flugfréttir

Fjölbreytt flóra á Flightradar24 í morgun

22. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 11:44

Það er oft mikið um að vera á Flightradar24 í kringum Ísland en suma daga er flogið meira en aðra

Segja má að margar tegundir af flugi og flugvélar af flestum stærðum og gerðum hafi verið í loftinu á Flightradar24.com á ellefta tímanum morgun í kringum og við Ísland enda viðrar bæði vel til flugs, bæði fyrir einkaflugvélar og flugvélar sem eru að fljúga í öðrum tilgangi, auk þess sem sumaráætlun flugfélaganna er í fullum gangi.

Fyrir norðan var Boeing 737 þota frá Transavia að hefja sig á loft frá Akureyrarflugvelli áleiðis til Rotterdam um svipað leyti sem Twin Otter flugvél frá Norlandair var á leið út Eyjafjörðinn til Constable Point á Grænland.

Boeing 737 þota Transavia í flugtaksbruni í morgun á flugvellinum á Akureyri á leið til Rotterdam í Hollandi

Auk þess voru tvær King Air flugvélar á svipuðum slóðum í Eyjafirðinum, annars vegar sjúkraflugvél Mýflugs að taka á loft á braut 01 á leið til Reykjavíkur og flugvél Isavia, TF-FMS, við mælingar og prófanir í Eyjafirðinum.

Á sama tíma sunnan heiða var Air Iceland Connect að hefja sig á loft á leið til Ilulissat og þá hafa margar einkaflugvélar og kennsluflugvélar flogið vestur á land þar sem skýjahæð og sjónflugsskilyrði hafa verið mun betri á Vesturlandi í morgun heldur en á Suðurlandi.

TF-MYA, sjúkraflugvél Mýflugs, að nálgast Reykjavík klukkan 10:51 í morgun

Á ellefta tímanum fóru einnig nokkrar erlendar einkaflugvélar í loftið frá Reykjavíkurflugvelli vestur um haf sem hafa haft viðdvöl á Íslandi og þar á meðal þrjár einshreyfils Socata-flugvélar sem hingað komu allar til lands í gær frá Wick á Skotlandi.

Samtímis á Suðurlandi var Airbus A220 (Cseries) þota frá Air Baltic yfir Mýrdalsjökli á leið til Riga á meðan Dassault Falcon einkaþota var skammt suður af Vestmannaeyjum á leið til landsins og sjá mátti Jetstream-flugvél frá Flugfélaginu Erni á leið til Hornafjarðar.

Á Keflavíkurflugvelli var Boeing 757 þota Icelandair í aðflugi að braut 10 eftir 6:40 tíma flug frá Denver á meðan „Vatnajökull“, Boeing 757 vél Icelandair, var á leið í flugtak til Bergen á sömu braut.

TF-ABB, Cessna C172, á innleið til Reykjavíkur að nálgast Leið 1

Efst upp í hæsta loftrýminu voru svo stærri þotur erlendra flugfélaga á leið gegnum íslenska flugumferðarsvæðið og þar á meða Airbus A380 risaþota British Airways, Dreamliner-þota Air Canada, Boeing 777 þota United á leið frá San Francisco til Frankfurt auk annara farþegaþotna.

Þess má geta að fleiri flugvélar eru í loftinu en kemur fram á Flightradar24.com þar sem margar einkaflugvélar hafa ekki þann búnað sem til þarf til að þær séu sjáanlegar á vefsíðunni.

King Air flugvél Isavia á leið til Reykjavíkur (TF-FMS)  fréttir af handahófi

Fékk óvart endurgreiðslu upp á 2.7 milljarða frá Qatar Aiways

6. júlí 2020

|

Farþegi einn, sem fékk flug endurgreitt með Qatar Airways, lenti í því að fá óvart endurgreidda 2.7 milljarða króna sem er ívið meiri upphæð en þær 272.000 krónur sem farþeginn átti að fá í endugrei

Embraer afhendir síðasta eintakið af ERJ-þotunni

6. júlí 2020

|

Brasilíski flugvélaframleiðandinn Embraer hefur afhent síðasta eintakið af ERJ-þotunni en þessar þotur hafa verið eina vinsælustu farþegaþotur í sínum stærðarflokki sem notaðar hafa verið á stuttum

Wizz Air dregur úr bjartsýni sinni um aukið sætaframboð

1. september 2020

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur ákveðið að draga úr áformum sínum varðandi kröftuga endurkomu sína á flugmarkaðinn með auknum umsvifum eftir COVID-19 heimsfaraldurinn.

  Nýjustu flugfréttirnar

EASA gæti aflétt flugbanni 737 MAX í nóvember

25. september 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) íhugar að gefa Boeing 737 MAX þotunum leyfi til að hefja flug að nýju í nóvember næstkomandi og með því aflétta flugbanni vélanna í evrópskri lofthelgi sem hefur varað

Harrison Ford fær að fljúga á ný

25. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lokið við rannsókn á máli Harrison Ford eftir brautarátroðning sem átti sér stað í vor er hann þveraði flugbraut án heimildar og hefur leikarinn fengið leyfi ti

Ryanair með 2 fyrir 1 tilboð

24. september 2020

|

Ryanair hefur í fyrsta skipti í sögu félagsins kynnt „2 fyrir 1“ tilboð þar sem farþegum er boðið upp á að bóka flug og fá aukaflugsæti frítt með í kaupunum.

Ryanair þarf stóra ríkisaðstoð til að forðast hópuppsagnir

24. september 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að lágfargjaldafélagið írska neyðist til þess að láta starfsfólk taka að sér launalaust leyfi í vetur ef opinber ríkisaðstoð til félagsins verður ekki

800 milljónir í bónusgreiðslur en greiddu ekki starfsmönnum laun

24. september 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa greitt yfirmönnum og stjórnarmeðlimum félagsins rausnarlega bónusa í maí í vor á sama tíma og flugfélagið gat ekki greitt st

Telja reglu um rýmingu á 90 sekúndum vera úrelda

23. september 2020

|

Eftirlitsdeild innan samgönguráðuneytis Bandaríkjanna segir að endurskoða þurfi reglu innan flugsins er varðar hámarkstíma sem rýma skal flugvél og koma öllum farþegum frá borði ef upp kemur neyðarást

American ætlar að hefja þjálfun á 737 MAX í nóvember

23. september 2020

|

American Airlines ætlar að byrja að þjálfa flugmenn sína aftur á Boeing 737 MAX þoturnar í nóvember sem er liður í undirbúningi fyrir endurkoma vélanna til áætlunarflugs.

SAS ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur

23. september 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur og mun félagið fljúga síðasta flugið á þessu ári til Vágar þann 29. september.

IATA: Skimun fyrir brottför eina lausnin til að bjarga fluginu

22. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að eina leiðin til að binda endi á núverandi ástand í fluginu, og koma áætlunarflugi á milli landa aftur í gang, sé að skima alla farþega á flugvöllum fyrir

Innanlandsflug í Víetnam búið að ná bata og gott betur

22. september 2020

|

Þrátt fyrir slæmt ástand í flugiðnaðinum víðast hvar í heiminum þá hefur innanlandsflugið í Víetnam náð sér að fullu og gott betur samkvæmt flugfélaginu Vietnam Airlines.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00