flugfréttir
Endaði með nefið á ljósastaur við flugstöð í Perth

Atvikið átti sér stað á flugvellinum í Perth í nótt
Engan sakaði er lítil farþegaþota af gerðinni Avro RJ85 endaði á ljósastaur á flugstöðvarbyggingu á flugvellinum í Perth í Ástralíu í nótt.
Verið var að undirbúa þotuna, sem er frá flugfélaginu Cobham Aviation, fyrir brottför þegar atvikið átti sér
stað en um borð voru 62 farþegar og fjögurra manna áhöfn.
Talið er að bremsur vélarinnar hafi bilað með þeim afleiðingum að hún náði ekki að staðnæmast
á stæðinu og rakst hún með nefið utan í staur með ljósabúnaði sem lýsir upp flughlaðið.
Atvikið átti sér stað á svæði sem er ætlað almannaflugi á flugvellinum en vélin var á leið með námuverkamenn
til Granny Smith gullnámunnar, nálægt bænum Laverton í Ástralíu.


22. nóvember 2019
|
Textron Aviation hefur kynnt nýja útgáfu af nefhluta fyrir King Air flugvélarnar sem standa flugrekendum til boða en með því myndast meira pláss fyrir frakt.

4. nóvember 2019
|
Evrópska flugstjórnarstofnunin Eurocontrol segir að kyrrsetning Boeing 737 MAX þotnanna hafi haft einhver áhrif á fjölda þeirra flugvéla sem fara hafið um lofthelgina yfir Evrópu í ár en fram kemur

27. september 2019
|
Aigle Azur, annað stærsta flugfélag Frakklands, er að öllum líkindum gjaldþrota eftir að dómstóll í Frakklandi hafnaði í morgun öllum yfirtökutilboðum sem bárust í félagið þar sem ekkert af þeim uppf

13. desember 2019
|
Ástralska flugfélagið Qantas hefur valið Airbus A350-1000 þotuna sem þann flugvélakost sem verður fyrir valinu fyrir „Sólarupprásarverkefnið“ (Project Sunrise) sem miðar af því að bjóða farþegum upp

12. desember 2019
|
Southwest Airlines hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabótagreiðslu vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningarinnar á Boeing 737 MAX þotunum.

12. desember 2019
|
Wizz Air ætlar sér að stofna sérstakt lágfargjaldaflugfélag í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í samstarfi við stjórnvöld þar í landi en félagið verður annað tveggja flugfélaga sem eru að líta dagsin

11. desember 2019
|
Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

10. desember 2019
|
Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

10. desember 2019
|
Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

9. desember 2019
|
SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

9. desember 2019
|
SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.