flugfréttir

Panta sextíu Airbus A220 þotur

- Stefna á að hætta með risaþotuna Airbus A380

30. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 18:58

Tölvugerð mynd af Airbus A220 í litum Air France

Air France hefur tilkynnt um pöntun í allt að 120 þotur af gerðinni Airbus A220 sem áður hétu CSeries, framleiddar af Bombardier, en félagið hefur gert samkomulag við Airbus um 60 slíkar þotur með möguleika á 30 þotum til viðbótar og kauprétti á öðrum þrjátíu þotum ef til þess kemur.

Með Airbus A220 þotunum ætlar Air France að skipta út eldri þotum af gerðinni Airbus A319 og A318 sem eru komnar til ára sinna en fyrstu A220 þoturnar verða afhentar í september árið 2021.

Þoturnar eru allar af stærri gerðinni, A220-300 (CS300), og segir Benjamin Smith, framkvæmdarstjóri Air France-KLM, að A220 sé klæðskerasniðin að leiðarkerfi Air France bæði í innanlandsflugi og á Evrópuleiðum.

Airbus A220 þoturnar eiga að leysa af hólmi Airbus A318 og A319 þoturnar

Air France hefur í dag átján Airbus A318 þotur með meðalaldur upp á 14 ár og 33 Airbus A319 þotur sem hafa aldur upp á 18 ár að meðaltali.

„Nýju þoturnar munu bjóða farþegum upp á aukin þægindi á stuttum og meðallöngum flugleiðum og þægilegri aðstöðu fyrir flugmenn með nýjustu tækni í stjórnklefa í flugleiðsögu“, segir Smith.

Airbus A380 fer úr flotanum fyrir árið 2022

Þá kynnti félagið einnig í dag áform sín um að vera búið að losa sig við Airbus A380 innan þriggja ára og er stefnt að því að risaþotan verði farin úr flugflota Air France fyrir árið 2022.

Air France ætlar að losa sig við risaþoturnar úr flotanum fyrir árið 2022

Air France hefur í dag tíu risaþotur í flotanum en þrjár munu yfirgefa flotann á næstunni og munu hinar sjö því fara úr flotanum á næsta ári og árið 2021.

Air France leitar nú að „ákjósanlegri“ flugvél til að leysa af hólmi risaþotuna A380 þótt sú þota eigi engan sinn líka en von var á því að félagið myndi leggja inn pöntun í stórar breiðþotur á flugsýningunni í París í júní sl.

Flugfélagið franska er ekki það eina sem stefnir á að hætta með risaþoturnar því Qantas og Qatar Airways hafa bæði tilkynnt að félögin ætli að leggja Airbus A380 og hætta með þær í rekstri.  fréttir af handahófi

ICAO gert að taka fyrir mál Qatar Airways

20. júlí 2020

|

Qatar Airways hefur leitað réttar síns og höfðað dómsmál gegn fjórum nágrannaríkjum á Arabíuskaganum sem hafa í þrjú ár meinað flugfélaginu aðgangi að lofthelgi landanna.

Í samstarf um rafhleðslustöðvar fyrir flugvélar

30. júlí 2020

|

Svissneska fyrirtækið Green Motion, sem sérhæfir í framleiðslu á rafhleðslustöðvum fyrir rafknúin farartæki, hefur hafið samstarf við flugvélaframleiðandann Pipistrel Aircraft um að setja upp net af

Emirates SkyCargo flýgur með frakt til 30 nýrra áfangastaða

2. júní 2020

|

Emirates SkyCargo, fraktflugfélag Emirates, hefur aukið umsvif sín til muna frá því í mars í kjölfar kórónaveirufaraldursins og hefur áfangastöðum félagsins fjölgað töluvert.

  Nýjustu flugfréttirnar

CityJet bjargað frá gjaldþroti

7. ágúst 2020

|

Írska flugfélagið CityJet mun að öllum líkindum sleppa við gjaldþrot þar sem flest bendir til þess að dómstóll á Írlandi ætli að samþykkja aðgerðir til þess að bjarga félaginu.

Nýtt flugfélag stefnir á að leigja yfir 20 Airbus-þotur

7. ágúst 2020

|

Nýtt flugfélag í Bandaríkjunum stefnir á að hefja áætlunarflug innan skamms og er undirbúningur þess í fullum gangi.

Tigerair Australia hættir starfsemi

7. ágúst 2020

|

Ástralska lágfargjaldafélagið Tigerair Australia hefur hætt starfsemi sinni en móðurfélag þess, Virgin Australia, tilkynnti sl. miðvikudag að ákvörðun hafi verið tekin um að binda endi á starfsemi fé

Boeing 747 rakst með þrjá hreyfla ofan í braut í lendingu

7. ágúst 2020

|

Júmbó-fraktþota af gerðinni Boeing 747-400 rakst með þrjá hreyfla ofan í flugbraut í lendingu á Pudong-flugvellinum í Shanghai á dögunum.

Þrjú þúsund milljarðar til bandarískra flugfélaga

6. ágúst 2020

|

Bandaríska þingið ætlar að afgreiða 25 milljarða dala björgunarpakka fyrir flugiðnaðinn í Bandaríkjunum sem þýðir að bandarísk flugfélög eiga von á styrk upp á yfir 3.390 milljarða króna svo hægt sé

Helmingur farþega sótti farangur við neyðarrýmingu

6. ágúst 2020

|

Tafir urðu á því að hægt var að rýma farþegaþotu á Stansted-flugvellinum í London í fyrra er upp kom neyðarástand vegna fjölda farþega sem eyddu tíma í að sækja handfarangur sinn.

Lufthansa Group mun taka yfir 60 flugvélar úr flotanum

6. ágúst 2020

|

Lufthansa Group hefur tilkynnt afkomu sína eftir annan ársfjórðung þessa ársins og kemur fram að taprekstur félagsins nam 2 milljörðum Bandaríkjadala sem samsvarar 271 milljarði króna.

Virgin Atlantic sækir um gjaldþrotavernd

5. ágúst 2020

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic Airways hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðun fyrir dómstóli í New York í Bandaríkjunum en fram kemur að rekstarfé flugfélagsins mun að öðru leyti verða

Yfir 200 flugvirkjanemar hefja nám hjá Lufthansa Technik

4. ágúst 2020

|

Þrátt fyrir að ein mesta krísa sem um getur sé nú að dynja á flugiðnaðinum þá horfir fyrirtækið Lufthansa Technik, viðhaldsfyrirtæki Lufthansa Group, til framtíðar og hefja um 240 ungir flugvirkjane

Ofhlaðin flugvél af fíkniefnum brotlenti í flugtaki

4. ágúst 2020

|

Lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Cessna 402 brotlenti í flugtaki í Papúa Nýju-Gíneu í síðustu viku en í ljós kom að flugvélin var ofhlaðin af fíkniefnum sem reynt var að smygla yfir til Ástr

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00