flugfréttir
Aer Lingus fær afhenta fyrstu Airbus A321LR þotuna

Fyrsta Airbus A321LR þota Aer Lingus ber skráninguna EI-LRA
Aer Lingus hefur fengið fyrstu Airbus A321LR þotuna afhenta af þeim átta þotum sem félagið á von á frá Airbus.
Þotan var afhent til International Airlines Group (IAG), móðurfélags Aer Lingus, en vélarnar voru pantaðar fyrir tveimur árum
síðan og eru þær teknar á leigu frá Air Lease Corporation.
Aer Lingus ætlar að nota Airbus A321LR þoturnar í flugi yfir Atlantshafið til áfangastaða á austurströnd Bandaríkjanna og hefur
félagið þegar lýst yfir að fyrstu áfangastaðirnir verða Minneapolis, Montréal og Hartford í Connecticut.
Flugfélagið írska á einnig von á að fá sex Airbus A321XLR þotur, sem verða langdrægustu farþegaþotur heims í flokki þeirra
sem koma með einum gangi, en sú fyrsta af þeirri tegund verður afhent til félagsins árið 2023.
Fleiri myndir:


23. október 2019
|
Fyrsti formlegi félagsfundur Flughermafélags Íslands fer fram næstkomandi laugardag en félagið var stofnað þann 29. júní í sumar.

23. september 2019
|
Delta Air Lines hefur enn og aftur lýst yfir áhuga sínum yfir fyrirhugaðri framtíðarþotu sem Boeing ætlar að koma með á markaðinn sem kölluð hefur verið Boeing 797.

4. nóvember 2019
|
International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways og Iberia, hefur keypt spænska flugfélagið Air Europa fyrir einn milljarð evra sem samsvarar 138 milljörðum króna.

11. desember 2019
|
Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

10. desember 2019
|
Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

10. desember 2019
|
Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

9. desember 2019
|
SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

9. desember 2019
|
SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

9. desember 2019
|
Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

8. desember 2019
|
Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

6. desember 2019
|
Fjórir ölvaðir flugmenn hjá indverska flugfélaginu SpiceJet hafa verið stöðvaðir á sl. fimm dögum þar sem þeir féllu á áfengisprófi er þeir mættu til vinnu í stjórnklefann á leið í áætlunarflug.