flugfréttir

Stærsta flugfélag Asíu hættir við 64 Boeing 737 MAX þotur

- China Southern Airlines segir að félagið ætli ekki að taka við fleiri þotum

1. ágúst 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:12

Kyrrsettar Boeing 737 MAX þotur China Southern Airlines á Urumqi-flugvellinum í Xinjiiang

Kínaverska flugfélagið, China Shouthern Airlines, sem er eitt stærsta flugfélag Asíu er kemur að stærð flugflota, hefur hætt við pöntun í allar þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið hafði pantað á sínum tíma.

China Southern Airlines hafði tekið við 26 Boeing 737 MAX 8 þotum áður en þær voru kyrrsettar í mars í vor en félagið átti von á að fá 64 þotur til viðbótar af sömu gerð.

Dean Saxby, fjármálastjóri China Southern Airlines, sagði í gær á morgunverðarfundi í London að áhrif kyrrsetningu Boeing 737 MAX þotnanna fyrir rekstur félagsins væru minniháttar og tók hann fram að félagið hafi nýlega tilkynnt Boeing að ekki væri þörf á fleiri 737 MAX þotum.

„Höfum yfir 800 þotur svo þetta er ekki að hafa einhver svakaleg áhrif“

„Pöntunin er ekki lengur til staðar. Með flugflota upp á yfir 800 flugvélar þá hefur þetta ekki skilið eftir sig einhverja „svakalega dæld“. Við erum að taka við fullt af Airbus A350 þotum og fleiri flugvélategundum þannig röskunin vegna 737 MAX er ekki mikil“, sagði Saxby.

Flugfélagið hefur tekið við 26 Boeing 737 MAX þotum sem allar eru í dag kyrrsettar

China Southern Airlines er 3. stærsta flugfélag heims er kemur að stærð flugflota en félagið hefur yfir 840 þotur í flotanum og á félagið von á yfir 200 þotum til viðbótar á næstu árum en aðeins American Airlines og Delta Air Lines hafa fleiri flugvélar í flotanum.

Þá er China Southern Airlines einnig 7. stærsta flugfélag heims er kemur að farþegafjölda á eftir American Airlines, Delta Air Lines, Southwest, United, Ryanair og Lufthansa.

China Southern Airlines hefur næstum 200 Boeing 737NG þotur í flotanum af gerðinni 737-700 og 737-800 og þá hefur félagið 285 þotur úr Airbus A320 fjölskyldunni af gerðinni A319, A320, A320neo, A321 og A321neo.

Þá hefur félagið 87 breiðþotur og þar af fimm Airbus A380 risaþotur.  fréttir af handahófi

Festi hjólastellið í holu í brautinni fyrir flugtak

13. ágúst 2019

|

Lítil farþegaflugvél þurfti að hætta við flugtak í Kenýa í Afríku sl. sunnudag eftir að í ljós kom að dekkin á öðru aðalhjólastellinu voru föst í holu í flugbrautinni.

Panta 22 rafmagnsflugvélar frá Bye Aerospace

22. ágúst 2019

|

Rafmagnsflugvélaframleiðandinn Bye Aerospace í Bandaríkjunum hefur fengið pöntun í 22 eintök af eFlyer 4 flugvélinni sem er lítil tveggja sæta flugvél, knúin áfram með rafmagnsmótor.

Nýr fjárfestir sýnir Alitalia áhuga

5. júlí 2019

|

Nýr aðili hefur sýnt ítalska flugfélaginu Alitalia áhuga og það á síðustu stundu rétt áður en tilboðsfrestur í félagið rennur út sem er ítalska fyrirtækið Toto Holdings.

  Nýjustu flugfréttirnar

Indverjar framkvæma sína eigin úttekt á 737 MAX líkt og EASA

20. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi ætla að fara að fordæmi Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) og framkvæma sína eigin úttekt á Boeing 737 MAX þotunum áður en indverskum flugfélögum verður gefið leyfi til þe

Boeing 787 lenti næstum því með hjólin uppi

20. september 2019

|

Litlu munaði að farþegaþota frá Vietnam Airlines hefði lent með hjólabúnaðinn uppi er vélin var í aðflugi að flugvellinum í Melbourne í Ástralíu í gær.

Czech Airlines flýgur frá Keflavík til Köben og áfram til Prag

20. september 2019

|

Fyrir gjaldþrot WOW air voru þrjú flugfélög sem flugu áætlunarflug milli Kaupmannahafnar og Keflavíkurflugvallar en sl. hálfa árið hafa aðeins tvö flugfélög deilt á milli sín fjölförnustu flugleiðinn

Boeing 737 hóf flugtaksbrun á akbraut á Schiphol

19. september 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Hollandi hefur greint frá atviki sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði er farþegaþota frá Transavia af gerðinni Boeing 737-800 hóf flugtak á akbraut („taxiway“) á Schiph

Láðist að tilkynna í tvígang um vandamál í hreyfli

18. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi hafa meinað þremur flugmönnum að fljúga tímabundið og einnig svipt tveimur flugvirkjum réttindum sínum fyrir að hafa ekki tilkynnt um víbring sem kom upp í hreyfli á Airb

Twin Otter með fjóra um borð saknað í Indónesíu

18. september 2019

|

Leit stendur nú yfir að Twin Otter farþegaflugvél af gerðinni Havilland DHC-5-6-400 í Indónesíu sem saknað er en vélin var í innanlandsflugi í nótt og fór í loftið frá flugvellinum í Timiki áleiðis t

Japan Airlines mögulegur kaupandi að Malaysia Airlines

17. september 2019

|

Möguleiki er á því að Japan Airlines muni kaupa stóran hlut í Malaysia Airlines sem gæti bjargað rekstri félagsins og komið honum á réttan kjöl en félagið hefur verið rekið með tapi frá því í febrúar

Flugmaðurinn týndi vegabréfinu fyrir brottför

17. september 2019

|

Ellefu klukkutíma seinkun varð á flugi hjá suður-kóreska lágfargjaldarfélaginu Tway Air eftir að annar flugmaðurinn uppgötvaði á flugvellinum að hann hefði týnt vegabréfinu sínu.

Draco-flugvél Mike Patey ónýt eftir flugtaksóhapp

17. september 2019

|

Engan sakaði er Draco, flugvél í eigu bandaríska flugmannsins Mike Patey, eyðilagðist er henni hlekktist á í flugtaki á flugvellinum í Reno í Nevada í Bandaríkjunum í gær.

Bannað að sitja í aftustu sætaröð í A320neo þotum Lufthansa

16. september 2019

|

Lufthansa hefur ákveðið að hindra aðgang farþega að síðustu sætaröðinni um borð í Airbus A320neo þotum félagsins sem eru ekki í boði eins og stendur þegar bókað er flug.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00