flugfréttir

Myndband: Bonanza í lendingaratviki á Oshkosh

31. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 18:31

Flugmaður vélarinnar segir að hann hafi lent í snörpum vængendahvirflum frá flugvélinni á undan á lokastefnu

Eftirfarandi atvik, sem sjá má á meðfylgjandi myndbandi, átti sér stað á Oshkosh-flugsýningunni á dögunum.

Á myndbandinu má sjá hvar flugvél af gerðinni Beechcraft 35 Bonanza missir skyndilega hæð í beygju inn á þrönga lokastefnu er hún kemur inn til lendingar stuttu eftir að önnur flugvél var nýlent á brautinni.

Flugvélin, sem lenti á undan Bonanza-vélinni er af gerðinni Ford Trimotor, en Bonanzan kemur 20 sekúndum á eftir henni að brautarendanum en missir lyftikraftinn í beygjunni.

Vélin skellur niður í brautina með mestan þungan á vinstra aðalhjólastellið en skoppar aftur upp og nær flugmaðurinn að leiðrétta þá stöðu sem hann er komin í með því að gefa inn afla og ná vélinni aftur láréttri og kemur hann henni aftur í lendingarham og lendir henni skömmu síðar.

Þónokkrar umræður hafa skapast í ummælum við myndbandið á Youtube og hafa margir ýmisst annað hvort getið sér til um að hann hafi verið of hægur í beygjunni og verið næstum komin niður á ofrishraða á meðan aðrir telja að hann hafi lent í vængendahvirflum frá flugvélinni á undan.

Myndband:

Flugmaður vélarinnar hefur sjálfur tjáð sig um atvikið og segir að hann hafi lent í sterkum vængendahvirflum frá Ford Trimotor flugvélinni sem var á undan og tekur hann fram að vélin hans hafi aldrei verið nálægt ofrishraða.

Annar flugmaður, sem segist hafa verið í flugvél númer 20 sem biðu eftir að komast í loftið á sömu braut, segist hafa orðið vitni að atvikinu og telur hann að vængendahvirflarnir hefðu aldrei geta haft tíma til þess að ná að færast alla leið á þann stað þar sem Bonanza-flugvélin skall niður í brautina.

„Hann var bara á allt of lágum hraða er hann tók beygjuna af þverlegg inn á lokastefnu. Þetta er það aðflug á Oshkosh sem er langt frá því að vera í uppáhaldi hjá mér“, segir sá flugmaður.

Fram kemur að vinstra hjólastellið hafi orðið fyrir skemmdum og var Bonanzan föst á brautinni þar sem hjólastellið gaf sig skömmu síðar áður en lendingarbrunið var á enda. Lokað var fyrir flugtök og lendingar í kjölfarið tímabundið en 15 mínútum síðar var skipt yfir á aðra braut.

Burt séð frá orsökinni þá eru flestir sammála um að viðbrögð flugmannsins við að leiðrétta eftir skoppið hafi verið mjög góð en einhverjir telja að hann hefði átt að fara í fráhvarfsflug (go around).

Oshkosh er ein stærstra flugsýning heims í sínum flokki er kemur að almannaflugi en fram kemur að hvergi sé eins mikið álag á flugumferðarstjóra og þá sem stjórna flugumferðinni á Wittman Regional flugvellinum þá daga sem sýningin fer fram.

í fyrra mættu yfir 600 þúsund gestir á Oshkosh-flugsýninguna, yfir 10.000 flugvélar flugu á hátíðina auk þess sem 2.979 flugvélar voru til sýnis á svæðinu og þá voru á staðnum 976 fjölmiðlar frá sex heimsálfum og 867 sýningaraðilar kynntu vöru sína og þjónustu.  fréttir af handahófi

Aeroflot stundvísasta flugfélag heims árið 2019

2. janúar 2020

|

Aeroflot var stundvísasta flugfélag heims árið 2019 í hópi þeirra flugfélag sem teljast ekki til lágfargjaldafélaga samkvæmt skýrslu um stundvísi flugfélaganna sem fyrirtækið Cirium birti í dag.

Ríkisstjórn Rúmeníu ætlar að bjarga rekstri Tarom fyrir horn

17. janúar 2020

|

Ríkisstjórnin í Rúmeníu fundar nú um alvarlega stöðu hjá ríkisflugfélaginu Tarom og hafa staðið yfir viðræður um mögulegar leiðir til þess að bjarga rekstri félagsins.

Condor tekur í notkun gamla merkið með fuglinum

4. desember 2019

|

Þýska flugfélagið Condor hefur tekið aftur upp sitt upprunalega merki sem félagið notaði í gamla daga en merki þess má rekja aftur til sjöunda áratugarins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

Tvær flugvélar rákust saman á flugi í Ástralíu

19. febrúar 2020

|

Fjórir létu lífið í árekstri sem varð á milli tveggja flugvéla í Ástralíu í nótt þegar vélarnar rákust saman á flugi nálægt flugvellinum í bænum Mangalore, skammt norður af Melbourne.

Gleymdi að setja hjólin niður í þjálfun á King Air

19. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) gaf út skýrslu á dögunum varðandi atvik sem átti sér stað er flugmaður gleymdi að setja niður hjólin er hann var í undirbúningi fyrir tegundarpróf

Húsleit gerð hjá Avianca vegna gruns um mútur

19. febrúar 2020

|

Aðilar frá öryggis- og leynisþjónustu á vegum ríkisstjórnar Kólumbíu gerðu húsleit í höfuðstöðvum flugfélagsins Avianca í Bogóta í síðustu viku í tengslum við rannsókn á mútum og spillingu innan her

Air Canada semur um bætur við Boeing vegna MAX-vélanna

18. febrúar 2020

|

Air Canada hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabætur vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum.

Skera niður innanlandflugið í Noregi vegna hárra skatta

18. febrúar 2020

|

Norska flugfélagið Widerøe hefur tilkynnt um umtalsverðan niðurskurð í leiðarkerfi félagsins í innanlandsflugi í Noregi sem gripið verður til strax með vorinu en félagið segir niðurskurðinn óhjákvæmil

Í viðræðum við 700 flugmenn um launalaust leyfi

18. febrúar 2020

|

Flest bendir til þess að útbreiðsla kórónaveirunnar eigi eftir að hafa þónokkur áhrif á rekstur finnska flugfélagsins Finnair sem á nú í viðræðum við flugmenn varðandi launalaust leyfi.

Allar Cirrus Vision SF50 þotur kyrrsettar

18. febrúar 2020

|

Allar Cirrus Vision SF50 þotur í heiminum hafa verið kyrrsettar eftir að bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) gáfu út neyðartilskipun varðandi lofthæfi vélanna eftir atvik þar sem eldur kom upp í stjórnk

Kórónaveiran gæti kostað flugiðnaðinn yfir 600 milljarða

14. febrúar 2020

|

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) spáir því að úrbreiðsla kórónaveirunnar, sem nefnd hefur verið Covid-19, muni kosta flugiðnaðinn um 4-5 milljarða bandaríkjadali á þessum ársfjórðungi eða sem samsvara

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00