flugfréttir

Fjölbreytt flóra á Flightradar24 í morgun

22. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 11:44

Það er oft mikið um að vera á Flightradar24 í kringum Ísland en suma daga er flogið meira en aðra

Segja má að margar tegundir af flugi og flugvélar af flestum stærðum og gerðum hafi verið í loftinu á Flightradar24.com á ellefta tímanum morgun í kringum og við Ísland enda viðrar bæði vel til flugs, bæði fyrir einkaflugvélar og flugvélar sem eru að fljúga í öðrum tilgangi, auk þess sem sumaráætlun flugfélaganna er í fullum gangi.

Fyrir norðan var Boeing 737 þota frá Transavia að hefja sig á loft frá Akureyrarflugvelli áleiðis til Rotterdam um svipað leyti sem Twin Otter flugvél frá Norlandair var á leið út Eyjafjörðinn til Constable Point á Grænland.

Boeing 737 þota Transavia í flugtaksbruni í morgun á flugvellinum á Akureyri á leið til Rotterdam í Hollandi

Auk þess voru tvær King Air flugvélar á svipuðum slóðum í Eyjafirðinum, annars vegar sjúkraflugvél Mýflugs að taka á loft á braut 01 á leið til Reykjavíkur og flugvél Isavia, TF-FMS, við mælingar og prófanir í Eyjafirðinum.

Á sama tíma sunnan heiða var Air Iceland Connect að hefja sig á loft á leið til Ilulissat og þá hafa margar einkaflugvélar og kennsluflugvélar flogið vestur á land þar sem skýjahæð og sjónflugsskilyrði hafa verið mun betri á Vesturlandi í morgun heldur en á Suðurlandi.

TF-MYA, sjúkraflugvél Mýflugs, að nálgast Reykjavík klukkan 10:51 í morgun

Á ellefta tímanum fóru einnig nokkrar erlendar einkaflugvélar í loftið frá Reykjavíkurflugvelli vestur um haf sem hafa haft viðdvöl á Íslandi og þar á meðal þrjár einshreyfils Socata-flugvélar sem hingað komu allar til lands í gær frá Wick á Skotlandi.

Samtímis á Suðurlandi var Airbus A220 (Cseries) þota frá Air Baltic yfir Mýrdalsjökli á leið til Riga á meðan Dassault Falcon einkaþota var skammt suður af Vestmannaeyjum á leið til landsins og sjá mátti Jetstream-flugvél frá Flugfélaginu Erni á leið til Hornafjarðar.

Á Keflavíkurflugvelli var Boeing 757 þota Icelandair í aðflugi að braut 10 eftir 6:40 tíma flug frá Denver á meðan „Vatnajökull“, Boeing 757 vél Icelandair, var á leið í flugtak til Bergen á sömu braut.

TF-ABB, Cessna C172, á innleið til Reykjavíkur að nálgast Leið 1

Efst upp í hæsta loftrýminu voru svo stærri þotur erlendra flugfélaga á leið gegnum íslenska flugumferðarsvæðið og þar á meða Airbus A380 risaþota British Airways, Dreamliner-þota Air Canada, Boeing 777 þota United á leið frá San Francisco til Frankfurt auk annara farþegaþotna.

Þess má geta að fleiri flugvélar eru í loftinu en kemur fram á Flightradar24.com þar sem margar einkaflugvélar hafa ekki þann búnað sem til þarf til að þær séu sjáanlegar á vefsíðunni.

King Air flugvél Isavia á leið til Reykjavíkur (TF-FMS)  fréttir af handahófi

Lufthansa pantar tvær Boeing 777F til viðbótar

8. nóvember 2019

|

Lufthansa Cargo hefur lagt inn pöntun til Boeing í tvær nýjar Boeing 777F fraktþotur og ætlar félagið með því að reyna losa sig fyrr við McDonnell Douglas MD-11 þoturnar.

Upplýsingafulltrúi yfir farþegaþotudeild Boeing rekinn

13. nóvember 2019

|

Boeing hefur rekið úr starfi yfirmann samskipta yfir farþegaþotudeild Boeing en Linda Mills hafði gengt því starfi frá því í febrúar árið 2018 er hún var gerð að upplýsingafulltrúa yfir farþegaþotud

Vilja að reglur um hvíldartíma gildi einnig fyrir fraktflugið

20. nóvember 2019

|

Flugmenn í Bandaríkjunum og samtök flugmanna vestanhafs krefjast þess að sömu reglur um hvíldartímar verði látnar gilda fyrir þá flugmenn sem fljúga fraktflug og er farið fram á að þeir heyri undir s

  Nýjustu flugfréttirnar

Qantas velur A350-1000 fyrir Sólarupprásarverkefnið

13. desember 2019

|

Ástralska flugfélagið Qantas hefur valið Airbus A350-1000 þotuna sem þann flugvélakost sem verður fyrir valinu fyrir „Sólarupprásarverkefnið“ (Project Sunrise) sem miðar af því að bjóða farþegum upp

Southwest og Boeing semja um skaðabætur vegna 737 MAX

12. desember 2019

|

Southwest Airlines hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabótagreiðslu vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningarinnar á Boeing 737 MAX þotunum.

Wizz Air stofnar lágfargjaldafélag í Abu Dhabi

12. desember 2019

|

Wizz Air ætlar sér að stofna sérstakt lágfargjaldaflugfélag í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í samstarfi við stjórnvöld þar í landi en félagið verður annað tveggja flugfélaga sem eru að líta dagsin

Svartsýnn á að Ryanair geti flogið 737 MAX næsta sumar

11. desember 2019

|

Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

El Al stefnir á tilraunir með beint flug til Ástralíu

10. desember 2019

|

Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

Herflugvél með 38 um borð hvarf af ratsjá yfir Suður-Íshafi

10. desember 2019

|

Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

SAS aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum

9. desember 2019

|

SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

SAS mun hætta að fljúga á Narita-flugvöll í Tókýó

9. desember 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

Fréttaþyrla í árekstri við dróna

9. desember 2019

|

Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

Lokaskýrsla vegna flugslyss sunnan Hafnafjarðar árið 2015

8. desember 2019

|

Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í