flugfréttir

Myndband: Bonanza í lendingaratviki á Oshkosh

31. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 18:31

Flugmaður vélarinnar segir að hann hafi lent í snörpum vængendahvirflum frá flugvélinni á undan á lokastefnu

Eftirfarandi atvik, sem sjá má á meðfylgjandi myndbandi, átti sér stað á Oshkosh-flugsýningunni á dögunum.

Á myndbandinu má sjá hvar flugvél af gerðinni Beechcraft 35 Bonanza missir skyndilega hæð í beygju inn á þrönga lokastefnu er hún kemur inn til lendingar stuttu eftir að önnur flugvél var nýlent á brautinni.

Flugvélin, sem lenti á undan Bonanza-vélinni er af gerðinni Ford Trimotor, en Bonanzan kemur 20 sekúndum á eftir henni að brautarendanum en missir lyftikraftinn í beygjunni.

Vélin skellur niður í brautina með mestan þungan á vinstra aðalhjólastellið en skoppar aftur upp og nær flugmaðurinn að leiðrétta þá stöðu sem hann er komin í með því að gefa inn afla og ná vélinni aftur láréttri og kemur hann henni aftur í lendingarham og lendir henni skömmu síðar.

Þónokkrar umræður hafa skapast í ummælum við myndbandið á Youtube og hafa margir ýmisst annað hvort getið sér til um að hann hafi verið of hægur í beygjunni og verið næstum komin niður á ofrishraða á meðan aðrir telja að hann hafi lent í vængendahvirflum frá flugvélinni á undan.

Myndband:

Flugmaður vélarinnar hefur sjálfur tjáð sig um atvikið og segir að hann hafi lent í sterkum vængendahvirflum frá Ford Trimotor flugvélinni sem var á undan og tekur hann fram að vélin hans hafi aldrei verið nálægt ofrishraða.

Annar flugmaður, sem segist hafa verið í flugvél númer 20 sem biðu eftir að komast í loftið á sömu braut, segist hafa orðið vitni að atvikinu og telur hann að vængendahvirflarnir hefðu aldrei geta haft tíma til þess að ná að færast alla leið á þann stað þar sem Bonanza-flugvélin skall niður í brautina.

„Hann var bara á allt of lágum hraða er hann tók beygjuna af þverlegg inn á lokastefnu. Þetta er það aðflug á Oshkosh sem er langt frá því að vera í uppáhaldi hjá mér“, segir sá flugmaður.

Fram kemur að vinstra hjólastellið hafi orðið fyrir skemmdum og var Bonanzan föst á brautinni þar sem hjólastellið gaf sig skömmu síðar áður en lendingarbrunið var á enda. Lokað var fyrir flugtök og lendingar í kjölfarið tímabundið en 15 mínútum síðar var skipt yfir á aðra braut.

Burt séð frá orsökinni þá eru flestir sammála um að viðbrögð flugmannsins við að leiðrétta eftir skoppið hafi verið mjög góð en einhverjir telja að hann hefði átt að fara í fráhvarfsflug (go around).

Oshkosh er ein stærstra flugsýning heims í sínum flokki er kemur að almannaflugi en fram kemur að hvergi sé eins mikið álag á flugumferðarstjóra og þá sem stjórna flugumferðinni á Wittman Regional flugvellinum þá daga sem sýningin fer fram.

í fyrra mættu yfir 600 þúsund gestir á Oshkosh-flugsýninguna, yfir 10.000 flugvélar flugu á hátíðina auk þess sem 2.979 flugvélar voru til sýnis á svæðinu og þá voru á staðnum 976 fjölmiðlar frá sex heimsálfum og 867 sýningaraðilar kynntu vöru sína og þjónustu.  fréttir af handahófi

Mótmælendur leggja undir sig flugstöðina í Hong Kong

12. ágúst 2019

|

Allt flug um Chek Lap Kok flugvöllinn í Hong Kong liggur nú niðri eftir að mótmælendur hertóku flugstöðina, fjórða daginn í röð, en nú með enn harðari mótmælaaðgerðum.

Laumufarþegi féll til jarðar í aðflugi að Heathrow

2. júlí 2019

|

Lík laumufarþega féll til jarðar frá farþegaþotu frá Kenya Airways er þotan var í aðflugi að Heathrow-flugvellinum í London sl. sunnudag.

Hafði ekki leyfi til að lenda í Bandaríkjunum og var snúið við

24. júní 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A330 frá Brussels Airlines þurfti um helgina að snúa við aftur til Belgíu er hún var yfir Atlantshafinu þar sem í ljós kom að flugvélin hafði ekki leyfi til þess að le

  Nýjustu flugfréttirnar

Indverjar framkvæma sína eigin úttekt á 737 MAX líkt og EASA

20. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi ætla að fara að fordæmi Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) og framkvæma sína eigin úttekt á Boeing 737 MAX þotunum áður en indverskum flugfélögum verður gefið leyfi til þe

Boeing 787 lenti næstum því með hjólin uppi

20. september 2019

|

Litlu munaði að farþegaþota frá Vietnam Airlines hefði lent með hjólabúnaðinn uppi er vélin var í aðflugi að flugvellinum í Melbourne í Ástralíu í gær.

Czech Airlines flýgur frá Keflavík til Köben og áfram til Prag

20. september 2019

|

Fyrir gjaldþrot WOW air voru þrjú flugfélög sem flugu áætlunarflug milli Kaupmannahafnar og Keflavíkurflugvallar en sl. hálfa árið hafa aðeins tvö flugfélög deilt á milli sín fjölförnustu flugleiðinn

Boeing 737 hóf flugtaksbrun á akbraut á Schiphol

19. september 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Hollandi hefur greint frá atviki sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði er farþegaþota frá Transavia af gerðinni Boeing 737-800 hóf flugtak á akbraut („taxiway“) á Schiph

Láðist að tilkynna í tvígang um vandamál í hreyfli

18. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi hafa meinað þremur flugmönnum að fljúga tímabundið og einnig svipt tveimur flugvirkjum réttindum sínum fyrir að hafa ekki tilkynnt um víbring sem kom upp í hreyfli á Airb

Twin Otter með fjóra um borð saknað í Indónesíu

18. september 2019

|

Leit stendur nú yfir að Twin Otter farþegaflugvél af gerðinni Havilland DHC-5-6-400 í Indónesíu sem saknað er en vélin var í innanlandsflugi í nótt og fór í loftið frá flugvellinum í Timiki áleiðis t

Japan Airlines mögulegur kaupandi að Malaysia Airlines

17. september 2019

|

Möguleiki er á því að Japan Airlines muni kaupa stóran hlut í Malaysia Airlines sem gæti bjargað rekstri félagsins og komið honum á réttan kjöl en félagið hefur verið rekið með tapi frá því í febrúar

Flugmaðurinn týndi vegabréfinu fyrir brottför

17. september 2019

|

Ellefu klukkutíma seinkun varð á flugi hjá suður-kóreska lágfargjaldarfélaginu Tway Air eftir að annar flugmaðurinn uppgötvaði á flugvellinum að hann hefði týnt vegabréfinu sínu.

Draco-flugvél Mike Patey ónýt eftir flugtaksóhapp

17. september 2019

|

Engan sakaði er Draco, flugvél í eigu bandaríska flugmannsins Mike Patey, eyðilagðist er henni hlekktist á í flugtaki á flugvellinum í Reno í Nevada í Bandaríkjunum í gær.

Bannað að sitja í aftustu sætaröð í A320neo þotum Lufthansa

16. september 2019

|

Lufthansa hefur ákveðið að hindra aðgang farþega að síðustu sætaröðinni um borð í Airbus A320neo þotum félagsins sem eru ekki í boði eins og stendur þegar bókað er flug.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00