flugfréttir

Myndband: Bonanza í lendingaratviki á Oshkosh

31. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 18:31

Flugmaður vélarinnar segir að hann hafi lent í snörpum vængendahvirflum frá flugvélinni á undan á lokastefnu

Eftirfarandi atvik, sem sjá má á meðfylgjandi myndbandi, átti sér stað á Oshkosh-flugsýningunni á dögunum.

Á myndbandinu má sjá hvar flugvél af gerðinni Beechcraft 35 Bonanza missir skyndilega hæð í beygju inn á þrönga lokastefnu er hún kemur inn til lendingar stuttu eftir að önnur flugvél var nýlent á brautinni.

Flugvélin, sem lenti á undan Bonanza-vélinni er af gerðinni Ford Trimotor, en Bonanzan kemur 20 sekúndum á eftir henni að brautarendanum en missir lyftikraftinn í beygjunni.

Vélin skellur niður í brautina með mestan þungan á vinstra aðalhjólastellið en skoppar aftur upp og nær flugmaðurinn að leiðrétta þá stöðu sem hann er komin í með því að gefa inn afla og ná vélinni aftur láréttri og kemur hann henni aftur í lendingarham og lendir henni skömmu síðar.

Þónokkrar umræður hafa skapast í ummælum við myndbandið á Youtube og hafa margir ýmisst annað hvort getið sér til um að hann hafi verið of hægur í beygjunni og verið næstum komin niður á ofrishraða á meðan aðrir telja að hann hafi lent í vængendahvirflum frá flugvélinni á undan.

Myndband:

Flugmaður vélarinnar hefur sjálfur tjáð sig um atvikið og segir að hann hafi lent í sterkum vængendahvirflum frá Ford Trimotor flugvélinni sem var á undan og tekur hann fram að vélin hans hafi aldrei verið nálægt ofrishraða.

Annar flugmaður, sem segist hafa verið í flugvél númer 20 sem biðu eftir að komast í loftið á sömu braut, segist hafa orðið vitni að atvikinu og telur hann að vængendahvirflarnir hefðu aldrei geta haft tíma til þess að ná að færast alla leið á þann stað þar sem Bonanza-flugvélin skall niður í brautina.

„Hann var bara á allt of lágum hraða er hann tók beygjuna af þverlegg inn á lokastefnu. Þetta er það aðflug á Oshkosh sem er langt frá því að vera í uppáhaldi hjá mér“, segir sá flugmaður.

Fram kemur að vinstra hjólastellið hafi orðið fyrir skemmdum og var Bonanzan föst á brautinni þar sem hjólastellið gaf sig skömmu síðar áður en lendingarbrunið var á enda. Lokað var fyrir flugtök og lendingar í kjölfarið tímabundið en 15 mínútum síðar var skipt yfir á aðra braut.

Burt séð frá orsökinni þá eru flestir sammála um að viðbrögð flugmannsins við að leiðrétta eftir skoppið hafi verið mjög góð en einhverjir telja að hann hefði átt að fara í fráhvarfsflug (go around).

Oshkosh er ein stærstra flugsýning heims í sínum flokki er kemur að almannaflugi en fram kemur að hvergi sé eins mikið álag á flugumferðarstjóra og þá sem stjórna flugumferðinni á Wittman Regional flugvellinum þá daga sem sýningin fer fram.

í fyrra mættu yfir 600 þúsund gestir á Oshkosh-flugsýninguna, yfir 10.000 flugvélar flugu á hátíðina auk þess sem 2.979 flugvélar voru til sýnis á svæðinu og þá voru á staðnum 976 fjölmiðlar frá sex heimsálfum og 867 sýningaraðilar kynntu vöru sína og þjónustu.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga