flugfréttir

Mesta tap í 103 ára sögu Boeing

- Tap upp á 413 milljarða króna en 328 milljarða króna hagnaður í fyrra

24. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:19

Nýjar Boeing 737 MAX þotur á bílastæði starfsmanna í Renton sem bíða þess að verða afhentar

Boeing hefur skilað inn mesta tapi í 103 ára sögu flugvélarisans en afkoma fyrirtækisins á öðrum ársfjórðungi var neikvæð um 3.4 milljarða bandaríkjadali sem samsvarar 413 milljörðum króna.

Boeing tilkynnti í dag um afkomu flugvélarisans eftir annan ársfjórðung þessa árs og hefur afkoman aldrei verið eins slæm sem rekja má til kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum sem hafa verið kyrrsettar í rúma 4 mánuði.

Talið er að Boeing hafi nú þegar tekið á sig yfir 800 milljarða króna skell vegna vandamálsins með Boeing 737 MAX og er talið að sú tala eigi eftir að hækka enn frekar þar sem framleiðandinn á enn eftir að greiða út bætur til þeirra flugfélaga sem hafa Boeing 737 MAX í flota sínum.

Tap Boeing í júnímánuði einum var 352 milljarðar króna en í júní 2018 hagnaðist Boeing um 267 milljarða sem endurspeglar þann vanda sem Boeing er komið í þessa daganna.

Nýjar Boeing 737 MAX vélar Icelandair eru meðal þeirrar sem bíða afhendingar

Rekstrartekjur Boeing á öðrum ársfjórðungi námu 1.921 milljarði en á sama tímabili í fyrra voru tekjurnar um 2.942 milljarðar króna.

Sölur á nýjum farþegaþotum hafa dregist saman um 35% þar sem Boeing afhenti aðeins 90 þotur á öðrum ársfjórðungi á meðan allar afheningar á 737 MAX hafa setið á hakanum.

„Þetta eru krefjandi tímar fyrir Boeing og við erum einbeittir á að viðhalda því öryggi, gæðum og þeim heiðarleika sem einkennir okkur á sama tíma og við vinnum að því að koma Boeing 737 MAX aftur í loftið“, sagði Dennis Muilenburg, framkvæmdarstjóri Boeing, í tilkynningu í dag.

Ekki er enn vitað hvenær Boeing 737 MAX mun fljúga aftur

Áhrif kyrrsetningarinnar á Boeing 737 MAX nær langt út fyrir veggi Boeing þar sem tugi flugfélaga um allan heim hafa tapað gríðarlegum fjárhæðum á því að hafa ekki geta flogið þotunum eins og þau gerðu ráð fyrir og hafa flugfélög aflýst þúsundir flugferða og sum hætt flugi til einhverja áfangastaða.

Boeing hefur haldið áfram að framleiða Boeing 737 MAX þoturnar en samt eru færri eintök smíðuð mánuði og á framleiðandinn eftir að afhenda nýjar þotur að andvirði 3 þúsund og 600 milljarða króna.  fréttir af handahófi

Aðeins 200 kíló eftir af eldsneyti í tönkunum við lendingu

18. júlí 2019

|

Farþegaþota á Indlandi var aðeins sex mínútum frá því að hafa klárað allt eldsneyti um borð áður en hún náði að lenda á flugvellinum í Delí fyrr í vikunni.

Panta 22 rafmagnsflugvélar frá Bye Aerospace

22. ágúst 2019

|

Rafmagnsflugvélaframleiðandinn Bye Aerospace í Bandaríkjunum hefur fengið pöntun í 22 eintök af eFlyer 4 flugvélinni sem er lítil tveggja sæta flugvél, knúin áfram með rafmagnsmótor.

Gera samkomulag um kaup á 100 þotum frá Mitsubishi Aircraft

5. september 2019

|

Bandaríska flugfélagið Mesa Airlines hefur undirritað samkomulag við Mitsubishi Aircraft um kaup á allt að 100 þotum frá SpaceJet af gerðinni M100 sem einnig eru þekktar undir nafninu Mitsubishi Regi

  Nýjustu flugfréttirnar

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

Einn af gömlu íslensku Fokker 50 eyðilagðist í óhappi í Kenýa

11. október 2019

|

Ein af þeim fjórum Fokker 50 flugvélum, sem Flugfélag Íslands hafði í flota sínum til margra ára, eyðilagðist í dag er hún fór út af braut í flugtaki í Kenýa er hún var í innanlandsflugi fyrir kenýsk

Aukin eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook

11. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Jet2.com hefur fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook og sér félagið því fram á að rekstarafkoma félagsins eigi eftir að koma út í ha

Airbus hefur afhent 1.000 þotur úr A320neo fjölskyldunni

10. október 2019

|

Airbus hefur náð þeim áfanga að hafa afhent 1.000 flugvélar úr Airbus A320neo fjölskyldunni en sú þúsundasta var afhent frá verksmiðjum Airbus í Hamborg á dögunum.

Klifraði ofan á Embraer-þotu British Airways

10. október 2019

|

British Airways þurfti að hætta við áætlunarflug sitt í dag frá London City flugvellinum til Amsterdam eftir að maður klifraði ofan á eina af Embraer-þotum félagsins rétt fyrir brottför.

Ein ný þota í flotann á tveggja vikna fresti næstu 10 árin

8. október 2019

|

Lufthansa mun taka við nýrri þotu beint úr verksmiðju á tveggja vikna fresti næstu 10 árin eða til ársins 2029.

Tvö flugfélög draga saman pantanir í nýjar A320neo þotur

8. október 2019

|

Tvö flugfélög hafa nýlega skorið niður pantanir sínar í nýjar Airbus A320neo þotur um níu eintök til samans.

FAA telur að færni flugmanna til að fljúga sjálfir fari minnkandi

7 október 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa áhyggjur af því að færni flugmanna til þess að handfljúga flugvélum í farþegaflugi sé á undanhaldi.

Fóru 46 flugferðir með enga farþega um borð

6. október 2019

|

Pakistan International Airlines (PIA) flaug árið 2016 og 2017 alls 46 flugferðir með tómar vélar þar sem engir farþegar voru um borð.

Bandaríkin setja 10 prósent tolla á evrópskar flugvélar

5. október 2019

|

Um miðjan mánuðinn mun ríkisstjórn Bandaríkjanna byrja að innheimta tolla á allar þær flugvélar sem framleiddar eru í Evrópu sem keyptar eru af bandarískum flugfélögum og flugrekstraraðilum.