flugfréttir

Mesta tap í 103 ára sögu Boeing

- Tap upp á 413 milljarða króna en 328 milljarða króna hagnaður í fyrra

24. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:19

Nýjar Boeing 737 MAX þotur á bílastæði starfsmanna í Renton sem bíða þess að verða afhentar

Boeing hefur skilað inn mesta tapi í 103 ára sögu flugvélarisans en afkoma fyrirtækisins á öðrum ársfjórðungi var neikvæð um 3.4 milljarða bandaríkjadali sem samsvarar 413 milljörðum króna.

Boeing tilkynnti í dag um afkomu flugvélarisans eftir annan ársfjórðung þessa árs og hefur afkoman aldrei verið eins slæm sem rekja má til kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum sem hafa verið kyrrsettar í rúma 4 mánuði.

Talið er að Boeing hafi nú þegar tekið á sig yfir 800 milljarða króna skell vegna vandamálsins með Boeing 737 MAX og er talið að sú tala eigi eftir að hækka enn frekar þar sem framleiðandinn á enn eftir að greiða út bætur til þeirra flugfélaga sem hafa Boeing 737 MAX í flota sínum.

Tap Boeing í júnímánuði einum var 352 milljarðar króna en í júní 2018 hagnaðist Boeing um 267 milljarða sem endurspeglar þann vanda sem Boeing er komið í þessa daganna.

Nýjar Boeing 737 MAX vélar Icelandair eru meðal þeirrar sem bíða afhendingar

Rekstrartekjur Boeing á öðrum ársfjórðungi námu 1.921 milljarði en á sama tímabili í fyrra voru tekjurnar um 2.942 milljarðar króna.

Sölur á nýjum farþegaþotum hafa dregist saman um 35% þar sem Boeing afhenti aðeins 90 þotur á öðrum ársfjórðungi á meðan allar afheningar á 737 MAX hafa setið á hakanum.

„Þetta eru krefjandi tímar fyrir Boeing og við erum einbeittir á að viðhalda því öryggi, gæðum og þeim heiðarleika sem einkennir okkur á sama tíma og við vinnum að því að koma Boeing 737 MAX aftur í loftið“, sagði Dennis Muilenburg, framkvæmdarstjóri Boeing, í tilkynningu í dag.

Ekki er enn vitað hvenær Boeing 737 MAX mun fljúga aftur

Áhrif kyrrsetningarinnar á Boeing 737 MAX nær langt út fyrir veggi Boeing þar sem tugi flugfélaga um allan heim hafa tapað gríðarlegum fjárhæðum á því að hafa ekki geta flogið þotunum eins og þau gerðu ráð fyrir og hafa flugfélög aflýst þúsundir flugferða og sum hætt flugi til einhverja áfangastaða.

Boeing hefur haldið áfram að framleiða Boeing 737 MAX þoturnar en samt eru færri eintök smíðuð mánuði og á framleiðandinn eftir að afhenda nýjar þotur að andvirði 3 þúsund og 600 milljarða króna.  fréttir af handahófi

Ætla að halda lengur í Q400 vegna vandans með 737 MAX

12. ágúst 2019

|

Alaska Airlines hefur tekið aftur í notkun tvær Bombardier Dash 8 Q400 flugvélar til þess að fylla í skarð þriggja Boeing 737 MAX 9 þotna sem félagið átti að fá afhentar á þessu ári en búið var að t

Kyrrsettar í kjölfar flugslyss í Svíðþjóð

22. júlí 2019

|

Flugmálayfirvöld nokkurra ríkja og landa hafa farið fram á kyrrsetningu á flugvélartegund af gerðinni GippsAero GA8 Skyvan, sömu gerðar og sú sem fórst í Svíðþjóð þann
14. júlí sl. með þeim afle

Optical Studio og Mathús hljóta þjónustuverðlaun Keflavíkurflugvallar

24. maí 2019

|

Þjónustuverðlaun Isavia fyrir árið 2018 voru afhent við hátíðlega athöfn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í vikunni en að þessu sinni féllu þjónustuverðlaun verslana í hlut sjóntækjaverslunarinnar Optical

  Nýjustu flugfréttirnar

Vélmenni flaug mannlausri Cessnu í 2 klukkustundir

19. ágúst 2019

|

Lítil Cessna-einkaflugvél tók á loft á dögunum í Bandaríkjunum mannlaus með engan um borð en flugvélinni var flogið af vélmenni sem flaug vélinni í tvær klukkustundir.

Selja allan hlut sinn í Bank Norwegian

19. ágúst 2019

|

Norwegian tilkynnti í morgun að flugfélagið norska hafi ákveðið að selja allan hlut sinn í fyrirtækinu Norwegian Finans Holdings, sem á dótturfélagið Bank Norwegian, sem Norwegian stofnaði á sínum tí

Farþegaþota lendir í fyrsta sinn á nýja Gagarin-flugvellinum

19. ágúst 2019

|

Farþegaþota lenti í fyrsta sinn í gær á Gagarin-flugvellinum, sem er nýjasti alþjóðaflugvöllur Rússlands, staðsettur í borginni Saratov, tveimur dögum áður en hann verður formlega tekinn í notkun á

Gera ekki ráð fyrir 737 MAX fyrr en eftir áramót

17. ágúst 2019

|

Icelandair hefur nú uppfært flugáætlun sína til ársloka. Félagið gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX vélum í rekstri fyrir þann tíma og hefur aðlagað flugáætlun sína í samræmi við það og aðra þróun á

Vilja að hæstiréttur komi í veg fyrir boðað verkfall flugmanna

16. ágúst 2019

|

Ryanair hefur biðlað til hæstaréttar Írlands um að grípa í taumana og koma í veg fyrir fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna sem stefna á að leggja niður störf sín í næstu viku.

Flugvél hlekktist á í Svefneyjum á Breiðafirði

15. ágúst 2019

|

Lítilli flugvél hlekktist á í lendingu á Svefneyjum á Breiðafirði seinnipartinn í dag.

Cabo Verde Airlines tekur í notkun Boeing 737-300 þotu

15. ágúst 2019

|

Cabo Verde Airlines, flugfélagið á Grænhöfðaeyjum, hefur tekið í notkun Boeing 737-300 þotu sem félagið mun nota til þess að fljúga áætlunarflug frá Nelson Mandela flugvellinum við bæinn Praia til Li

Brotlenti er flugmaðurinn teygði sig í hurð sem hafði opnast

15. ágúst 2019

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) telja að orsök flugslyss, er lítil flugvél af gerðinni Cessna 170 brotlenti í Bandaríkjunum árið 2017, megi rekja til þess að flugmaður gerði tilr

Tvær þotur frá Qantas of nálægt hvor annarri í Sydney

14. ágúst 2019

|

Atvik átti sér stað á flugvellinum í Sydney á dögunum er tvær farþegaþotur frá Qantas fóru of nálægt hvor annarri.

Taka á leigu Boeing 737-200 til að fylla í skarð 737 MAX

13. ágúst 2019

|

Mikil eftirspurn er núna eftir gömlum Boeing 737 þotum vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX þotunum en þetta er haft eftir flugvélaleigum sem leigja út flugvélar til flugfélaga.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00