekki sami lúxus á Business Class farrými sem fór í taugarnar á mörgum þeim viðskiptafarþegum sem flugu með vélinni.

Þotan var fyrst í flota Air Canada en fór árið 2007 til LAN Chile en árið 2013 var hún afhent til SAS. Á næstunni verður henni flogið til Tarbes-flugvallarins í Frakklandi þar sem hún verður rifin í sundur og verða flugvélapartarnir sendir til SAS sem mun nota þá í varahluti.

Hinar Airbus A340 breiðþoturnar sjö verða eitthvað áfram í flota SAS en þær verða teknar úr umferð hver fyrir sig um leið og félagið fær fyrstu Airbus A350 þoturnar afhentar eftir áramót.

LN-RKP á dögunum á flugvellinum í Shanghai sem var eitt af síðustu flugferðunum sem þotan flaug fyrir SAS  fréttir af handahófi

Fyrrum WOW air breiðþota skemmdist í lendingu í Nígeríu

2. janúar 2020

|

Breiðþota af gerðinni Airbus A330, sem áður var í flota WOW air, varð fyrir skemmdum aðeins þremur dögum eftir að hún var tekin í notkun hjá flugfélaginu Turkish Airlines.

EASA gefur út leiðbeiningar vegna kórónaveirunnar

28. janúar 2020

|

Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa gefið frá sér fyrirmæli og leiðbeiningar til flugfélaga og flugvalla vegna kórónaveirunnar með ráðleggingum um þær ráðstafanir sem þarf að hafa í huga til að hef

Icelandair tekur á leigu Boeing 737-800 þotur

17. desember 2019

|

Icelandair hefur tekið á leigu tvær farþegaþotur af gerðinni Boeing 737-800 fyrir næsta sumar og er unnið að því að ganga frá leigu á þriðju þotu sömu gerðar.

  Nýjustu flugfréttirnar

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

Tvær flugvélar rákust saman á flugi í Ástralíu

19. febrúar 2020

|

Fjórir létu lífið í árekstri sem varð á milli tveggja flugvéla í Ástralíu í nótt þegar vélarnar rákust saman á flugi nálægt flugvellinum í bænum Mangalore, skammt norður af Melbourne.

Gleymdi að setja hjólin niður í þjálfun á King Air

19. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) gaf út skýrslu á dögunum varðandi atvik sem átti sér stað er flugmaður gleymdi að setja niður hjólin er hann var í undirbúningi fyrir tegundarpróf

Húsleit gerð hjá Avianca vegna gruns um mútur

19. febrúar 2020

|

Aðilar frá öryggis- og leynisþjónustu á vegum ríkisstjórnar Kólumbíu gerðu húsleit í höfuðstöðvum flugfélagsins Avianca í Bogóta í síðustu viku í tengslum við rannsókn á mútum og spillingu innan her

Air Canada semur um bætur við Boeing vegna MAX-vélanna

18. febrúar 2020

|

Air Canada hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabætur vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum.

Skera niður innanlandflugið í Noregi vegna hárra skatta

18. febrúar 2020

|

Norska flugfélagið Widerøe hefur tilkynnt um umtalsverðan niðurskurð í leiðarkerfi félagsins í innanlandsflugi í Noregi sem gripið verður til strax með vorinu en félagið segir niðurskurðinn óhjákvæmil

Í viðræðum við 700 flugmenn um launalaust leyfi

18. febrúar 2020

|

Flest bendir til þess að útbreiðsla kórónaveirunnar eigi eftir að hafa þónokkur áhrif á rekstur finnska flugfélagsins Finnair sem á nú í viðræðum við flugmenn varðandi launalaust leyfi.

Allar Cirrus Vision SF50 þotur kyrrsettar

18. febrúar 2020

|

Allar Cirrus Vision SF50 þotur í heiminum hafa verið kyrrsettar eftir að bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) gáfu út neyðartilskipun varðandi lofthæfi vélanna eftir atvik þar sem eldur kom upp í stjórnk

Kórónaveiran gæti kostað flugiðnaðinn yfir 600 milljarða

14. febrúar 2020

|

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) spáir því að úrbreiðsla kórónaveirunnar, sem nefnd hefur verið Covid-19, muni kosta flugiðnaðinn um 4-5 milljarða bandaríkjadali á þessum ársfjórðungi eða sem samsvara

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00