flugfréttir

Panta sextíu Airbus A220 þotur

- Stefna á að hætta með risaþotuna Airbus A380

30. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 18:58

Tölvugerð mynd af Airbus A220 í litum Air France

Air France hefur tilkynnt um pöntun í allt að 120 þotur af gerðinni Airbus A220 sem áður hétu CSeries, framleiddar af Bombardier, en félagið hefur gert samkomulag við Airbus um 60 slíkar þotur með möguleika á 30 þotum til viðbótar og kauprétti á öðrum þrjátíu þotum ef til þess kemur.

Með Airbus A220 þotunum ætlar Air France að skipta út eldri þotum af gerðinni Airbus A319 og A318 sem eru komnar til ára sinna en fyrstu A220 þoturnar verða afhentar í september árið 2021.

Þoturnar eru allar af stærri gerðinni, A220-300 (CS300), og segir Benjamin Smith, framkvæmdarstjóri Air France-KLM, að A220 sé klæðskerasniðin að leiðarkerfi Air France bæði í innanlandsflugi og á Evrópuleiðum.

Airbus A220 þoturnar eiga að leysa af hólmi Airbus A318 og A319 þoturnar

Air France hefur í dag átján Airbus A318 þotur með meðalaldur upp á 14 ár og 33 Airbus A319 þotur sem hafa aldur upp á 18 ár að meðaltali.

„Nýju þoturnar munu bjóða farþegum upp á aukin þægindi á stuttum og meðallöngum flugleiðum og þægilegri aðstöðu fyrir flugmenn með nýjustu tækni í stjórnklefa í flugleiðsögu“, segir Smith.

Airbus A380 fer úr flotanum fyrir árið 2022

Þá kynnti félagið einnig í dag áform sín um að vera búið að losa sig við Airbus A380 innan þriggja ára og er stefnt að því að risaþotan verði farin úr flugflota Air France fyrir árið 2022.

Air France ætlar að losa sig við risaþoturnar úr flotanum fyrir árið 2022

Air France hefur í dag tíu risaþotur í flotanum en þrjár munu yfirgefa flotann á næstunni og munu hinar sjö því fara úr flotanum á næsta ári og árið 2021.

Air France leitar nú að „ákjósanlegri“ flugvél til að leysa af hólmi risaþotuna A380 þótt sú þota eigi engan sinn líka en von var á því að félagið myndi leggja inn pöntun í stórar breiðþotur á flugsýningunni í París í júní sl.

Flugfélagið franska er ekki það eina sem stefnir á að hætta með risaþoturnar því Qantas og Qatar Airways hafa bæði tilkynnt að félögin ætli að leggja Airbus A380 og hætta með þær í rekstri.  fréttir af handahófi

Leyfðu farþega að stýra flugvél í innanlandsflugi í Rússlandi

4. nóvember 2019

|

Flugmálayfirvöld í Rússlandi rannsaka nú atvik sem átti sér stað á dögunum er ungri konu var leyft að prófa að taka í stýrið og fljúga flugvél sem var í innanlandsflugi í Rússlandi.

Cessna Chancellor brotlenti í íbúðarhverfi í New Jersey

29. október 2019

|

Flugmaður lét lífið er tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Cessna 414A Chancellor brotlenti í íbúðarhverfi í New Jersey í Bandaríkjunum í dag.

Ætla að trufla flugumferð um Heathrow með drónum

4. september 2019

|

Lögreglan í Bretlandi undirbýr sig nú yfir yfirvofandi drónaárás á Heathrow-flugvöllinn í London en hópur breskra umhverfissinna ætla að fljúga drónum í nálægt við stærsta flugvelli Bretlands þann 13

  Nýjustu flugfréttirnar

11 mánuði tók að rífa fyrstu A380 risaþotuna

21. nóvember 2019

|

Búið er að rífa fyrstu Airbus A380 risaþotuna sem farið hefur í brotajárn en 11 mánuðir eru síðan að byrjað var að taka fyrstu varahlutina úr þotunni.

GPU aflstöð varð fyrir mótor í gangi á Q400 flugvél

21. nóvember 2019

|

Flugvél af gerðinni de Havilland DHC-8-400, skemmdist er loftskrúfa á öðrum hreyfli vélarinnar varð fyrir aflstöð (GPU) á meðan mótorinn var í gangi.

AirBaltic selur fimm A220 þotur og leigir til baka

21. nóvember 2019

|

Flugfélagið airBaltic hefur ákveðið að selja fimm Airbus A220-300 þotur (CSeries CS300) og leigja vélarnar til baka.

Hefur 15 sinnum farið í flug og þóst vera flugstjóri hjá Lufthansa

20. nóvember 2019

|

Indverskur karlmaður var gómaður á Indira Gandhi flugvellinum í Delí á Indlandi sl. mánudag eftir að í ljós kom að hann hafði villt á sér heimildir þar sem hann þóttist vera flugmaður.

Vilja að reglur um hvíldartíma gildi einnig fyrir fraktflugið

20. nóvember 2019

|

Flugmenn í Bandaríkjunum og samtök flugmanna vestanhafs krefjast þess að sömu reglur um hvíldartímar verði látnar gilda fyrir þá flugmenn sem fljúga fraktflug og er farið fram á að þeir heyri undir s

Nýr framkvæmdarstjóri mun taka við stjórn Norwegian

20. nóvember 2019

|

Nýr framkvæmdarstjóri hefur verið skipaður í stjórn Norwegian sem mun taka við stöðu Björn Kjos sem steig til hliðar í júlí í sumar.

Air Astana pantar þrjátíu Boeing 737 MAX þotur

19. nóvember 2019

|

Air Astana, ríkisflugfélag Kazakhstan, hefur undirritað samkomulag við Boeing um pöntun á allt að 30 þotum af gerðinni Boeing 737 MAX sem munu fara í flota nýs lágfargjaldaflugfélags sem stofnað var

SunExpress pantar tíu Boeing 737 MAX þotur

18. nóvember 2019

|

Tyrkneska flugfélagið SunExpress hefur ákveðið að nýta sér kauprétt á 10 Boeing 737 MAX þotum til viðbótar og undirritaði félagið samning varðandi fleiri þotur í dag á Dubai Airshow flugsýningunni.

Panta 120 þotur frá Airbus

18. nóvember 2019

|

Lágfargjaldafélagið Air Arabia hefur lagt inn pöntun til Airbus í 120 þotur úr A320neo fjölskyldunni.

Fyrirmæli frá FAA ná til yfir 4.000 Bonanza-flugvéla

18. nóvember 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið út fyrirmæli um skoðun á 36 mismunandi tegundum af Bonanza-flugvélum sem nær því til alls 4.100 flugvéla í Bandaríkjunum af Bonanza-gerð.