flugfréttir

Mesta tap í 103 ára sögu Boeing

- Tap upp á 413 milljarða króna en 328 milljarða króna hagnaður í fyrra

24. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:19

Nýjar Boeing 737 MAX þotur á bílastæði starfsmanna í Renton sem bíða þess að verða afhentar

Boeing hefur skilað inn mesta tapi í 103 ára sögu flugvélarisans en afkoma fyrirtækisins á öðrum ársfjórðungi var neikvæð um 3.4 milljarða bandaríkjadali sem samsvarar 413 milljörðum króna.

Boeing tilkynnti í dag um afkomu flugvélarisans eftir annan ársfjórðung þessa árs og hefur afkoman aldrei verið eins slæm sem rekja má til kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum sem hafa verið kyrrsettar í rúma 4 mánuði.

Talið er að Boeing hafi nú þegar tekið á sig yfir 800 milljarða króna skell vegna vandamálsins með Boeing 737 MAX og er talið að sú tala eigi eftir að hækka enn frekar þar sem framleiðandinn á enn eftir að greiða út bætur til þeirra flugfélaga sem hafa Boeing 737 MAX í flota sínum.

Tap Boeing í júnímánuði einum var 352 milljarðar króna en í júní 2018 hagnaðist Boeing um 267 milljarða sem endurspeglar þann vanda sem Boeing er komið í þessa daganna.

Nýjar Boeing 737 MAX vélar Icelandair eru meðal þeirrar sem bíða afhendingar

Rekstrartekjur Boeing á öðrum ársfjórðungi námu 1.921 milljarði en á sama tímabili í fyrra voru tekjurnar um 2.942 milljarðar króna.

Sölur á nýjum farþegaþotum hafa dregist saman um 35% þar sem Boeing afhenti aðeins 90 þotur á öðrum ársfjórðungi á meðan allar afheningar á 737 MAX hafa setið á hakanum.

„Þetta eru krefjandi tímar fyrir Boeing og við erum einbeittir á að viðhalda því öryggi, gæðum og þeim heiðarleika sem einkennir okkur á sama tíma og við vinnum að því að koma Boeing 737 MAX aftur í loftið“, sagði Dennis Muilenburg, framkvæmdarstjóri Boeing, í tilkynningu í dag.

Ekki er enn vitað hvenær Boeing 737 MAX mun fljúga aftur

Áhrif kyrrsetningarinnar á Boeing 737 MAX nær langt út fyrir veggi Boeing þar sem tugi flugfélaga um allan heim hafa tapað gríðarlegum fjárhæðum á því að hafa ekki geta flogið þotunum eins og þau gerðu ráð fyrir og hafa flugfélög aflýst þúsundir flugferða og sum hætt flugi til einhverja áfangastaða.

Boeing hefur haldið áfram að framleiða Boeing 737 MAX þoturnar en samt eru færri eintök smíðuð mánuði og á framleiðandinn eftir að afhenda nýjar þotur að andvirði 3 þúsund og 600 milljarða króna.  fréttir af handahófi

Svíar sporna við flugviskubiti með lestarferðum til Evrópu

5. febrúar 2020

|

Stjórnvöld í Svíþjóð ætla að koma á fót lestarsamgöngur frá Svíþjóð til meginlands Evrópu svo hægt sé að bjóða fólki upp á annan valkost í samgöngum heldur en flugsamgöngur og draga þar með úr „flugv

Fjórir ölvaðir flugmenn teknir hjá SpiceJet á 5 dögum

6. desember 2019

|

Fjórir ölvaðir flugmenn hjá indverska flugfélaginu SpiceJet hafa verið stöðvaðir á sl. fimm dögum þar sem þeir féllu á áfengisprófi er þeir mættu til vinnu í stjórnklefann á leið í áætlunarflug.

Boeing 737-200 þota brann til kaldra kola í Pakistan

28. janúar 2020

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-200 brann til kaldra kola á flugvellinum í borginni Karachi í Pakistan sl. sunnudagskvöld.

  Nýjustu flugfréttirnar

Gerði tilraun til að ræna sjóflugvél um miðja nótt

24. febrúar 2020

|

Þrjár sjóflugvélar eru mikið skemmdar eftir að óprúttinn aðili gerði sér lítið fyrir og reyndi að stela sjóflugvél í Vancouver í Kanada um síðustu helgi.

Tarom fær lán upp á 5 milljarða frá ríkisstjórn Rúmeníu

24. febrúar 2020

|

Evrópusambandið hefur gefið ríkisstjórn Rúmeníu leyfi til þess að veita ríkisflugfélaginu Tarom tímabundið lán upp á 5.1 milljarð króna.

Mikil röskun á flugi til Kanarí vegna sandstorms

24. febrúar 2020

|

Töluverð röskun varð á flugi til og frá Kanaríeyja um helgina vegna sandstorms sem gekk yfir eyjarnar en í gær var öllu flugi til og frá eyjunum aflýst.

48 mál á flugsviði til rannsóknar hjá RNSA eftir árið 2019

21. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) gaf út nýverið ársyfirlit fyrir árið 2019 þar sem finna má upplýsingar, tölfræði og uppgjör fyrir árið í fyrra er kemur að flugi.

Qatar Airways tryggir sér fjórðungshlut í móðurfélagi BA

21. febrúar 2020

|

Qatar Aiways hefur keypt frekari hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways og Iberia, fyrir um 600 milljónir bandaríkjadali (76 milljarða króna).

Lufthansa leggur 13 breiðþotum vegna kórónaveirunnar

21. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur tekið 13 breiðþotur tímabundið úr flotanum sem verða kyrrsettar næstu vikurnar að minnsta kosti vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Setja fjórar Boeing 757 og Boeing 767 þotur á sölu

21. febrúar 2020

|

Flugfélagið Uzbekistan Airways hefur sett á sölu fjórar Boeing farþegaþotur en vélarnar sem félagið hefur ákveðið að losa sig við og selja eru tvær Boeing 757-200 þotur og tvær Boeing 767-300ER breið

Frakkar, Spánverjar og Þjóðverjar í samstarf um framtíðarorrustuþotu

21. febrúar 2020

|

Frakkar, Þjóðverjar og Spánverjar ætla í sameiningu að hefja þróun á nýrri kynslóð af orrustuþotu og mun samvinna um framleiðslu á prótótýpu hefjast innan fárra ára.

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00