flugfréttir

Ryanair gæti þurft að segja upp yfir 500 flugmönnum

- Uppsagnir á allt að 1.500 starfsmönnum óhjákvæmilegar

31. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:00

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair

Ryanair varar við umfangsmiklum niðurskurði á næstu vikum í formi uppsagna sem hefjast í haust en lágfargjaldafélagið írska segir að félagið hafi of marga flugmenn og gæti þurft að segja upp yfir 500 flugmönnum og yfir 400 flugfreyjum og flugþjónum.

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, hefur beðið starfsfólk sitt að búa sig undir uppsagnir á næstu vikum og sé von á nánari upplýsingum um uppsagnirnar fyrir lok ágúst en Ryanair segir að svo gæti farið að það þurfi að segja upp allt að 1.500 starfsmönnum í heildina.

Uppsagnirnar verða að miklu leyti tilkomnar vegna vandamálsins með Boeing 737 MAX en Ryanair gerði ráð fyrir að vera komið með yfir 50 Boeing 737 MAX 200 þotur í umferð næsta sumar en félagið á aðeins von á brot af þeim fjölda fyrir sumarið 2020.

O´Leary segir að Ryanair þurfi á 600 færri flugfreyjum og flugþjónum á að halda fyrir sumarið 2020 eins og staðan er í dag. Framkvæmdarstjórinn segir að uppsagnir séu óhjákvæmilegar en félagið ætli samt að gera allt sem það getur til þess að lágmarka uppsagnir.

Uppsagnirnar munu hefjast í september og í október og svo aftur mun koma til enn frekari uppsagna eftir jól og áramót.

Afkoma Ryanair á 2. ársfjórðungi versnaði um 21% samanborið við sama tímabil í fyrra og segir O´Leary að orsök þess megi rekja til hækkunar á eldsneytisverði, minni eftirspurnar eftir flugsætum og aukinnar samkeppni sem hefur komið af stað verðstríði í lágfargjaldarflugi.

Ryanair lýsti því yfir sl. mánudag að laun framkvæmdarstjórans, O´Leary, yrðu lækkuð um helming niður í 5,5 milljón króna á mánuði.  fréttir af handahófi

Gera samkomulag um kaup á 100 þotum frá Mitsubishi Aircraft

5. september 2019

|

Bandaríska flugfélagið Mesa Airlines hefur undirritað samkomulag við Mitsubishi Aircraft um kaup á allt að 100 þotum frá SpaceJet af gerðinni M100 sem einnig eru þekktar undir nafninu Mitsubishi Regi

Tveggja vikna töf á endurreisn hiðs nýja WOW air

25. september 2019

|

Nýja WOW air flugfélagið, eða WOW 2 eins og bandaríska kaupsýslukonan Michelle Ballarin kýs að kalla félagið, mun ekki hefja flug strax í byrjun október eins og til stóð og kemur fram að fyrstu flugf

Aldrei eins margir farþegar með Icelandair í einum mánuði

7. ágúst 2019

|

Icelandair sló farþegamet í seinasta mánuði þegar 564.000 farþegar flugu með félaginu og hefur farþegar aldrei verið eins margir í einum mánuði í sögu félagsins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Flybe verður Virgin Connect

15. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Flybe mun breyta um nafn og koma til með að heita „Virgin Connect“ frá og með árinu 2020.

SWISS kyrrsetur Airbus A220

15. október 2019

|

Flugfélagið Swiss International Air Lines kyrrsetti í dag allar þær 29 Airbus A220 (CSeries) þotur sem félagið hefur í flotanum til að framkvæma skoðun á hreyflum vélanna í kjölfar nokkurra bilana se

Condor fær lán frá þýska ríkinu

15. október 2019

|

Framkvæmdarstjórn Evrópsambandsins hefur gefið grænt ljós fyrir láni frá þýska ríkinu upp á 52 milljarða króna til þýska flugfélagsins Condor.

Fjarlægði klossa frá nefhjólinu og fékk skrúfuna í sig

14. október 2019

|

Kona í Bandaríkjunum slasaðist er hún varð fyrir loftskrúfu á lítilli flugvél af gerðinni Cessna C172 Skyhawk á flugvellinum í bænum Key West, syðst á Flórída-skaga, sl. laugardagskvöld.

Boða aðgerðir gegn gjaldþroti meðal flugfélaga

14. október 2019

|

Ríkisstjórn Bretlands ætlar að fara að stað með aðgerðir er kemur að gjaldþrotum meðal flugfélaga og stendur til að kynna nýja löggjöf sem mun auðvelda gjaldþrotaferli og aðgerðir er snúa að því að k

El Al hættir með júmbó-þotuna í nóvember

14. október 2019

|

El Al Israel Airlines mun hætta með júmbó-þotuna um næstu mánaðarmót og hefur flugfélagið ákveðið dagsetningu fyrir síðasta áætlunarflugið með Boeing 747.

Cabo Verde Airlines mun hefja flug til Nígeríu

14. október 2019

|

Cabo Verde Airlines hefur tilkynnt að félagið mun hefja beint áætlunarflug frá Grænhöfðaeyjum til Lagos í Nígeríu.

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

Einn af gömlu íslensku Fokker 50 eyðilagðist í óhappi í Kenýa

11. október 2019

|

Ein af þeim fjórum Fokker 50 flugvélum, sem Flugfélag Íslands hafði í flota sínum til margra ára, eyðilagðist í dag er hún fór út af braut í flugtaki í Kenýa er hún var í innanlandsflugi fyrir kenýsk

Aukin eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook

11. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Jet2.com hefur fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook og sér félagið því fram á að rekstarafkoma félagsins eigi eftir að koma út í ha

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00