flugfréttir

Stærsta flugfélag Asíu hættir við 64 Boeing 737 MAX þotur

- China Southern Airlines segir að félagið ætli ekki að taka við fleiri þotum

1. ágúst 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:12

Kyrrsettar Boeing 737 MAX þotur China Southern Airlines á Urumqi-flugvellinum í Xinjiiang

Kínaverska flugfélagið, China Shouthern Airlines, sem er eitt stærsta flugfélag Asíu er kemur að stærð flugflota, hefur hætt við pöntun í allar þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið hafði pantað á sínum tíma.

China Southern Airlines hafði tekið við 26 Boeing 737 MAX 8 þotum áður en þær voru kyrrsettar í mars í vor en félagið átti von á að fá 64 þotur til viðbótar af sömu gerð.

Dean Saxby, fjármálastjóri China Southern Airlines, sagði í gær á morgunverðarfundi í London að áhrif kyrrsetningu Boeing 737 MAX þotnanna fyrir rekstur félagsins væru minniháttar og tók hann fram að félagið hafi nýlega tilkynnt Boeing að ekki væri þörf á fleiri 737 MAX þotum.

„Höfum yfir 800 þotur svo þetta er ekki að hafa einhver svakaleg áhrif“

„Pöntunin er ekki lengur til staðar. Með flugflota upp á yfir 800 flugvélar þá hefur þetta ekki skilið eftir sig einhverja „svakalega dæld“. Við erum að taka við fullt af Airbus A350 þotum og fleiri flugvélategundum þannig röskunin vegna 737 MAX er ekki mikil“, sagði Saxby.

Flugfélagið hefur tekið við 26 Boeing 737 MAX þotum sem allar eru í dag kyrrsettar

China Southern Airlines er 3. stærsta flugfélag heims er kemur að stærð flugflota en félagið hefur yfir 840 þotur í flotanum og á félagið von á yfir 200 þotum til viðbótar á næstu árum en aðeins American Airlines og Delta Air Lines hafa fleiri flugvélar í flotanum.

Þá er China Southern Airlines einnig 7. stærsta flugfélag heims er kemur að farþegafjölda á eftir American Airlines, Delta Air Lines, Southwest, United, Ryanair og Lufthansa.

China Southern Airlines hefur næstum 200 Boeing 737NG þotur í flotanum af gerðinni 737-700 og 737-800 og þá hefur félagið 285 þotur úr Airbus A320 fjölskyldunni af gerðinni A319, A320, A320neo, A321 og A321neo.

Þá hefur félagið 87 breiðþotur og þar af fimm Airbus A380 risaþotur.  fréttir af handahófi

Pútin fer fram á drög að nýju flugfélagi í Austur-Rússlandi

20. janúar 2020

|

Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur farið fram á að kannað verði hvort að grundvöllur sé fyrir því að stofna nýtt flugfélag í austurhluta Rússlands sem myndi einblína á dreifbýl svæði þar sem sko

CFM eykur samstarfið við Airbus vegna óvissu með 737 MAX

6. janúar 2020

|

Hreyflaframleiðandinn General Electric og fyrirtækið Safran munu á næstunni auka samstarfið við Airbus til muna þar sem Boeing mun í þessum mánuði hætta framleiðslu tímabundið á Boeing 737 MAX þotunu

Alitalia fær 50 milljarða króna lán frá ítalska ríkinu

4. desember 2019

|

Ríkisstjórn Ítalíu hefur ákveðið að veita ríkisflugfélaginu Alitalia lán upp á 53 milljarða króna til þess að tryggja áframhaldandi rekstur félagsins en á sama tíma er verið að leita að nýjum fjárfest

  Nýjustu flugfréttirnar

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

Tvær flugvélar rákust saman á flugi í Ástralíu

19. febrúar 2020

|

Fjórir létu lífið í árekstri sem varð á milli tveggja flugvéla í Ástralíu í nótt þegar vélarnar rákust saman á flugi nálægt flugvellinum í bænum Mangalore, skammt norður af Melbourne.

Gleymdi að setja hjólin niður í þjálfun á King Air

19. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) gaf út skýrslu á dögunum varðandi atvik sem átti sér stað er flugmaður gleymdi að setja niður hjólin er hann var í undirbúningi fyrir tegundarpróf

Húsleit gerð hjá Avianca vegna gruns um mútur

19. febrúar 2020

|

Aðilar frá öryggis- og leynisþjónustu á vegum ríkisstjórnar Kólumbíu gerðu húsleit í höfuðstöðvum flugfélagsins Avianca í Bogóta í síðustu viku í tengslum við rannsókn á mútum og spillingu innan her

Air Canada semur um bætur við Boeing vegna MAX-vélanna

18. febrúar 2020

|

Air Canada hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabætur vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum.

Skera niður innanlandflugið í Noregi vegna hárra skatta

18. febrúar 2020

|

Norska flugfélagið Widerøe hefur tilkynnt um umtalsverðan niðurskurð í leiðarkerfi félagsins í innanlandsflugi í Noregi sem gripið verður til strax með vorinu en félagið segir niðurskurðinn óhjákvæmil

Í viðræðum við 700 flugmenn um launalaust leyfi

18. febrúar 2020

|

Flest bendir til þess að útbreiðsla kórónaveirunnar eigi eftir að hafa þónokkur áhrif á rekstur finnska flugfélagsins Finnair sem á nú í viðræðum við flugmenn varðandi launalaust leyfi.

Allar Cirrus Vision SF50 þotur kyrrsettar

18. febrúar 2020

|

Allar Cirrus Vision SF50 þotur í heiminum hafa verið kyrrsettar eftir að bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) gáfu út neyðartilskipun varðandi lofthæfi vélanna eftir atvik þar sem eldur kom upp í stjórnk

Kórónaveiran gæti kostað flugiðnaðinn yfir 600 milljarða

14. febrúar 2020

|

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) spáir því að úrbreiðsla kórónaveirunnar, sem nefnd hefur verið Covid-19, muni kosta flugiðnaðinn um 4-5 milljarða bandaríkjadali á þessum ársfjórðungi eða sem samsvara

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00