flugfréttir

Air Canada bókaði tvo ókunnuga farþega saman í herbergi með einu rúmi

- Maðurinn bauðst til þess að sofa í sófanum

29. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:01

Farþegarnir tveir þekktust ekki neitt en þurftu að deila saman hótelherbergi í Montréal eftir að tengiflugi til Parísar seinkaði um marga klukkutíma

Air Canada hefur beðist afsökunar á mistökum eftir að tveir farþegar, sem þekktust ekki neitt, þurftu að deila saman hótelherbergi með einu tveggja manna rúmi sem flugfélagið bókaði fyrir þá en þau höfðu bæði misst af tengiflugi yfir Atlantshafið til Evrópu.

Um var að ræða eldri konu á áttræðisaldri, Elizabeth Coffi Tabu að nafni, sem átti bókað flug frá Ottawa til Parísar í Frakklandi en hún hafði misst af fluginu sínu í Montréal þann 19. júlí sl. og það sama átti við 35 ára gamlan karlmann sem átti bókað sama flug.

Atvikið þykir hið vandræðalegasta og segir Air Canada að það sé ekki hefð hjá flugfélaginu að bóka farþega, sem þekkjast ekki neitt, saman á hótelherbergi og láta þá þurfa að deila sama rúmi.

„Þetta var mjög indæll herramaður og bauðst hann til að sofa í sófanum í herberginu“, segir Jerryne Mahele Nyota, dóttir Tabu, sem hafði fengið móður sína í heimsókn frá Frakklandi.

Air Canada bauð konunni 2.400 krónur fyrir mat og flugpunkta upp á 30.400 krónur vegna seinkunarinnar.  fréttir af handahófi

Fyrsta áætlunarflugið vestanhafs með 737 MAX

29. desember 2020

|

Á fjórða tímanum í dag hóf sig á loft fyrsta áætlunarflugið með Boeing 737 MAX þotunum í Bandaríkjunum eftir 20 mánaða hlé.

Tvö dómsmál fyrir jól gætu haft áhrif á framtíð Norwegian

1. desember 2020

|

Desember gæti orðið örlagaríkur mánuður fyrir Norwegian þar sem framtíð félagsins gæti skýrst betur þar sem tvö aðskilin mál verða tekin fyrir dómstólum beggja megin Atlantshafsins.

Reyndi að klifra upp á vængling á Boeing 737 þotu

13. desember 2020

|

Kalla þurfti til lögreglu á McCarran-flugvellinum í Las Vegas í Bandaríkjunum í gær eftir að karlmaður náði að komast upp á væng á Boeing 737 þotu og reyndi að klifra upp á vænglinginn („winglet“).

  Nýjustu flugfréttirnar

WestJet flýgur fyrsta flugið í Kanada á ný með 737 MAX

22. janúar 2021

|

Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

Jet2.com og Jet2CityBreaks fljúga til Íslands í sumar

22. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

AERO flugsýningunni frestað fram á sumar

21. janúar 2021

|

Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

Nauðlenti á hraðbraut í Texas

21. janúar 2021

|

Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

KLM aflýsir öllu langflugi tímabundið

21. janúar 2021

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

Norska ríkið reiðubúið að aðstoða Norwegian

21. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

IAG mun kaupa Air Europa fyrir helmingi lægra verð

20. janúar 2021

|

International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

Titan Airways fær sína fyrstu Airbus A321P2F fraktþotu

19. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.

Hlutafé Isavia aukið um 15 milljarða

19. janúar 2021

|

Gengið var frá 15 milljarða króna hlutafjáraukningu á hluthafafundi Isavia sem haldinn var þann 12. janúar síðastliðinn en hlutafjáraukningunni er ætlað að mæta rekstrartapi vegna COVID-19

Rann út af braut við flugprófanir

19. janúar 2021

|

Irkut MC-21 tilraunarþota frá rússneska flugvélaframleiðandanum United Aircraft Corporation rann út af braut í gær í Rússlandi er flugvélin var í flugprófunum.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00