flugfréttir

Panta sextíu Airbus A220 þotur

- Stefna á að hætta með risaþotuna Airbus A380

30. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 18:58

Tölvugerð mynd af Airbus A220 í litum Air France

Air France hefur tilkynnt um pöntun í allt að 120 þotur af gerðinni Airbus A220 sem áður hétu CSeries, framleiddar af Bombardier, en félagið hefur gert samkomulag við Airbus um 60 slíkar þotur með möguleika á 30 þotum til viðbótar og kauprétti á öðrum þrjátíu þotum ef til þess kemur.

Með Airbus A220 þotunum ætlar Air France að skipta út eldri þotum af gerðinni Airbus A319 og A318 sem eru komnar til ára sinna en fyrstu A220 þoturnar verða afhentar í september árið 2021.

Þoturnar eru allar af stærri gerðinni, A220-300 (CS300), og segir Benjamin Smith, framkvæmdarstjóri Air France-KLM, að A220 sé klæðskerasniðin að leiðarkerfi Air France bæði í innanlandsflugi og á Evrópuleiðum.

Airbus A220 þoturnar eiga að leysa af hólmi Airbus A318 og A319 þoturnar

Air France hefur í dag átján Airbus A318 þotur með meðalaldur upp á 14 ár og 33 Airbus A319 þotur sem hafa aldur upp á 18 ár að meðaltali.

„Nýju þoturnar munu bjóða farþegum upp á aukin þægindi á stuttum og meðallöngum flugleiðum og þægilegri aðstöðu fyrir flugmenn með nýjustu tækni í stjórnklefa í flugleiðsögu“, segir Smith.

Airbus A380 fer úr flotanum fyrir árið 2022

Þá kynnti félagið einnig í dag áform sín um að vera búið að losa sig við Airbus A380 innan þriggja ára og er stefnt að því að risaþotan verði farin úr flugflota Air France fyrir árið 2022.

Air France ætlar að losa sig við risaþoturnar úr flotanum fyrir árið 2022

Air France hefur í dag tíu risaþotur í flotanum en þrjár munu yfirgefa flotann á næstunni og munu hinar sjö því fara úr flotanum á næsta ári og árið 2021.

Air France leitar nú að „ákjósanlegri“ flugvél til að leysa af hólmi risaþotuna A380 þótt sú þota eigi engan sinn líka en von var á því að félagið myndi leggja inn pöntun í stórar breiðþotur á flugsýningunni í París í júní sl.

Flugfélagið franska er ekki það eina sem stefnir á að hætta með risaþoturnar því Qantas og Qatar Airways hafa bæði tilkynnt að félögin ætli að leggja Airbus A380 og hætta með þær í rekstri.  fréttir af handahófi

Fljúga fyrir Airbus milli tveggja flugvélaframleiðsluborga

30. ágúst 2019

|

Airbus flugvélaframleiðandinn hefur valið Air Canada til þess að hefja sérstakt áætlunarflug milli Montréal og Toulouse í Frakklandi næsta sumar.

Qatar gerir stóran samning við General Electric og Boeing

12. júlí 2019

|

Stjórnvöld í Qatar hafa undirritað stóran viðskiptasamning við Bandaríkin um kaup á hreyflum og nýjum farþegaþotum en um 600 milljarða króna samning er um að ræða við hreyflaframleiðandann GE Aviatio

TF-MYA skemmd eftir að hafa orðið fyrir gæsahópi í flugtaki

26. ágúst 2019

|

TF-MYA, Super King Air sjúkraflugvél Mýflugs, varð fyrir skemmdum í dag er flugvélin varð fyrir hópi gæsa sem flugu í veg fyrir vélina er hún var í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli í dag.

  Nýjustu flugfréttirnar

Indverjar framkvæma sína eigin úttekt á 737 MAX líkt og EASA

20. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi ætla að fara að fordæmi Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) og framkvæma sína eigin úttekt á Boeing 737 MAX þotunum áður en indverskum flugfélögum verður gefið leyfi til þe

Boeing 787 lenti næstum því með hjólin uppi

20. september 2019

|

Litlu munaði að farþegaþota frá Vietnam Airlines hefði lent með hjólabúnaðinn uppi er vélin var í aðflugi að flugvellinum í Melbourne í Ástralíu í gær.

Czech Airlines flýgur frá Keflavík til Köben og áfram til Prag

20. september 2019

|

Fyrir gjaldþrot WOW air voru þrjú flugfélög sem flugu áætlunarflug milli Kaupmannahafnar og Keflavíkurflugvallar en sl. hálfa árið hafa aðeins tvö flugfélög deilt á milli sín fjölförnustu flugleiðinn

Boeing 737 hóf flugtaksbrun á akbraut á Schiphol

19. september 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Hollandi hefur greint frá atviki sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði er farþegaþota frá Transavia af gerðinni Boeing 737-800 hóf flugtak á akbraut („taxiway“) á Schiph

Láðist að tilkynna í tvígang um vandamál í hreyfli

18. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi hafa meinað þremur flugmönnum að fljúga tímabundið og einnig svipt tveimur flugvirkjum réttindum sínum fyrir að hafa ekki tilkynnt um víbring sem kom upp í hreyfli á Airb

Twin Otter með fjóra um borð saknað í Indónesíu

18. september 2019

|

Leit stendur nú yfir að Twin Otter farþegaflugvél af gerðinni Havilland DHC-5-6-400 í Indónesíu sem saknað er en vélin var í innanlandsflugi í nótt og fór í loftið frá flugvellinum í Timiki áleiðis t

Japan Airlines mögulegur kaupandi að Malaysia Airlines

17. september 2019

|

Möguleiki er á því að Japan Airlines muni kaupa stóran hlut í Malaysia Airlines sem gæti bjargað rekstri félagsins og komið honum á réttan kjöl en félagið hefur verið rekið með tapi frá því í febrúar

Flugmaðurinn týndi vegabréfinu fyrir brottför

17. september 2019

|

Ellefu klukkutíma seinkun varð á flugi hjá suður-kóreska lágfargjaldarfélaginu Tway Air eftir að annar flugmaðurinn uppgötvaði á flugvellinum að hann hefði týnt vegabréfinu sínu.

Draco-flugvél Mike Patey ónýt eftir flugtaksóhapp

17. september 2019

|

Engan sakaði er Draco, flugvél í eigu bandaríska flugmannsins Mike Patey, eyðilagðist er henni hlekktist á í flugtaki á flugvellinum í Reno í Nevada í Bandaríkjunum í gær.

Bannað að sitja í aftustu sætaröð í A320neo þotum Lufthansa

16. september 2019

|

Lufthansa hefur ákveðið að hindra aðgang farþega að síðustu sætaröðinni um borð í Airbus A320neo þotum félagsins sem eru ekki í boði eins og stendur þegar bókað er flug.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00