flugfréttir

Ryanair gæti þurft að segja upp yfir 500 flugmönnum

- Uppsagnir á allt að 1.500 starfsmönnum óhjákvæmilegar

31. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:00

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair

Ryanair varar við umfangsmiklum niðurskurði á næstu vikum í formi uppsagna sem hefjast í haust en lágfargjaldafélagið írska segir að félagið hafi of marga flugmenn og gæti þurft að segja upp yfir 500 flugmönnum og yfir 400 flugfreyjum og flugþjónum.

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, hefur beðið starfsfólk sitt að búa sig undir uppsagnir á næstu vikum og sé von á nánari upplýsingum um uppsagnirnar fyrir lok ágúst en Ryanair segir að svo gæti farið að það þurfi að segja upp allt að 1.500 starfsmönnum í heildina.

Uppsagnirnar verða að miklu leyti tilkomnar vegna vandamálsins með Boeing 737 MAX en Ryanair gerði ráð fyrir að vera komið með yfir 50 Boeing 737 MAX 200 þotur í umferð næsta sumar en félagið á aðeins von á brot af þeim fjölda fyrir sumarið 2020.

O´Leary segir að Ryanair þurfi á 600 færri flugfreyjum og flugþjónum á að halda fyrir sumarið 2020 eins og staðan er í dag. Framkvæmdarstjórinn segir að uppsagnir séu óhjákvæmilegar en félagið ætli samt að gera allt sem það getur til þess að lágmarka uppsagnir.

Uppsagnirnar munu hefjast í september og í október og svo aftur mun koma til enn frekari uppsagna eftir jól og áramót.

Afkoma Ryanair á 2. ársfjórðungi versnaði um 21% samanborið við sama tímabil í fyrra og segir O´Leary að orsök þess megi rekja til hækkunar á eldsneytisverði, minni eftirspurnar eftir flugsætum og aukinnar samkeppni sem hefur komið af stað verðstríði í lágfargjaldarflugi.

Ryanair lýsti því yfir sl. mánudag að laun framkvæmdarstjórans, O´Leary, yrðu lækkuð um helming niður í 5,5 milljón króna á mánuði.  fréttir af handahófi

SkyCourier flýgur sitt fyrsta flug

18. maí 2020

|

Nýja Cessna 408 SkyCourier flugvélin frá Textron Aviation flaug í gær sitt fyrsta flug en um er að ræða tveggja hreyfla flugvél sem kynnt var fyrst til leiks árið 2017.

Fyrsti taprekstur Singapore Airlines í 48 ár

17. maí 2020

|

Singapore Airlines hefur tilkynnt um sitt fyrsta tap í rekstri í næstum hálfa öld sem er rakið til þeirra áhrifa sem kórónaveirufaraldurinn hefur haft á félagið en Singapore Airlines hefur verið reki

Flugvélaleiga höfðar mál gegn Boeing vegna 737 MAX

23. apríl 2020

|

Flugvélaleigufyrirtækið ALAFCO í Kúvæt hefur höfðað mál gegn Boeing vegna pöntunar fyrirtækisins á Boeing 737 MAX en ALAFCO segir að Boeing hafi ekki endurgreitt fyrirtækinu þær greiðslur sem greidd

  Nýjustu flugfréttirnar

Aflýsa öllu flugi viku eftir að flug hófst að nýju

5. júní 2020

|

Indónesíska flugfélagið Lion Air hefur ákveðið að hætta öllu flugi aftur aðeins viku eftir að félagið var byrjað að fljúga á ný eftir kórónaveirufaraldurinn.

IATA: Fyrstu ummerki um að flugið sé á batavegi

4. júní 2020

|

Fyrstu ummerki um bata í fluginu með aukinni flugumferð eru farin að gera vart við sig að sögn Alþjóðasamtaka flugfélaganna (IATA) sem greindu frá því í gær að flugumferð í áætlunarflugi sé aðeins f

Fresta afhendingum á 68 MAX-þotum til 2025

4. júní 2020

|

Írska flugvélaleigan SMBC Aviation Capital hefur ákveðið að fresta afhendingum á alls 68 þotum af gerðinni Boeing 737 MAX um fjögur ár.

Tólf greindust með COVID-19 um borð í þotu Qatar Airways

4. júní 2020

|

Grísk stjórnvöld hafa ákveðið að banna flugfélaginu Qatar Airways að fljúga til Grikklands frá og með deginum í dag fram í miðjan þennan mánuð eftir að tólf farþegar af 91 farþega, sem komu með flugv

Banna kínverskum flugfélögum að fljúga til Bandaríkjanna

3. júní 2020

|

Bandarísk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau ætli að banna kínverskum flugfélögum að fljúga til Bandaríkjanna á þeim grundvelli að ekkert bandarískt flugfélag fær að fljúga til Kína í dag og hefur band

TUI nær samkomulagi um skaðabætur vegna 737 MAX

3. júní 2020

|

Flugfélagið TUI hefur tilkynnt að félagið hafi náð samkomulagi um skaðabætur við Boeing vegna Boeing 737 MAX vélanna á sama tíma og félagið hefur gert nýja afhendingaráætlun við flugvélaframleiðanda

Stefna á að fljúga 75 prósent af leiðarkerfinu í ágúst

2. júní 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet áætlar að félagið muni fljúga til helmings allra áfangastaða í leiðarkerfinu í júlí og er stefnt á að í ágúst muni félagið fljúga til 75% af öllum þeim 1.022 flugl

Emirates SkyCargo flýgur með frakt til 30 nýrra áfangastaða

2. júní 2020

|

Emirates SkyCargo, fraktflugfélag Emirates, hefur aukið umsvif sín til muna frá því í mars í kjölfar kórónaveirufaraldursins og hefur áfangastöðum félagsins fjölgað töluvert.

Lækka skatta fyrir flugfélög á Grikklandi

1. júní 2020

|

Ríkisstjórnin á Grikklandi hefur ákveðið að verja 115 milljónum evra í obinbera aðstoð og björgunaraðgerða til flugiðnaðarins í landinu sem samsvarar 17 milljörðum króna.

Stefna á að bjarga South African í stað stofnun nýs flugfélags

1. júní 2020

|

Svo gæti farið að rekstri South African Airways sé mögulega bjargað fyrir horn en erlendir fréttamiðlar hafa birt gögnum sem lekið var í morgun sem sýna björgunaráætlun suður-afrísku ríkisstjórnarin