flugfréttir

Fjölbreytt flóra á Flightradar24 í morgun

22. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 11:44

Það er oft mikið um að vera á Flightradar24 í kringum Ísland en suma daga er flogið meira en aðra

Segja má að margar tegundir af flugi og flugvélar af flestum stærðum og gerðum hafi verið í loftinu á Flightradar24.com á ellefta tímanum morgun í kringum og við Ísland enda viðrar bæði vel til flugs, bæði fyrir einkaflugvélar og flugvélar sem eru að fljúga í öðrum tilgangi, auk þess sem sumaráætlun flugfélaganna er í fullum gangi.

Fyrir norðan var Boeing 737 þota frá Transavia að hefja sig á loft frá Akureyrarflugvelli áleiðis til Rotterdam um svipað leyti sem Twin Otter flugvél frá Norlandair var á leið út Eyjafjörðinn til Constable Point á Grænland.

Boeing 737 þota Transavia í flugtaksbruni í morgun á flugvellinum á Akureyri á leið til Rotterdam í Hollandi

Auk þess voru tvær King Air flugvélar á svipuðum slóðum í Eyjafirðinum, annars vegar sjúkraflugvél Mýflugs að taka á loft á braut 01 á leið til Reykjavíkur og flugvél Isavia, TF-FMS, við mælingar og prófanir í Eyjafirðinum.

Á sama tíma sunnan heiða var Air Iceland Connect að hefja sig á loft á leið til Ilulissat og þá hafa margar einkaflugvélar og kennsluflugvélar flogið vestur á land þar sem skýjahæð og sjónflugsskilyrði hafa verið mun betri á Vesturlandi í morgun heldur en á Suðurlandi.

TF-MYA, sjúkraflugvél Mýflugs, að nálgast Reykjavík klukkan 10:51 í morgun

Á ellefta tímanum fóru einnig nokkrar erlendar einkaflugvélar í loftið frá Reykjavíkurflugvelli vestur um haf sem hafa haft viðdvöl á Íslandi og þar á meðal þrjár einshreyfils Socata-flugvélar sem hingað komu allar til lands í gær frá Wick á Skotlandi.

Samtímis á Suðurlandi var Airbus A220 (Cseries) þota frá Air Baltic yfir Mýrdalsjökli á leið til Riga á meðan Dassault Falcon einkaþota var skammt suður af Vestmannaeyjum á leið til landsins og sjá mátti Jetstream-flugvél frá Flugfélaginu Erni á leið til Hornafjarðar.

Á Keflavíkurflugvelli var Boeing 757 þota Icelandair í aðflugi að braut 10 eftir 6:40 tíma flug frá Denver á meðan „Vatnajökull“, Boeing 757 vél Icelandair, var á leið í flugtak til Bergen á sömu braut.

TF-ABB, Cessna C172, á innleið til Reykjavíkur að nálgast Leið 1

Efst upp í hæsta loftrýminu voru svo stærri þotur erlendra flugfélaga á leið gegnum íslenska flugumferðarsvæðið og þar á meða Airbus A380 risaþota British Airways, Dreamliner-þota Air Canada, Boeing 777 þota United á leið frá San Francisco til Frankfurt auk annara farþegaþotna.

Þess má geta að fleiri flugvélar eru í loftinu en kemur fram á Flightradar24.com þar sem margar einkaflugvélar hafa ekki þann búnað sem til þarf til að þær séu sjáanlegar á vefsíðunni.

King Air flugvél Isavia á leið til Reykjavíkur (TF-FMS)  fréttir af handahófi

Fyrsta afríska flugfélagið til að fá afhenta Airbus A320neo

6. ágúst 2019

|

Air Seychelles hefur tekið við sinni fyrstu Airbus A320neo þotu og er flugfélagið fyrsta félagið í Afríku til að taka í notkun A320neo.

Ætla að halda lengur í Q400 vegna vandans með 737 MAX

12. ágúst 2019

|

Alaska Airlines hefur tekið aftur í notkun tvær Bombardier Dash 8 Q400 flugvélar til þess að fylla í skarð þriggja Boeing 737 MAX 9 þotna sem félagið átti að fá afhentar á þessu ári en búið var að t

Airbus A321XLR mun hafa MTOW upp á 101 tonn

17. júní 2019

|

Airbus hefur gefið upp tölur varðandi afkastagetu og eiginleika Airbus A321XLR þotunnar en til stendur að þotan komi á markað árið 2023.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vélmenni flaug mannlausri Cessnu í 2 klukkustundir

19. ágúst 2019

|

Lítil Cessna-einkaflugvél tók á loft á dögunum í Bandaríkjunum mannlaus með engan um borð en flugvélinni var flogið af vélmenni sem flaug vélinni í tvær klukkustundir.

Selja allan hlut sinn í Bank Norwegian

19. ágúst 2019

|

Norwegian tilkynnti í morgun að flugfélagið norska hafi ákveðið að selja allan hlut sinn í fyrirtækinu Norwegian Finans Holdings, sem á dótturfélagið Bank Norwegian, sem Norwegian stofnaði á sínum tí

Farþegaþota lendir í fyrsta sinn á nýja Gagarin-flugvellinum

19. ágúst 2019

|

Farþegaþota lenti í fyrsta sinn í gær á Gagarin-flugvellinum, sem er nýjasti alþjóðaflugvöllur Rússlands, staðsettur í borginni Saratov, tveimur dögum áður en hann verður formlega tekinn í notkun á

Gera ekki ráð fyrir 737 MAX fyrr en eftir áramót

17. ágúst 2019

|

Icelandair hefur nú uppfært flugáætlun sína til ársloka. Félagið gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX vélum í rekstri fyrir þann tíma og hefur aðlagað flugáætlun sína í samræmi við það og aðra þróun á

Vilja að hæstiréttur komi í veg fyrir boðað verkfall flugmanna

16. ágúst 2019

|

Ryanair hefur biðlað til hæstaréttar Írlands um að grípa í taumana og koma í veg fyrir fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna sem stefna á að leggja niður störf sín í næstu viku.

Flugvél hlekktist á í Svefneyjum á Breiðafirði

15. ágúst 2019

|

Lítilli flugvél hlekktist á í lendingu á Svefneyjum á Breiðafirði seinnipartinn í dag.

Cabo Verde Airlines tekur í notkun Boeing 737-300 þotu

15. ágúst 2019

|

Cabo Verde Airlines, flugfélagið á Grænhöfðaeyjum, hefur tekið í notkun Boeing 737-300 þotu sem félagið mun nota til þess að fljúga áætlunarflug frá Nelson Mandela flugvellinum við bæinn Praia til Li

Brotlenti er flugmaðurinn teygði sig í hurð sem hafði opnast

15. ágúst 2019

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) telja að orsök flugslyss, er lítil flugvél af gerðinni Cessna 170 brotlenti í Bandaríkjunum árið 2017, megi rekja til þess að flugmaður gerði tilr

Tvær þotur frá Qantas of nálægt hvor annarri í Sydney

14. ágúst 2019

|

Atvik átti sér stað á flugvellinum í Sydney á dögunum er tvær farþegaþotur frá Qantas fóru of nálægt hvor annarri.

Taka á leigu Boeing 737-200 til að fylla í skarð 737 MAX

13. ágúst 2019

|

Mikil eftirspurn er núna eftir gömlum Boeing 737 þotum vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX þotunum en þetta er haft eftir flugvélaleigum sem leigja út flugvélar til flugfélaga.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00