flugfréttir

Ryanair í stórt samstarf við flugskóla í Póllandi

- Ætla að þjálfa hundruði nýja flugmenn hjá Bartolini Air

22. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 16:47

Frá undirritun samstarfsins milli Bartolini Air flugskólans og Ryanair

Ryanair hefur tilkynnt um samning um umfangsmikið flugnámsverkefni í Mið-Evrópu þar sem til stendur að þjálfa upp nýja flugmenn fyrir félagið í samstarfi við flugskólann Bartolini Air í Póllandi.

Flugnámsverkefnið mun kallast Ryanair/Bartolini Air Mentored Pilot Training Programme og mun það tryggja lágfargjaldafélaginu stöðugt flæði af nýjum flugmönnum í tengslum við umsvif félagsins.

Nemendur munu stíga sín fyrstu skref í flugnámi við flugskólann og útskrifast með atvinnuflugmannsskírteini á 18 mánuðum og hefja strax þjálfun á Boeing 737 vélar félagsins að námi loknu.

Flugkennarar á vegum Bartolini Air flugskólans munu kenna nemendum og nota kennslustaðla Ryanair og er stefnt að því að skólinn muni ná að útskrifa um 300 nýja flugmenn á fyrstu fjórum árunum.

Fjölmenni við kynningunni á verkefninu Ryanair/Bartolini Air Mentored Pilot Training Programme

Ryanair hefur tólf bækistöðvar í Mið-Evrópu og þar af eru fimm í Póllandi en lágfargjaldafélagið írska er það umfangsmesta í Póllandi á eftir ríkisflugfélaginu, LOT Polish Airlines, með yfir 100 áætlunarflug á dag til og frá landinu.

Bartolini Air er einn stærsti flugskóli á Mið-Evrópu með höfuðstöðvar í borginni Lodz en skólinn hefur útskrifað yfir 1.500 flugmenn frá 56 mismunandi löndum og starfa margir þeirra í dag hjá Ryanair.  fréttir af handahófi

Yfir 80 starfsmönnum hjá Ryanair í Belgíu sagt upp

9. júlí 2020

|

Ryanair hefur ákveðið að segja upp 40 flugmönnum og fjörutíu flugfreyjum og flugþjónum í Belgíu.

Aeroméxico sækir um gjaldþrotavernd

1. júlí 2020

|

Aeroméxico, þjóðarflugfélag Mexíkó, hefur sótt um greiðslustöðvun með umsókn um Chapter 11 gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum.

Engir starfsmenn verða ráðnir hjá Isavia í sumarstörf

30. apríl 2020

|

Engar sumarráðningar verða í framlínustörfum hjá Isavia í ár vegna áhrifa af COVID-19.

  Nýjustu flugfréttirnar

Íslensk júmbó-þota fór með nefhjól út af flugbraut

14. júlí 2020

|

Júmbó-fraktþota af gerðinni Boeing 747-400F, sem skráð er með íslenskra skráningu, fór að hluta til út af flugbraut á Doncaster-flugvellinum í Sheffield á Englandi í dag.

Risatap Delta Air Lines samsvarar 547 milljörðum

14. júlí 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines tapaði um 547 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi ársins og er þetta eitt mesta tap í sögu félagsins sem er tilkomið vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Flugakademía Íslands stærsti flugskóli á Íslandi

14. júlí 2020

|

Flugakademía Keilis og Flugskóli Íslands hafa sameinast í stærsta flugskóla landsins sem fengið hefur nafnið Flugakademía Íslands.

Fly Armenia nýtt flugfélag í Armeníu

14. júlí 2020

|

Á meðan mörg flugfélög eru að berjast við að halda velli og forða sér frá gjaldþroti þá er verið að stofna nýtt flugfélag í Ameníu sem fer að líta dagsins ljóss á næstunni.

Icelandair og airBaltic í samstarf

13. júlí 2020

|

Icelandair og lettneska flugfélagið airBaltic hafa hafið samstarf með undirritun samstarfssamning um sameiginlega útgáfu á farmiðum.

American íhugar að hætta við á annan tug 737 MAX flugvéla

13. júlí 2020

|

American Airlines er að íhuga að hætta við hluta af pöntun sinni í Boeing 737 MAX vélarnar og hefur staðan því breyst töluvert þar sem að aðeins eru tvær vikur síðan að flugfélagið bandaríska lýsti

Yfir 80 starfsmönnum hjá Ryanair í Belgíu sagt upp

9. júlí 2020

|

Ryanair hefur ákveðið að segja upp 40 flugmönnum og fjörutíu flugfreyjum og flugþjónum í Belgíu.

LEVEL France hættir starfsemi

9. júlí 2020

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) tilkynnti í gær að dótturfélagið LEVEL France myndi hætta starfsemi sinni.

Flugþjóns frá PIA saknað eftir viðdvöl í Toronto

9. júlí 2020

|

Ekkert hefur spurst til flugþjóns frá Pakistan International Airlines (PIA) sem saknað hefur verið eftir að áhöfn flugfélagsins pakistanska hafði viðdvöl í Toronto í Kanada.

Air Namibía svipt leyfi til þess að fljúga farþegaflug

9. júlí 2020

|

Ríkisstjórn Namibíu hefur svipt flugfélaginu Air Namibia leyfi til þess að fljúga áætunarflug og leiguflug með farþega þar sem að félagið hefur ekki náð að afla nægilegs fjármagns til þess að sína fr

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00