flugfréttir

Ryanair gæti þurft að segja upp yfir 500 flugmönnum

- Uppsagnir á allt að 1.500 starfsmönnum óhjákvæmilegar

31. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:00

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair

Ryanair varar við umfangsmiklum niðurskurði á næstu vikum í formi uppsagna sem hefjast í haust en lágfargjaldafélagið írska segir að félagið hafi of marga flugmenn og gæti þurft að segja upp yfir 500 flugmönnum og yfir 400 flugfreyjum og flugþjónum.

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, hefur beðið starfsfólk sitt að búa sig undir uppsagnir á næstu vikum og sé von á nánari upplýsingum um uppsagnirnar fyrir lok ágúst en Ryanair segir að svo gæti farið að það þurfi að segja upp allt að 1.500 starfsmönnum í heildina.

Uppsagnirnar verða að miklu leyti tilkomnar vegna vandamálsins með Boeing 737 MAX en Ryanair gerði ráð fyrir að vera komið með yfir 50 Boeing 737 MAX 200 þotur í umferð næsta sumar en félagið á aðeins von á brot af þeim fjölda fyrir sumarið 2020.

O´Leary segir að Ryanair þurfi á 600 færri flugfreyjum og flugþjónum á að halda fyrir sumarið 2020 eins og staðan er í dag. Framkvæmdarstjórinn segir að uppsagnir séu óhjákvæmilegar en félagið ætli samt að gera allt sem það getur til þess að lágmarka uppsagnir.

Uppsagnirnar munu hefjast í september og í október og svo aftur mun koma til enn frekari uppsagna eftir jól og áramót.

Afkoma Ryanair á 2. ársfjórðungi versnaði um 21% samanborið við sama tímabil í fyrra og segir O´Leary að orsök þess megi rekja til hækkunar á eldsneytisverði, minni eftirspurnar eftir flugsætum og aukinnar samkeppni sem hefur komið af stað verðstríði í lágfargjaldarflugi.

Ryanair lýsti því yfir sl. mánudag að laun framkvæmdarstjórans, O´Leary, yrðu lækkuð um helming niður í 5,5 milljón króna á mánuði.  fréttir af handahófi

Ákváðu að sleppa MAX-nafninu í yfirlýsingu um pöntun

20. júní 2019

|

Svo virðist sem að British Airways hafi komið af stað umræðum varðandi framtíð MAX vörumerkisins eftir að flugfélagið breska tilkynnti um fyrirhugaða pöntun í 200 Boeing 737 MAX þotur í vikunni en Br

Hætta að fljúga frá Cork og Shannon til Bandaríkjanna

26. júní 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Bandaríkjanna frá Cork og Shannon á Írlandi og mun félagið því aðeins fljúga til Norður-Ameríuku frá eyjunni grænu frá Dublin.

Lágfargjaldafélög herja á ríkisflugfélag Suður-Kóreu

4. júní 2019

|

Korean Air, ríkisflugfélag Suður-Kóreu og stærsta flugfélag landsins, segist ætla að bregðast hart við samkeppninni frá lágfargjaldaflugfélögum landsins og aðlagast breyttu rekstrarumhverfi til þess

  Nýjustu flugfréttirnar

Vélmenni flaug mannlausri Cessnu í 2 klukkustundir

19. ágúst 2019

|

Lítil Cessna-einkaflugvél tók á loft á dögunum í Bandaríkjunum mannlaus með engan um borð en flugvélinni var flogið af vélmenni sem flaug vélinni í tvær klukkustundir.

Selja allan hlut sinn í Bank Norwegian

19. ágúst 2019

|

Norwegian tilkynnti í morgun að flugfélagið norska hafi ákveðið að selja allan hlut sinn í fyrirtækinu Norwegian Finans Holdings, sem á dótturfélagið Bank Norwegian, sem Norwegian stofnaði á sínum tí

Farþegaþota lendir í fyrsta sinn á nýja Gagarin-flugvellinum

19. ágúst 2019

|

Farþegaþota lenti í fyrsta sinn í gær á Gagarin-flugvellinum, sem er nýjasti alþjóðaflugvöllur Rússlands, staðsettur í borginni Saratov, tveimur dögum áður en hann verður formlega tekinn í notkun á

Gera ekki ráð fyrir 737 MAX fyrr en eftir áramót

17. ágúst 2019

|

Icelandair hefur nú uppfært flugáætlun sína til ársloka. Félagið gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX vélum í rekstri fyrir þann tíma og hefur aðlagað flugáætlun sína í samræmi við það og aðra þróun á

Vilja að hæstiréttur komi í veg fyrir boðað verkfall flugmanna

16. ágúst 2019

|

Ryanair hefur biðlað til hæstaréttar Írlands um að grípa í taumana og koma í veg fyrir fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna sem stefna á að leggja niður störf sín í næstu viku.

Flugvél hlekktist á í Svefneyjum á Breiðafirði

15. ágúst 2019

|

Lítilli flugvél hlekktist á í lendingu á Svefneyjum á Breiðafirði seinnipartinn í dag.

Cabo Verde Airlines tekur í notkun Boeing 737-300 þotu

15. ágúst 2019

|

Cabo Verde Airlines, flugfélagið á Grænhöfðaeyjum, hefur tekið í notkun Boeing 737-300 þotu sem félagið mun nota til þess að fljúga áætlunarflug frá Nelson Mandela flugvellinum við bæinn Praia til Li

Brotlenti er flugmaðurinn teygði sig í hurð sem hafði opnast

15. ágúst 2019

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) telja að orsök flugslyss, er lítil flugvél af gerðinni Cessna 170 brotlenti í Bandaríkjunum árið 2017, megi rekja til þess að flugmaður gerði tilr

Tvær þotur frá Qantas of nálægt hvor annarri í Sydney

14. ágúst 2019

|

Atvik átti sér stað á flugvellinum í Sydney á dögunum er tvær farþegaþotur frá Qantas fóru of nálægt hvor annarri.

Taka á leigu Boeing 737-200 til að fylla í skarð 737 MAX

13. ágúst 2019

|

Mikil eftirspurn er núna eftir gömlum Boeing 737 þotum vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX þotunum en þetta er haft eftir flugvélaleigum sem leigja út flugvélar til flugfélaga.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00