flugfréttir

Fjölbreytt flóra á Flightradar24 í morgun

22. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 11:44

Það er oft mikið um að vera á Flightradar24 í kringum Ísland en suma daga er flogið meira en aðra

Segja má að margar tegundir af flugi og flugvélar af flestum stærðum og gerðum hafi verið í loftinu á Flightradar24.com á ellefta tímanum morgun í kringum og við Ísland enda viðrar bæði vel til flugs, bæði fyrir einkaflugvélar og flugvélar sem eru að fljúga í öðrum tilgangi, auk þess sem sumaráætlun flugfélaganna er í fullum gangi.

Fyrir norðan var Boeing 737 þota frá Transavia að hefja sig á loft frá Akureyrarflugvelli áleiðis til Rotterdam um svipað leyti sem Twin Otter flugvél frá Norlandair var á leið út Eyjafjörðinn til Constable Point á Grænland.

Boeing 737 þota Transavia í flugtaksbruni í morgun á flugvellinum á Akureyri á leið til Rotterdam í Hollandi

Auk þess voru tvær King Air flugvélar á svipuðum slóðum í Eyjafirðinum, annars vegar sjúkraflugvél Mýflugs að taka á loft á braut 01 á leið til Reykjavíkur og flugvél Isavia, TF-FMS, við mælingar og prófanir í Eyjafirðinum.

Á sama tíma sunnan heiða var Air Iceland Connect að hefja sig á loft á leið til Ilulissat og þá hafa margar einkaflugvélar og kennsluflugvélar flogið vestur á land þar sem skýjahæð og sjónflugsskilyrði hafa verið mun betri á Vesturlandi í morgun heldur en á Suðurlandi.

TF-MYA, sjúkraflugvél Mýflugs, að nálgast Reykjavík klukkan 10:51 í morgun

Á ellefta tímanum fóru einnig nokkrar erlendar einkaflugvélar í loftið frá Reykjavíkurflugvelli vestur um haf sem hafa haft viðdvöl á Íslandi og þar á meðal þrjár einshreyfils Socata-flugvélar sem hingað komu allar til lands í gær frá Wick á Skotlandi.

Samtímis á Suðurlandi var Airbus A220 (Cseries) þota frá Air Baltic yfir Mýrdalsjökli á leið til Riga á meðan Dassault Falcon einkaþota var skammt suður af Vestmannaeyjum á leið til landsins og sjá mátti Jetstream-flugvél frá Flugfélaginu Erni á leið til Hornafjarðar.

Á Keflavíkurflugvelli var Boeing 757 þota Icelandair í aðflugi að braut 10 eftir 6:40 tíma flug frá Denver á meðan „Vatnajökull“, Boeing 757 vél Icelandair, var á leið í flugtak til Bergen á sömu braut.

TF-ABB, Cessna C172, á innleið til Reykjavíkur að nálgast Leið 1

Efst upp í hæsta loftrýminu voru svo stærri þotur erlendra flugfélaga á leið gegnum íslenska flugumferðarsvæðið og þar á meða Airbus A380 risaþota British Airways, Dreamliner-þota Air Canada, Boeing 777 þota United á leið frá San Francisco til Frankfurt auk annara farþegaþotna.

Þess má geta að fleiri flugvélar eru í loftinu en kemur fram á Flightradar24.com þar sem margar einkaflugvélar hafa ekki þann búnað sem til þarf til að þær séu sjáanlegar á vefsíðunni.

King Air flugvél Isavia á leið til Reykjavíkur (TF-FMS)  fréttir af handahófi

Ætla að halda lengur í Q400 vegna vandans með 737 MAX

12. ágúst 2019

|

Alaska Airlines hefur tekið aftur í notkun tvær Bombardier Dash 8 Q400 flugvélar til þess að fylla í skarð þriggja Boeing 737 MAX 9 þotna sem félagið átti að fá afhentar á þessu ári en búið var að t

Fékk kvíðakast í aðflugi og yfirgaf stjórnklefann

15. september 2019

|

Flugmaður hjá easyJet yfirgaf flugstjórnarklefa á farþegaþotu eftir að hann fékk kvíðakast þegar vélin var að nálgast lokastefnu inn til lendingar á flugvellinum í Glasgow.

Kínverjar kaupa fjórðungshlut í Thomas Cook

28. ágúst 2019

|

Kínverska fyrirtækið Fosun Tourism Group mun eignast fjórðungshlut í flugfélaginu Thomas Cook.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fjarlægði klossa frá nefhjólinu og fékk skrúfuna í sig

14. október 2019

|

Kona í Bandaríkjunum slasaðist er hún varð fyrir loftskrúfu á lítilli flugvél af gerðinni Cessna C172 Skyhawk á flugvellinum í bænum Key West, syðst á Flórída-skaga, sl. laugardagskvöld.

Boða aðgerðir gegn gjaldþroti meðal flugfélaga

14. október 2019

|

Ríkisstjórn Bretlands ætlar að fara að stað með aðgerðir er kemur að gjaldþrotum meðal flugfélaga og stendur til að kynna nýja löggjöf sem mun auðvelda gjaldþrotaferli og aðgerðir er snúa að því að k

El Al hættir með júmbó-þotuna í nóvember

14. október 2019

|

El Al Israel Airlines mun hætta með júmbó-þotuna um næstu mánaðarmót og hefur flugfélagið ákveðið dagsetningu fyrir síðasta áætlunarflugið með Boeing 747.

Cabo Verde Airlines mun hefja flug til Nígeríu

14. október 2019

|

Cabo Verde Airlines hefur tilkynnt að félagið mun hefja beint áætlunarflug frá Grænhöfðaeyjum til Lagos í Nígeríu.

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

Einn af gömlu íslensku Fokker 50 eyðilagðist í óhappi í Kenýa

11. október 2019

|

Ein af þeim fjórum Fokker 50 flugvélum, sem Flugfélag Íslands hafði í flota sínum til margra ára, eyðilagðist í dag er hún fór út af braut í flugtaki í Kenýa er hún var í innanlandsflugi fyrir kenýsk

Aukin eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook

11. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Jet2.com hefur fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook og sér félagið því fram á að rekstarafkoma félagsins eigi eftir að koma út í ha

Airbus hefur afhent 1.000 þotur úr A320neo fjölskyldunni

10. október 2019

|

Airbus hefur náð þeim áfanga að hafa afhent 1.000 flugvélar úr Airbus A320neo fjölskyldunni en sú þúsundasta var afhent frá verksmiðjum Airbus í Hamborg á dögunum.

Klifraði ofan á Embraer-þotu British Airways

10. október 2019

|

British Airways þurfti að hætta við áætlunarflug sitt í dag frá London City flugvellinum til Amsterdam eftir að maður klifraði ofan á eina af Embraer-þotum félagsins rétt fyrir brottför.

Ein ný þota í flotann á tveggja vikna fresti næstu 10 árin

8. október 2019

|

Lufthansa mun taka við nýrri þotu beint úr verksmiðju á tveggja vikna fresti næstu 10 árin eða til ársins 2029.